Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 2
Jólabingó K100, mbl.is og Morgunblaðsins hefur slegið í gegn á aðventunni og
hafa fjölmargir stytt sér stundir á fimmtudagskvöldum með því að spila bingó.
„Þátturinn í kvöld verður í hátíðarbúningi enda slétt vika til jóla,“ segir Siggi
Gunnars bingóstjóri. „Söngdívan Jóhanna Guðrún heiðrar okkur með nærveru
sinni og kemur öllum í jólaskap með ljúfum jólalögum af nýrri jólaplötu sem
kom út á dögunum og svo verður D.J. Stekkjastaur í settinu allt kvöldið og mun
hann sjá til þess að allir verði í dillandi stuði,“ segir Siggi.
„Svo er komið að stóru stundinni en fyrir tveimur vikum síðan tókst mér ein-
hvern veginn að skora Evu Ruzu á hólm í keppni í Beyoncé-dönsum. Við mun-
um sem sagt há danseinvígi í beinni útsendingu í anda Beyoncé og áhorfendur
geta kosið hvor stóð sig betur í SMS-kosningu. Hvert SMS mun kosta 500 krón-
ur og munu allur ágóði af kosningunni renna beint til Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur sem vonandi mun koma sér vel núna fyrir jólin. Við hvetjum því
alla til að kjósa grimmt annað kvöld og um
leið láta gott af sér leiða,“ segir Siggi, en til
að taka þátt þarf að senda SMS í núm-
erið 1900 og skrifa annaðhvort Siggi
eða Eva, eftir því hvor stendur sig
betur.
Bingóið verður þó í aðal-
hlutverki og verður fjöldi spenn-
andi vinninga í boði. „Ég hvet fólk
til þess að fara inn á mbl.is/
bingo og næla sér í spjald
eða spjöld fyrir
kvöldið. Svo er
bara um að gera að
fylgjast með í beinu
streymi á mbl.is eða
á rás 9 hjá sjónvarpi
Símans kl. 19.00. Ég
lofa góðri skemmtun
og hátíðar stemn-
ingu,“ segir Siggi
Gunnars að lokum.
Dansa Beyoncé fyrir
mæðrastyrksnefnd
Bingó Þau Eva
Ruza og Siggi
Gunnars keppa í
Beyoncé-dönsum
í kvöld.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
HÁTÍÐARKRYDD
landsmanna í 30 ár
Hreinleiki krydds leggur grunninn að góðri og
hollri matseld. Allar okkar vörur eru án auka-
og íblöndunarefna og koma frá viðurkenndum
birgja í Evrópu, sem styður vistvæna og sjálf-
bæra framleiðslu kryddbænda víða um heim.
Kalkúnauppskrift á www.pottagaldrar.is
www.pottagaldrar.is • Sími 564 4449
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Allt útlit er fyrir að þinglok geti taf-
ist fram á laugardag, en enn er þref-
að á Alþingi um ýmis deiluefni og
fjárlögin enn í vinnslu.
Enn er deilt um eitt og annað í
fjárlögum og fjáraukalögum, sem er
mikið til hefðbundið en tafsamt
samningaþref. Það skýrist að mestu
af töfum á afgreiðslu fjárlagafrum-
varps út úr nefnd milli 2. og 3. um-
ræðu, en breytingar á því kalla á
ýmsa tímafreka útreikninga, af-
stemmingar og skjalavinnslu. Það
ætti þó flest að skýrast ekki síðar en
í dag, en gert er ráð fyrir að fjár-
málafrumvörpin verði afgreidd á
föstudag. Takist ekki að ljúka því
öllu á föstudagskvöld, kunna þinglok
því að frestast fram á laugardag.
Þar falla ekki öll mál eftir flokka-
línum eða milli stjórnar og stjórn-
arandstöðu. Í gær var þannig t.d.
fjallað um búvörulög, sígildri deilu
um viðskiptafrelsi og vernd innlends
landbúnaðar, en þar sem þingmenn
Sjálfstæðisflokks eru ekki á eitt sátt-
ir, nokkuð eftir búsetu.
Athugasemdir Miðflokksmanna
við frumvarp um kynrænt sjálfræði
vöktu nokkra athygli og tóku tíma,
en þar er deilt um læknisfræðileg
inngrip vegna óhefðbundinna kyn-
einkenna. Líklegt má telja að frum-
varpið verði afgreitt í dag.
Enn er deilt um fæðingarorlof,
sem lengist í 12 mánuði, en hvernig
þeir skiptist með foreldrum er óút-
kljáð. Frumvarpið gerir ráð fyrir að
hvort foreldra fái sex mánuði, en þó
megi einn mánuður ganga á milli.
Aðrir hafa talað fyrir meiri sveigj-
anleika í skiptingunni, en ekki gætir
mikils sveigjanleika í afstöðu þing-
manna. Takist ekki að afgreiða
frumvarpið nú tekur gildi bráða-
birgðaákvæði um lengingu úr 10
mánuðum í 12, en að ráðherra ákveði
hvernig þeir tveir mánuðir skiptast.
Um þetta stinga þingmenn saman
nefjum í hverju horni.
Ýmsum málum var frestað fram
yfir áramót, en þar eru frumvarp um
Hálendisþjóðgarð og rammaáætlun
veigamest, en eins má minna á frek-
ar snubbótta meðferð frumvarps um
styrki til einkarekinna fjölmiðla.
Loks er alls óvíst um afdrif kosn-
ingalagafrumvarps, sem var vísað til
nefndar í fyrrakvöld, en þó það sé
ekki flokkspólitískt mál þykir flest-
um þeim alþjóðlegu stofnunum, sem
fjalla um lýðræði og mannréttindi,
varhugavert að breyta kosningalög-
um svo skömmu fyrir kosningar.
Þinglok gætu tafist fram á laugardag
Tæknileg úrvinnsla fjárlagabreytinga tafsöm Ósamið um ýmis mál Flokkslínur ekki alltaf skýr-
ar Deilt um skiptingu fæðingarorlofs milli foreldra Fjárlög að líkindum afgreidd á föstudagskvöld
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Jólaannir eru í þingsal og
fundað í nefndum og í hverju horni.
„Salan fer rólega af stað en aðal-
sölutíminn er um næstu helgi og svo
21. og 22. desember,“ segir Geir
Vilhjálmsson, eigandi fiskbúð-
arinnar Hafbergs. Útlit er fyrir að
minna verði um hefðbundnar skötu-
veislur þetta árið vegna sam-
komutakmarkana.
„Það er óvissa. Fólk getur ekki
haft stór skötuboð heima hjá sér og
það eru miklar hömlur á veitinga-
stöðum,“ segir Geir sem sjálfur hef-
ur tekið á móti 250-300 manns á
veitingastað sínum í búðinni á Þor-
láksmessu undanfarin ár. Að þessu
sinni getur hann í mesta lagi tekið á
móti 75-100 manns.
Eitt af því fáa sem kórónuveir-
unni hefur ekki tekist að skemma
er þó skatan sjálf. Veiran hefur
greinilega ekki roð við kæstri, ís-
lenskri skötu. „Skatan er baneitruð,
hnausþykk og flott,“ segir Geir sem
lærði að verka skötuna af föður sín-
um, Vilhjálmi Hafberg. hdm@mbl.is
Veiran vinn-
ur ekki á
kæstri skötu
Morgunblaðið/Árni Sæberg