Morgunblaðið - 17.12.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 17.12.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 ENGIN SKILYRÐI. ÞÚ ÞARFT HVORKI LYKIL NÉ KORT. ÖNNUR VILDARKJÖR GILDA EKKI MEÐ LÆGSTA VERÐI ÓB. ob.is LÆGSTA VERÐÓB ARNARSMÁRI BÆJARLIND FJARÐARKAUP HLÍÐARBRAUT AKUREYRI Fimm kórónuveirusmit greindust hér í fyrradag og voru tvö hjá fólki í sóttkví. Öll smitin tengdust fyrir- liggjandi smitum. Í gær voru 32 sjúklingar á sjúkrahúsi með Co- vid-19 og þar af þrír á gjörgæslu. Byrjað er að bólusetja gegn Co- vid-19 í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Stutt er í að bólusetn- ingar hefjist í EES-löndunum, þar á meðal á Íslandi. Bólusetningum geta fylgt auka- verkanir en þær eru í langflestum tilvikum vægar og hverfa fljótt, að sögn Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessors í ónæmisfræði við læknadeild HÍ. Hann sagði að nú lægju fyrir tíðni- tölur frá Pfizer/BioNTech vegna bóluefnis þeirra og væntanlega komi upplýsingar frá öðrum framleið- endum á næstu dögum. „Aukaverkanir bóluefnisins frá Pfizer eru svipaðar og sjást alltaf frá bóluefnum. Vægur hiti, slappleiki, slen og eymsli á stungustað eru al- gengastar. Í minna en 2-3% tilvika fylgja vöðvaeymsli og einhver hiti og verkir. Þetta eru hliðarverkanir sem við vonumst til að sjá. Þær segja okkur að ónæmiskerfið hafi verið ræst og sé farið að vinna. Þetta gengur yfir hjá flestum á nokkrum klukkutímum,“ sagði Björn. Hann kvaðst ráðleggja þeim sem hann bólusetur t.d. við inflúensu að taka panódíl, drekka vel og fara vel með sig finni þeir fyrir slappleika. Pfizer prófaði bóluefnið á meira en 40 þúsund sjálfboðaliðum og búið er að bólusetja vel á annað hundrað þúsund manns í Bretlandi auk bólu- setninga í Bandaríkjunum og Kan- ada. Örfá dæmi eru um að fólk hafi fengið bráðaofnæmiskast. „Í öllum tilvikum var um að ræða fólk sem átti sögu um endurtekin bráðaof- næmisköst, sem eru mjög sjaldgæf- ur sjúkdómur. Fólki í þeim hópi er ráðlagt að láta ekki bólusetja sig. Þá er haft eftirlit með fólki í 20-30 mín- útur eftir að það er bólusett, til ör- yggis,“ sagði Björn. Meiri áhætta við að veikjast Margfalt minni áhætta fylgir því að láta bólusetja sig en því að fá Co- vid-19. „Fólk getur orðið fárveikt og ekki má gleyma því að hér hafa 28 manns látist vegna sjúkdómsins. Með bólusetningu vinnum við fyrst og fremst að því að verja viðkvæm- ustu hópana eins og aldraða, fólk með ónæmisgalla, yngstu börnin og barnshafandi konur auk þess að verja okkur sjálf,“ sagði Björn. Sprautufælni er talsvert algeng og getur valdið því að fólk vilji ekki fá bólusetningu. „Ég hvet þetta fólk til að tala við lækni eða hjúkrunar- fræðing um sprautuóttann. Þeir geta aðstoðað fólk við að komast yfir hann,“ sagði Björn. gudni@mbl.is Bólusetningin hefur oftast nær vægar aukaverkanir  Fimm smit greindust  Merki um að ónæmiskerfið virki Kórónu- veirusmit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands: 28,4 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 129 eru með virkt smit og í einangrun 278 einstaklingar eru í sóttkví 32 eru á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu Nýgengi, landamæri: 11,2 5 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring 28 einstaklingar eru látnir um tímabundndar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á Íslandi. Drögin liggja nú frammi í samráðs- gátt stjórnvalda og er hægt að gera athugasemdir við þau fram til ára- móta. Lagt er til að lögin verði fram- lengd til loka árs 2025 en jafnframt að gerðar verði breytingar í sam- ræmi við skýrslu Ríkisendurskoð- unar um endurgreiðslukerfið sem birt var í október á síðasta ári. Hertar reglur um endurskoðun Skilgreina á betur hvers kyns kvikmynda- og sjónvarpsefni fellur undir endurgreiðslukerfið. Jafn- framt er lagt til að reikningar fram- leiðenda verði staðfestir af löggilt- um endurskoðanda óháð fjárhæð endurgreiðslu og skilyrt að þeir verði endurskoðaðir í samræmi við lögin sjálf. „Eitt af lykilatriðum skýrslunnar og gagnrýni hennar á kerfið er að það sé misjafnt hvort verkefni sem hljóta yfir 20 m.kr. endurgreiðslu séu endurskoðuð með hliðsjón af sértækum ákvæðum laga og reglu- gerðar um tímabundnar endur- greiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi eða ekki. Enn fremur telur Ríkisendurskoðun að verkefni sem fá minna en 20 m.kr. endurgreiddar þurfi einnig að skila staðfestu kostnaðaruppgjöri,“ segir í umfjöll- un um frumvarpið. Íslandsstofa fái kynningarefni Þá á að skerpa á skilgreiningu þess hvaða kostnaður telst til fram- leiðslukostnaðar. Talin er þörf á að nefna sérstaklega ákveðna liði sem teljast ekki til framleiðslukostnaðar þó þeir geti talist vera rekstrar- kostnaður framleiðslufélagsins. Skoða á hvort þjónusta og um- sýsla við nefnd um endurgreiðslur verði færð frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, skylda á framleiðendur að geta þess í kreditlista að verkið hafi notið endurgreiðslu og Íslandsstofa á að fá ókeypis aðgang að kynning- arefni þeirra kvikmynda og sjón- varpsþátta sem njóta endurgreiðslu svo mögulegt sé að nýta það í mark- aðsvinnu. Eitt stærsta ár frá upphafi í endurgreiðslu kostnaðar  Kvikmyndaframleiðendur fengu 1,4 milljarða  393 milljónir vegna Thin Ice Ráðherrann Framleiðandinn fékk 163 millj. endurgreiddar frá ríkinu. 13 82 26 94 307 165 187 90 219 190 315 593 959 1.574 796 1.514 961 359 1.116 1.353 Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar 2001-2020 Milljónir kr. Erlend verkefni Samframleiðsla Innlend verkefni '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 20 Mynd: HBO Heimild: Kvikmyndamiðstöð Íslands BAKSVIÐ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Endurgreiðsla vegna kostnaðar við kvikmyndaframleiðslu hér á landi á árinu nemur tæpum 1,4 milljörðum króna. Framleiðendur kvikmynda og sjónvarpsefnis eiga kost á endurgreiðslu á allt að 25% fram- leiðslukostnaðar sem fellur til hér á landi. Miðað við það hlutfall má áætla að kostnaður við framleiðslu þeirra kvikmyndaverkefna sem nutu endurgreiðslu hér í fyrra hafi alls verið ríflega 5,4 milljarðar króna. Útlit er fyrir að árið í ár verði það þriðja stærsta frá upphafi þeg- ar horft er til endurgreiðslu, sam- kvæmt yfirliti á vef Kvikmyndamið- stöðvar Íslands. Stærstu árin voru 2014 og 2016 þegar stórmyndir á borð við The Secret Life of Walter Mitty og Fast & Furious 8 voru teknar upp hér. Ráðherrann fékk 163 milljónir Hæstu endurgreiðsluna í ár fengu norrænu þættirnir Ísalög, Thin Ice, 393 milljónir króna. Þætt- irnir voru að stórum hluta teknir upp í Stykkishólmi. Kvikmyndin Ghost Draft fékk ríflega 205 milljónir króna endur- greiddar og kvikmyndin Aether rúmar 313 milljónir. Margumtöluð Eurovision-kvikmynd Wills Fer- rells fékk 135 milljónir króna. Af ís- lenskum kvikmyndaverkefnum má nefna að sjónvarpsþátturinn Brot fékk 193 milljónir, Ráðherrann fékk 163 milljónir og Héraðið fékk 46 milljónir. Þá voru 12,6 milljónir króna greiddar úr ríkissjóði vegna Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins. Lögin framlengd út 2025 Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið hefur lagt fram drög að frumvarpi til breytinga á lögunum Þrátt fyrir hlý- indi undanfarið miðað við árs- tíma er ekki lík- legt að krókusar gægist upp úr moldinni eða brum taki við sér á sunnanverðu landinu því flest- ar plöntur eru í djúpum vetrar- dvala um þessar mundir, segir Guð- ríður Helgadóttir garðyrkjufræð- ingur. Það sé ekki einungis hitastigið sem segi plöntum til um árstíðina, skortur á birtu hjálpi líka til við að stilla þær af í dvalanum. Guðríður segir harla ólíklegt að plöntur lifni óvænt upp á þessum tíma. Hins vegar, ef svona vetrar- hlýindi verði þegar fari aðeins að birta, geti innfluttar plöntuteg- undir látið gabba sig. Marga daga fyrstu 15 daga des- ember hefur hiti á suðvesturhorn- inu farið í 7-8 stig yfir hádaginn. Meðalhiti mánaðarins það sem af er er 2,6 stig í Reykjavík. Það er 1,6 stigum ofan meðallags fyrri hluta desember 1991 til 2020 og 2,4 stig- um ofan meðallags síðustu 10 ára, samkvæmt yfirliti Trausta Jóns- sonar veðurfræðings. aij@mbl.is Ólíklegt að plöntur láti gabba sig Laukur Fallegur krókus að vori. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í vikunni kom fram að í ár stefnir í að kostnaður Garðabæjar vegna lang- tímaveikinda nemi um 145 milljónum króna. Miðað er við veikindi starfs- manna sem vara í 30 daga eða lengur. Kostnaður umfram fjárhagsáætlun er alls um 120 milljónir. Af upphæð- inni falla 82 milljónir undir fræðslu- mál. Af heildarfjölda starfsmanna Garðabæjar er meðalfjöldi starfs- manna í langtímaveikindum í ár 22,83 eða 1,59% að meðaltali, samkvæmt upplýsingum frá bæjarfélaginu. Það er heldur hærra en síðustu ár, en árið 2017 var hlutfallið 1,77% og meðal- fjöldi einstaklinga 20,42. 145 milljónir vegna langtímaveikinda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.