Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 Þessa dagana er sólargangurstuttur á norðurhveli jarðaren innan skamms fer daginn að lengja. Nú eru vísbendingar um að það sé lika að birta til varðandi alheimsfaraldurinn sem heims- byggðin hefur verið að kljást við allt þetta ár. Síðustu daga hafa ver- ið fá smit en ekki þarf mikið til að út af bregði. Bólusetningar Það er ótímabært að tala um hve- nær bólusetning hefst hér á landi, þó að væntingar séu bundnar við að hún geti hafist á fyrri hluta næsta árs. Vonir standa til að nægt bólu- efni berist til að allir geti fengið bólusetningu. Skipulagning bólu- setningar er í fullum gangi og verð- ur fyrirkomulag kynnt þegar þar að kemur. Búið er að raða í tíu forgangs- hópa samkvæmt tillögu sótt- varnalæknis. Tilgangurinn er að tryggja að þeir sem eru í mestri áhættu eða eru í lykilhlutverki í bráðaþjónustu fái bóluefni fyrst. Allir munu fá boð í bólusetningu um leið og kemur að þeim í röðinni og enginn þarf að óttast að verða út undan. Lokaspretturinn Sigurinn er samt ekki í höfn og það er mikilvægt að við hægjum ekki á nú þótt bólusetning sé í sjón- máli. Forsenda þess að vel gangi, og að bólusetning gangi vel fyrir sig, er að samfélagssmit sé ekki mikið. Því þufum við áfram að passa einstaklingsbundnar sótt- varnir, fara eftir tilmælum og vernda viðkvæma hópa. Þótt ástandið sé gott í dag sýnir reynsl- an að það getur breyst á einni nóttu. Viðkvæmir hópar um jól og áramót Öll viljum við gleðja afa og ömmu yfir hátíðirnar en nú er mikilvægt að fara sérstaklega varlega til bera ekki smit til þeirra. Við þurfum til dæmis að fara eftir þeim reglum sem hjúkrunarheimili setja um heimsóknir í einu og öllu. Starfsfólk heimilanna er reiðubúið að aðstoða ættingja og vini við að hafa sam- band með öðrum hætti. Við sem bjóðum eldra fólki heim til okkar um hátíðir þurfum að passa okkur sjálf dagana á undan til að minnka líkur á að við séum smit- uð. Andleg heilsa Undanfarið ár hefur reynt mikið á geðheilsu. Það er fullvíst að við munum vera að fást við andlegar af- leiðingar faraldursins lengi. Þunglyndi virðist hafa aukist meira hjá yngra fólki en öðrum hóp- um. Það er því mikilvægt að við höldum vel utan um unga fólkið okkar. Þetta er hópurinn sem hefur séð einna mesta röskun á sínu lífi og framtíðarplönum. Ef við stöndum saman og virðum tillögur sótt- varnalæknis getur ástandið orðið nánast eðlilegt í sumar og við hafið uppbyggingu af fullum krafti til eðlilegra samfélags. Við hjá heilsugæslunni höfum áhyggjur af því að Covid-19 hafi í sumum tilfellum komið í veg fyrir að fólk leitaði eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Önnur veikindi Okkar tölfræði gefur vísbend- ingar um hættuna á slíku á sumum sviðum. Við höfum séð breytingar á tíðni sjúkdóma í nágrannalöndum okkar, t.d. á greindum krabbamein- um. Ef greining krabbameins dregst lengi eru minni líkur á að það náist að lækna meinið. Við brýnum því fyrir öllum að hika ekki við að leita til heilsugæslunnar ef þörf er á. Við erum með opið virka daga yf- ir jólahátíðina og utan afgreiðslu- tíma heilsugæsustöðvanna er hægt að leita til Læknavaktarinnar á höf- uðborgarsvæðinu og vaktstöðva út um allt land. Frábær samstaða hef- ur verið meðal landsmanna um við- brögð við Covid-19 og við verðum að standa saman þangað til bólu- setningu er lokið. Stoppum þennan faraldur! Hækkandi sól en ekki búið enn Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Jólastemning Ljósadýrð loftin fyllir og gaman er að njóta. Bóluefnið kemur brátt og lífið færist í eðlilegt horf. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins Heilsuráð Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. AFP Sprauta Bólusetningar eru hafnar víða erlendis og væntingar eru miklar. „Fallegir pensarar eru alltaf við hæfi. Að halda öðru fram er líkt og að segja að höfuð hæfi ekki búk,“ segir Karl Örvarsson grafískur hönnuður. Hann hóf á dögunum innflutning á sixpens- urum frá Ítalíu, smekklegum tísku- vörum sem fást nú í tólf útgáfum. Mismunandi snið, litir og efni; hver er með sínu lagi og týpurnar af sixpens- urum sem bjóðast eru bóndinn, gangsterinn, kavalerinn og sjarm- örinn, svo eitthvað sé nefnt. Flestir ættu að finna sína týpu. Allt er selt og kynnt á vefnum sixpensari.is og sýnishorn í versluninni Veiðiflugum við Langholtsveg í Reykjavík. „Kannski tengjum við sixpensara sterkast við Bretland en þessi stíll er alþjóðlegur. Yfirbragð manna með pensara breytist og verður sterkara hafi þeir slíkt höfuðfat,“ segir Karl, sem er vel þekktur sem eftirherma og leikari á sviði hins daglega lífs. Karl selur sixpensara Húfurnar hæfa jafnan höfðinu Húfumaður Stíllinn er alþjóðlegur, segir Karl Örvarsson um höfuðfötin. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fulltrúar Heilsugæslunnar við Lág- múla í Reykjavík og Mín líðan hafa hafa samið um að aðgang skjólstæð- ingaheilsugæslunnar að fjargeðheil- brigðisþjónustu sem Mín líðan veitir. „Samstarfið er mikilvægt á tímum Covid þar sem eftirspurn eftir sál- fræðiþjónustu hefur aukist samhliða skertu aðgengi,“ segir Tanja Dögg framkvæmdastjóri Minnar líðanar. Boðið er upp á staðlaðar netmeð- ferðir við einkennum þunglyndis, fé- lagskvíða og lágs sjálfsmats þar sem skjólstæðingar fá einstaklingsmið- aða endurgjöf hjá sálfræðingi og gera gagnvirkar æfingar. Mín líðan býður einnig upp á fjarviðtöl. Lágmúlastöðin og Mín líðan Sálin á netinu að sjálfsögðu líka nýjar,“ segir Þórdís og heldur áfram: „Ég hef fundið eftirspurn víða frá eftir verslun eða markaði sem starfar samkvæmt þeim áherslum sem hér eru ráðandi. Við opnunina hér í vik- unni var kominn saman fjöldi fólks sem býr í miðborginni, Vesturbænum og nærliggjandi slóðum. Mér finnst einmitt sem margir sem tileinkað hafa sér að velja endurunnar vörur, fara leiða sinna fótgangandi, á reið- hjóli eða með strætó og sleppa einka- bílnum búi á þessum stað í borginni. Það breytir samt ekki því að ég gæti líka alveg hugsað mér að vera með Verzlanahöllin, markaður þar sem fólk getur leigt aðstöðu og selt ýms- an varning, er á Laugavegi 26 í Reykjavík og var opnuð síðastliðinn þriðjudag. Farið er um gang frá fram- hlið byggingarinnar og þar um stiga upp á aðra hæð á markaðinn, sem gengt er í frá Grettisgötu. Alls er húsnæði markaðarins um 450 fermetrar og á staðnum eru rekkar, básar og önnur aðstaða þar sem fólk getur stillt vörum sínum fram. Það geta verið föt, búsáhöld, bækur, raftæki, grænmeti og svo mætti áfram telja. Greitt er fyrir varninginn við afgreiðslukassa og seljendur þurfa ekki að standa á sín- um bás og afgreiða þar, eins og ger- ist á öðrum sambærilegum mörk- uðum sem fólk ætti að þekkja. „Hringrásarhagkerfið eflist og við viljum taka þátt í þeirri áhugaverðu þróun,“ segir Þórdís V. Þórhalls- dóttur, kaupmaður í Verzlanahöllinni. Með henni að þessum rekstri stendur Sveindís systir hennar og móðir þeirra, Vilborg Norðdahl. Opið verður alla daga fram til jóla fram til 22 og á Þorláksmessu klukkustundinni leng- ur eins og hefð er fyrir í verslunar- menningu Reykjavíkur. „Endurnýting færist stöðugt í vöxt og þar koma sjónarmið viðvíkjandi umhverfismálum sterk inn. Ég hef tengst ýmsum verkefnum í þeim dúr og í vor ákváðum við mæðgurnar að taka slaginn og opna þessa verslun þar sem seldar eru notaðar vörur en svona markað líka í úthverfunum, en menningin virðist hins vegar vera sterkust hér í 101 og þar í kring,“ segir Þórdís. Í einu horni Verzlanahallarinnar er Þórdís með Fermata, litla búð þar sem hún selur hreinlætisvörur sem framleiddar eru úr náttúrulegum efn- um, svo sem matarafgöngum. Vax- andi eftirspurn er eftir slíkum varn- ingi og hugsunin er sú að fólk geti, ef svo ber undir, komið með eigin ílát, dósir og dalla, og fengið áfyllingu. Farið svo með hreinsiefnin heim og gert allt skínandi hreint, fínt og fal- legt fyrir jólin. Verzlanahöllin við Laugaveg var opnuð í vikunni Hringrásarhagkerfið eflist á miðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kaupkonur Systurnar Sveindís, til vinstri, og Þórdís Þórhallsdætur við fata- rekkann í Verzlunarhöllinni. Vöruúrvalið er fjölbreytt og margt nýtt bætist við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.