Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 VIÐTAL Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Þessa dagana eru Björn Sigur- steinsson og Sabrína Lind Adolfs- dóttir að flytja inn í húsið í Austur- gerði 1 í Vestmannaeyjum með ungri dóttur sinni, Sölku. Nýkomin frá Sví- þjóð þar sem hann var flugmaður á innanlandsleiðum og til Finnlands. Missti vinnuna í október og þau ákváðu að flytja heim til Eyja. Björn er að stíga fyrstu skrefin á togara og Sabrína sinnir fjarþjálfun. Ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þau eru að koma sér fyrir í húsinu sem afi hans og amma, faðir hans og föðurbróðir urðu að yfirgefa í Heimaeyjargosinu 1973. Nákvæm- lega mánuði eftir að þau fluttu inn. Unga fólkinu líst vel á húsið og af- anum og ömmunni þykir vænt um að sjá unga fólkið fytja inn í húsið sem átti að verða framtíðarheimili þeirra fyrir 47 árum. Þau voru ung og full bjartsýni á framtíðina, Inga Birna Sigursteins- dóttir og Leifur Gunnarsson, þegar þau fluttu í nýja húsið sitt í Austur- gerði 1 á Þorláksmessu fyrir jólin 1972. Tuttugu og fimm ára gömul með tvíburana Sigurstein og Gunnar fimm ára. Óraði ekki fyrir því að mánuði seinna, upp á dag, aðfaranótt 23. janúar, yrðu þau að flýja húsið og halda upp á land. Það var byrjað að gjósa austast á Heimaey, aðeins nokkur hundruð metra frá húsi ungu hjónanna, sem þau yfirgáfu í hasti. Komust ekki inn í húsið sitt aftur fyrr en um haustið. Aðeins til að sjá eyðilegginguna. Ekkert var heilt enda mikill hiti í hús- inu sem lenti undir þykku lagi af vikri úr Eldfelli en gosinu lauk 3. júlí sama ár. Smiðirnir út á Þorláksmessu „Það var um hádegi á Þorláks- messu 1972 sem við ýttum smiðunum út,“ segja þau. Þá gat undirbúningur fyrstu jólanna í nýja húsinu hafist, en var það fullklárað? „Nei,“ segir Leif- ur og bætir við: „Það vantaði öll gólf- efni.“ „Það voru bara máluð gólf, vantaði alla skápa en hurðir komnar í og eldhúsinnrétting komin upp,“ seg- ir Inga Birna. „Þetta tíðkaðist bara á þessum tíma og allir hjálpuðust að við að byggja,“ segir Leifur. Vertíðina 1973 reri Leifur með Gæsa, Jóni Valgarði Jónssyni, á Gunnari Jónssyni VE sem annar stýrimaður. „Við vorum byrjaðir að róa og þegar síminn hringdi um nótt- ina 23. janúar hélt ég að Gæsi væri að ræsa. En hugsaði: helvíti hringir hann snemma,“ segir Leifur en þau voru þá nýsofnuð. „Mamma hringir í okkur milli klukkan eitt og tvö og biður okkur um að líta út því það sé örugglega bú- ið að kveikja í Helgafellsbrautinni. Hún niðri á Faxastíg, kíkir út um gluggann og þá blasir eldurinn við henni. Gosið byrjað og við vissum ekki meir, rétt vestan við þar sem sprungan opnaðist,“ segir Inga Birna um upphaf gosnæturinnar ör- lagaríku. Tóku ekkert með sér Þau fóru til foreldra Leifs sem bjuggu rétt fyrir neðan þau á Helga- fellsbraut 36. „Við stöldruðum aðeins við og áttuðum okkur á að okkur vantaði ýmislegt. Settum strákana í sængurnar og hlupum bara út í þeim fötum sem við vorum í. Fannst eld- urinn miklu nær, rétt hinum megin við húsið hans Einars Ólafs á Kap við Gerðisbraut en sem betur fer var sprungan mun austar,“ segir Leifur. Næst var að koma sér upp á land og fóru þau með Halkion VE. Uppi á landi kom það í hlut kvennanna að sjá um börn og bú en karlarnir á sjónum héldu sínu striki þessa vertíð. Þá tók við að koma sér fyrir að loknu gosi, heima í Eyjum eða uppi á landi. Hafa enn taugar til hússins „Við keyptum húsið aftur af Við- lagasjóði en þá vorum við búin að kaupa hús við Illugagötuna sem við erum í enn þann dag í dag. Gulli frændi minn lagði áherslu á að kaupa húsið. Það varð úr og hann gerði það myndarlega upp,“ segir Leifur. „Fyrst eftir að krakkarnir komu heim frá Svíþjóð voru þau í bústað en þá fékk ég augastað á gamla húsinu okkar. Gulli frændi var kominn í vist- un og húsið stóð autt. Það varð úr að þau tóku húsið, sem stóð autt, á leigu. Gulli er fallinn frá og verður kvaddur í vikunni en hann skilur eftir góðan anda í húsinu,“ segir Leifur. Þegar fjölskyldan tók til við að lag- færa og mála kom í ljós að þau höfðu ennþá taugar til hússins þó 47 ár séu liðin síðan þau urðu að flýja það. „Sagði ég við Ingu; mér finnst ég eiga þetta hús enn þá. Hafði svo góða til- finningu þegar við vorum að koma húsinu í stand aftur. Svona er nú hringurinn í þessu, sonarsonurinn fluttur inn með konu og barn fjörutíu og sjö árum seinna,“ segir Leifur. Á vit ævintýra í nýju landi Saga unga fólksins er eins og saga svo margra Íslendinga á þeirra aldri. Björn kláraði flugnám og hún er með réttindi sem einkaþjálfari. Þau flytja til Svíþjóðar 2017 þegar Björn fær vinnu. Með í pakkanum var dóttirin, Salka, sem þau vissu ekki af þá. Kaupa sér íbúð og sjá fyrir sér að búa í Svíþjóð næstu árin en þá kom kófið. Björn er Eyjamaður en Sabrína Siglfirðingur sem kom til Eyja frá Hvolsvelli 2013 til að spila með meist- araflokki ÍBV í fótbolta og fara í Framhaldsskólann. Þau kynnast og árið eftir byrjar Björn í flugnámi hjá Keili í Keflavík. „Fann um leið að það var ekkert annað sem mig langaði að gera,“ segir Björn. „Það var áður en Covid skall á,“ bætir hann við glott- andi. „Ég tók námið allt í einum pakka, það voru tvö ár frá því ég byrjaði þangað til ég var kominn með atvinnuflugmannsréttindi og gat sótt um vinnu hvar sem var.“ Björn sótti um hjá íslensku flug- félögunum og út um allan heim. „Árið 2017 tek ég réttindi á ATR-vélar eins og Íslandsflug var með einu sinni. Þar sem ég var kominn með þessi réttindi fannst mér það eina leiðin til að fá vinnu. Það gekk. Fyrst hjá Flybe í Svíþjóð sem fór á hausinn fyr- ir ekki svo löngu. Við vorum á verk- takasamningi fyrir SAS og flugum innanlands í Svíþjóð og til Finn- lands.“ Við tóku ýmsar vendingar í rekstr- inum og síðast var það flugfélagið X Fly sem Björn flaug fyrir þangað til í október sl. Þá kom kófið Þau fluttu til Svíþjóðar 4. desem- ber 2017. Leigðu íbúð til að byrja með en keyptu sér íbúð í maí á síð- asta ári. Í janúar gerir félagið sex ára samning við SAS og þau sjá ekki ann- að en að vera áfram í Svíþjóð. „Vor- um mjög sátt, bjuggum í flottu hverfi og leið vel. En þá kom kófið.“ Björn segist hafa verið nokkuð bjartsýnn á að halda vinnunni. „Fyrst vissi enginn hvað þetta stæði lengi og líka var maður vongóður af því að við vorum í innanlandsflugi. Svo fór SAS að setja þotur inn á leiðirnar okkar og þá sá maður hvert stefndi. Var að fljúga átta daga í mánuði,“ segir Björn sem var sagt upp í apríl. „Ég var með sex mánaða uppsagn- arfrest og var að fljúga þetta sex til átta daga á mánuði fram í október þegar ég hætti.“ Eftir það gengu hlutirnir hratt fyr- ir sig. „Hann fékk pláss á sjó í Vest- mannaeyjum, við seldum íbúðina og alla stóru hlutina og restin fór á eitt bretti og nú erum við komin heim,“ segir Sabrína sem var komin í hluta- starf á flugvellinum. Var líka sagt upp þegar fór að harðna á dalnum í fluginu. „Aðalvinna mín er einka- þjálfun og hef ég sérhæft mig í fjar- þjálfun sem ég er búin að vera með síðan í apríl 2019.“ - Eru ekki viðbrigði að fara úr flug- mannsstólnum um borð í togara? „Það eru viðbrigði og auðvitað allt öðruvísi. Ég hef aldrei verið á sjó áð- ur en er af sjómönnum kominn í föð- urættina og allt í lagi að prófa þetta. Ég verð að segja eins og er að mér líkar sjómennskan vel. Breki er gott skip, fínir karlar og ég ekki sjóveikur þó veðrið hafi verið leiðinlegt. Þetta venst eins og allt annað.“ „Ég þarf að venjast þessu líka,“ segir Sabrína þegar hún er spurð um nýtt hlutverk sem sjómannskona. „Þetta er erfitt þegar stoppið í landi er stutt en konur sem eiga menn á sjó segja að þetta venjist,“ segir Sabrína einnig og þau eru sátt. „Ég er bara mjög sáttur að hafa vinnu á þessum tímum,“ segir Björn en hvernig sjá þau famtíðina? „Bara í móðu,“ segir Sabrína og bæði hlæja. „Einn dagur í einu. Er það ekki mál- ið?“ segir Björn. „Og núna er annað barn á leiðinni. Það er það eina sem við vitum. En vinum okkar í Svíþjóð fannst skrýtið að við ætluðum til Ís- lands og hann á sjó,“ sagði Sabrína. Úr flugmannssætinu á togara  Kúvending hjá Birni og Sabrínu sem fluttu í vetur frá Svíþjóð til Vestmannaeyja vegna kófsins  Húsið sem fjölskyldan byggði rétt fyrir eldgosið 1973 og varð að yfirgefa kemur í góðar þarfir Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Í nýju húsi Sabrína og Björn með dótturina Sölku í húsinu sem afi og amma Björns byggðu rétt fyrir eldgosið í Heimaey 1973 en urðu svo að yfirgefa. Á heimaslóðum Framan við húsið Austurgerði 1 í Vestmannaeyjum, 47 árum eftir að þau flúðu út undan gosinu, frá vinstri Leifur Gunnarsson, Björn Sigursteinsson, Sabrína Lind Adolfsdóttir og Inga Birna Sigursteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.