Morgunblaðið - 17.12.2020, Side 28

Morgunblaðið - 17.12.2020, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á síðasta fundi borgarráðs var sam- þykkt tillaga að breytingu á deili- skipulagi fyrir Frakkastíg- Skúlagötu vegna fyrirhugaðrar ný- byggingar á Frakkastíg 1. Deilur hafa staðið um þessa fyrir- huguðu sjö hæða byggingu undan- farin ár og nágrannar í Skúlagötu 20 og Íbúasamtök miðborgarinnar hafa haft uppi mótmæli og vilja að hætt verði við áformin. Íbúar Skúlagötu 20 hafa krafist þess að áform um bygginguna verði felld úr gildi. Byggingin muni skerða útsýni frá íbúðum í húsinu og varpa skugga á svalir og útisvæði. Áskilja þeir sér allan rétt til að krefjast skaðabóta úr borgarsjóði á grundvelli skipulagslaga frá 2010. Efstu hæðirnar inndregnar En meirihlutaflokkarnir í Reykja- vík, Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri grænir, hafa haldið sínu striki. Fulltrúar þeirra í borgarráði bókuðu á fundinum í síðustu viku að „með þeim breytingum sem hér hafa verið gerðar á deiliskipulagi er komið til móts við umsagnir um mál- ið að því marki sem mögulegt er“. Eiga þeir hér væntanlega við að ákveðið var að breyta tveimur efstu hæðum hússins og hafa þær inn- dregnar. Umrædd lóð, Frakkastígur 1, stendur á mótum Skúlagötu og Frakkastígs. Þar stóð áður fyrr bygging, Færeyingaheimilið, sem flutt var af lóðinni árið 1994. Aðeins austar stóðu áður fyrr byggingar Sláturfélags Suðurlands, sem marg- ir eldri Reykvíkingar muna eftir. Þær voru rifnar fyrir allmörgum ár- um. Á næstu lóð fyrir ofan stendur friðað hús frá árinu 1902, upp- haflega franskur spítali en síðar var þar starfsemi Tónmenntaskólans. Dregur gatan Frakkastígur nafn sitt af franska spítalanum. Björgvin Þórðarson, lögmaður hjá Atlas lögmönnum, hefur gætt hagsmuna húsfélagsins Skúlagötu 20. Hann sendi inn umsögn um fyr- irhugaða deiliskipulagsbreytingu 30. júní sl. Þar rifjar hann upp að í desember 2017 hafi hann f.h. hús- félagsins skilað inn ítarlegum at- hugasemdum við deiliskipulags- tillögu fyrir sama svæði. „Skemmst er frá því að segja að borgarráð hafði athugasemdir umbjóðanda míns að engu og samþykkti deili- skipulagstillöguna svo til óbreytta 7. júní 2018.“ Í framhaldinu sendi Þórður fyrir hönd húsfélagsins kæru til úrskurðarnefndar umhverf- is- og auðlindamála sem þann 19. júlí 2019 felldi úr gildi þá ákvörðun borgarráðs að samþykkja breytingu á deiliskipulagi hvað varðaði lóðina Frakkastíg 1. „Sú deiliskipulagsbreyting sem nú er boðuð af hálfu Reykjavíkur- borgar er nær óbreytt frá því sem borgarráð samþykkti þann 7. júní 2018 og úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi að hluta. Umbjóðandi minn (húsfélagið Skúlagata 20) lýsir yfir miklum von- brigðum með þessa málsmeðferð og telur að félagsmönnum sínum sé sýnd óvirðing með framgögu borg- arinnar,“ segir Björgvin. Benóný Ægisson, formaður Íbúa- samtaka Miðborgar Reykjavíkur, sendi inn umsögn samtakanna hinn 30. júní sl. Þar segir m.a.: „Stjórn ÍMR leggst gegn því að reist verði sjö hæða bygging á horni Frakkastígs og Skúlagötu þar sem nú, samkvæmt gildandi deiliskipu- lagi frá 1986, er gert ráð fyrir opnu svæði og hugsanlegri dagvistun. Stjórnin telur að halda eigi opna svæðinu við norðurenda Frakka- stígs sem eins konar „öndunaropi“ en þar er eini staðurinn í röð hárra bygginga við Skúlagötu þar sem enn eru tengsl milli eldri byggðar og sjávar.“ Þrengt að merkilegri byggingu Þá segir stjórnin það enn alvar- legra að hin nýja bygging nánast troði á hinni gömlu byggð í Skugga- hverfi og á norðanverðu Skólavörðu- holti og bak við hana muni m.a.s. hverfa úr sjónlínu sjö friðuð hús við Lindargötu sem flest hafi verið gerð fallega upp. Þá verði mjög þrengt að Tónmenntaskólanum, sem sé merki- legasta byggingin á svæðinu. Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík tók innsendar athugasemdir til skoðunar og mats. Bendir hann m.a. á í umsögn að ávallt megi vænta þess að þegar breytingar séu gerðar á skipulagi eða mannvirkjum geti það haft í för með sér skerðingu eða breytingar, s.s. að breyting verði á ákveðinni ásýnd á mannvirki frá ákveðnu sjónarhorni. Óbreyttur réttur til útsýnis sé ekki bundinn í lög. Þá sé ljóst að skuggavarp verði í algjöru lágmarki „m.a. vegna þegar byggðra hárra bygginga í nágrenn- inu“. Ennfremur verði uppbyggingu þannig háttað að staðinn verði vörð- ur um sjónás niður Frakkastíginn. Byggingarreiturinn Frakkastígur 1 sé hafður mjór og heimilaðar hæð- ir eingöngu sjö, þannig að hún hefði sem minnst neikvæð umhverfisáhrif á aðliggjandi byggð. Lóðin Frakkastígur 1 var ein þriggja lóða sem Reykjavíkurborg lagði fram í fyrsta áfanga verkefn- isins Re-Inventing Cities um um- hverfisvænar byggingar. Hinar tvær lóðirnar voru á Ártúnshöfða og í Lágmúla 2 en um áformin þar var einmitt fjallað í frétt hér í blaðinu sl. þriðjudag. Umdeild bygging mun rísa  Borgarráð samþykkti deiliskipulag fyrir lóðina Frakkastíg 1  Fyrra deiliskipulag var fellt úr gildi eftir kæru nágranna  Íbúar í Skúlagötu 20 áskilja sér rétt til að krefjast bóta úr borgarsjóði Fyrir og eftir Þessar myndir fylgdu umsögn Íbúasamtaka miðborgarinnar. Nýja húsið hefur verið sett inn til að sýna afstöðuna að Frakkastíg séð frá sjó. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lindargata 51 Þetta er talið eitt af fegurstu húsum Reykjavíkur. Upp- haflega reist sem Franski spítalinn en síðar aðsetur Tónmenntaskólans. Tryggingastofn- un hefur innt af hendi ein- greiðslu til ör- orku- og endur- hæfingarlífeyris- þega í samræmi við lög sem sam- þykkt voru á Al- þingi 9. desem- ber sl. Alls hafa um 24.000 einstaklingar fengið greiðslur. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. Full eingreiðsla er 50.000 krón- ur og fær örorku- og endurhæf- ingarlífeyrisþeginn upphæð sem er í samræmi við fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið greiddan lífeyri á árinu. Hafi hann/hún t.d. fengið greiddan lífeyri í sex mán- uði á viðkomandi rétt á að fá greiddar 25.000 krónur. Greiðslan er ótekjutengd og skattfrjáls. Undirbúningur þessarar greiðslu hefur staðið yfir í nokk- urn tíma hjá TR og tókst að ljúka lokakeyrslu í gegnum tölvu- og greiðslukerfi stofnunarinnar um síðustu helgi þannig að unnt var að greiða út 14. desember. Þegar áform um þessa greiðslu voru kynnt var miðað við að inna ein- greiðsluna af hendi eigi síðar en 18. desember og hafi það tekist með samstilltu átaki. sisi@mbl.is TR hefur sent út eingreiðslu til um 24 þúsund manns Krossgátubók ársins 2021 er komin í verslanir en bókin kemur út ár hvert fyrir jólin. Hún hefur komið út árlega síðustu 39 ár. Krossgátubókin er 68 síður og eru gáturnar bæði fyrir nýliða í fræðunum og þá sem lengra eru komnir. Lausnir annarrar hverrar gátu eru aftast í bókinni. Forsíðumyndin er að venju eftir Brian Pilkington teiknara. Hún er af Ómari Ragnarssyn, sem varð átt- ræður á árinu. Krossgátubók ársins 2021 fæst í helstu blaðsölustöðum landsins. Útgefandi er sem fyrr Ó.P.-útgáfan ehf., Auðbrekku 16, Kópavogi, en aðaleigandi hennar er Ólafur Pálsson. Ísafoldarprent- smiðja ehf. prentaði. Krossgátubók árs- ins 2021 er komin út STUTT Kuldaskór Verð 22.995 Stærðir 36-47 Vatnsheldir Innbyggðir broddar í sóla SMÁRALIND www.skornir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.