Morgunblaðið - 17.12.2020, Síða 38

Morgunblaðið - 17.12.2020, Síða 38
38 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vefverslun brynja.is L Opið til kl. 22 :00 til jól a Lærisstandur Verð 14.980,- 17. desember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.56 Sterlingspund 170.68 Kanadadalur 100.1 Dönsk króna 20.799 Norsk króna 14.584 Sænsk króna 15.185 Svissn. franki 143.72 Japanskt jen 1.2283 SDR 183.28 Evra 154.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 189.5302 Hrávöruverð Gull 1844.3 ($/únsa) Ál 2042.5 ($/tonn) LME Hráolía 50.3 ($/fatið) Brent ● Allir starfsmenn Arion banka munu geta fengið kaupauka vegna ársins 2021 sem nemur 10% af föstum laun- um. Stjórnendur og annað starfsfólk sem hefur hvað mest áhrif á tekjur bankans munu geta fengið kaupauka sem nemur allt að 25% af föstum árslaunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka en stjórn bankans hefur samþykkt breytt kaupaukakerfi sem gildir fyrir næsta ár. Aðeins starfsfólk eftirlitseininga bankans er undanskilið frá þessu kerfi. Miða við hina bankana Forsendur kaupaukagreiðslna til starfsfólk eru þær að bankinn nái markmiðum þeim sem kaupaukakerfið byggir á. Segir bankinn að sá mæli- kvarði sem skeri úr um hvort greiddur verði út kaupauki, að hluta eða öllu leyti, sé arðsemi bankans á árinu 2021 og að hún verði hærri en vegið meðaltal helstu keppinauta Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans og Kviku banka. „Náist þetta markmið ekki, verður ekki greiddur út kaupauki. Heildarfjárhæðin sem veitt verður til kaupaukagreiðslna verður þó aldrei hærri en sem nemur arðsemi bankans umfram vegið meðaltal arðsemi sam- keppnisaðila.“ Stjórn Arion banka sam- þykkir kaupaukakerfi STUTT BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins, segir enn unnið að gagnaöflun vegna máls Orku nátt- úrunnar (ON). Ekki sé tímabært að ræða tímasetn- ingar um mögu- leg lok rannsókn- arinnar. Fjallað var um málið í Morgun- blaðinu í gær. Haft var eftir framkvæmda- stjórum N1 og Ís- orku að ON hefði með niðurgreiðslum hamlað upp- byggingu einkaaðila á hraðhleðslu- stöðvum. Barst kvörtun í júlí 2019 ON er langstærsti aðilinn á mark- aðnum og stefnir á að hafa 44 hrað- hleðslustöðvar um land allt fyrir ára- mót. Síðan er áformað að bæta við 11 á næsta ári en uppbyggingin er sögð liður í orkuskiptum á Íslandi. Forsaga málsins er að Sam- keppniseftirlitinu barst kvörtun frá Ísorku 12. júlí 2019 vegna meintra samkeppnisbrota ON. Hinn 24. sept- ember síðastliðinn greindi Sam- keppniseftirlitið kæranda frá því að málið yrði tekið til frekari rannsókn- ar. Vísbendingar um röskun „Að virtum þeim upplýsingum og gögnum sem aflað hefur verið við forathugun málsins og í ljósi þess að umkvörtuð háttsemi virðist enn til staðar og vísbendinga um að hún raski samkeppni hefur Samkeppnis- eftirlitið ákveðið að hefja formlega rannsókn á háttsemi ON á mögu- legum markaði fyrir hleðslur, hleðslustöðvar og rafmagn,“ sagði orðrétt í tilkynningu eftirlitsins til kæranda. Páll Gunnar segir erfitt að segja til um hvað rannsóknin á máli ON muni taka langan tíma. „Hvert mál er öðru ólíkt. Vonandi skýrist þetta á sem stystum tíma á næsta ári,“ segir Páll Gunnar. Mörg mál en stofnunin fáliðuð Spurður um stöðuna hjá stofnun- inni segir Páll Gunnar mikið annríki. „Það er mikið að gera hjá eftirlit- inu. Skýringin er þríþætt. Í fyrsta lagi er stofnunin tiltölu- lega fámenn en með mikið umfang. Í öðru lagi hefur það líka áhrif að í efnahagsþrengingum, eins og hlotist hafa af kórónuveirufaraldrinum, koma upp ýmis mál sem tengjast því beint eða óbeint. Álag vegna samrunamála Í þriðja lagi er aukið álag vegna samrunamála. Það var mikið um slík mál á árunum 2017 og 2018 og fram á árið 2019 en þeim fer fjölgandi á ný. Við höfum því þurft að forgangsraða talsvert mörgum málum og höfum ekki tekið upp öll þau mál sem við hefðum viljað gera í eðlilegu árferði. Við höfum líka þurft að ljúka málum án niðurstöðu til að rýma fyrir öðrum. Það er það tæki sem við höf- um til að stemma stigu við því að mál taki of langan tíma. Samrunamálin eru af þeim toga að þeim þarf að for- gangsraða vegna þess að þau eru á lögbundnum tímafrestum,“ segir Páll Gunnar. Með þetta í huga sé til dæmis erf- itt að segja til um hvenær rannsókn- inni á starfsemi ON ljúki. Það sé enda meðal annars ekki vitað hversu miklum tíma þurfi að verja í sam- runamál á næsta ári. Þyrftu meira fjármagn Spurður hvort Samkeppniseftirlit- ið hafi óskað eftir meiri fjármunum, í ljósi þessarar stöðu, segir Páll Gunn- ar stofnunina „í viðvarandi samtali við ráðuneyti samkeppnismála og fjárveitingarvaldið“ um fjárþörfina. „Það eru engin viðbótarframlög á fjárlögum næsta árs en við erum í góðu samtali við ráðuneytið um stöð- una,“ segir Páll Gunnar Pálsson. Óvíst hvenær rannsókninni á samkeppnismáli ON lýkur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Deila Framkvæmdastjórar N1 og Ísorku segja ON hafa hindrað samkeppni. Markaður í vexti » ON setti upp fyrstu hrað- hleðslustöðina við höfuð- stöðvar Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi í mars 2014. Skeljungur og N1 fóru í sam- starf við ON um hrað- hleðslustöðvar en Olís fór í samstarf við Ísorku. » ON hefur nú hraðhleðslu- stöðvar hringinn um landið en m.a. hafa verið settar upp hleðslustöðvar við hótel.  Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir miklar annir kalla á forgangsröðun Páll Gunnar Pálssson Norski olíusjóðurinn hyggst gera þá stefnubreytingu á næsta ári að til- kynna með fimm daga fyrirvara hvað hann hyggst kjósa á aðalfundum þeirra félaga sem hann á hlutabréf í. Frá þessu segir breska blaðið Fin- ancial Times. Sjóðurinn, sem er 1,2 trilljónir Bandaríkjadala að stærð, þarf að greiða atkvæði á 12 þúsund aðal- fundum á næsta ári. Nicolai Tangen, forstjóri sjóðsins, segir við FT að ákvörðunin sýni áherslu sjóðsins á aukið gagnsæi. „Þetta mun gera okkur að leiðandi sjóði í heiminum hvað þetta varðar.“ Sjóðurinn á að meðaltali 1,5% af öllum skráðum hlutabréfum í heim- inum. Morgunblaðið hafði samband við helstu lífeyrissjóði landsins til að for- vitnast um hvort þeir hefðu haft til skoðunar að feta í fótspor Norð- mannanna. Hjá Lífeyrissjóði versl- unarmanna, LIVE, fengust þær upplýsingar að þessi mál væru í vinnslu og ættu að skýrast á næsta ári. „Þetta hefur verið til skoðunar allt þetta ár,“ segir Þórhallur Jós- epsson upplýsingafulltrúi sjóðsins. Árni Guðmundson, framkvæmda- stjóri lífeyrissjóðsins Gildi, segir að engin umræða hafi farið fram um þetta málefni. Aftur á móti leggi sjóðurinn mikla áherslu á að birta allar ákvarðanir eins fljótt og hægt er eftir að aðalfundum ljúki. „Fyr- irframbirting ákvarðana hefur ekki verið rædd af neinni alvöru hjá okk- ur og er ekki á dagskrá. Ýmislegt getur breyst á aðalfundum með stuttum fyrirvara og svona fyrir- komulag gæti þá verið óheppilegt,“ segir Árni. Ekki mikil eftirspurn Ólafur Sigurðsson framkvæmda- stjóri lífeyrissjóðsins Birtu segir að það falli yfirleitt undir eigendastefnu sjóðsins hvernig hann hagar sér sem eigandi, en á heimasíðu sjóðsins má sjá nákvæmlega útlistað hvernig kosið er aðalfundum skráðra félaga. Segir Ólafur að ekki sé mikil spurn eftir þessum upplýsingum almennt þó þær séu birtar. Varðandi fyrirframbirtingu ákvarðana segir Ólafur að slíkt hafi verið rætt, og sjálfsagt og skynsam- legt sé að gera það, a.m.k. hvað ákveðna liði á dagskrá aðalfundar varðar. tobj@mbl.is Olíusjóður birtir ákvarðanir fyrr  LIVE skoðar málið  Rætt hjá Birtu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.