Morgunblaðið - 17.12.2020, Qupperneq 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020
Nú hillir undir
endalok Covid-19-
faraldursins með til-
komu bóluefna sem
munu að öllum lík-
indum færa okkur
nær því sem kallast
eðlilegt líf. Ég spáði
því í grein í Morgun-
blaðinu 3. apríl sl. að
bóluefni myndi í besta
falli koma fram í lok
þessa árs, og trúði því varla sjálfur
þá, en með grettistaki hefur tekist
að þróa virk bóluefni á undraverð-
um tíma. Við getum því leyft okkur
að líta bjartari augum til komandi
árs og hljóta margir að bera meiri
von í brjósti.
Það á þó ekki við um alla. Marg-
ir eiga um sárt að binda, hafa misst
vinnuna, hætt í skóla eða kljást við
einmanaleika, þunglyndi og kvíða.
Fólk hefur líka borist á banaspjót í
faraldrinum. Mér hefur blöskrað
framkoma fjölmiðla, virkra í
athugasemdum og kollega í garð
Elísabetar Guðmundsdóttur læknis.
Ég tek það fram að ég þekki hana
ekki persónulega og ég er alls ekki
sammála öllu sem hún hefur gert
eða haldið fram. Það er eðlilegt að
læknar séu ósammála þegar kemur
að nýjum sjúkdómi sem hefur al-
varlegar heilsufarslegar og sam-
félagslegar afleiðingar. Þekking á
Covid-19 er í stöðugri þróun og
enn fyrirfinnast ýmis álitamál. Þess
vegna er mikilvægt að sem flestar
raddir heyrist og læknar og aðrir
þori að tjá sig. Elísabet steig í upp-
hafi fram með hógværa umræðu
um mikilvægi D-vítamíns og að
hafa skóla opna fyrir ungt fólk.
Hún fékk strax framan í sig mót-
vind sem vatt upp á sig og nú er
svo komið að hún hefur misst vinn-
una og lækningaleyfið og sætir lög-
reglurannsókn. Nú þekki ég ekki
til hvers vegna hún missti vinnuna
og lækningaleyfið. Það getur vel
verið að fyrir því séu gildar ástæð-
ur. En það breytir því ekki að fjöl-
miðlar hafa tekið þátt í mannorðs-
morði í beinni og meira að segja
aðstoðaryfirlögregluþjónn ríkislög-
reglustjóra sá ástæðu til að lýsa
því yfir á upplýsingafundi að El-
ísabet væri ekki með
lækningaleyfi! Það er
deginum ljósara að
hvaða manneskja sem
er í þessari stöðu
Elísabetar hlýtur að
vera undir miklu álagi.
Fjölmiðlar og aðrir
ættu að sjá sóma sinn
í að gefa henni and-
rými í þessum að-
stæðum.
Nú hef ég sjálfur
lent í orrahríð vegna
skoðana minna og
reisti vinsælasti maður landsins
mér níðstöng í fjölmiðlum, ekki
einu sinni, heldur tvisvar, og
minntist m.a. í síðari grein sinni á
mína fjölskylduhagi og börnin mín.
Hlaust af því mikil þórðargleði hjá
ákveðnum hópi lækna og öðrum
sem voru mér ósammála um
áherslur vegna Covid-19. Orðið á
götunni hjá kollegum mínum á Ís-
landi er að ég hafi stimplað mig út
úr læknastéttinni og ég muni e.t.v.
eiga erfitt með að fá vinnu ef ég
flytti heim. Því neita ég reyndar að
trúa.
Það er samt líka gott að stíga
fram. Ég hef kynnst vönduðu fólki
sem hefur kennt mér margt og
víkkað sjóndeildarhringinn. Ég er í
eðli mínu það sem á ensku kallast
„contrarian“ sem byrjaði held ég
þegar ég af einhverjum ástæðum
neitaði staðfastlega að horfa á
myndina Grease í æsku þrátt fyrir
miklar vinsældir og sá hana ekki
fyrr en á fullorðinsárum. Það er
ekki alltaf tekið út með sældinni að
vera þannig gerður, en ég er orð-
inn vanur að takast á við gagnrýni
og lít á hana sem tækifæri til að
læra eitthvað nýtt. Þetta hugarfar
nýtist líka vel í nýsköpun. Hug-
takið „tíundi maðurinn“ er mér
t.a.m. að skapi, en þá er t.d. miðað
við að ef 10 manns eru á fundi og
allir eru sammála þá verður a.m.k.
einn að vera á móti og finna plan-
inu sem flest til foráttu til að af-
hjúpa veikleika og finna bestu leið-
ina. William Kaplan gerir þessu
efni ágæt skil í bókinni „Why dis-
sent matters“. Ég vil því hvetja þá
sem hafa eitthvað að segja til að
stíga fram og láta í sér heyra. Ég
skil vel að fólk veigri sér við því
miðað við ofangreint, en það er
mjög óæskilegt þegar „groupthink“
er normið og fólki er refsað fyrir
að stíga fram með skoðanir sem
ganga gegn fjöldanum. Við sem
samfélag þurfum að passa okkur á
því að láta það ekki gerast. Annað
sem ég vil hvetja til er að fólk sýni
meiri háttvísi á samfélagsmiðlum
og í kommentakerfum fjölmiðla.
Mér finnst í raun ótrúlegt að fólk
vilji koma fram undir nafni með
sumt af því sem þar er látið flakka.
Það eru margir ljón á bak við
lyklaborðið, en gullna reglan ætti
að vera sú að einungis pikka inn
hluti sem þú treystir þér til að
segja við manneskjuna augliti til
auglitis.
Að lokum þetta. Það eru ekki öll
kurl komin til grafar í Covid-19.
Við höfum að mestu einblínt á auð-
mælanleg skammtímaáhrif (fjölda
smita, innlagna, dauðsfalla) en
langtímaáhrifin (long-Covid, at-
vinnuleysi, sjálfsmorð, heimilis-
ofbeldi, ofbeldi gegn börnum,
seinkun greininga á krabbameinum
o.s.frv.) verða ekki að fullu ljós fyrr
en eftir a.m.k. 1-2 ár. Tekin var
stór áhætta að bæla veiruna og
bíða eftir bóluefni sem hefði í
versta falli aldrei komið. Sem betur
fer lukkaðist það, en mikilvægt er
að rýna heildarmyndina gaumgæfi-
lega áður en við hrósum endanlega
happi. Setja þarf á stofn þverfag-
legan rannsóknarhóp, skipaðan
óháðum einstaklingum sem ekki
voru í framlínu viðbragða, ekki til
að finna sökudólga, heldur til að við
getum betur undirbúið viðbrögð við
næsta heimsfaraldri.
Hægt er að lesa fleiri pistla
hópsins „Út úr kófinu“ á www.kofid.is.
Eftir Jón Ívar
Einarsson » Það er óæskilegt
þegar fólki er refsað
fyrir að stíga fram með
skoðanir sem ganga
gegn fjöldanum. Nauð-
synlegt er að ráðast í
uppgjör Covid-19-
aðgerða.
Jón Ívar Einarsson
Höfundur er prófessor við læknadeild
Harvard-háskóla.
Uppgjör kófsins
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
• Olíulitir
• Akrýllitir
• Vatnslitir
• Trélitir
• Trönur
• Blindrammar
• Strigi
• Penslar
• Spreybrúsar
• Teikniborð
• Gjafasett
• Teikniborð
• Ljósaborð
• Skissubækur
... og margt fleira
Þess vegna leggjum við mikinn
metnað í myndlistarvörurnar okkar.
Listin er eilíf
Þú finnur réttu jólagjöfina í myndlistarvörudeildum
okkar í Fellsmúla v/Grensásveg og á Akureyri.
Verðlagning lyfja á
Íslandi hefur mikla
sérstöðu, sökum þess
að hún er að stærstum
hluta ákveðin af hinu
opinbera. Þessu fyr-
irkomulagi fylgir mik-
il ábyrgð enda þarf að
viðhalda þar eðlilegu
jafnvægi á milli þess
sem kaupendur vilja
greiða og þess verðs
sem seljendur eru tilbúnir að sam-
þykkja. Fari stjórnvöld fram úr sér
við beitingu þessa valds leiðir það
augljóslega til þess að seljendum
fækkar og skortur verður á lyfjum.
Fyrir nokkrum dögum birti heil-
brigðisráðherra í samráðsgátt
stjórnvalda drög að reglugerð um
verðlagningu lyfja. Markmið reglu-
gerðarinnar eru sögð „að verðlagn-
ing lyfja og greiðsluþátttaka í lyfj-
um byggi á hagkvæmum grunni
sem stuðli að jafnvægi milli lyfja-
verðs og fullnægjandi framboðs af
nauðsynlegum lyfjum.“
Þetta eru góð markmið. Vandinn
er hins vegar sá að við smíði regln-
anna hefur heilbrigðisráðuneytið
kastað þannig til höndunum að lík-
legt er að afleiðingin verði sú að
lyfjakostnaður heilbrigðiskerfisins
verði hærri en hann þyrfti að vera,
um leið og framboð á nauðsynlegum
lyfjum verður allsendis ófullnægj-
andi og lyfjaöryggi íslenzks al-
mennings í raun í hættu stefnt. Svo
þversagnakennt sem það kann að
hljóma, er líklegt að viðleitni ráð-
herrans til að pína niður verð á lyfj-
um muni á endanum leiða til þess að
kostnaður vegna lyfja verði hærri
en hann þyrfti að vera. Skýrum það
nánar.
Í meira en áratug hefur hámarks-
heildsöluverð á sjúkrahúslyfjum,
samkvæmt ákvörðun stjórnvalda,
miðazt við lægsta verð í hinum nor-
rænu ríkjunum. Verð á öðrum lyfj-
um hefur miðazt við meðalverð á
Norðurlöndum, nema á veltu-
minnstu lyfjunum. Samkvæmt
reglugerð ráðherra á að fjölga stór-
lega almennum lyfjum sem eru háð
sömu kvöðum og sjúkrahúslyf um
að hámarksverð þeirra verði ekki
hærra en lægsta verð í viðmið-
unarríkjum; á Norðurlöndunum eða
á Evrópska efnahagssvæðinu. Við-
miðunarlöndin eru undantekning-
arlaust margfalt stærri markaðir en
sá íslenzki.
Skráðum lyfjum hefur fækkað
Verðstefnan fyrir sjúkrahúslyf
hefur þýtt að skráðum lyfjum á Ís-
landi hefur fækkað. Kostnaður við
að skrá lyf á okkar litla markaði er
sá sami og við skráningu á margfalt
stærri mörkuðum, dreifing er dýr-
ari m.a. vegna mikils fjölda apóteka
miðað við höfðatölu, kostnaður
vegna ýmiss konar öryggisatriða er
að stórum hluta fastur sama hvort
um stóran eða lítinn markað er að
ræða og loks bætist við kostnaður
vegna krafna um að fylgiseðlar með
lyfjum séu á íslenzku í þágu öryggis
sjúklinga, sem getur þýtt að opna
verði hverja einustu lyfjapakkningu
og endurinnsigla. Dæmi eru um að
þessi kostnaður sé hærri en inn-
kaupsverðið á lyfinu sjálfu. Lægsta
verðið á margfalt stærri mörkuðum
stendur augljóslega ekki undir öll-
um þessum kostnaði.
Þetta þýðir að lyfja-
framleiðendur hafa af-
skráð lyf af íslenzka
markaðnum og skrá
ekki ný lyf. Nokkur
Evrópuríki hafa sett
skráð lyfjaverð hér á
landi inn í sínar
„viðmiðunarkörfur“ og
lyfjaverð hér skapar
því verðþrýsting í þess-
um ríkjum. Það dregur
úr hvata lyfjaframleið-
enda til að skrá lyf hér
á landi, því að verðið hér á landi get-
ur leitt til lækkunar á verði á öðrum
og mun stærri mörkuðum. Mark-
aðssett lyf hér á landi eru nú rúm-
lega 3.500 en eru til samanburðar
yfir 9.000 í Noregi. Miðað við fyrstu
viðbrögð erlendra lyfjaframleið-
enda við reglugerðardrögum ráð-
herra má búast við að enn herði á
þessari þróun, því miður.
Forsendur fyrir skráningu
samheitalyfja brostnar
Í reglugerðardrögunum er
ákvæði um að sé velta á lyfi minni
en 20 milljónir króna, megi miða við
meðalverð í viðmiðunarríkjum í stað
lægsta verðs. Þetta er eflaust hugs-
að til þess að lyfjaframleiðendur
viðhaldi skráningum á lyfjum þrátt
fyrir litla veltu. Það virðist hins
vegar hafa steingleymzt að hugsa út
í að á Íslandi ríkir samkeppni á milli
samheitalyfja. Ef stjórnvöld fyr-
irskipa að verð á samheitalyfi, sem
veltir meira en 20 milljónum króna,
skuli miðast við lægsta verð í við-
miðunarlöndunum verða framleið-
endur lyfja með sömu virkni að
lækka sitt verð til að verða sam-
keppnishæfir – og þá eru forsendur
fyrir skráningu og markaðs-
setningu lyfsins á Íslandi brostnar.
Notkun samheitalyfja minnkar um-
talsvert lyfjakostnað í heilbrigð-
iskerfinu en reglugerðardrögin
stuðla beinlínis að því að framboð á
samheitalyfjum dregst saman.
Kostnaðarhagræði
og lyfjaöryggi ógnað
Það sem hér hefur verið rakið
þýðir tvennt. Annars vegar verða
mörg ný lyf, með bætta virkni gegn
ýmsum sjúkdómum, ekki í boði á Ís-
landi. Fólk sem þarf á lyfjameðferð
að halda líður fyrir það. Verði drög
ráðherra að gildandi reglugerð
verður lyfjaöryggi á Íslandi beinlín-
is ógnað, sem stríðir gegn mark-
miðum lyfjalaga. Hins vegar þýðir
þetta að ýmis samheitalyf, sem eru
hagkvæmari í notkun en frumlyf,
verða heldur ekki skráð á Íslandi.
Þannig fara tækifæri til að lækka
lyfjakostnað „á hagkvæmum
grunni“ forgörðum. Ekki verður
annað séð en að með þessum reglu-
gerðardrögum séu heilbrigðisyf-
irvöld að skjóta sig beint í fótinn.
Það er hins vegar enn hægt að af-
stýra því slysi sem það væri ef
drögin tækju óbreytt gildi um ára-
mót.
Lyfjaöryggi
í hættu stefnt
Eftir Ólaf
Stephensen
Ólafur Stephensen
» Verði drög ráð-
herra að gildandi
reglugerð verður
lyfjaöryggi á Íslandi
beinlínis ógnað.
Höfundur er framkvæmdastjóri Fé-
lags atvinnurekenda.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?