Morgunblaðið - 17.12.2020, Page 45

Morgunblaðið - 17.12.2020, Page 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Góð jólagjöf Verð kr. 37.560 handapabba ogmömmu og afa og ömmu • Gistiheimili, sex fullbúin herbergi • Veitingasalur ásamt fullbúnu eldhúsi • Stórt tjaldsvæði ogmjög góð grill- og eldunaraðstaða sem og hreinlætisaðstaða • Fallegur skógarreitur til útivistar • Stór hlaða innréttuð sem veisluaðstaða • Hesthús ásamt beitarhaga • 88m2íbúð fyrir leigutaka á staðnum Einstakt tækifæri - Gistiheimili við þjóðveg 1 til leigu Húnavatnshreppur hunavatnshreppur.is Senda skal umsókn fyrir 22. janúar nk. á netfangið einar@hunavatnshreppur.is. Nánari upplýsingar: Einar Krisján Jónsson sveitarstjóri í síma 455 0010 og 842 5800. Áskilinn er réttur til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum. Félagsheimilið Húnaver ásamt öllu sem því tilheyrir Fulltrúar Vega- gerðarinnar kynntu í desember árið 2002 umhverfismat fyrir nýja stofnbraut, Arnarnesveg, þriðja áfanga. Henni var ætlað að létta á um- ferð á þeim stofn- brautum sem hún tengir saman, Reykja- nesbraut og Breið- holtsbraut. Kynning matsins var haldin í Salaskóla. Sú staðsetning var ekki tilviljun, en bæjarstjórn Kópavogs tók þá ótrú- legu ákvörðun að stofnbrautin myndi liggja í gegnum skóla- hverfið og upp við skólalóðina. Ákvörðun sem hafði ekki áður sést í skipulagssögu höfuðborgarsvæð- isins í nýju hverfi. Stofnbrautir höfðu strax þarna mælst við lögbundin heilsuvernd- armörk svifryks, þær síðan þver- brutu þau nokkrum árum síðar. Á gráum dögum vilja sérfræðingar í loftmengun að börn haldi sig fjarri stofnbrautum og allir haldi sig frá líkamlegri áreynslu við stofnbraut- ir. Skólalóð við stofnbraut sam- einar þessa ókosti; þar eru börn að ærslast í frímínútum og soga að sér mengun í takt við það. Veglína stofnbrautarinnar var nokkuð laus við vandamál að öðru leyti og því ljóst að svifryk yrði flöskuhálsinn í umhverfismatinu. Hvernig komust skýrsluhöfund- ar fram hjá svifryksmengun í um- hverfismatinu? Þeir minnkuðu ein- faldlega umferðargetu stofn- brautarinnar úr um 55.000 bílum á sólarhring niður í 9.000 til 15.000 bíla á sólarhring! Niðurstaða mats- ins var að svifryks- og hljóðmeng- un yrði ásættanleg vegna þessarar litlu umferðar. Hvergi var minnst á að umferðin gæti orðið meiri en umferðarbilið sem var umhverfis- metið, hvergi var minnst á raun- verulega umferðargetu stofnbraut- arinnar, það var hins vegar tönnlast á litlu umferðinni alls sjö sinnum í gegnum allt matið, mat sem almenningur átti að koma með athugasemdir við. Flestir myndu kalla þetta blekkingar til að kom- ast með stofnbraut upp að skóla- lóð. Vegagerðin virðist þó ekki hafa áttað sig á því að þetta umhverfis- mat gaf henni bara heimild til um- ferðarmagnsins sem hún umhverf- ismat: eða til tveggja akreina (1x1) meðalskólavegar. Að Vegagerðin og skipulagsyfirvöld skuli ekki hafa áttað sig á því að þau geltu fínu fjögurra (2x2) akreina hrað- brautina sína niður í skólaveg í þessu umhverfismati er í raun svo vitlaust að það er eiginlega ekki hægt að koma orðum að því. Vegagerðin hefur farið mikinn í öðrum áfanga veg- arins, með lagningu Arnarnesvegar frá Reykjanesbraut að skólanum. Búin að sprengja gljúfur inni í hverfinu sem aðskilur sum börnin frá skól- anum sínum, gera fjögurra akreina und- irgöng og brú og taka frá mikið landsvæði, allt gert á fölskum stofnbrautar- forsendum. Umferðin við skólalóðina á Arn- arnesvegi hefur nú náð neðri mörkum umferðar í matinu, þar með er ekki heimild til að klára stofnbrautina með tengingu við Breiðholtsbraut sem myndi leiða til þungrar stofnbrautarumferðar við skólalóðina. Umferðarkvótinn sem eftir er myndi varla duga ein- breiðri brú. Ég hef þráspurt Vega- gerðina hvað hún ætli að gera ef hún brýtur efri mörk umferðar í umhverfismatinu. Fyrst spurt árið 2018. Þessu hefur Vegagerðin komið sér undan að svara. Sama á við um forstjóra Skipulagsstofn- unar, bíð eftir svari frá honum. Alþingi var eðlilega ekki upplýst um að umferðarkvótinn í umhverf- ismati Arnarnesvegar væri á þrot- um þegar tenging við Breiðholts- braut fékk fjármagn á þessu ári. Alþingi hélt að það væri að fjár- magna stofnbraut sem gæti létt á Reykjanesbraut, en ekki skólaveg sem mun ekkert aðstoða stofn- brautakerfið, það hlýtur að þurfa að senda þetta aftur til þingsins. Hvað myndi Skipulagsstofnun segja við Subba framkvæmdamann sem ætlar að setja verksmiðju af fjögurra ofna gerð í umhverfismat en meta aðeins útblástur frá einum ofni? Með þeim rökum að hann ætli bara að gangsetja einn ofn fyrst, en ætlar síðan að gangsetja alla ofnana án þess að fara í nýtt umhverfismat. Í þokkabót væri verksmiðjan við grunnskóla. Skipulagsstofnun myndi segja: „Subbi minn, gleymdu þessu, að sjálfsögðu þarftu að umhverf- ismeta alla ofnana sem þú ætlar að gangsetja, þar að auki erum við ekki að fara að samþykkja mann- virki sem brýtur heilsuvernd- armörk við skólalóð.“ Skipulagsstofnun myndi þannig hlæja að Subba fyrir að reyna þetta, en af hverju er hún ekki að hlæja að Vegagerðinni sem er að reyna nákvæmlega það sama? Vegagerð sem ætlar nú að gang- setja ofn tvö utan umhverfismats? Ég vil trúa því að umboðsmaður barna, barnamálaráðherra og menntamálaráðherra standi með börnunum, umhverfismatið vernd- ar skólalóðina fyrir stofnbrautar- umferð og það skal standa. Þau eiga rétt á heilsusam- legri skólalóð sam- kvæmt reglugerð (nr. 675/2009) og einnig rétt á að þeim sé ekki mis- munað eftir búsetu eins og Barnasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna lögfest- ur 2013 kveður á um. Tveir af elstu skólum höfuðborgarsvæðisins eru við stofnbrautir eftir að hafa sprengt utan af sér eldra húsnæði. Ef jákvæð niðurstaða kemst í þetta mál mun það efla foreldra þess- ara skóla til að berjast fyrir auknum loftgæð- um. Þetta er fordæmis- gefandi mál sem mun hafa áhrif á þúsundir barna er fram líða stundir. Frekari framkvæmdir við Arnarnesveg eru ekki innan heimilda um- hverfismatsins. Alþingi þarf að fá réttar upplýsingar um stöðu mála og stöðva þessa fram- kvæmd. Eftir Hjalta Atlason » Í umhverfismati Arnarnesvegar mat Vegagerðin aðeins fjórðung af umferð- argetu vegarins. Þar með gelti hún stofn- brautina niður í ein- breiðan veg. Hjalti Atlason Höfundur er verkfræðingur og for- eldri þriggja barna við Salaskóla. hjalti.atlason@gmail.com Vegagerðin án heimilda: Arnarnesvegur Arnarnesvegur, þriðji áfangi er fyrirhuguð stofnbraut. Mynd/Google Earth

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.