Morgunblaðið - 17.12.2020, Page 55

Morgunblaðið - 17.12.2020, Page 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 ✝ Unnur Guð-mundsdóttir fæddist í Vest- urhópshólum V- Hún. 29. nóvember 1919. Hún lést á Hrafnistu við Sléttuveg 2. desem- ber 2020, nýorðin 101árs. Unnur var dóttir hjónanna Guð- mundar Jónssonar, f. í Víðidal 1885, d. 1946, og Ingibjargar Láru Guðmanns- dóttur, f. 1892, d. 1983, frá Krossanesi á Vatnsnesi, sem hófu eigin búskap í Vesturhóps- hólum árið 1916. Unnur var næstelst sjö barna þeirra, sem voru: Þórbjörg Jónína (Þóra), f. 1918, d. 2010; Unnur, f. 1919; Agnar Guðmann, f. 1921 d. 2006; Hjalti Sigurjón, f. 1924, d. 1992; Jón Eyjólfur, f. 1928, d. 1997. Eftirlifandi eru Gunn- laugur, f. 1931, og Ásta, f. 1933. ari Jónss.; Árni Gunnar, f. 1996, og Anna Sólveig, f. 2001. M.2 Auður Bjarnadóttir, barn henn- ar Arna Sara, f. 2007. Unnur ólst upp við hefð- bundin sveitastörf gamla tím- ans, löngu fyrir rafmagns- og tækjavæðingu sveitanna. Lífs- afkoman réðst af duttlungum misblíðrar náttúru. Því reið á að vera sjálfbjarga, nýta og gæta þess sem náttúran gaf. Sam- hjálp var fólkinu lífsnauðsyn. Að alast upp við þessar að- stæður mótaði Unni og allt hennar lífshlaup. 18 ára fór hún í vist suður til Reykjavíkur til að geta kostað nám við Kvenna- skólann á Blönduósi. Þar naut hún kennslu í margvíslegum námsgreinum og auðvitað í heimilishaldi og matargerð, sem kom henni að góðum notum. Að auki lærði hún fatasaum sem hún var einkar flink við og hafði unun af. Hún var fyrst og fremst húsmóðir, en gegndi að auki margvíslegum störfum utan heimilis. Útför hennar fer fram frá Lindakirkju í dag, 17. desember 2020, klukkan 15 og verða að- eins nánustu aðstandendur við- staddir. Unnur giftist 7. janúar 1943 Hjálmtý Bjarg Hallmundssyni tré- smið, f. 1921 í Reykjavík. Hjálm- týr lést 8. apríl 1987. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Ingi verktaki, f. 1942, maki Gíslína R. Hallgrímsdóttir, f. 1941; synir þeirra: 1a) Hjálmtýr Unnar, f. 1968, maki Svana Guðmunds- dóttir. Sonur þeirra Guðmundur Ingi, f. 1995, hann á fjögur hálf- systkini, 1b) Þorsteinn Magnús, f. 1975, maki Fríður E. Pétursd. Sonur þeirra Elís Aron, f. 2001, hann á fjögur hálfsystkini. 2) Stefanía Halla bankafulltrúi, f. 1947, maki Þorkell Guðnason, f. 1947, sonur þeirra 2a) Guðni Már, f. 1971. M.1 Guðný Krist- leifsdóttir. Þeirra börn: Ásdís Lilja, f. 1993, í samb. með Örv- Elskuleg tengdamóðir mín hef- ur nú lokið sinni lífsgöngu eftir heila öld og ár að auki. Unnur ólst upp við hefðbundin sveitastörf gamla tímans, þegar lífsafkoman réðst af duttlungum misblíðrar ís- lenskrar náttúru, dugnaði fólks- ins, verksviti þess, skynsemi og útsjónarsemi. Þetta var löngu fyr- ir tíma rafmagns- og tækjavæð- ingar landbúnaðarins. Þá sáust sjaldan peningar, því afurðir bú- skaparins urðu að inneign, sem nýttist aðeins til vöruskipta. Nán- ast ekkert af því sem í dag telst sjálfsagt stóð til boða, hvað þá TR, VMS eða Sjúkratryggingar. Því reið á að vera sjálfbjarga, kunna til verka, nýta vel og gæta þess sem náttúran gaf. Samhjálpin var fólkinu lífsnauðsyn. Að alast upp við þessar aðstæður mótaði Unni og allt hennar lífshlaup. 18 ára gömul fór hún í vist suður til Reykjavíkur og vann sér fyrir skólavist í Kvennaskólanum á Blönduósi, þar sem hún stundaði síðan fjölbreytt nám auk heimilis- halds og matargerðar. Allt átti þetta eftir að koma henni að góð- um notum bæði við heimilishaldið og í fjölbreyttum störfum utan heimilis. Seinna lærði hún fata- saum sem hún var einkar flink við og hafði unun af. Myndarskap hennar og nýtni var við brugðið. Sagan af „Loftkjólnum“ er lít- ið, en lýsandi, dæmi um lagni og útsjónasemi Unnar: Halla dóttir hennar, sex ára, kom til ná- granna: „Ertu í nýjum kjól Halla mín? Mikið er hann fínn.“„Já, mamma saumaði hann. Þetta er loftkjóll.“ „Loftkjóll? hvað mein- arðu?“ „Já, mamma sneið hann út í loftið.“ Unnur átti ekki langt að sækja fyrirmyndirnar. Hún fylgdi í flestu fordæmi foreldra sinna, sem voru orðlögð fyrir umhyggju- semi, hjálpfýsi, gestrisni og góða umhirðu bústofns og húsa. Mynd- arskapinn og saumahæfileikana hafði Unnur frá Láru móður sinni, sem saumaði t.d. jakkaföt, upphluti og peysuföt heima á Vesturhópshólum auk þess að vera annáluð fyrir græðandi hendur. Guðmundur faðir hennar var nákvæmur hagleiksmaður sem vandaði til allra verka. Hann óf klæði og efni í kjóla, smíðaði amboð og margt fleira ef með þurfti. Systkinin frá Vesturhóps- hólum voru sjö. Þau voru einkar samheldin og báru mikinn kær- leika hvert til annars. Unnur varð fyrst þeirra til að stofna heimili hér fyrir sunnan. Hennar fólk var ævinlega velkomið á heimilið, hvernig sem á stóð. Hún taldi ekkert eftir sér í þeim efnum, þótt oft hefði hún haft úr litlu að spila. Þótt Unnur gæti verið föst fyrir, skipti hún sjaldnast skapi. Hún var glæsileg gæðakona, orðvör og afar reglusöm, og e.t.v. átti lýsið, sem hún dýrkaði, stóran þátt í því hvað hún hélt sér vel og var ern fram undir síðasta dag. Varla hrukku að sjá og okkur, fólkinu hennar, fannst hún muna bókstaflega allt. Ekki bara vísur og ljóð eða það sem gerðist áður og fyrrum – heldur líka það sem var í fréttunum áðan og það sem hafði verið í sjónvarpinu í gær. Þakka þér fyrir umhyggjuna og samfylgdina elskulegust. Minn- ingin um góða og heilsteypta konu lifir. Þorkell Guðnason Gengin er á vit feðra sinna elskuleg systir okkar Unnur eða Unna eins og hún var vanalega kölluð. Unna var nýorðin 101 árs þegar hún lést og hafði svo sann- arlega lifað tímana tvenna. Við fráfall Unnu leitar hugur okkar til æskustöðvanna í Vesturhópshól- um í Vesturhópi í Vestur-Húna- vatnssýslu. Margs er að minnast frá uppeldisárunum í Vesturhóps- hólum þar sem við systkinin sjö talsins slitum barnsskónum. Við litum mjög mikið upp til Unnu og leituðum mikið til henn- ar. Við minnumst þess hversu mikla unun hún hafði af því að tína fjallagrös og var hún driffjöðrin í því að gengið væri til grasafjalla. Þá var gengið upp fyrir brún á Hólafjalli sem er hluti af Vatns- nesfjalli og fjallagrös tínd í grasa- dalnum og þau nýtt til að útbúa grasamjólk og grasate. Við minn- umst þess líka þegar Unna skellti sér í kirkjuhylinn í Hólaá og synti þar nokkrar ferðir fram og til baka eftir að hafa sótt sundnám- skeið í Reykjaskóla í Hrútafirði. Við stóðum álengdar og fylgd- umst furðu lostin með sundtökum Unnu í köldu vatninu. Hvorki fyrr né síðar höfðum við séð nokkurn mann bregða sér til sunds í hyln- um. Unna átti sér uppáhaldsstað í Vesturhópi sem var hinn grasi gróni Tjarnardalur. Um tvítugt flutti Unna til Reykjavíkur og réð sig í vist einn vetur til að safna fyrir námi við Kvennaskólann á Blönduósi. Vet- urinn eftir hóf hún nám við skól- ann. Að námi loknu lá leiðin aftur til Reykjavíkur. Hún hóf störf á saumastofu þar sem hún lærði að sníða og sauma en Unna var mjög fær í handavinnu og listræn. Þann vetur kynntist hún Hjálmtý Hall- mundssyni. Þau gengu síðar í hjú- skap og hófu búskap í Reykjavík haustið 1942. Þeim varð tveggja barna auðið en þeim fæddist son- urinn Guðmundur Ingi árið 1942 og dóttirin Stefanía Halla árið 1947. Unna gegndi ýmsum störf- um í gegnum tíðina. Hún var hag- sýn húsmóðir sem saumaði allan fatnað á börnin eins og tíðkaðist í þá daga. Á heimili Unnu voru allir aufúsugestir. Þegar ættingjar að norðan komu til Reykjavíkur skaut Unna glöð skjólshúsi yfir þá. Á boðstól- um voru gjarnan nýbakaðar kleinur sem Unna steikti af mikilli atorku. Eftir að Unna fluttist suður leitaði hugur hennar áfram í sveit- ina. Á hverju vori sneri hún í sveitina og dvaldi þar sumarlangt ásamt börnum sínum. Tilgangur dvalarinnar var meðal annars sá að létta undir við bústörfin, sér- staklega eftir fráfall föður okkar árið 1946. Það var mikið tilhlökkunarefni fyrir okkur systkinin að fá Unnu og börnin til sumardvalar ár hvert. Hún kom færandi hendi með gjafir og góðgæti og eru gómsæt vínarbrauð okkur sér- staklega minnisstæð. Unna var gædd miklum mann- kostum. Hún var hlý, ljúf og traust. Lundarfar hennar ein- kenndist af jákvæðni og mildi. Hún bjó yfir mikilli þrautseigju og seiglu sem varð þess valdandi að aldrei heyrðum við hana barma sér yfir nokkrum hlut þótt stund- um hafi gefið á bátinn á langri ævi. Við þökkum Unnu samfylgdina og vottum Höllu, Guðmundi Inga og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Guð blessi minningu okkar kæru systur. Ásta og Gunnlaugur. Unnur Guðmundsdóttir ✝ Laufey Sigurð-ardóttir fædd- ist í Reykjavík 11. desember 1954. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi 7. desember 2020. Foreldrar henn- ar eru Sigurður Óskarsson, f. 19. júlí 1933, d. 5. mars 2012, og Vilhelm- ína Þórarinsdóttir, f. 13. ágúst 1937. Laufey átti tvö systkini; Hönnu, f. 30. júní 1961, og Ósk- ar, f. 12. ágúst 1962. Fyrstu æviárin bjó fjölskyldan í Reykjavík en 1965 fluttu þau í Garðabæ. Fjölskyldan flutti til Svíþjóðar 1969 þar sem þau bjuggu í þrjú ár, þá varð Lauf- ey eftir til að ljúka við sérnám í auglýsingateikningu og út- stillingum. Hún kom heim 1974, vann í fjölda ára á auglýs- ingastofunni AUK ásamt því að stilla út í ýmsum versl- unum í Reykjavík. Einnig starfaði hún í mörg ár á lög- mannsstofunni Lo- gos. Alla tíð teikn- aði hún og seldi mikið af listaverk- um og síðustu árin hannaði hún skart úr náttúrusteinum. Árið 1977 giftist Laufey Birgi Sigurjónssyni, f. 28. júní 1953, á hann soninn Sigurjón Má, f. 25. júlí 1972. Þau eign- uðust dótturina Vilhelmínu 15. mars 1978, hún á tvo drengi, Eldar Mána Brekason, f. 31. mars 2003, og Nökkva Jökul Andrason, f. 8. júlí 2006. Í ljósi aðstæðna verða ein- ungis nánustu aðstandendur viðstaddir útförina sem mun fara fram í kyrrþey. Elskuleg bróðurdóttir okkar Laufey Sigurðardóttir er látin. Í heilan mánuð barðist hún við Co- vid-19 en lést 7. desember 2020 eftir harða baráttu. Laufey var yndisleg kona, hún var alltaf brosandi, lýsti allt upp í kringum sig og hafði mjög góða nærveru. Laufey var listakona og var allt fallegt sem hún gerði, hún bjó til gullfallega skartgripi úr krist- al og perlum sem hún síðan seldi og gaf. Hún var heimavinnandi og bjó í Breiðholti með Bigga mannin- um sínum. Villa var einkadóttir þeirra og synir hennar voru elsk- andi ömmudrengir og augastein- ar. Í gegnum árin hefur Laufey átt litla hunda sem hún elskaði mikið. Hún sá alls staðar fegurð í kringum sig og elskaði sólarlagið og fjölbreytilega liti skýjanna. Fjölskyldan er öll miður sín og Villa mamma hennar hefur misst mikið. Laufey var hennar stoð og stytta meðal annarra síðan Sig- urður dó 2012. Við færum Bigga, Villu yngri og sonum, Villu eldri og allri fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Hvíl í friði. Herdís, Rúnar og Eyþór. Laufey Sigurðardóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, ömmu og langömmu, STEINUNNAR BJARNADÓTTUR, Skipalóni 7, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson Bjarni Þór Gunnlaugsson Sigríður Sigurðardóttir Kristín Fjóla Gunnlaugsd. Silja Rún Gunnlaugsdóttir Friðrik Guðjón Sturluson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRGUNNAR RÖGNVALDSDÓTTUR, Ægisgötu 1, Ólafsfirði. Ármann Þórðarson Rögnvaldur Ingólfsson Jörgína Ólafsdóttir Auður Guðrún Ármannsd. Sveinn E. Jakobsson Þórður Ármannsson Ester Jónasdóttir Sigrún Eva Ármannsdóttir Andri Dan Róbertsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU STEINUNNAR GÍSLADÓTTUR frá Skáleyjum, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks HERU líknarþjónustu og starfsfólks Eirhamra fyrir umönnun og hlýtt viðmót. Leifur Kr. Jóhannesson Jóhanna Rún Leifsdóttir Kristján Á. Bjartmars Sigurborg Leifsdóttir Hörður Karlsson Heiðrún Leifsdóttir Lárentsínus Ágústsson Eysteinn Leifsson Guðleif B. Leifsdóttir Jófríður Leifsdóttir Ingimundur Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞRASTAR H. ELÍASSONAR sendibílstjóra, Melabraut 46, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks 2. h. suður á Eir, sem kom að umönnun föður okkar. Lilja Þrastardóttir Skúli Þorsteinsson Helgi Leifur Þrastarson Guðrún R. Maríusdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar innilegustu þakkir fyrir allar samúðar- kveðjurnar og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, dóttur, tengdadóttur, systur og mágkonu, HELGU INGÓLFSDÓTTUR byggingariðnfræðings og tækniteiknara, Strýtuseli 3, Reykjavík. Arnar Guðmundsson Þorri Arnarsson Marín Líf Gautadóttir Óðinn Arnarsson Hildur Helgadóttir Guðlaug Birna Hafsteinsd. Steinn Halldórsson Ingólfur Helgi Matthíasson Sóley Birgisdóttir Guðmundur Jóhannesson Bergljót Helga Jósepsdóttir Jóhanna Steinsdóttir Þorkell Guðmundsson Halldór Steinsson Camilla Mortensen Hafsteinn Steinsson Elín K. Linnet Heiða Rún Steinsdóttir Hugrún Ósk Bjarnadóttir Rut Ingólfsdóttir Gísli Már Ágústsson Máni Ingólfsson Gerða Arndal Hrói Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.