Morgunblaðið - 17.12.2020, Síða 60

Morgunblaðið - 17.12.2020, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Elínrós Líndal elinros@mbl.is Aníta Briem leikkona er nýflutt til Íslands með sex ára dóttur sinni og eiginmanni. Aníta hefur ekki setið auðum höndum og hefur ný- verið lokið tökum á þremur ís- lenskum kvikmyndum sem koma út á næsta ári. „Ég hef það bara ljúft og get ekki annað en verið þakklát. Á meðan svo margir hafa átt erfitt ár, misst vinnuna, heilsuna eða þjáðst á annan hátt vegna ástands- ins, hef ég verið svo ótrúlega lán- söm að vinna að krefjandi og gef- andi verkefnum með stórbrotnu listafólki á þessu ári. Ég kom hingað í janúar í verkefni með tvær ferðatöskur og hef bara ekk- ert farið til baka!“ Söngur alltaf skipt miklu máli á jólunum Ákvörðunin um að flytja heim var þó einungis tekin nýverið. „Ég hef verið búsett í Los Ang- eles í 12 ár. Ég ætla að njóta mín hér heima og nú þegar ég hef lokið tökum hef ég verið bara aðeins að jafna mig. Leyfa mér að njóta augnabliksin og anda. Vinnan get- ur tekið svolítið á. Svo er ég með verkefni í þróun og nokkur járn í eldinum.“ Aníta ætlar að njóta þess að eiga jól á íslenska heimilinu sínu. „Ég hef alltaf verið mikið jóla- barn og á afar fallegar minningar úr barnæsku um jólin. Söngur hef- ur alltaf einkennt jólin, enda sung- um við mamma báðar í kórum svo jólastemningin byrjaði oft þar, í Langholtskirkju, með Jóni Stef- ánssyni heitnum sem var kórstjóri okkar beggja. Ég hef alltaf haldið mjög íslensk jól, hvar sem ég hef verið í heiminum, og jólasveinarnir hafa náð að drífa yfir hafið til að gefa stelpunni minni í skóinn. Þeir verða örugglega guðslifandi fegnir að geta núna bara fundið okkur í Vesturbænum!“ Býr alltaf til aðventu- krans fyrir jólin Er eitthvað sem þú gerir í að- draganda jólanna sem er gaman að segja frá? „Ég bý oftast til aðventukrans. Þeir hafa verið misvel lukkaðir en mér finnst stemning í því að gera þá. Svo höfum við alltaf skorið okkar eigin laufabrauð. Við byrj- uðum á því fyrir nokkrum árum þar sem laufabrauð hafa einungis um sjö prósent líkur á að lifa af póstsendingu á milli heimsálfa. Þetta eru opinberar niðurstöður úr persónulegri rannsókn. Það fannst mér mjög fullorðins! Þar sem við höfum oft verið í Los Angeles höf- um við þar af leiðandi kynnt alls konar vinum okkar þetta listform. Mamma hefur undanfarið búið á Mývatni þar sem mikill metnaður er í laufabrauðsgerð og talið við- vaningsháttur að nota hjól til að skera! Það tók ég keppnismann- eskjan auðvitað til mín og læsti hjólið niður í skúffu.“ Aníta segir að Mía dóttir hennar hafi alltaf fylgt henni eftir, hvert sem hún fer. „Þegar ég er í verkefni hér þá er hún alltaf með mér og gengur þá í skóla hér. Maðurinn minn hef- ur verið á báðum stöðum en er nú kominn til Íslands og féllst á að flytja heim með mér.“ Aníta segir að jóladótið þeirra sé að mestu erlendis. „Flest af því sem ég á er í Los Angeles, í nýja húsinu sem við ætl- uðum að flytja inn í. Mér finnst eitthvað svo ótrúlega frelsandi við að búa mínimalískt, enda er áhugavert að af öllu því dóti og hlutum sem ég hef sankað að mér yfir árin sakna ég einskis. Jólin verða því líka mínimalísk og falleg, enda það að vera með fólkinu mínu það eina sem skiptir mig einhverju máli. Ég keypti reyndar jólaseríur og setti upp í nóvember. Ég ætla að hafa kertaljós og jólatónlist og fara í göngutúra með stelpunni minni að leita að kakóbollum til að drekka.“ Finnst hún örugg á Íslandi Aníta er þakklát fyrir lífið og til- veruna í dag. „Ég hef verið ótrúlega lánsöm að geta unnið í gegnum þennan tíma svo ég get ekki kvartað. Ég hefði ekki getað hugsað mér að vera annars staðar í heiminum þetta árið, hvað þá í Bandaríkj- unum. Ég finn mikið öryggi að vera undir verndarvæng þríeyk- isins og finna að þær upplýsingar sem við fáum frá þeim og yfirvöld- um, sem og fréttaflutningur, sé sannleikurinn. Þetta hefur ekki verið tilfellið í Bandaríkjunum þar sem upplýsingaflæði er svo mjög litað af skoðunum og pólitískum stefnum hvers miðils. Ég finn mik- ið fyrir, eins og margir aðrir sem ég hef talað við, að þessi krísa hef- ur herjað á alla heimsbyggðina á sama tíma. Við erum skikkuð til að vera á einum stað og í raun líf okkar strípað að mörgu leyti, þá situr eftir einfaldleikinn. Að sjá líf- ið með þessum augum hefur hjálp- að mér. Hjálpað mér að sjá krist- alskýrt hvað er mér mikilvægt og hvað ekki. Það hefur gefið mér hugrekki og skýra hugsun til að segja nei við hlutum og aðstæðum sem mér líður ekki vel í og taka ákveðin skref í átt að því sem innsæið var kannski alltaf að segja mér en hafði ekki sjálfsöryggi til að treysta. Allt varð hljóðlátt og þá heyrði ég betur. Þetta, fyrir mig, er eitt af því fallegasta og mikilvægasta sem ég tek frá þess- ari reynslu.“ Lætur umhverfið ganga fyrir þegar kemur að gjöfunum Gefur þú margir jólagjafir á jól- unum? „Mér finnst mjög gaman að gefa gjafir og geri það yfirleitt allt árið um kring. Ég reyni nú samt að halda gjöfum innan einhverra marka og vera ekki að kaupa dót bara til að kaupa eitthvað. Mér verður æ meira hugsað til um- hverfisáhrifa og reyni að end- urnýta pappír utan af gjöfum og gefa frekar upplifanir. Á þessum tímum reyni ég líka að vera sérstaklega meðvituð um að kaupa þjónustu eða listaverk af fólki sem hefur átt erfitt uppdráttar þetta árið vegna kórónuveirunnar.“ Þótt leiklistin hafi alltaf heillað Anítu tók það hana talsverðan tíma að taka ákvörðun um þennan starfsferil. „Leiklistin kallaði mjög hátt til mín um leið og ég kynntist heim- inum, en það tók mig tíma að taka ákvörðunina og ég gerði það ekki á léttvægan hátt. Ég áttaði mig strax á sem barn að lífsstílinn og öryggisleysið sem starfsgreininni fylgir getur verið jafn erfitt og starfið sjálft er dásamlegt.“ Aníta er farin að gera meira en að leika sjálf. „Eiginlega allt sem ég geri þeg- ar ég er ekki bókstaflega í tökum er tengt sköpun. Ég eyði miklum tíma í undirbúning fyrir kvikmyndaverkefni. Ég er líka far- in að skrifa og þróa meira. Það helst í hendur við að hafa skýrari hugmyndir um hvað maður vill segja í gegnum listformið. Svo á tónlist alltaf stórt pláss í hjart- anu.“ Erfitt að fá 300 jólakort á jólunum Þegar Aníta var lítil stelpa voru aðfangadagshefðirnar skrifaðar í stein. „Ég var vön að fá eina gjöf fyrir messu, til að halda mér góðri í kirkjunni. Svo komum við heim og borðuðum. Þegar mamma og pabbi vöskuðu upp var ég sett í að opna jólakortin. Ég veit það hljómar sanngjarnt, nema það að jólakortin voru oft um 300 talsins. Ekki nóg með það heldur þurftum við að fara hring- inn og lesa hvert einasta jólakort áður en við opnuðum gjafirnar. Þetta var náttúrlega skelfilegt þegar fólk byrjaði að senda frétta- bréfin af fjölskyldunni. Þetta var einhvers konar pynting fyrir lítið barn. Ég geri auðvitað nákvæm- lega það sama með mínu barni. Nema ég fæ oftast svona tvö jóla- kort. Við lesum kortin vandlega áður en við opnum pakkana.“ Hver eldar á jólunum? „Ég elda en ég er ekki stórbrot- inn kokkur, en ég legg mig alla fram. Ég er vegan svo síðast bjó ég til hnetusteik frá grunni með brúnni vegansósu. Svo geri ég rauðkál frá grunni, brúnaðar kart- öflur, grænar baunir, laufabrauð og möndlugraut. Allt frekar hefð- bundið.“ Ætlar að njóta jólanna á Íslandi í ár Leikkona Aníta Briem verður á Íslandi um jólin með Constantine mann- inum sínum og Míu dóttur sinni. Hún sér um matseldina á jólunum og segir þennan tíma hafa fengið nýja merk- ingu eftir að hún eign- aðist barn sjálf. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þakklát Aníta Briem er spennt fyrir jólunum á Íslandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.