Morgunblaðið - 17.12.2020, Side 62

Morgunblaðið - 17.12.2020, Side 62
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 Jóla- og áramótamatarpakkar Jóla matarpakki #1 Hreindýra Carpaccio pekan hnetur, kóngasveppa majónes, gruyére ost Grilluð Nautalund m/ piparsósu, tvíbakaðri kartöflu, steiktum villisveppum og rótargrænmeti Jólabomba Matarkjallarans m/ jarðarberjum, saltkaramellu og möndlum 6.990 á mann fyrir 3 rétti Jóla matarpakki #2 Koníaksbætt Humarsúpa m/ steiktum humar og kryddjurtarjóma Fyllt Kalkúnabringa m/ piparsósu, heimagerðu rauðkáli, tvíbakaðri kartöflu og waldorfsalati Jólabomba Matarkjallarans m/ jarðarberjum, saltkaramellu og möndlum 6.990 á mann fyrir 3 rétti Jólamatarpakkar afhentir 23. des. milli 14-18. Áramótamatarpakki afhentur 30. des. milli 16-18 og 31. des. milli 12-14. Áramóta matarpakki Koníaksbætt Humar- og Kóngakrabbasúpa m/ steiktum humar og kryddjurtarjóma Hreyndýra Carpaccio pekan hnetur, kóngasveppa majónes, gruyére ost Fyllt Kalkúnabringa m/ piparsósu, heimagerðu rauðkáli, tvíbakaðri kartöflu og waldorfsalati Hvít Súkkulaði og Lakkrís mús m/ hindberjum og heslihnetum 9.990 á mann fyrir 4 rétti Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Pantanir í s. 558 0000 og á info@matarkjallarinn.is Við pöntun þarf að taka fram: Nafn, símanúmer, matarpakki, fyrir hvað marga(lágmark 2), greiðslumáti og sótt dags. Maðurinn á bak við Mosfellsbakarí er súkku- laðimeistarinn Hafliði Ragnarsson sem var brautryðjandi á sínu sviði hér á landi en nú skín sviðsljósið skært á tvær konur sem þar starfa og þykja færari en flestir á sínu sviði. Ólöf Ólafsdóttir er önnur þeirra en hún er bakaranemi og segist stefna á sveinspróf í jan- úar á næsta ári. Hún galdraði fram ómótstæði- lega eftirrétti fyrir hátíðarmatarblað Morg- unblaðsins þar sem henni var gefið fullt skáldaleyfi og listaverkin létu ekki á sér standa. Sjálf er Ólöf fagmanneskja fram í fingurgóma með brennandi áhuga á bökunarlistinni. „Áhugi minn byrjaði þegar ég var sjö ára gömul og gerði minn fyrsta konfektkassa með mömmu fyrir brúðkaup frænku minnar. Þetta voru reyndar bara lítil súkkulaðihjúpuð jarðarber og súkkulaðidropar en það varð ekki aftur snúið,“ segir Ólöf, sem hóf 17 ára gömul störf á Apótek- inu undir leiðsögn Axels Þorsteinssonar. „Axel opnaði augu mín fyrir eftirréttagerð og hvernig á að vinna í eldhúsi. Að þeim tíma loknum hóf ég nám í Zealand Business College í Ringsted í Danmörku sem er betur þekktur sem „kondi- torskólinn“. Við komuna heim hóf ég svo störf hjá hinum eina sanna Hafliða Ragnarssyni köku- og konfektmeistara.“ Ólöf segir það góðan skóla og að hún hafi lært mikið af Hafliða enda sé hann mikill fagmaður. Næst á dagskrá hjá Ólöfu, fyrir utan sjálft sveinsprófið, er þátttaka í „Köku ársins 2021“ en hún er nú þegar komin í úrslit þar og verður spennandi að sjá hvað hún galdrar fram. „Draumurinn er svo að flytja út fyrir land- steinana og læra meira um nýjar, spennandi og öðruvísi aðferðir, nýtt og framandi hráefni og læra meira um matarmenningu ýmissa þjóða.“ Ómótstæðilegir eftirréttir Ólafar Mosfellsbakarí hefur löngu getið sér gott orð fyrir afburða bakk- elsi, bragðgóðar kökur, konfekt sem bráðnar í munni og súkkulaði- listaverk sem fá áhorfandann til að taka andköf af hrifningu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bragðgóð listaverk Eftir Kung liggja ótrúlegir gripir úr súkkulaði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Spennandi efni Hægt er að fylgja Ólöfu á Instagram en notendanafn hennar er olofbakes. Bakari Ólöf Ólafsdóttir fékk ung ást á bakstri. Chidapha Kruasaeng eða Kung eins og hún er alla jafna kölluð er flestum fremri í að búa til ævintýraleg listaverk úr súkkulaði. Hún er menntaður eftirrétta- kokkur frá The French Pastry School í Chicago með sérstaka áherslu á súkkulaði og eftir hana liggja stór- kostlegir skúlptúrar sem eingöngu eru gerðir úr súkku- laði. Kung segir ekki ríka hefð fyrir notkun súkku- laðis í skúlptúra eins og tíðkast víða erlendis en víða er vinsælt að brúðhjónin séu úr súkkulaði. Hún veit fátt skemmtilegra en að vinna með súkkulaði og gerði þennan vígalega Trölla sem sést hér til hliðar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Súkkulaði- drottningin Kung

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.