Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 66
66 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga 10-18, laugardaginn 19. des. 10-18 Keyrum út frítt samdægurs á höfuðborgarsvæðinu. BH 10.850,- Buxur 4.990,- Þ ú færð jólasettið hjá okkur Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fleygðu frá þér öllum neikvæðum hugsunum þess efnis að þú ráðir ekki við þau verkefni, sem þér eru falin. Kannski þarftu að ræða eitthvað sem hvílir á þér og tengist systkini eða ættingja. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú veist vel að það gerist ekkert ef þú situr bara með hendur í skauti. Brettu upp ermarnar og láttu ganga undan þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert sjálfsörugg/ur og tilbú- in/n til að taka stjórnina í þínar hendur í dag. Hvernig væri að sinna fjölskyldunni smávegis? Þú veist vel að hún skiptir meira máli en vinnan. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sýndu börnum þolinmæði, þau fara auðveldlega úr jafnvægi núna, alveg eins og þú. Til að halda jafnvæginu skaltu virða slökunartímann þinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft ekki að sannfæra aðra um að þú hafir rétt fyrir þér. Dagurinn verður spennandi og ófyrirsjáanlegur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert einstaklega hagsýn/n. Láttu aðra ekki hrekja þig af leið, þótt þeir hafi hátt. Taktu af skarið og njóttu lífsins. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur á tilfinningunni að yfirmenn þínir haldi aftur af þér og veiti þér ekki það svigrúm sem þú telur þig þarfnast. Slepptu fortíðinni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gættu þess að lofa ekki upp í ermina í ákafa þínum til þess að leggja vini lið. Hamingjan felst í því að gera greinar- mun á því sem maður vill og því sem mað- ur þarfnast 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þegar um sameiginleg mál er að ræða þýðir ekkert fyrir þig að ætla að stjórna öllu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér finnst of margir sækja að þér í einu og vilt því leita uppi einveruna. Ekki leyfa huganum að geta sér til að óþörfu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Allt sem menn gjöra hefur sín- ar afleiðingar og reyndar aðgerðaleysi líka. Taktu áhættu, í stað þess að fara öruggu leiðina. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur óvenjumikla þörf fyrir að skipuleggja þig. Láttu því ekki smávegis andstreymi á þig fá. „Við vorum fyrst með blandaðan bú- skap, kýr og kindur, en svo breytt- ist það í eggjaframleiðslu að mestu leyti og við stofnuðum eggjabúið Fellsegg.“ Helgi hefur alla tíð verið virkur í félagsmálum, var í stjórn UMFD og einnig formaður um tíma. Hann var kosinn í hreppsnefnd Kjósarhrepps nokkur kjörtímabil og var meðlimur í Lionsklúbbnum Búa í mörg ár. um á Kjalarnesinu og við kynnt- umst bara á balli í Félagsgarði. Það þarf ekkert að hafa um það mörg orð, en hún var náttúrlega sætasta stúlkan á ballinu.“ Ungu hjónin gerðu sér fallegt heimili á Felli í Kjós og eignuðust þar sex börn. Samhliða stækkandi fjölskyldu þurfti að huga að stækkun á bæði íbúðarhúsi og búi og voru alltaf ein- hverjar framkvæmdir á prjónunum. H elgi Jónsson fæddist 17. desember 1935 á Hvítanesi í Kjós. Hann er sonur hjónanna Jóns Helgasonar frá Þyrli og Láru Sig- mundu Þórhannesdóttur frá Fola- fæti í Ísafjarðardjúpi. Á Hvítanesi var fjölskyldan með kýr, kindur og hesta og þótti Hvítanesið ágætis bú- jörð. Á þessum tíma var ekki komið vegasamband að Hvítanesi svo sjó- leiðin var mikið notuð, t.d. var mjólkin send sjóleiðis. En þegar Helgi var sex ára gamall neyddist fjölskyldan til að flytja frá Hvítanesi sökum umsvifa hersetuliðsins í seinni heimsstyrjöldinni. Árið 1945 settust þau svo að í Blönduholti í Kjós. „Það voru mikil umsvif hjá Bret- anum og það var einkennilegt að þeir voru alltaf svolítið svangir man ég. Það var hænsnakofi heima og þeir fóru stundum og sóttu sér egg, en að öðru leyti voru samskiptin ágæt.“ Helgi var mikill íþróttamaður og keppti í frjálsum íþróttum á ung- lingsárunum og vann oft til verð- launa, sérstaklega fyrir langhlaup. „Þetta byrjaði í ungmennafélags- hreyfingunni, en það voru haldin mót að sumri til og þannig byrjaði ég í íþróttunum.“ Helgi fór ungur að árum að vinna og réð sig t.d. í vinnu á bæjum í sveitinni og einnig í vegagerð við að moka sandi og möl á bíla. Þetta var mikil erfiðisvinna og þætti líklega ekki við hæfi nú til dags. En þarna voru ámoksturstækin ekki komin til sögunnar og því þurfti að notast við malarskóflu og hrausta menn. „Það var meiri erfiðisvinna í þá daga heldur en í dag, og unnið með hönd- unum.“ Helgi vann tíu haust hjá Sláturfélagi Suðurlands, sem var þá á Skúlagötunni í Reykjavík. Fyrsta haustið fóru þeir feðgar saman en síðar fór Helgi einn. Þetta var ver- tíðarvinna og ekki slegið slöku við enda unnið í akkorði. Árið 1962 kynntist hann svo kon- unni sinni, Hrefnu G. Gunn- arsdóttur. „Hún var héðan frá innsta bæn- Síðan var hann í stjórn Mjólk- urfélags Reykjavíkur í mörg ár og einnig í stjórn Félags eggjabænda. „Já, það er óhætt að segja að mikill tími hafi farið í félagsmálin, en ég hafði gaman af því.“ Helgi hafði alltaf mikinn áhuga á stjórnmálum og hann var virkur í Sjálfstæðisflokknum og var nokkr- um sinnum á framboðslista flokks- ins í Reykjaneskjördæmi. „Já, ég hef alltaf stutt Sjálfstæðisflokkinn og keypt Morgunblaðið frá því að ég fór að fylgjast með fréttum.“ Helgi hefur alla tíð verið stórhuga og opinn fyrir nýjungum og tækni, fylgst vel með framförum í landbún- aði og átti eitt besta og tæknivædd- asta eggjabú landsins um árabil. „Við fórum á nokkrar sýningar úti í löndum til að kynnast tækninni og það var mjög gaman.“ Helgi hefur alltaf haft gaman af ferðalögum og á sínum yngri árum fór hann mikið í útilegur með vinum og fjölskyldu. Síðustu árin hefur hann ferðast mikið með Bændaferð- um, en einnig með Félagi eldri borgara og svo með fjölskyldunni. Það hefur komið sér vel á þessu makalausa ári að vera handgenginn tæknigyðjunni, en Helgi er búinn að vera að hitta fjölskylduna á fjar- fundum, þegar bannað var að hitt- ast í raunheimum. „Ég er ánægður með að geta séð þau í mynd og spjallað, þótt ég hlakki líka til að líf- ið fari að verða venjulegt aftur.“ Fjölskylda Eiginkona Helga var Hrefna Guðlaug Gunnarsdóttir, f. 17.9. 1943, d. 28.9. 1996, húsmóðir og bóndi. Foreldrar hennar eru hjónin Gunnar Leó Þorsteinsson, bóndi og málarameistari á Tindsstöðum, f. 31.7. 1907, d. 6.7. 1989 og Guðmunda Sveinsdóttir húsfreyja, f. 5.12. 1908, d. 7.8. 1996. Börn Helga og Hrefnu eru: 1) Gunnar Leó, f. 3.1. 1963, bóndi og smiður í Holti í Kjós, kvæntur Sig- ríði Ingu Hlöðversdóttur bónda. 2) Guðlaug, f. 23.6. 1964, húsmóðir og skólaliði í Hafnarfirði, gift Lárusi Óskarssyni framkvæmdarstjóra. 3) Lára Berglind, f. 29.7. 1969, bókari Helgi Jónsson bóndi - 85 ára Aðfangadagur Hér er Helgi heima hjá Láru dóttur sinni árið 2008. Alltaf verið opinn fyrir tækninni Hjónin Hrefna og Helgi í skírnarveislu Heiðbergs Leó sem Helgi heldur á, Hrefna heldur á Helgu sem er 2 mánaða. Myndin er tekin í júní 1996. Til hamingju með daginn 30 ára Melkorka ólst upp í Hlíðunum en er nýflutt í Kópavoginn. Hún er lögfræðingur hjá Hugverkastofunni. Helstu áhugamálin eru góðar samveru- stundir með fjöl- skyldu og vinum, svo eru ferðlög og útihlaup vinsæl. Maki: Árni Grétar Finnsson, f. 1990, lögfræðingur hjá Landslögum lög- fræðistofu. Börn: Sesselja Katrín, f. 2016 og Finn- ur, f. 2019. Foreldrar: Kristín Helga Guðmunds- dóttir, f. 1953, menntunar- og stjórn- sýslufræðingur, og Vilhjálmur Geir Sig- geirsson, f. 1951, viðskiptafræðingur. Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir 30 ára Eyrún Inga ólst upp á Reyð- arfirði og býr þar enn. Hún er með meistarapróf í for- ystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Helstu áhugamál Eyrúnar Ingu eru ferðalög, bæði innan- og utanlands. Maki: Ingi Steinn Freysteinsson, f. 1986, fóðrari hjá Laxar fiskeldisstöð. Dóttir: Ásta Maren Ingadóttir, f. 2019. Foreldrar: Ásta Ásgeirsdóttir, f. 1965, skólastjóri í Grunnskólanum á Reyð- arfirði, og Gunnar Th. Gunnarsson, f. 1960, leigubílstjóri og ökukennari. Þau búa á Reyðarfirði. Eyrún Inga Gunnarsdóttir Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.