Morgunblaðið - 17.12.2020, Page 69
ÍÞRÓTTIR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020
Darri Freyr Atlason, hinn ungi
þjálfari karlaliðs KR í körfuknatt-
leik, hefur birt áhugaverða til-
lögu um hvernig hann sér fyrir
sér að hægt sé að framkvæma
Íslandsmótið á þessum erfiða
kórónuveiruvetri.
Darri skrifaði snarpa og vel
rökstudda punkta um þetta á
Twitter en í stuttu máli vill hann
sjá hundrað daga Íslandsmót
sem nái hápunkti í vor með hefð-
bundinni úrslitakeppni.
Deildakeppnin sjálf ætti
hins vegar að taka sem stystan
tíma. Hann segir sex vikur en
það er kannski óþarflega stutt.
Til að ná því væri aðeins spil-
uð einföld umferð, ellefu leikir á
lið, og fjögur neðstu liðin færu
líka í úrslitaleiki að því loknu,
annarsvegar um að komast í úr-
slitakeppnina og hins vegar um
að halda sæti sínu í deildinni.
Darri leggur áherslu á að úr-
slitakeppnin sé mikilvæg fyrir
körfuboltaíþróttina þar sem hún
standi að miklu leyti undir
rekstri félaganna.
Hann vill heldur ekki spila
fram á sumar til að keppa um at-
hygli við stórmót og Íslandsmót í
fótbolta eða sumarfrí lands-
manna.
Miðað við að mótahald kom-
ist af stað í janúar eða febrúar er
þetta mjög góð tillaga hjá Darra
sem eflaust má útfæra enn bet-
ur.
Þetta ætti handboltinn líka
að taka til athugunar. Stytta
deildakeppnina og taka frekar
frá pláss fyrir úrslitakeppni í vor
en að reyna að klára deilda-
keppni í núverandi mynd og spila
fram á sumarið. Fyrirkomulagið
ætti að virka alls staðar, í úrvals-
deildum karla og kvenna bæði í
körfubolta og handbolta.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
SKÍÐI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örv-
arsson átti viðburðaríkt ár en hann
var útnefndur íþróttamaður ársins
hjá Íþróttasambandi fatlaðra í höf-
uðstöðvum ÍSÍ í Laugardalnum í
vikunni.
Hilmar, sem er tvítugur að aldri,
er fyrsti skíðamaðurinn sem er út-
nefndur íþróttamaður ársins hjá ÍF
en hann vann Evrópumótaröð IPC,
Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra, í
alpagreinum í Króatíu í febrúar.
Hann varð um leið fyrstur Íslend-
inga til þess að vinna Evrópumóta-
röðina en alls vann Hilmar til sjö
gullverðlauna á mótaröðinni á tíma-
bilinu.
„Ég er fyrst og fremst stoltur að
vera fyrsti skíðamaðurinn sem hlýt-
ur þessa viðurkenningu,“ sagði
Hilmar í samtali við Morgunblaðið í
höfuðstöðvum ÍSÍ í vikunni.
„Þetta er mikill heiður fyrir mig
og auðvitað hvatning líka að gera
enn betur á komandi árum,“ bætti
skíðamaðurinn öflugi við en kórónu-
veirufaraldurinn setti stórt strik í
keppnistímabilið í ár hjá Hilmari,
líkt og hjá öðru íþróttafólki.
„Ég ætlaði mér að taka þátt í
heimsbikarmótum í mars í Öre í Sví-
þjóð og Lillehammer í Noregi en
þeim var aflýst vegna kórónuveiru-
faraldursins. Allt í einu var tímabilið
svo bara búið og það er klárlega
skrítin tilfinning að hafa ekkert
keppt síðan í febrúar eftir sigur í
Evrópumótaröðinni. Á sama tíma er
ég virkilega spenntur að hefja leik
að nýju og ég ætla mér að mæta
tvíefldur til leiks eftir langa fjarveru.
Það hafa alveg komið tímar þar
sem ég hef átt í vandræðum með að
gíra mig upp fyrir æfingar þar sem
ég veit í raun ekkert hvenær ég get
hafið keppni á nýjan leik. Að sama
skapi hef ég reynt að horfa fram á
veginn og einbeitt mér að því sem ég
get gert, frekar en að hugsa um það
sem er ekki hægt að gera eins og
staðan er í dag.“
Hilmar var einungis átta ára gam-
all þegar hann greindist með
krabbamein í hné og þurfti að lokum
að aflima hann. Hilmar notast við
gervifót í dag.
Finnur ekki fyrir pressu
Það hefur hins vegar ekki stoppað
hann í því að stunda skíðasportið af
krafti og þrátt fyrir að hafa lítið get-
að æft hefur hann verið duglegur að
skella sér á fjallaskíði þar sem hann
gengur á fjöll með skinn undir skíð-
unum og rennir sér svo niður.
„Ég náði einni æfingu núna í vetur
áður en það kom stór lægð yfir land-
ið og ég hef því ekkert getað skíðað
síðustu vikur þar sem allt hefur ver-
ið lokað. Ég vonast hins vegar til
þess að ná góðum æfingum milli jóla
og nýárs og ég er fyrst og fremst að
einbeita mér að því að koma mér í
gott skíðaform fyrir veturinn.
Þótt ég hafi ekki keppt síðan í
febrúar þá reyndi ég að halda mér í
góðu skíðaformi með því að fara á
fjallaskíði sem dæmi. Ég labbaði þá
upp og renndi mér niður en fjalla-
skíðasportið er aðeins frábrugðið
svigskíðasportinu þar sem tæknin er
öðruvísi.
Ég fór aðallega í Skálafell, Blá-
fjöll, Hengil og Botnsúlur og þetta
voru allt mjög góðar þrekæfingar.
Skíðafærið var fínt inni á milli en
þetta var aðallega gott fyrir geð-
heilsuna enda hægt að stunda fjalla-
skíðasportið alveg fram á mitt vor.
Vissulega tók þetta á enda getur
það tekið á að labba upp brattar
brekkur. Þetta var hins vegar fljótt
að venjast og maður pældi lítið í
þessu eftir því sem maður fór oftar á
fjallaskíðin.“
Óvíst er hvenær Hilmar getur haf-
ið keppni að nýju en hann er skráður
til leiks á Evrópu- og heimsbikarmót
í Veysonnaz í Sviss dagana 19.-23.
janúar.
„Ég hef lagt áherslu á að halda
mér í góðu þrekformi undanfarna
mánuði svo ég sé tilbúinn þegar ég
get byrjað að skíða aftur af fullum
krafti. Markmiðið fyrir næsta tíma-
bil er að keppa á þeim mótum sem
verða haldin og standa mig eins vel
og kostur er auðvitað.
Eins gaman og það var að vinna
Evrópumótaröðina þá finn ég ekki
fyrir neinni pressu fyrir komandi
keppnistímabil, farandi inn í það
sem ríkjandi meistari. Mesta press-
an kemur frá mér sjálfum um að
standa mig í hvert skipti sem ég
renni mér af stað,“ bætti Hilmar
Snær við í samtali við Morgunblaðið.
Duglegur að fara á fjallaskíði
Hilmar Snær Örvarsson var út-
nefndur íþróttamaður ársins hjá
Íþróttasambandi fatlaðra í vikunni
Ljósmynd/ifsport
Bestur Hilmar fagnaði sigri á Evrópumótaröð IPC fyrstur Íslendinga.
Glódís Perla Viggósdóttir og liðs-
félagar hennar í Rosengård fóru
vægast sagt auðveldlega áfram í
sextán liða úrslit Meistaradeild-
arinnar í knattspyrnu eftir 10:0-
stórsigur gegn Lanchkhuti frá
Georgíu í síðari leik liðanna í Sví-
þjóð. Fyrri leiknum lauk 7:0 og 17:0
samanlagt. Glódís Perla var á sín-
um stað í vörn Rosengård. Benfica
átti litla möguleika gegn Chelsea
og tapaði samtals 8:0. Chelsea vann
í gær 3:0 en María Þórisdóttir var á
varamannabekknum. Cloe Lacasse
var í liði Benfica. sport@mbl.is
17:0 hjá Glódísi í
Meistaradeildinni
Morgunblaðið/Eggert
Burst Glódís Perla og samherjar
skoruðu tíu mörk í Evrópuleik.
Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði
Fylkis síðustu árin, er á förum frá
Árbæjarfélaginu og er búin að
semja til tveggja ára við sænska
knattspyrnufélagið Örebro, sem
hafnaði í sjöunda sæti úrvalsdeild-
arinnar þar í landi í ár. Berglind er
25 ára og lék sinn fyrsta landsleik á
þessu ári. Hún verður fimmti Ís-
lendingurinn til að spila með liðinu
en þar léku Edda Garðarsdóttir og
Ólína G. Viðarsdóttir á árunum
2009 til 2011, María B. Ágústsdóttir
var þar tímabilið 2011 og Anna
Björk Kristjánsdóttir árið 2016.
Fimmta sem leik-
ur með Örebro
Morgunblaðið/Íris
Svíþjóð Berglind Rós Ágústsdóttir
samdi til tveggja ára.
Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik
fyrir Everton þegar liðið vann sinn
annan leik í röð í ensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu gegn Leicester á
King Power-vellinum í Leicester í
gær.
Leiknum lauk með 2:0-sigri Ever-
ton en það voru þeir Richarlison og
Mason Holgate sem skoruðu mörk
Everton-manna í sitt hvorum hálf-
leiknum.
Gylfi Þór var í byrjunarliði Ever-
ton og lék allan leikinn á miðsvæð-
inu.
„Föst leikatriði Gylfa voru mjög
ógnandi allan leikinn og hann er
alltaf líklegur til þess að búa til
mörk úr bæði horn- og aukaspyrn-
um sínum,“ sagði í umfjöllun Liver-
pool Echo, staðarblaðsins í Liver-
pool, um frammistöðu íslenska
landsliðsmannsins.
„Tvær af hans bestu frammistöð-
um í bláa búningnum hafa komið í
síðustu tveimur leikjum liðsins.
Hann virkar miklu ákveðnari í öll-
um sínum aðgerðum, eitthvað sem
stuðningsmenn liðsins hafa beðið
lengi eftir,“ sagði enn fremur í um-
fjöllun Liverpool Echo en Gylfi
fékk sjö í einkunn fyrir frammi-
stöðu sína í leiknum.
Leikurinn í gær var sjötti byrj-
unarliðsleikur Gylfa í ensku úrvals-
deildinni á tímabilinu en hann hef-
ur skoraði eittmark í tólf leikjum á
tímabilinu, ásamt því að leggja upp
eitt mark. Everton vann fyrstu
fjóra leiki tímabilsins í deildinni en
var svo án sigurs í næstu fjórum
leikjum sínum. Líkt og undanfarin
ár hefur vantað upp á stöðugleika
liðsins á tímabilinu.
Toppslagur Liverpool og Tott-
enham fór fram í gærkvöld en þeim
leik og tveimur öðrum var ekki lok-
ið þegar Morgunblaðið fór í prent-
un. Sjá nánar á mbl.is/sport/enski.
Ljósmynd/FIBA
Seigur Gylfi Þór hefur spilað mjög vel fyrir Everton í síðustu leikjum.
Sjaldan spilað betur
í bláa búningnum
Þýskaland
Magdeburg – Erlangen ...................... 36:26
Ómar Ingi Magnússon skoraði 11 mörk
og gaf 5 stoðsendingar fyrir Magdeburg.
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 1 mark
og gaf 2 stoðsendingar.
Coburg – Göppingen........................... 21:29
Janus Daði Smárason skoraði 1 mark og
gaf 1 stoðsendingu fyrir Göppingen.
Bergischer – Ludwigshafen .............. 28:19
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 6 mörk
fyrir Bergischer. Ragnar Jóhannsson var
ekki í leikmannahópnum.
Staðan:
Rhein Neckar Löwen 19, Flensburg 19,
Kiel 18, Füchse Berlín 17, Leipzig 15,
Stuttgart 15, Wetzlar 14, Göppingen 15,
Lemgo 13, Magdeburg 12, Erlangen 12,
Hannover-Burgdorf 12, Melsungen 11,
Bergischer 12, Minden 7, Balingen 7, Nord-
horn 6, Ludwigshafen 5, Essen 3.
B-deild:
Bietigheim – Lübeck-Schwartau ...... 28:19
Aron Rafn Eðvarðsson varði 11 skot í
marki Bietigheim. Hannes Jón Jónsson
þjálfar liðið.
N-Lübbecke – Aue............................... 28:24
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3
mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 3 skot í marki liðsins. Rúnar Sig-
tryggsson þjálfar Aue.
Danmörk
Mors – Aalborg .................................... 26:28
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
Staðan:
GOG 28, Aalborg 27, Tvis Holstebro 24,
Bjerringbro/Silkeborg 21, Skjern 19, Kold-
ing 17, SönderjyskE 17, Fredericia 14,
Skanderborg 14, Mors 13, Aarhus 12, Ribe-
Esbjerg 11, Ringsted 5, Lemvig 2.
Frakkland
Aix – Nantes......................................... 31:29
Kristján Örn Kristjánsson skoraði 1
mark fyrir Aix.