Morgunblaðið - 17.12.2020, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 17.12.2020, Qupperneq 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Gjafakort Einstökjólagjöf Gildir á alla viðburði í húsinu Nánar á harpa.is/gjafakort Gjafakort sem hljómar alltaf vel O furhetjan eftir Hjalta Hall- dórsson er raunsönn en jafnframt spennandi og gamansöm saga af lífi unglinga sem þurfa að takast á við ýmis verkefni hversdagsins ásamt því að heyja alvörubaráttu fyrir rétt- lætinu. Sagan fjallar um Gulla, sem dreymir um að verða ríkur og frægur og sigra heiminn. Hann langar að sanna sig fyrir þeim sem gerðu hon- um lífið leitt í gamla skól- anum, en til þess þarf hann að gera eitthvað sem vekur eftirtekt og að- dáun annarra. Hann þráir líka að lækka rostann í Krumma sem er aðalgaurinn í skólanum og hikar ekki við að níðast á öðrum. Gulla gengur hins vegar illa að finna út í hverju styrkur hans felst, en með hjálp Helgu vinkonu sinnar tekst honum að koma sér á framfæri á Youtube, sem ofurhetjan Ormstunga sem berst gegn einelti. Hann verður svo upptekinn af nýfenginni frægð að hann tekur ekki eftir því að eitthvað er að hjá Helgu, svo alvarlegt að hún felur það fyrir besta vini sínum. Sögupersónurnar eru á unglings- aldri, í efri bekkjum grunnskóla, og líklega hentar bókin best lesendum á þeim aldri. Í sögunni er tekið á erf- iðum viðfangsefnum eins og einelti og líkamlegu og andlegu ofbeldi gegn börnum, af hálfu fullorðinna. Höfundur fer vel með eldfim og við- kvæm mál og gerir það á varfærinn en jafnframt hreinskilinn hátt. Les- andinn skilur alvöruna án þess að of ítarlega sé farið í smáatriði. Einnig er tekið á samfélagsmiðlanotkun og hvernig hægt er að nýta samfélags- miðla bæði á neikvæðan og jákvæðan hátt. Þrátt fyrir að viðfangsefnin séu þung er sagan uppfull af húmor og textinn lipur og skemmtilegur. Textaskilaboðaslangri, sem börn og unglingar kannast vel við, er reglu- lega fléttað inn í söguna og textinn þannig brotinn upp og hann gerður aðgengilegri fyrir lesandann. Sem er kostur fyrir þennan aldurshóp. Boðskapur sögunnar er að ekki er allt sem sýnist og mikilvægt er að hafa í huga að flest þurfum við að takast á við alls konar vandamál, misalvarleg þó. Gott er því að venja sig á að koma alltaf vel fram við náungann. Líkt og höfundur kemur sjálfur inn á í lok bókarinnar eru raunverulegar hetjur í hverju horni sem við komum ekki alltaf auga á. Margar þeirra fá aldrei klapp á bak- ið fyrir sína baráttu. Ofurhetjan er saga sem skilur töluvert eftir sig í huga lesandans og getur vakið þarfa umræðu um erfið mál. Óhætt er að mæla með henni fyrir eldri börn og unglinga, sér- staklega þau sem kannski eru aðeins of föst í símanum og upptekin af fjölda læka á samfélagsmiðlum. Ekki er allt sem sýnist Barnabók Ofurhetjan bbbbn Eftir Hjalta Halldórsson. Myndir: Blær Guðmundsdóttir. Bókabeitan, 2020, 176 bls. SÓLRÚN LILJA RAGNARSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Eggert Hjalti Halldórsson Ofurhetjan „er raunsönn en jafnframt spennandi og gamansöm saga af lífi unglinga.“ Við að fletta Mogganum frá 1934 sá ég að blaðamenn gerðu sér grein fyrir því að margir hefðu áhuga á ensku knattspyrnunni og segjast því ætla að birta fréttir og úrslit reglu- lega. Það hefur augljóslega verið kallað eftir því. En það var ekki skrif- að af mikilli þekkingu fyrstu áratug- ina. Það var fjallað um mansal og annað slíkt í boltanum,“ segir Orri Páll og hlær. „Skrifurum blöskraði að menn gengju kaupum og sölum milli liða. En áhugi var þegar til stað- ar hér fyrir seinna stríð, þótt það hafi ekki verið í líkingu við það sem nú er.“ – Fyrir þá áhugasömu var á árum áður, fyrir tilkomu netsins, oft erfitt að nálgast úrslit leikja. „Þegar menn eru farnir að fylgja liðum vilja þeir fá úrslitin beint í æð. En það var stundum erfitt heima á Akureyri. Um helgar fékk maður úr- slitin alltaf hjá Bjarna í sjónvarpinu en ef það var leikur á virkum degi að kvöldlagi þá var kannski enginn íþróttafréttamaður á vakt í útvarpinu Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ný bók Orra Páls Ormarssonar blaðamanns nefnist Í faðmi ljónsins og hefur undirtitililinn Ástarsaga. „Ég held að aðdáendur Barböru Cartland kunni að verða fyrir von- brigðum en í mínum huga er þetta jú ástarsaga,“ segir höfundurinn en ást- in sem fjallað er um er á ensku knatt- spyrnunni. Bókin fjallar nefnilega um það hvernig og hvers vegna enska knattspyrnan hafi orðið að þjóðaríþrótt Íslendinga. Hann ræðir við marga um það hvernig ást lands- manna á þeirri ensku hafi orðið heit og skilyrðislaus. „Enski boltinn hefur verið partur af mínu lífi og í blóðinu síðan ég man eftir mér og var að alast upp á Akur- eyri. Það var jafn eðlilegt og að byrja í skóla að velja sér lið í ensku hnatt- spyrnunni,“ segir Orri Páll. Sjálfur batt hann ungur sitt trúss við Arsenal. „Pabbi heldur með Arsenal, það er væntanlega skýringin. Vinir mínir héldu annars flestir með Liverpool sem var langbesta liðið á þeim tíma. Þessi áhugi hefur alltaf verið í kring- um mig og flestir sem ég þekki hafa miklu sterkari taugar til enska liðsins síns en til þess íslenska.“ – Hvers vegna? „Það er eitt af því sem ég lagði upp með að rannsaka við skrifin, og velta fyrir mér hvernig þetta hafi byrjað. Oft hefur verið sagt að upphafið liggi í því þegar ríkissjónvarpið byrjaði ár- ið 1967 að sýna leiki frá vikunni á undan. En ég lagðist í heiðgul blöð, á tímarit.is, fletti hundrað ár aftur í tímann og sá að elsta heimildin er frá 1924 þegar Héðinn Valdimarsson skellti sér á Wembley og var mjög líklega fyrstur Íslendinga þar á bik- arúrslitaleik. og engin úrslit í tíufréttum. Þá þurfti maður að fara að sofa og vita ekki neitt – það var kannski bikarleikur og mikil spenna. Mogginn kom svo ekki til Akur- eyrar fyrr en eftir hádegi svo maður fór í skólann og hafði ekki hugmynd um hvernig leikurinn hefði farið, fór svo heim og beið eftir að blaðberinn færði manni úrslitin. Og þá hafði Arsenal kannski tap- að!“ Hann hlær. Ólafur Jóhann grjótharður – Þú segir ástarsaga en mætti ekki eins kalla þetta trúarbragðasögu? „Svo sannarlega. Ég tek ýmis dæmi um að sumir taka þetta mjög alvarlega og mega ekki heyra orði hallað á sína menn. Það er nánast verra að illa sé talað um liðið en nán- ustu fjölskyldu. En það er líka ákveð- inn húmor í því …“ – Er það? „Ja, hjá flestum. Ég birti viðtöl við stuðningsmenn ýmissa liða og marg- ir þeirra hafa góðan húmor fyrir stuðningnum. En auðvitað skiptir máli meðan á leikjum stendur hvern- ig gengur. Fyrir skap fólksins og allt andrúmsloft.“ – Úrslitin geta skipt máli fyrir heimilislífið. „Svo sannarlega. Margir lýsa því, til að mynda Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur. Hann sýnir þar á sér aðra hlið, er mikill Chelsea-aðdáandi – mér fannst skemmtilegt hvað hann er grjótharður og hnakkrífst við sjónvarpið og skammar sína menn ef þeir gefa sig ekki alla í leikinn. Þetta er allt ekki bara mín ástar- saga, þetta eru sögur margra og ótal- margir tengja við þær tilfinningar sem rætt er um.“ – Sundrast fjölskyldur ef börn fylgja öðru liði en foreldrarnir? „Ég veit ekki hvort það gengur svo langt en vissulega getur komið upp- stytta! Og verið fátt með mönnum á köflum ef illa gegur hjá öðrum. Svo er angi af þessu líka að sumir hata jafnvel meira annað lið en þeir elska sitt.“ Hvað frægasta dæmið um það er líklega gagnkvæmt hatur aðdá- enda liðanna í Norður-Lundúnum, Arsenal og Tottenham. Fólk ærist af gleði Orri Páll hefur aldrei starfað sem íþróttafréttamaður en hefur gegnum árin, í vinnu sinni hér á Morgun- blaðinu, oft skrifað greinar um ýmsar hliðar á knattspyrnunni, ekki síst þeirri ensku. En hefur hann unnið lengi að þessari bók? „Nei – þótt ég geti sagt að ég hafi alla ævina verið að búa mig undir að skrifa hana! En ég hef haft gaman af því að skrifa af og til um knatt- spyrnu, og sérstaklega þá ensku. En það var í fyrra sem ég fór að vinna að bókinni og þá út frá spurningunum hvernig þetta hafi eiginlega byrjað, og af hverju spark í öðru landi skipti svona miklu máli fyrir sálarlíf þjóð- arinnar. Maður hefur upplifað fólk ærast af gleði og missa alla stjórn á tilfinningum sínum, og líka að verða alveg miður sín yfir leikjum. Svo er gaman að grúska og sjá hvernig þetta var hér áður. En það er eitthvað ómótstæðilega heillandi við ensku knattspyrnuna.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Arsenalmaður Orri Páll segist hafa verið alla ævi að búa sig undir að skrifa bókina, um ástina á enska boltanum. „Eitthvað ómótstæðilega heillandi“  Orri Páll Ormarsson hefur skrifað bók um ást Íslendinga á enskri knattspyrnu  „Alls ekki bara mín ástarsaga, þetta eru sögur margra og ótalmargir tengja við þær tilfinningar sem rætt er um“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.