Morgunblaðið - 17.12.2020, Qupperneq 76
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020
Sem barn var Sigríður Ólafsdóttir
skúffuskáld, orti vísur og ljóð og sög-
ur sem eru nú allar glataðar. Eftir að
hafa starfað við lögmennsku og sem
héraðsdómari lét Sigríður draum
sinn rætast og tók að skrifa bækur;
fyrst kom ljóðabók á sjötugsafmælis-
degi hennar og
svo barnabókin
Rípa fyrir tveim-
ur árum. Þriðja
bókin er svo
Emma, barna-
saga sem segir frá
viðburðaríkum ár-
um í lífi níu ára
gamallar stúlku
og fjölskyldu hennar.
Að sögn Sigríðar varð sagan af
Emmu til fyrir allnokkru, fyrst í sög-
um sem hún sagði börnum, en ekki er
langt síðan hún skráði söguna. „Og
eðlilega tók sagan einhverjum breyt-
ingum við það, sitthvað bættist við,
annað var aldrei skráð, sumt
gleymt.“
Sögusvið bókarinar er órætt í
tíma, en sagan ber þó með sér að
vissu leyti að gerast á sjöunda eða
áttunda áratug síðustu aldar. Sigríð-
ur segir söguna af Emmu ekki
byggða á sinni ævi eða minningum,
en hugmyndir spretti þó eflaust upp
vegna einhvers sem maður hafi upp-
lifað. „Ég get til dæmis nefnt sem
dæmi að þegar krakkarnir biðja
gömlu konuna sem þau kalla seinna
„ömmu prests“ að vera ömmu sína þá
kviknar sú hugmynd eflaust hjá mér
út frá því að fyrir rúmum tuttugu ár-
um bjuggu í nágrenni við mig sjö ára
þríburar sem ákváðu að við hjónin
skyldum verða afi þeirra og amma.
Þau kalla okkur líka enn ömmu og
afa.“
– Þetta er þroskasaga Emmu að
ákveðnum aldri, sérðu fyrir þér að
hún muni birtast aftur í bókum frá
þér?
„Nú er best að segja sem minnst,
hvað verður á morgun veit ég ekkert
um en ég er alla vega ekki með fram-
hald Emmu í smíðum eins og er.“
arnim@mbl.is
Þroskasaga Emmu
Sigríður Ólafsdóttir lét drauminn rætast og fór að skrifa
bækur Þriðja bók hennar komin út á fimm árum
Morgunblaðið/Eggert
Rithöfundur Eftir að hafa starfað við lögmennsku lét Sigríður Ólafsdóttir draum sinn rætast.
Lesandinn þarf ekki að faralangt inn í verkið til aðskilja hvers vegna Álabók-in eftir sænska menningar-
blaðamanninn Patrik Svensson er
víða um lönd á listum fjölmiðla yfir
bestu bækur ársins. Og hún hreppti
hin virtu sænsku
bókmenntaverð-
laun Augustpriset
í fyrra. Það er ekk-
ert skrýtið að les-
endur kunni að
spyrja hvað sé
svona spennandi
og áhugavert við
bók um álinn.
Þennan hála og
slöngulega fisk.
En eins og bent er á í undirtitli bókar-
innar, þá er þetta „sagan um heimsins
furðulegasta fisk“ – og hún er fróðleg
og sögð af mikilli list.
Állinn er heillandi og furðulegt
fyrirbæri, það vantar ekki. Honum
bregður stundum fyrir hér við land
þótt hann hafi lítið verið nytjaður hér
með markvissum hætti. Í fyrrasumar
gekk ég einu sinni sem oftar að dást
að nýgengnum löxum fyrir ofan Ár-
bæjarstíflu í Elliðaánum og hjá einum
fjörutíu löxum í strengnum hlykkj-
aðist vænn áll. Það var heillandi að sjá
en mörgum veiðimönnum er samt
ekkert vel við að fá hann á agnið sem
lagt er fyrir lax eða silung. Það er erf-
itt við hann að eiga – og hann er nán-
ast ódrepandi. Samt virðist stofninn
hruninn og er það mikið áhyggjuefni.
Í fyrsta kafla bókarinnar er byrjað
að útskýra lífsferil álsins; hrygningin á
sér stað í Þanghafinu, lirfurnar fljóta
með straumi í átt að Evrópu, þær
verða að glerálum sem ganga upp í ár
og vörn, breytast í gulála sem eyða ár-
um í ferskvatninu, áður en þeir breyt-
ast í bjartála og hefja ferðalagið til
baka í Þanghafið – þar sem engin hef-
ur þó fundið ála eða hvað þá séð þá
hrygna, þótt mikið hafi verið reynt.
Állinn lætur ekkert hindra sig, segir
höfundurinn, og að segja megi að „áll-
inn sé fiskur sem yfirvinnur sjálfar for-
sendur þess að teljast til fiska. Kannski
veit hann ekki að hann er fiskur“. (11)
Svensson fer svo að segja okkur frá
þeim dögum þegar faðir hans kenndi
honum álaveiði, sem þeir nutu að tak-
ast á við saman, stundum í óleyfi. Og
hann tekur að flétta saman þessa tvo
þætti, annars vegar sögu föðurins allt
þar til hann deyr, og hins vegar skrif
um álinn og rannsóknir á honum
gegnum aldirnar. Við fræðumst því
um þessa heillandi furðuskepnu; um
allan misskilninginn, þjóðtrúna og
fordómana, og um skrif jafn ólíks
fólks og Aristótelesar, Freuds og
Rachel Carson um fiskinn. Og svo er
undir niðri þroskasaga sögumannsins
sjálfs, þar sem állinn nær svo furðu
vel og fallega, á sinn hála og illskýran-
lega hátt, að tengja persónusöguna og
brokkgenga leit vísindamanna að
svörum við þeim ögrandi leyndardómi
sem lífsferill álsins og öll tilvera er.
Frásögnin er lipurlega þýdd af Þór-
dísi Gísladóttur og erfitt að hætta að
lesa, svo spennandi er hún, fyrr en
komið er að leyndarmáli höfundar í
sögulok.
Hrífandi frá-
sögn um álinn
Sagnfræði & minningar
Álabókin – Sagan um heimsins
furðulegasta fisk bbbbb
Eftir Patrik Svensson.
Þórdís Gísladóttir þýddi.
Benedikt bókaútgáfa, 2020.
Kilja, 250 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Patrik Svensson Saga hans um
álinn er marglaga og heillandi.
Sjö bækur eru tilnefndar til
Íslensku þýðingaverðlaunanna í ár,
en alls bárust 86 bækur frá 21 út-
gáfu. Verðlaunin eru veitt fyrir
bestu þýðingu á bókmenntaverki
og er tilgangur þeirra að vekja
athygli á ómetanlegu framlagi þýð-
enda til íslenskrar menningar.
Tilnefndir þýðendur eru: Aðal-
steinn Ásberg Sigurðsson, fyrir
þýðingu sína 43 smámunir eftir
Katrin Ottarsdóttir sem Dimma
gefur út; Guðrún Hannesdóttir,
fyrir þýðingu sína Dyrnar eftir
Mögdu Szabó sem Dimma gefur út;
Heimir Pálsson, fyrir þýðingu sína
Leiðin í Klukknaríki eftir Harry
Martinson sem Ugla útgáfa gefur
út; Magnús Sigurðsson, fyrir þýð-
ingu sína Berhöfða líf eftir Emily
Dickinson sem Dimma gefur út;
Sigrún Eldjárn, fyrir þýðingu sína
Öll með tölu eftir Kristin Roskifte
sem Vaka-Helgafell gefur út;
Þórarinn Eldjárn, fyrir þýðingu
sína Hamlet eftir William Shake-
speare sem Vaka-Helgafell gefur
út, og Þórdís Gísladóttir, fyrir þýð-
ingu sína Álabókin eftir Patrik
Svensson, Benedikt gefur út.
Í umsögn dómnefndar um þýð-
ingu Aðalsteins segir: „Þessu kem-
ur Aðalsteinn vandlega til skila
með hnitmiðaðri og vandaðri þýð-
ingu, enda veitir ekki af ef fara á
eftir þeirri forskrift sem höfund-
urinn gaf.“ Um þýðingu Guðrúnar
segir: „Þýðing Guðrúnar Hannes-
dóttur er einstaklega lifandi og
skilmerkileg svo hún virðist
áreynslulaus og samgróin efninu.“
Um þýðingu Heimis segir: „Textinn
er óhemju margbreytilegur og oft á
tíðum ljóðrænn en þýðandinn
Heimir Pálsson slær hvergi af held-
ur siglir í gegn, þótt það hafi
sannarlega ekki verið átakalaus
sigling.“ Um þýðingu Magnúsar
segir: „Nokkur stök ljóð hennar
hafa áður birst í íslenskri þýðingu
en það ljóðaúrval, Berhöfða líf, sem
Magnús Sigurðsson sendir nú frá
sér markar tímamót. Einnig skrifar
hann vandaðan inngang sem
byggður er á doktorsritgerð hans
um viðtökusögu skáldsins.“ Um
þýðingu Sigrúnar segir: „Þýðing
Sigrúnar ýtir undir alla helstu kosti
bókarinnar sem er að auka mál-
kennd, orðaforða, forvitni og áhuga
ungra lesenda á öðru fólki og um-
hverfi sínu.“ Um þýðingu Þórarins
segir: „Ný afar góð þýðing Þór-
arins Eldjárn sýnir svart á hvítu að
Hamlet býður einmitt upp á nýja og
spennandi möguleika sem hentar
nýjum lesendum (áhorfendum)
ákaflega vel.“ Um þýðingu Þórdís-
ar segir: „Álabókin er ekki ein-
göngu um ála heldur örlög alls lífs.
Mjög sterk, á stundum tregafull til-
finning fyrir lífi, eyðingu og dauða
einkennir verkið. Allt kemst það til
skila í frábærri þýðingu Þordísar
Gísladóttur.“ Umsagnir dómnefnd-
ar má lesa í heild sinni á mbl.is.
Sjö þýðendur tilnefndir
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
SPARAÐU
15-30%
NÚNA
Gefðu fullkomna
jólagjöf
Tilboðspakkarnir
eru jólagjöfin í ár!
Gleðjið einhvern kæranmeð
tilboðspakka fráHÚÐFEGRUN
Taka þarf framnafn viðtakanda við greiðslu