Morgunblaðið - 18.12.2020, Page 1

Morgunblaðið - 18.12.2020, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 8. D E S E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  298. tölublað  108. árgangur  Skyrgámur kemur í kvöld 6 dagartil jóla jolamjolk.is EINBEITINGIN Í ALGJÖRU HÁMARKI MACRON GREINIST JÁKVÆÐUR MAÐURINN SEM DÝR OG VITS- MUNAVERA ERLENT 13 AUÐUR AVA 36ÍÞRÓTTIR 34 Fjörutíu og þrjú póstnúmer á Ís- landi eru skilgreind sem „óvirk markaðssvæði“ í nýrri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, sem snýr að því að Pósturinn skuli veita svonefnda alþjónustu fram til ársins 2030. Sú skilgreining liggur til grundvallar útreikningum á því hvaða kostnað Pósturinn beri af þjónustunni sem alþjónustuveitandi, en ríkissjóður bætir þann kostnað upp. Pósturinn hefur sinnt þessari þjónustu í ár til bráðabirgða og ákvað samgöngu- og sveitarstjórn- arráðuneytið að samhliða því fengi fyrirtækið 250 milljónir króna sem varúðarframlag. Pósturinn hefur hins vegar haldið því fram að það framlag þurfi að vera nærri tvöfalt hærra og jafnvel muni þurfa enn meira fé vegna núverandi árs. »12 43 svæði skilgreind sem óvirkir markaðir  Matið kann að taka breytingum Morgunblaðið/Eyþór Bréfberi 43 póstnúmer eru sögð óvirk markaðssvæði. Hafrannsóknastofnun gaf í fyrra- kvöld út loðnuráðgjöf upp á tæplega 22 þúsund tonn. Samkvæmt samn- ingum eiga Norðmenn og Færeying- ar rétt á aflaheimildum úr heimild- um Íslands, sem eru talsvert umfram þessa ráðgjöf, samkvæmt upplýsingum Þorsteins Sigurðsson- ar, sérfræðings í atvinnuvegaráðu- neytinu. Samkvæmt þríhliða samningum eiga Grænlendingar 15% af loðnu- kvótanum við Ísland og Norðmenn 5%. Er 80% hlutur Íslands úr þeim samningi því 17.440 tonn miðað við ráðgefinn afla. Hlutdeild Færeyinga er 5% af heildarkvótanum sam- kvæmt fiskveiðisamningi Íslands og Færeyinga og dregst frá heimildum íslenskra skipa, eða um 1.080 tonn miðað við ráðgjöfina. Þyngst vegur ákvæði í svokölluð- um Smugusamningi Íslendinga og Norðmanna. Samkvæmt honum fá Norðmenn að veiða 25.600 tonn af loðnu árlega hér við land gegn þorskveiðum Íslendinga í Barents- hafi. Vegna loðnubrests hér við land tvö síðustu ár voru Íslendingar komnir í skuld við Norðmenn. Við- ræður standa yfir við þá þar sem engar loðnuveiðar voru við Ísland á þessu ári, samkvæmt upplýsingum Þorsteins. aij@mbl.is »11 Loðnukvótar til erlendra skipa Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyð- isfirði vegna skriðuhættu. Staðan er metin óbreytt frá því í dag og rýming í gildi. Einnig er óvissustig í gildi á Austurlandi af sömu ástæðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra sem send var út í gærkvöldi. Þar kemur einnig fram að þrjú hlaup hafi orðið í í Búðará í gær auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Einnig féllu skriður utan Dag- málalækjar úr Botnabrún og í Eskifirði við Högnastaði, en sú var lítil og þóttu aðstæður þar ekki kalla á sérstakan viðbúnað. Áfram spáð úrkomu Ekki er gert ráð fyrir að úrkomunni muni linna fyrr en á sunnudaginn, og er hlíðin ofan Seyð- isfjarðar enn sögð óstöðug. Segir í tilkynningunni að búast megi við frekari skriðuföllum samhliða úrkomunni. Í tilkynningu almannavarna segir að tjón á húsnæði sé að koma betur í ljós og hefur vatn og aur komist inn í nokkur þeirra. Mikill sam- hugur er í samfélaginu á Seyðisfirði og gott og vel unnið starf verið innt af hendi. Guðjón Már Jónsson, fulltrúi almannavarna hjá björgunarsveitinni Ísólfi, segir í samtali við Morg- unblaðið í dag að fátt sé annað að gera en að bíða eftir að rigningunni ljúki, og menn vonist eftir því að senn fari að snjóa. Hættustig áfram í gildi  Óvissustig á Austurlandi vegna skriðuhættu  Þrjú hlaup og nokkrar skriður Morgunblaðið/Eggert Seyðisfjörður Ýmsum ráðum er beitt til þess að hafa stjórn á vatni og leðju sem fylgt hefur úrkomunni fyrir austan, og öll tæki og tól nýtt til verksins. MAurskriður á Seyðisfirði »4  Bankasýsla ríkisins lagði fram í gær tillögu til fjármála- og efna- hagsráðherra um að hefja sölu- meðferð á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka hf. Lagði stofnunin einnig fram samhliða minnisblað til stuðnings tillögunni. Greint var frá tillögunni á vef Bankasýslunnar eftir að markaðir lokuðu í gær. Í minnisblaði sem Bankasýslan lagði fram með tillögunni segir að hún sé lögð fram m.a. vegna þess að þróun á fjármálamörkuðum og af- komu Íslandsbanka aftur á móti verið mun betri en vonir stóðu til um miðjan marsmánuð, en þá lagði stofnunin fyrst fram tillögu um sölu á eignarhlut ríkisins, en sú tillaga var dregin til baka skömmu síðar, þar sem kórónuveirufaraldurinn breytti forsendum hennar. Morgunblaðið/Eggert Tillaga Íslandsbanki fer í söluferli. Leggja til að sölu- meðferð verði hafin  Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipu- lags- og sam- gönguráðs Reykjavík- urborgar, segir í samtali við Morg- unblaðið í dag, að hún geti tekið undir eitthvað af þeirri gagnrýni sem sett var fram á Hafnartorg í umfjöllun blaðsins í gær. Aðstandendur Hafnartorgs sendu einnig frá sér athugasemd vegna umfjöllunarinnar, en þeir telja að langtímahorfur svæðisins séu góðar og taka þeim áskorunum sem komið hafa upp með ró. »2 Tekur undir gagn- rýni á Hafnartorg Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.