Morgunblaðið - 18.12.2020, Page 10

Morgunblaðið - 18.12.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 SANNUR ÍSLENSKUR JÓLAMATUR Njótum þess sem íslensk auðlind gefur Flatahraun 27 Hafnarfjörður, sími 788 3000 Opið mán-fös 11-18 laugardaginn 19. desember 10-18 www.gottogblessad.is                                              KEYRUM HEIM SAMDÆGURS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Á VIRKUM DÖGUM EF PANTAÐ ER FYRIR KL. 14.00. SENDUM HVERT Á LAND SEM ER MEÐ LANDPÓSTI. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Nú er útlit fyrir að samanlagður rekstrarhalli hjá hinu opinbera, þ.e.a.s. halli ríkissjóðs og hjá sveit- arfélögum (A-hluta), verði um 356 milljarðar króna á næsta ári. Ekki er búist við umskiptum til jákvæðs rekstrar fyrr en eftir árið 2025. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri á næstu fimm árum og þótt talið sé að verulega muni draga úr honum á árunum 2023- 2025 gera áætlanir að óbreyttu ráð fyrir samanlögðum halla ríkis og sveitarfélaga á þessu tímabili upp á 1.274 milljarða kr. á árunum 2021- 2025 verði ekkert að gert. Ef reikn- að er með að afkomubætandi ráð- stafanir gangi eftir til að lækka vaxtagjöld og stöðva skuldasöfnun verður samanlögð afkoma neikvæð um rúmlega þúsund milljarða kr. næstu fimm árin. 325 milljarða halli gæti orðið á ríkissjóði á næsta ári Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt fram nefndarálit og breyting- artillögur við fjármálaáætlunina til næstu fimm ára og fór önnur um- ræða um hana fram á Alþingi í gær. Þegar fjárlagafrumvarp næsta árs og fjármálaáætlun voru lögð fram í byrjun október var gert ráð fyrir að afkoma ríkisins yrði nei- kvæð um 264 milljarða á næsta ári. Nýjustu áætlanir gera nú ráð fyrir 325 milljarða kr. halla hjá ríkissjóði og 31 milljarðs kr. halla hjá sveit- arfélögum á árinu 2021. Aðstæð- urnar breytast hratt. Neikvæðari mynd af afkomu ríkisins sem dreg- in er upp í fjármálaáætluninni staf- ar að stærstum hluta af síðasta að- gerðapakka ríksstjórnarinnar vegna efnahagsástandsins í kór- ónuveirufaraldrinum en þá bættust rúmlega 55 milljarðar við útgjöldin. Fleira kemur þó til, tekjuáætl- unin hefur verið uppfærð og tekið er mið af seinustu efnahagsspám en efnahagshorfur hafa versnað sam- kvæmt þeim. Að sögn Willums Þórs Þórssonar formanns fjárlaganefndar eru upp- færðar breytingar á fjármála- áætluninni mestmegnis til komnar vegna breytinganna sem komu fram við aðra umræðu um fjárlaga- frumvarpið fyrr í þessum mánuði, og þegar litið er á þróunina til næstu ára hafi skulda- og afkomu- hlutföllin ekki mikið breyst. Nú má búast við að skuldir hins opinbera verði rúmlega 49% af landsfram- leiðslu að ári og hækki fram til árs- ins 2025 þegar þær verða rúmlega 60%. Lítið má út af bregða „Í mínum huga hefur samt kom- ist ákveðin vissa og festa aftur á sjóndeildarhringinn þar sem nú er bráðlega gert ráð fyrir að hefjist bólusetning á Íslandi og víða um heim, sem skapar þó einhverja vissu um endalok þessa ástands sem hefur núna varað í næstum ár,“ sagði Haraldur Benediktsson er hann mælti fyrir áliti meirihluta fjárlaganefndar á Alþingi í gær. Að- stæður geti þó breyst hratt, til betri eða verri vegar, flestir vilji þó trúa því að viðspyrnan verði kröftug „en við höfum teflt fjármálum ríkis- sjóðs, lántökum, svo tæpt að það má lítið út af bregða að ekki eigi illa að fara“, sagði hann. 1,6 milljarða hækkun tekna Í nefndaráliti meiri hluta nefnd- arinnar um fjármálaáætlunina kem- ur fram að nokkur hækkun verður á heildartekjum ríkissjóðs á næsta ári frá því sem gert var ráð fyrir þegar hún var lögð fram eða um 1,6 milljarða kr. „Tekjur af tekjuskatti einstaklinga verða nokkru hærri samkvæmt uppfærðri tekjuáætlun en gert var ráð fyrir í haust. Frá- vikið frá fyrri áætlun nemur tæpum sex milljörðum kr. á næsta ári og helst sú hækkun allt tímabilið,“ seg- ir í nefndarálitinu. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að tekjuskattur lög- aðila verði lægri en fyrri áætlanir gera ráð fyrir á tímabili fjár- málaáætlunarinnar, m.a. vegna heimilda til flýtifyrninga fjárfest- inga á næsta ári, sem frestar skatt- greiðslu. Gert er ráð fyrir þriggja til fimm milljarða lægri tekjum en áður af sköttum á vöru og þjónustu árlega á næstu árum. Trygginga- gjald verður lækkað en endurmat á stofni þess skatts hefur þau áhrif að gert er ráð fyrir að tekjur af trygg- ingagjöldum verði þremur til fjór- um milljörðum kr. meiri árlega næstu fimm ár. Hærra veiðigjald vegna góðrar afkomu í fiskveiðum 2019 Þá er nú reiknað með umtalsvert meiri tekjum af veiðigjaldi vegna góðrar afkomu í sjávarútvegi, sem liggur til grundvallar gjaldtökunni. „Nýjar upplýsingar um umtals- verða hækkun veiðigjalda árið 2021 hafa áhrif út spátímann. Samkvæmt nýframlögðum tillögum Skattsins hækkar veiðigjald umtalsvert á komandi ári vegna góðrar afkomu af fiskveiðum árið 2019 sem er til grundvallar útreikningi á veiði- gjöldum árið 2021. Af þeim sökum er gert ráð fyrir að veiðigjöld skili u.þ.b. 3 milljarða kr. meiri tekjum til ríkissjóðs árlega út spá- tímabilið,“ segir í nefndarálitinu. Hallinn þúsund milljarðar á fimm árum  Samanlagður halli ríkis og sveitarfélaga stefnir í 356 milljarða 2021  Meirihluti fjárlaganefndar skilar tillögum við fjármálaáætlun  Veiðigjöld skili þriggja milljarða meiri tekjum árlega til 2025 Morgunblaðið/Eggert Alþingi Þingmenn eru nú á loka- sprettinum fyrir jólaleyfið. Áætlun um rekstur ríkis og sveitarfélaga Skv. síðari umræðu fjármálaáætlunar 2021-2025 0 -100 -200 -300 -400 100% 95% 90% 85% 80% Hallarekstur ríkis og sveitarfélaga A-hluti (ma.kr.) Án ráðstafana til að stöðva skuldasöfnun Með ráðstöfunum 2021 2022 2023 2024 2025 -356 88% -256 92% -228 -185 93% -216 -128 93% -218 -83 91% Heildarskuldir ríkis og sveitarfélaga, sem hlutfall af landsframleiðslu (%)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.