Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 Vetrarrökkur Þessi myndarlega skúta var í Hafnarfjarðarhöfn og skar sig úr svona í vetrarrökkrinu, þar sem sólin gyllti hafið. Kristinn Magnússon Ekki stendur hugur minn til þess að hefja rit- deilu við Guðna Ágústs- son. Grein Guðna í Morg- unblaðinu í dag, 16. desember, er svo mjög í hans upphafna al- hæfingastíl að það fer að verða erfitt fyrir hann að toppa sig. Þó er það kannski ábyrgðarhlutur að láta ómótmælt slíku samsafni af rökleysum og þvættingi sem fram kemur í greininni þegar nafn manns kemur þar fyrir inn- an um í hrærigrautnum. Guðni hefur í skrifum sínum að undanförnu erfiðað nokkuð við að selja mönnum þá kenningu að hann sé sér- stakur verndari bænda og landbúnað- arins. Eigum við þá kannski að skoða við tækifæri arfleifð hans sem landbún- aðarráðherra og breytingar á jarðalög- um í hans tíð? Nóg um það en víkjum að því sem sannleikans vegna verður að lágmarki að leiðrétta í grein Guðna. 1. Örlítið um málnotkun. Samkvæmt mínu norðlenska tungutaki eða málvit- und þýðir orðið grenjandi minnihluti = mikill minnihluti. Samanber einnig grenjandi stórhríð eða grenjandi rign- ing, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekkert með grát að gera og von- andi hefur Guðni ekki misskilið það. 2. Ég var ekki að vísa til bænda, ekki útivistarhópa, ekki náttúruunnenda, sem unna hálendinu eins og það er upp- lýsir Guðni, þegar ég talaði um hinn „grenjandi“, sem sagt „mikla“, minni- hluta í minni ræðu. Það er Guðni sem í sinni dæmalausu grein flytur þessa að- ila á einu bretti yfir í þann minnihluta sem ég var að vísa til. Ég var að vísa til þeirra 10% þátttakenda í skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar 2018 sem lýstu sig andvíg eða mjög andvíg stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Í sömu könnun lýstu um 63% sig hlynnt eða mjög hlynnt stofnun slíks þjóð- garðs. Tíu prósentin sem lýstu andstöðu leyfði ég mér sem sagt að kalla ör- lítinn eða mjög mikinn („grenjandi“) minnihluta. Það er tölfræðilegt mat en hefur ekkert með skoðanafrelsi eða virð- ingu fyrir ólíkum sjón- armiðum að gera. 3. Það er þvættingur sem hvergi á sér stoð í frumvarpinu um hálendis- þjóðgarð að, eins og Guðni orðar það, og koma nú beinar tilvitnanir í grein hans; „taka eigi stjórnina af sveit- arfélögunum og bændum“, að „rík- isstofnun í Reykjavík taki að sér afrétt- arlöndin, sekti og rukki alla unnendur hálendisins, reki bændur og sauðkind- ina til byggða“. Hið rétta er að sveitarfélögunum er tryggð mjög sterk, í raun ráðandi staða í stjórnkerfi fyrirhugaðs þjóðgarðs. Bændur, þ.e. virkir bændur í skiln- ingnum nýtendur auðlinda innan þjóð- garðsins, fá sína fulltrúa við borðið. All- ar hefðbundnar nytjar, þar með talið upprekstur og beit, veiðar o.s.frv. halda sér innan þjóðgarðsins að því skilyrði uppfylltu að þær séu sjálfbærar (sem þær auðvitað eiga þegar að vera sam- kvæmt ýmsum gildandi lögum og reglum). Frumvarpið færir heima- aðilum aukin völd og áhrif úti á svæð- um þjóðgarðsins frá því sem er í dag, stuðlar að atvinnuuppbyggingu og skapar mikil framtíðartækifæri. Sam- anber mjög upplýsandi og málefnalega grein sem birtist fyrir tilviljun í sama tölublaði Morgunblaðsins eftir Evu Björk Harðardóttur oddvita Skaftár- hrepps (Guðni óheppinn þar). Eina jákvæða sjónarhornið sem mér dettur í hug á grein Guðna er að þetta sé órímuð öfugmælavísa. Ég þarf ekki leiðsögn frá Guðna Ágústs- syni um tilfinningar íslenskra bænda til landsins og hálendisins. Ég smala með þeim hvert haust og hef farið margar ferðir ríð- andi í hópi bænda um hálendið. Ég lít á bændur og aðra náttúruunnendur, útivistarfólk, veiðimenn, alla þá sem hafa yndi af ferðum um og dvöl á hálendinu hvort sem þeir notast við fæturna á sjálfum sér, fæturna á hestum, jeppa eða mótorhjól, gönguskíði eða vélsleða á vetrum sem sam- herja í þessu máli. Í því að vernda hálendi Íslands og skila því sem óspilltustu til kom- andi kynslóða. Ég skal vera alveg hreinskil- inn; ég bara get ekki hugsað mér fleiri her- virki a la Kárahnjúkavirkjun á hálendi Íslands (og hvar varst þú þá Guðni minn?). Ég finn til í öllu brjóstinu ef ég hugsa um risavaxna háspennulínu í lofti yfir Sprengi- sand (milli Hofsjökuls/Arnarfells hins mikla og Tungnafellsjökuls, rétt vestan við Tóm- asarhaga, öðrum hvorum megin við Fjórð- ungsöldu og kannski niður í Kiðagil). Erum við búin að gleyma hversu stutt er síðan það átti að sökkva Þjórsárverum? Nei, þetta snýst ekki um að taka neitt af neinum, hrekja einn eða neinn í burtu. Þetta snýst um að leyfa okkur og komandi kyn- slóðum að eiga hálendið áfram saman. Þeim sem landið byggja og gestum þeirra að njóta þess án þess að það spillist, og varð- veita og nýta á sjálfbæran hátt mestu auð- lind Íslands, með fullri virðingu fyrir fiski- miðunum, landið okkar. Eftir Steingrím J. Sigfússon » Þetta snýst um að leyfa okkur og komandi kynslóðum að eiga hálendið áfram saman. Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er stjórnmálamaður og jarðfræðingur að mennt. Grenjandi minnihluti = mikill minnihluti Það er ávallt efni til íhugunar að fjalla um frelsi og sjálfstæði. Lengi var annað hug- tak umhugsunarefni og það var hlutleysi. Um hlutleysi er vart fjallað nú, enda þótt hlutleysið hafi ráðið því að Ísland hafi ekki verið meðal þeirra þjóða sem stóðu að stofnun Sameinuðu þjóðanna í lok seinna stríðs. Til þess að gerast stofnaðili að hinum Sam- einuðu þjóðum varð stofnaðili að lýsa yfir stríði gegn öxulveldunum. Í öllum hugmyndum um sjálf- stæði var aldrei horft til þess hvern- ig bæri að rækta fjárhagslegt sjálf- stæði! Hlutleysið náði aðeins að stríðs- yfirlýsingu, en ekki að því hvort kona eða kommúnisti yrði höfundur þjóðsöngs hins nýstofnaða lýðveld- is. Hvorugt gat gengið. Konan orti: Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Sennilega hefur hrifning dóm- nefndarinnar stafað af því að Ísland var „Með friðsæl býli, ljós og ljóð, / svo langt frá heimsins vígaslóð. Í miðju heimsstríði! Síðar í ljóðinu segir skáldið: Hver dagur liti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í svo verði Íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð Svo aldrei framar Ís- lands byggð sé öðrum þjóðum háð. Með lokaorðunum virðist óskin sú að með hlutleysinu, sem var verndað af fjarlægð- inni, fylgdi einnig ein- angrun. Ef til vill var síðasta hlutleysisbrotið framið á Íslandi þegar Leon- ard Kelly Barnes flug- sveitarforingi nauð- lenti á flugbát sínum við Raufarhöfn 1939 en náði að gera flugbátinn flughæfan á ný og flaug á braut! Stjórnarskrá, sambandslaga- sáttmáli og lögskilnaður Danakonungur „gaf“ íslensku þjóðinni stjórnarskrá á þjóðhátíð- inni 1874. En það gleymdist að koma henni til skila því stjórn- arskráin frá 1874 barst ekki til Ís- lands fyrr en 2004. Sambandslaga- sáttmálinn frá 1918 komst ekki í opinbera vörslu fyrr en 1984. Ekki verður séð að þessi „óreiða“ í skjalavistun hafi haft áhrif á stjórn- arfar. Stjórnarskráin og sam- bandslögin komust á einhvern hátt í prentun. Ekkert í stjórnarskrá eða sambandslögum kom í veg fyrir að landsbankastjóri í umboði fjár- málaráðherra veðsetti skatttekjur og tolltekjur þjóðarinnar í Ham- bros-banka. Bankastjórinn samdi við Hambro en ráðherrann beið frammi á gangi. Og skáldin ortu „svo verði Ís- lands ástkær byggð / ei öðrum þjóð- um háð.“ Fjárhagslegt sjálfstæði! Hvað með það? Það voru tveir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn sam- bandslögunum. Þeir töldu alls ekki nógu langt gengið! Annar þeirra, Benedikt Sveinsson, gleymdi engu en las sjaldan Alþýðublaðið. Hann geymdi eintak frá 23. september 1943 með ávarpi lögskilnaðar- manna! Þeir voru svikarar við mál- stað sjálfstæðissinna! Hraðskilnaður! Það er undarlegt að rifja upp at- burði sem gerðust fyrir 80 árum og engir eru til frásagnar um. Þó eru til minnisblöð af fundum. Einu sam- tali náði ég við mann í atburðunum. Ég spurði Lúðvík Jósefsson hví sósíalistar hafi ekki greitt Sveini Björnssyni atkvæði sitt í forseta- kosningum á þingfundi 17. júní 1944. Þingmaðurinn fyrrverandi sagði ástæðuna þá, að Sveinn hafi viljað fresta lýðveldisstofnun fram yfir lok styrjaldarinnar. Sjálfstæðismenn og framsókn- armenn virðast hafa viljað stofna lýðveldi þegar Danakonungur gat ekki rækt skyldur sínar eftir her- nám Þjóðverja í Danmörku. Hvers virði var sjálfstæði þjóðar, sjálfstæði sem enginn önnur þjóð viðurkenndi? Sama hvað skáldin ortu! Umskipti við hervernd Það virðast verða umskipti í um- ræðu og hugsun um sjálfstæði við lýðveldisstofnun. En stutt í ein- angrunarhyggju millistríðsára! Þingmenn komu sér saman um að undirbúa lýðveldisstofnun með því að stofna embætti ríkisstjóra til að fara með konungsvald, vegna her- setu Þjóðverja í Danmörku. Ekki gátu þingmenn komið sér saman því ríkisstjóri fékk einungis 37 atkvæði, sex atkvæði voru auð og Jónas Jónsson fékk eitt atkvæði. Hann sór af sér að hafa greitt sér atkvæði! Málamiðlun milli lögskilnaðar og hraðskilnaðar! En Sveinn Björns- son var ekki óumdeildur! Þó taldi ríkisstjóri sig bera að virða vilja og ákvarðanir Alþingis. Íslenskir lögfræðingar töldu að hægt væri að segja Sambandslaga- sáttmálanum einhliða upp ef ekki væri hægt að rækja hann. Svo virð- ist sem allir alþingismenn hafi verið fylgjandi því að stofna lýðveldi eftir fyrri kosningarnar 1942. Með herverndarsamningi 1941 fylgdi sendiherra Bandaríkjanna. Fyrsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Lincoln MacVeagh, var sér- stakur sendimaður Bandaríkja- forseta í ýmsum verkefnum. Það virðist sem bandarískum sendi- mönnum og herforingjum hafi verið kunnugt efni sambandslagasátt- málans. Gildistími sáttmálans var til 1. desember 1943. Sendimaður Bandaríkjaforseta Í lok júlí átti sérstakur sendimað- ur Bandaríkjaforseta, Henry Hop- kins leið til Íslands. Það virðist sem yfirmaður herliðs Bandaríkjamanna á Íslandi og sendifulltrúi í fjarveru sendiherra hafi sagt sendimanninum hvað hann ætti að segja íslenskum ráðamönnum. Í minnisblöðum rík- isstjórans segir: „Talaði hann við mig einslega. Kvaðst eiga að bera mér kveðju frá Roosevelt Bandaríkjaforseta og þau skilaboð að hann og stjórn Banda- ríkjanna teldi mjög ískyggilegt, ef sambandsslit og lýðveldisstofnun yrði samþykkt af Alþingi nú; fylgdu því ýmis rök, sem ég sumpart reyndi að hrekja. En að öðru leyti sagði ég honum að um þetta væri að tala við ráðuneytið en ekki mig. Forsætis- ráðherra Ólafur Thors, var staddur á sama stað, og beindi Harry Hopkins síðan málinu til hans. Mun viðræðum þeirra hafa lokið svo, að forsætisráð- herra mundi berast skrifleg tilmæli um þetta frá Washington innan fárra daga. Bárust þau tilmæli til forsætis- ráðherra frá sendiráði Bandaríkj- anna hér 31. s.m.“ En skáldið kvað „Svo aldrei fram- ar Íslands byggð / sé öðrum þjóðum háð.“ Þessi tilmæli virðast hafa haft sitt að segja, því lýðveldisstofnun var frestað fram yfir gildistíma sam- bandslagasáttmálans. Lýðveldi var stofnað milli sauðburðar og sláttar þann 17. júní 1944. Sá dagur hentaði vel sem þjóðhátíðardagur fyrir bændur, enda að því stefnt allar göt- ur frá 1911. Svo virðist sem sendimenn Banda- ríkjanna hafi náð að tryggja stuðn- ing annarra þjóða við lýðveld- isstofnun 1944. Með lýðveldisstofnun var jafnframt tryggt að Ísland gæti orðið aðili að Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum, Alþjóðabankanum og Al- þjóðaflugmálastofnuninni við stofn- un þessara samtaka árið 1944. Hvað sagði Hulda? Heill, feginsdagur, heill frelsishagur! Heill, íslenzka ættargrund. Heill, norræn tunga með tignarþunga, hér töluð frá landnámsstund. Heill, öldin forna með höfðingja horfna og heilir, þér góðu menn, er harmaldir báruð, sem svanir í sárum og sunguð, svo hljómar enn. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Það voru tveir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn sambandslögunum. Þeir töldu alls ekki nógu langt gengið! Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Hvenær öðlast þjóð sjálfstæði?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.