Morgunblaðið - 18.12.2020, Síða 20

Morgunblaðið - 18.12.2020, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 Það er ekki breska þingið sem fær heiður- inn af að frelsa bresku þjóðina undan oki Evrópusambandsins. Það er baráttufólk og almannasamtök utan þingsins sem fá hann. Mest áhrif hafði UKIP sem barðist gegn ESB- aðild í tvo áratugi og fékk að lokum breska þingið til að leggja málið fyrir bresku þjóðina. Íhaldsflokkurinn tók af skarið Íhaldsflokkurinn kom á þjóðar- atkvæðagreiðslu 23.6. 2016 sem er nú að leiða til þessa að frelsi og lýðræði Bretlands er verið að endurreisa. Það var svo hið lýðræðislega kjörna breska þing og ríkisstjórn sem fengu verkefnið sem hefur reynst þrauta- ganga í nærri hálfan ára- tug. Það eru aðeins þeir allra staðföstustu sem treysta sér til að segja húsbóndanum upp en svo vel vill til að Bretar eru ein staðfastasta lýðræð- isþjóð heims. Þeirra bestu mönnum datt aldr- ei í hug að hvika frá þjóð- arviljanum. Þjóðþing hafa oft reynst vanhæf til að verja hagsmuni sinna þjóða í stóru málunum, það hef- ur þurft að vísa þeim til þjóðanna sjálfra. Íslenska þjóðin hafnaði Ice- save- fjárkúguninni, ekki Alþingi. Norðmenn höfnuðu ESB-aðild tvisv- ar í þjóðaratkvæðagreiðslum. En ESB er ekki lýðræðisríki, þjóðarat- kvæðagreiðslur þar eru meiningar- lausar. „Stjórnarskrá“ ESB var kom- ið á þótt þjóðir Frakklands (55-45%) og Hollands (62-38%) hafi hafnað henni. Yfirþjóðlegt valdabákn ESB vill ekki losa Breta undan valdi sambandsins í mikilvægum málum og hefur gert viðræðurnar erfiðar og langdregnar. Þeim hefur verið slitið og þær gangsettar gang eftir annan fram á síðustu stund vegna of mikils ágreinings um sömu mál. ESB krefst þess að regluverk sambandsins um umhverfismál, samkeppnislög, ríkisstuðning, vinnu- markað og fyrirtækjaskatta gildi í Bretlandi. Forustulið ESB óar við að bresk fyrirtæki losni úr reglukvik- syndi ESB og verði samkeppnis- hæfari. Útgönguna vill ESB gera eins ókræsilega og hægt er svo fordæmið leiði ekki til að allar hinar þjóðirnar sem vilja úr ESB komi á eftir. Stað- festa Breta er óhögguð, þeir hafa ákveðið útgönguna lýðræðislega. Það er aukaatriði hvort næst að semja um verslun fyrir áramót, sjálfstæðar þjóðir þurfa stöðugt að standa í samningum. ESB vill refsa Bretum segir Boris Johnson. ESB mun setja hömlur á samskipti Breta við ESB og EES sem Ísland mun fá að kenna á meðan EES er enn í gildi hér. En ESB verður að virða alþjóðaviðskipta- samninga Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar sem duga Bretum vel eftir að þjóðfrelsið losar þá undan höftum ESB. Og breskir sjómenn geta nú aftur farið að koma með afla handa fiskgráðugum löndum sínum. Frelsið vann Ástæða þess að Bretar vilja út úr ESB er ekki viðskiptaleg, efnahagsleg eða hernaðarleg. Ástæðan er sterk þjóðfrelsisvitund, breska þjóðin kaus að fá landið sitt aftur, taka aftur heim yfirráð yfir sínum málum og setja sér sjálf lög og reglur. Margir stórfjöl- miðlar hér og annars staðar útmáluðu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar hve skaðlegt væri að ganga úr ESB. Samtök, flokkar, félög, bankar héldu uppi hræðsluáróðri. En grund- vallarástæðuna réðu ESB-sinnar ekki við: Breska þjóðin vildi frelsi og sjálf- stæði. Eðli ESB hefur opinberast í brexit. Sambandið sem átti loksins að binda stríðshneigð stórveldi í friðsamlegt samstarf er orðið endurfætt land- vinningabákn sem virðir ekki lýðræði eða þjóðfrelsi. Græðgi og hroki ræður för eins og áður hjá herveldunum á meginlandi V-Evrópu. Það hefur lengi komið í hlut Breta vestast og Rússa austast að hemja landvinn- ingabrölt þeirra. Sagan endurtekur sig. Lærdómurinn Bretar taka nú að sér að vísa veg- inn til frelsis þjóða hins misheppnaða Evrópusambands, fleiri lönd ESB og EES fylgja í fyllingu tímans. Lær- dómurinn fyrir Ísland, sem á eftir að endurheimta sjálfstæðið eftir ald- arfjórðungs dulið innlimunarferli í ESB, er að þjóðin sjálf þarf að ákveða og taka ábyrgðina á þjóðfrelsinu. Hægt er að ganga út frá stuðningi öfl- ugra og sjálfstæðra nágranna með reynslu, Breta, sem telja nú niður dagana til endurfengins þjóðfrelsis 1. janúar 2021. Niðurtalningin Eftir Friðrik Daníelsson »Kjarkur Breta vísar okkur veginn, þeir telja nú niður dagana til þjóðfrelsisins. Friðrik Daníelsson Höfundur situr í stjórn Frjáls lands. Árið 2020 og Covid-heimsfarald- urinn mun seint líða úr mannaminn- um. Öll höfum við þurft að færa ein- hverjar fórnir vegna þessarar óvelkomnu veiru. Alls hafa 27 ein- staklingar látist vegna Covid-19 á Ís- landi. Fjölskyldur og vinir þessara einstaklinga sitja eftir í sorg og eru að fara að upplifa fyrstu jólin án sinna ástvina. Margir þeirra sem fengu veiruna glíma enn við afleiðingar þess og upplifa óvissu um hversu langt er í fullan bata. Fjölskyldur og ein- staklingar hafa misst lífsviðurværið um skemmri eða lengri tíma, hafa misst af dýrmætum samverustund- um með sínum nánustu, jafnvel á þeirra erfiðustu eða gleðilegustu tímamótum í lífinu. Fáir hafa sloppið við hin margvíslegu áhrif faraldurs- ins. Strax í upphafi var hér á Íslandi tekin sú ákvörðun að slá skjaldborg um einn okkar viðkvæmasta hóp, íbúa hjúkrunarheimilanna. Íbúarnir og aðstandendur þeirra hafa sjálfið verið því afskaplega þakklátir. Þau hafa sýnt ótrúlega þolinmæði og mik- ið langlundargeð á þessum erfiðu tímum, þrátt fyrir talsverðar tak- markanir á heimsóknum inn á hjúkr- unarheimilin og miklar breytingar í starfseminni. Öll vita þau og skilja að enginn bað um þessa hörmung inn í samfélagið okkar. Starfsfólk heim- ilanna hefur lagt sig fram við að hlúa að íbúum og helga sig starfinu við þessar óvenjulegu aðstæður. En ljósið blasir við okkur við enda ganganna og það eru einungis nokkr- ar vikur þar til bólusetning hefst og hafa íbúar hjúkrunarheimilanna verið settir í sérstakan forgang í bólusetn- ingarferlinu. En farsóttarþreytu gæt- ir víða og allir vilja geta hitt ömmur, afa, mömmur og pabba um jólin. Eðli- lega. Við viljum geta notið nærveru við ástvini okkar um hátíðarnar. En nú þurfum við að halda í okkur og bíða, þetta er bara spursmál um ein- hverjar vikur. Ömurleg reynsla hér- lendis og erlendis hefur kennt okkur að veiran er lúmsk og á auðvelt með að dreifa sér innan veggja heilbrigð- isstofnana. Hagsmunir einstakling- anna verða að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Samstarfshópur Sótt- varnalæknis, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, heilbrigðisráðu- neytisins og fleiri aðila hefur því gefið út þær leiðbeiningar að einungis sé opið fyrir heimsóknir frá einum til tveimur gestum á dag um hátíðirnar og að ekki sé opið fyrir heimsóknir á hjúkrunarheimilum á matmáls- tímum. Möguleiki er því að eiga gæðastund saman þótt það sé ekki yf- ir máltíð og lykilatriði er að það séu sömu gestirnir sem koma. Einnig er mælt gegn því að íbúar hjúkr- unarheimila fari í boð heim til ætt- ingja á þessum tíma. Þetta eru þung skref sem enginn vill í raun þurfa að taka, en eru nauðsynleg. Fólk vill ekki þurfa að vera eitt í sóttkví yfir hátíðarnar vegna þess að það varð út- sett fyrir smiti í heimsókn úti í bæ og fólk vill ekki bera með sér smit inn á hjúkrunarheimili. Allt er þetta gert til verndar íbúum heimilanna. Við huggum okkur við að það glittir í ljósið og líklega fá allir að hitta ömmu og afa, pabba eða mömmu, í janúar. Við megum ekki missa þetta frá okkur á lokametr- unum – við höfum þegar misst of marga í þessum faraldri. Hjúkrunarheimilin og heimsóknir um hátíðarnar Eftir Önnu Birnu Jensdóttur, Eybjörgu Hauksdóttur og Mar- íu Fjólu Harðardóttur Anna Birna Jensdóttir » Samstarfshópur á vegum Sóttvarna- læknis hefur gefið út leiðbeiningar um tak- markanir á heimsókn- um á hjúkrunarheimili um hátíðarnar. Höfundar eru stjórnarmenn og fram- kvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Eybjörg Hauksdóttir María Fjóla Harðardóttir Hinn kunni læknir og fyrrverandi borg- arstjóri Reykjavíkur Ólafur F. Magnússon hefur nú gefið út sína aðra ljóðabók undir nafninu Staldraðu við. Hin fyrri heitir Ást- kæra landið. Ólafur hefur fengist við ljóða- og lagagerð. Eftir hann hafa komið út tveir geisladiskar, Ég elska lífið og Vinátta og þriðji geisladiskurinn nú ber sama nafn og ljóðabókin, Staldr- aðu við, og fylgir diskurinn bókinni. Með Ólafi í verki eru miklir lista- menn. Í söngnum er það ásamt Ólafi sjálfum Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, af kunnum tónlistarmönnum komin, en faðir hennar er Ólafur Þórarins- son eða Labbi í Mánum, þjóðfrægur frá mínum æskuárum. Tónlistar- mennirnir eru ekki af verri end- anum, sjálfur Gunnar Þórðarson, einn af undradrengjunum úr Hljóm- um, og Vilhjálmur Guðjónsson. Ungur sór Ólafur lækniseiðinn og í 40 ár hefur hann þjónað stórum hópi fólks og er mikilsvirtur af sjúk- lingum sínum sem læknir og mann- vinur. Ólafur hefur gengið í gegnum margt í lífi sínu, uppskorið og sáð, en fengið á sig óvægnar árásir sem léku hann grátt. Þannig að hann getur með sanni sagt það sem hann segir í formálanum og eru ummæli Beetho- vens, þess mikla snill- ings: „Þjáningin er uppspretta gleðinnar.“ Í nöfnum bókanna og geisladisksins eru fólgnar tilfinningar og viðhorf hins hjarta- hreina læknis; Ástkæra landið, Staldraðu við. Ég elska lífið, og Vin- átta. Það þarf oft and- legt afl til að hefja sig upp frá einelti og þung- lyndi, sjá ljósið og yf- irgefa myrkrið. Bókin er ort þegar sólin fór á ný að skína í lífi Ólafs á árunum 2014 til 2020. Listagyðjan er fylgdarkona lækn- isins. Að syngja og spila falleg lög er líf hans og yndi og ljóðin eru lýsandi fyrir ástina, fegurðina og ástkæra landið okkar. Hann syngur forfeðr- unum þakkir og söngva og ekkert dáir hann jafn heitt og ástina ungu, mömmuna og ömmuna. Enda segir í upphafi fyrsta ljóðsins í bókinni Staldraðu við: Staldraðu við og stundaðu ljóðin, þá stökkva lögin þín fram á völl. Viðfangsefnið er fegurð og fljóðin, fjallkona Íslands og tilveran öll. Ljóðabókin er vel upp sett og skil- merkileg og flytur unnendum ljóða 156 ljóð eða stökur. Á geisladisknum er gríðarfallegt ljóð eftir langafa Ólafs, Magnús Jónsson á Sólvangi í Vestmannaeyjum, „Sumarmorgunn í Herjólfsdal“. Ólafur hefur samið lag við ljóðið og Guðlaug Dröfn syngur lagið en hún ólst upp á Sól- vangi. Nú er glatt inn í Dal. Það er glymur í sal því að gulllúður þeytir í hamrinum dís. Það er fagurt að sjá eins og fagni hvert strá þegar fuglinn með söngvum úr berginu rís. Hver einasti þjóðhátíðargestur, sem er nú annar hver Íslendingur, fer í þjóðhátíðarskap undir töfrandi söng Guðlaugar Drafnar. Ljóðabók- in og geisladiskurinn eiga erindi við svo marga sem hafa þjáðst og vonað, ekki síst nú í Covid-fárinu. Skáldið leynir því ekki að trúin, sem mamma hans og amma kenndu honum barninu við móðurkné, er afl sem leiðir birtuna inn þegar myrkrið nístir sálina. En skáldinu verður margt að yrkisefni sem gleður og kætir mannsandann. Ljóðabókin Staldraðu við, Ljóð og lög Ólafs Friðriks Magnússonar, á erindi við okkur öll. Staldraðu við – ljóð og lög Ólafs F. Magnússonar Eftir Guðna Ágústsson »Ljóðabókin og geisla- diskurinn eiga erindi við svo marga sem hafa þjáðst og vonað. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Það eru fleiri en við, sem fædd erum árið 1970, sem fagna 50 ára afmæli á þessu ári. Hjálparstarf kirkj- unnar gerir það einnig. Ég leyfi mér að skora á alla fimmtuga, sem tök hafa á, að færa Hjálparstarfi kirkj- unnar kr. 50.000 sem afmælisgjöf, 1.000 krónur fyrir hvert ævi- ár. Hjálparstarf kirkjunnar stendur fyrir öflugu hjálpar- og sjálfsefling- arstarfi hérlendis sem erlendis. Má þar nefna þátttöku í neyðaraðstoð, þróunaraðstoð, valdeflingu fólks, stuðning við einstaklinga og fjöl- skyldur og svo ótal margt fleira. Hjálparstarf kirkjunnar er í sam- starfi við söfnuði þjóð- kirkjunnar um allt land með stuðningi við fólk í neyð auk þess sem fjöl- margir söfnuðir leggja hjálparstarfinu lið t.d. með fermingarbarna- söfnuninni sem allir þekkja. Fram undan er erf- iður tími hjá mörgum vegna tekjumissis og at- vinnuleysis. Ég skora á sem flesta að leggja hjálparstarf- inu lið. Styrktarreikn- ingur fyrir hjálparstarf innanlands er: Banki 0334-26-27, kennitala: 450670-0499 eða söfnunarsími innan- landsaðstoðar 9072002 (kr. 2.500). Nánari upplýsingar um starfið er að finna á help.is. Þar er einnig að finna fjöldann allan af gjafabréfum sem hægt er að senda til vina og vanda- manna af ýmsu tilefni og í mörgum verðflokkum. Fáir hafa haldið upp á stórafmæli í ár vegna ástandsins. Vilt þú e.t.v. gleðja einhvern ættingja eða vin vegna stórafmælis? Hví ekki að ganga frá skemmtilegu gjafabréfi? Hægt að ganga frá öllu í tölvunni eða símanum heima. Eftir Sigurð Grétar Sigurðsson »Ég leyfi mér að skora á alla fimmtuga, sem tök hafa á, að færa Hjálparstarfi kirkjunnar kr. 50.000 sem afmæl- isgjöf, 1.000 krónur fyrir hvert æviár. Sigurður Grétar Sigurðsson Höfundur er sóknarprestur í Útskála- og Hvalsnessóknum. srsgs@simnet.is 50 ára í ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.