Morgunblaðið - 18.12.2020, Page 21

Morgunblaðið - 18.12.2020, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 ✝ Valgerður Ein-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 4. nóvember 1930. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hrafnistu í Reykja- vík 9. desember 2020. Foreldrar henn- ar voru Einar Guð- mundsson, f. 2. okt. 1898, d. 7. mars 1946, og Þóra Valgerður Jóns- dóttir, f. 24. apríl 1898, d. 29. nóv. 1988. Valgerður átti þrjú systkini sem öll eru látin, Guð- finnu, f. 1921, Guðmund, f. 1925, og Jón Þóri, f. 1927. Hinn 10. janúar 1953 giftist Valgerður Arnari Þóri Valdi- marssyni rennismið, f. 8. júlí 1928, d. 4. júlí 1970. Börn þeirra eru: 1) Bára, f. 20. ágúst 1950, maki Eiríkur Gunnarsson, f. 1950, d. 4. nóv. 2020, dætur þeirra eru Erna María, f. 1974, og Hrönn, f. 1978. 2) Einar Valdimar, f. 25. júlí 1952, maki Helen Everett, f. 1961. Börn Ein- 1975, og Valdimar Ástmar, f. 1980. 3) Gunnfríður, f. 1959, maki Sophus Magnússon, börn þeirra eru Halldóra Patricia, f. 1975, María Berglind, f. 1980, og Stígur Berg, f. 1989. 4) Sigríður Rósa, f. 1961, maki Richard Han- sen, börn þeirra eru Aníta, f. 1983, og Símon Þór, f. 1991. Langömmubörn Valgerðar eru 37 talsins. Valgerður ólst upp í Reykja- vík og vann við ýmis störf frá því hún var mjög ung. Þar má helst nefna Þjóðleikhúsið, mjólk- urbúðir Mjólkursamsölunnar, starfaði í eigin verslun, Glugga- vali, og var verslunarstjóri í Ál- nabæ. Eftir að Valgerður lét af störfum vegna aldurs var hún sjálfboðaliði í Rauðakross- verslun Landspítalans. Hún var flokksbundin og starfaði af mikl- um áhuga fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og einnig sótti hún fundi Sinawikkvenna í mörg ár. Útför Valgerðar verður gerð frá Fossvogskapellu í Reykjavík í dag, 18. desember 2020, klukk- an 11. Athöfninni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarför Val- gerðar Einarsdóttur: https://www.facebook.com/ groups/1084822608626551 Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat ars frá fyrra hjóna- bandi eru Val- gerður, f. 1972, og Sigurður Arnar, f. 1983. Börn Einars og Helenar eru Amý Elísabet, f. 1991, Kristófer John, f. 1993, og Dominic Jóel, f. 1995. 3) Ingibjörg Þóra, f. 31. janúar 1958, maki Jón Sig- urðsson, f. 1957. Börn hennar eru Arnar, f. 1981, og Sólveig Lilja, f. 1983. Börn hans eru Kar- en Amelía, f. 1979, Daði Rúnar, f. 1982, Heiða Rún, f. 2000, og Ásta María, f. 2002. Hinn 21. apríl 1979 giftist Val- gerður Magnúsi Jónssyni, f. 31. júlí 1925, d. 3. maí 2004. Börn hans eru: 1) Soffía Helga, f. 1951, maki Sigurður Stefánsson, börn þeirra eru Stefán Eysteinn, f. 1972, Magnús Helgi, f. 1975, Linda Pálína, f. 1976, og Krist- inn Örn, f. 1983. 2) Örn, f. 1952, maki Hafdís Valdimarsdóttir, synir þeirra eru Sigurður Örn, f. Hinn 4. nóvember 1930 fæddist falleg snót sem fékk nafnið Val- gerður, kölluð Gæja. Þessi litla snót fékk í vöggugjöf margar góð- ar gjafir, ofurdugnað, góðar gáfur, gott hjartalag, lífsgleði og ein- staka kímnigáfu. Litla snótin, hún mamma okkar, var yngst fjögurra systkina og síðust til að kveðja þessa jarðvist. Mamma sagði frá upplifun úr æsku sinni sem vék aldrei úr huga hennar, hún var þá sex ára að aldri. Árið 1936 var fjöl- skyldan á leiðinni í eigið húsnæði á Brávallagötu 46. Pabbi hennar ók vörubílnum upp Túngötuna og litla snótin sem sat í fangi mömmu sinnar leit upp og sá þá þessa risa- stóru kirkju, að henni fannst, blasa við, þ.e. Landakotskirkju. Hingað til hafði fjölskyldan verið í leiguhúsnæði á Grettisgötunni en var á leiðinni í þriggja herbergja eigið húsnæði. Heimilið stóð alltaf opið gestum utan af landi sem nutu gestrisni. Mamma missti föð- ur sinn 15 ára gömul, hún var mik- il pabbastelpa enda voru þau feðg- inin um margt lík. Einar afi var mjög bókhneigður eins og mamma, þau voru miklar fé- lagsverur og hann kenndi dóttur sinni m.a að tefla skák. Þóra amma okkar var yndisleg kona, listræn, söng í revíum og var mikil barnagæla. Mamma var alla tíð hrókur alls fagnaðar hvert sem hún kom, söng og spilaði á gítar og var mikið fiðrildi. Við systkinin ólumst upp í lítilli tveggja herberja íbúð í Gnoðar- voginum, umvafin ást og kærleik. Okkur skorti ekkert og mamma saumaði föt á okkur krakkana. Við fórum mikið út í náttúruna, ferð- uðumst um Ísland og eigum góðar æskuminningar. Arnar pabbi vann sem rennismiður og mamma vann alla tíð mikið. Hún saumaði vinnuhanska, litla fána, bakaði hafrakex og seldi, vann í mjólk- urbúð o.fl. Seinna meir stofnaði mamma og rak gardínuverslun og vann sem verslunarstjóri í Ál- nabæ í mörg ár. Það voru erfiðir tímar og mikil sorg þegar pabbi lést langt fyrir aldur fram og mamma varð ung ekkja. Mamma fann hamingjuna á ný þegar hún kynntist öðrum ynd- islegum manni fimm árum síðar, honum Magga. Börnin hans Magga bættust við litlu fjölskyld- una okkar, hress og dásamleg fjögur systkini. Mamma og Maggi áttu gott líf saman, þau ferðuðust og nutu lífsins. Maggi dó árið 2004 og þá varð mamma ekkja í annað sinn. Það varð henni mikið áfall. Mamma var mikill karakter, hress, skemmtilega orðheppin og elskaði að vera innan um fólk. Mamma talaði við alla, hvert sem hún fór, eins og hún þekkti þá vel. Öllum leið vel í návist hennar og hún vildi allt fyrir alla gera. Með söknuði og sorg í hjarta kveðjum við elsku móður okkar. Lífið verður tómlegra og aldrei eins án mömmu sem hefur fylgt okkur eins og klettur í gegnum allt okkar líf. Mamma lýsti upp umhverfi sitt með brosi sínu, ör- læti og léttleika. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að hafa mömmu hjá okkur svona lengi en það eru liðin 50 ár frá andláti pabba. Við geymum minningu um yndislega foreldra og öll þau fal- legu gildi sem þau kenndu okkur. Ég veit að mamma mun vaka yfir okkur öllum og seinna meir munum við hittast á ný. Elsku mamma, Guð varðveiti þig. Ingibjörg Þóra, Bára og Einar. Það var svolítið kvíðin ferming- arstelpa sem vorið 1975 kom í heimsókn til Reykjavíkur að hitta nýju konuna hans pabba. Sá kvíði hvarf nú fljótt, enda ekki annað hægt í nálægð við Gæju sem var laus við alla tilgerð, opin og hress. Það var strax ljóst hvað hún og pabbi áttu vel saman, nutu þess að skemmta sér og ferðast saman með góðum vinum bæði innan- og utanlands. Þau voru á fimmtugs- aldri þegar þau kynntust, eða 44 og 49 ára, töldum við þau ansi gömul, en þótti gott að þau gætu eytt „elliárunum“ saman. Þau náðu þó að vera saman í tæp 30 ár áður en pabbi dó. Alltaf var gott að koma í Gnoð- arvoginn og á unglingsárunum voru þær ófáar ferðirnar sem voru farnar suður. Þegar ég kom til að gista svaf ég á gólfinu inni hjá Ingu, við tvær vorum þær einu af börnum þeirra sem enn bjuggu í foreldrahúsum. Náðum við strax vel saman og höfum síðan átt fal- legt systrasamband. Enda höfum við oft talað um það að í raun hafi við báðar fengið ósk okkar upp- fyllta um litla systir, ég er yngri, en Inga minni. Gæja var alltaf snögg upp á lag- ið og fljót að svara fyrir sig með hnyttnum svörum. Góð er sagan þegar hún hitti sjónvarpsfrétta- mann á förnum vegi, henni fannst eins og hún ætti að þekkja hann og heilsar honum og spjallar í smá stund, fattar þá hvers kyns var og er fljót að bjarga sér og kveður með orðunum „mikið var nú gam- an að sjá þig í lit“ en þetta var á tímum svart/hvíta sjónvarpsins. Þær eru ótal fleiri minningarnar af skemmtilegum tilsvörum henn- ar og var hún ófeimin við að gera grín að sjálfri sér og sagði skemmtilega frá ótrúlegum uppá- komum og atvikum sem hentu hana. Húmor hennar var líka mjög skemmtilegur og oft á tíðum tvíræður. Oft þegar við vorum saman á mannamótum eða þegar hún var kannski að hringja í mig í vinnuna, þá kynnti hún sig ávallt sem „vondu stjúpuna“ enda sagði hún allar stjúpur ævintýranna vondar. Þótt Gæja hafi verið æv- intýraleg þá átti það svo sannar- lega ekki við um hana, enda reyndist hún mér alltaf mjög vel og var mér afar kær. Hún var mjög félagslynd og hafði mikla ánægju af því að starfa að ýmsum félagsmálum, hún var virk í Sinawik, Rauða krossinum og Sjálfstæðisflokknum, þar sem hún var virk í flokksstarfi og naut sín vel á landsfundum þar sem hún var jafnan hrókur alls fagn- aðar. Sameiginlegur barnahópur Gæju og pabba er nokkuð stór, því var mikil gæfa sem fylgdi sam- bandi þeirra og erum við öll ríkari fyrir vikið. Gæja var kletturinn hans pabba og drifkrafturinn í lífi hans, það var aldrei lognmolla í kringum hana, ekkert hangs, hún framkvæmdi það sem þurfti að gera. Þegar pabbi veiktist stóð hún þétt við hlið hans allt þar til yfir lauk. Hún var líka alltaf til staðar fyrir okkur öll og reyndist börnum mínum hin besta amma. Elsku Gæja, í sumar sagðist þú vilja fara í siglingu í tilefni af níutíu ára afmæli þínu. Núna ert þú ef- laust á siglingu með pabba og Arnari, mönnunum tveimur í lífi þínu, sem eflaust hafa tekið vel á móti þér í sumarlandinu. Takk fyrir allt elsku Gæja, minning þín mun ávallt lifa með okkur. Þín Sigríður Rósa (Sigga). Við andlát tengdamóður minn- ar, Valgerðar Einarsdóttur eða Gæju eins og hún var reyndar allt- af kölluð, koma upp í hugann nokk- ur minningabrot liðinna ára. Ég kynntist Gæju fyrst árið 2005 eða þegar ég var að bera víurnar í Ingi- björgu Þóru, yngri dóttur hennar. Hún tók mér strax vel, en vildi þó vita allt um tilvonandi tengdason sinn og spurði mig spjörunum úr. Það fór nú svo að við náðum sam- komulagi um dótturina og þetta endaði nú eins og allir vita með heljarinnar brúðkaupspartíi heima hjá tengdó á Sléttuveginum. Þótt samleið okkar Gæju hafi ekki spannað meira en 15 ár var þetta mér dýrmætur tími með yndislegri og hjartahlýrri konu sem var einn- ig mikill húmoristi. Þegar hún kom í heimsókn til okkar sagði hún oft þessa fleygu setningu: „Ég er sko besta tengdamamma í heimi, kem sjaldan og stoppa stutt,“ og svo var hlegið og hún gantaðist að sjálfri sér og tilverunni. Húmorinn gat stundum verið á „gráu svæði“, en hún sagði svo skemmtilega frá og aldrei þannig að það meiddi aðra. Gæja var alltaf orðvör og talaði fal- lega til samtíðarmanna sinna. Hún var vel lesin og að mestu sjálf- menntuð, aldrei kom maður að tómum kofunum hjá Gæju varð- andi Íslendingasögurnar. Fjölskyldan var Gæju allt og helstu áhugamál hennar voru að fylgjast með börnum og barna- börnum og hún sýndi fjölskyldu sinni mikla ást og umhyggju. Það var gott að vera nálægt henni, þessir jákvæðu straumar og þessi hlýja frá henni umvafði mann. Hún var höfðingi heim að sækja, alltaf dekkuð borð og allir gengu út frá henni nærðir á sál og líkama. Heimili hennar bar vott um smekk- vísi og víða lá eftir hana falleg handvinna í listasaumi og prjóna- vinnu. Hún þurfti alltaf að vera með eitthvað í höndunum, ef ekki bók þá voru það prjónar eða púsl. Barnabörnin hennar eiga góðar minningar um örlátu, gjafmildu og góðu ömmu Gæju. Gæja var ekki bara trygg og traust tengdamóðir mín, heldur varð hún frábær vinkona móður minnar, Magnhildar, sem lést fyrr á þessu ári þá 97 ára. Þær voru allt- af kallaðar „tengdamömmurnar“ og áttu þær margt sameiginlegt eins og að vera báðar gallharðar sjálfstæðiskonur og sóttu saman samkomur í Valhöll. Þær dýrkuðu sama leiðtogann og voru algjörlega sammála í pólitík. Þessar fallegu og glæsilegu heldri konur fengum við svo oft í heimsókn til okkar. Það var alltaf tilhlökkun að fá þær til okkar á jólunum, en þá komu þær til okkar á aðfangadag og við feng- um að hafa þær fram á jóladag. Að- fangadagskvöldin voru mjög hátíð- leg og vildu þær alltaf halda sömu gömlu jólahefðunum, en besti hlut- inn af jólasamverunni var þó að hafa þær í morgunkaffinu á jóla- dagsmorgun. Það verður söknuður að hafa þær nú hvoruga hjá okkur næstu jól, en þessar góðu minning- ar um þær lifa áfram. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Megi minning um ástkæra tengdamóður mína lifa að eilífu. Jón Sigurðsson. Elsku besta Gæ-amma. Það er ótrúlega skrýtið að hafa þig ekki lengur hérna hjá okkur, það er komið svo stórt skarð í líf okkar allra sem enginn getur fyllt. Það var enginn lognmolla í kringum ömmu Gæju, heldur mik- ið líf og fjör. Hún var auðvitað stór- veldi í sjálfu sér og mikill karakter. Amma var einstök og afar skemmtileg, stutt í glens og grín og alltaf svo jákvæð og glaðlynd. Þegar við lítum til baka um far- inn veg varst þú alltaf til staðar og umhugað um okkur og alla í kring- um þig, við eigum þér svo margt að þakka. Þú leiddir okkur áfram á réttan veg í gegnum lífið, nú leiðir þú okkur áfram í hjörtum okkar. Það var sárt að vita til þess að þér leið ekki vel undir lokin og að við gátum ekki fengið að hitta né knúsa þig til að létta þér lund. Nú ertu búin að finna frið og komin í sumarlandið með bros á vör þar sem Arnar og Maggi afi bíða þín, ásamt mörgum öðrum þér nær- komnum. Þú hefur eflaust mætt stundvíslega eins og þér var vant, jafnvel fyrr til þess að koma þeim á óvart. Við kveðjum ástkæra ömmu Gæju með þakklæti og söknuði og við tekur hjá þér tilvera sú að vera með okkur í hjörtum okkar. Takk fyrir alla þína ást og umhyggju, við munum varðveita allar þær dýrmætu minningar sem við eig- um með þér um ókomna tíð. Þar til við hittumst aftur á ný. Sjáumst í næsta stríði, þín barnabörn, Arnar og Lilja. Fyrir hönd okkar í versluninni Álnabæ kveðjum við kæran vin og starfsfélaga Valgerði Einarsdótt- ur. Okkur er það ljúft og skylt að minnast hennar eftir 26 ára starf sem verslunarstjóri í verslun Álnabæjar í Reykjavík. Kynni okkar hófust í júní 1979, þegar við höfðum tekið ákvörðum um að opna verslun í Reykjavík. Við höfðum gert leigusamning um verslunarhúsnæði í Síðumúla 22. Ákveðið var að leita að starfsfólki í staðinn fyrir að auglýsa, við höfð- um fengið upplýsingar um að kona sem héti Valgerður og hefði rekið verslunina Gluggaval, sem var hætt starfsemi, væri að vinna í prentsmiðjunni Hverfiprenti. Farið var á staðinn og Valgerður var tilbúin að slá til og hefja starf í nýrri verslun í Reykjavík. Ákveðið var að ráða tvær aðrar konur í verslunina sem Valgerður þekkti og önnur þeirra starfaði í vefnaðarvöruverslun. Valgerður vann við opnun verslunarinnar og stýrði því verki með prýði. Við gátum opnað fyrstu vikuna í ágúst og var mikið að gera alveg frá byrjun. Annað stórt verkefni sem Valgerður stýrði var flutning- ur í eigin verslunarhúsnæði í Síðu- múla 32, þar sem verslunin er í dag. Valgerður var mjög ráðagóð og það voru aldrei nein vandræði í kringum hana. Hún var alltaf í góðu skapi og hafði góða nærveru. Valgerður varð að hætta vegna veikinda eiginmanns síns Magn- úsar Jónssonar húsgagnasmiðs. Bára Jensdóttir, dóttir Valgerðar, tók við af móður sinni sem versl- unarstjóri, þannig að fjölskylda Valgerðar hefur tengst sögu fyrir- tækisins mjög mikið. Við eigendur og starfsfólk Álnabæjar vottum börnum Val- gerðar, þeim Báru Jensdóttur, Einari Arnarssyni og Ingu Arn- arsdóttur, og þeirra fjölskyldum innilega samúð. F.h. Álnabæjar, Guðrún Hrönn Kristinsdóttir, Magni Sigurhansson og fjölskyldur. Valgerður Einarsdóttir ✝ Vigdís Guð-bjarnadóttir fæddist á Akranesi 20. janúar 1927. Foreldrar hennar voru Guðný Magn- úsdóttir og Guð- bjarni Sigmunds- son. Árið 1948 giftist Vigdís Jó- hanni Erni Boga- syni frá Skaga- strönd. Þau eignuð- ust þrjú börn: Rúnar Már, f. 7.12. 1947, d. 22.9. 1979, Vignir, f. 8.5. 1952 og Brynja, f. 1.12. 1956. Útför hennar fer fram frá Akra- neskirkju 18. des- ember 2020 klukk- an 13. Vegna aðstæðna í þjóð- félaginu verður út- förin aðeins með nánustu aðstand- endum. Streymt verður frá athöfn- inni á vef Akra- neskirkju, htpps://www.akraneskirkja.is/. Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Elsku amma Dídí hefur nú kvatt okkur. Minningarnar eru margar og þakklæti efst í huga fyrir þær mörgu góðu stundir sem við eyddum hjá ömmu á Akranesi og að við fengum að hafa hana svona lengi hjá okkur. Hún var góður gestgjafi og hristi ljúffengar kræsingar fram úr erminni eins og ekkert væri. Oft var gripið í spil og hart barist um sigurinn í rommí. Í æsku voru heimsóknir til ömmu ævintýra- ferðir með Akraborginni, þar sem Langisandur var rétt hand- an við götuna og kátt var á hjalla. Stóra dúkkan sem amma saum- aði vakti lukku og var það ákveð- inn áfangi í lífinu að ná að verða stærri en dúkkan sem við og börnin okkar höfum náð. Alltaf lumaði hún á einhverju skemmti- legu fyrir langömmubörnin sem vissu vel af dótafötunni inni í geymslu og svo fannst þeim skinkuhornin ómissandi. Hún var mikil handvinnukona og ófáir sokkarnir og peysurnar sem við fengum frá henni. Fallegu jóla- teppin sem hún saumaði út eru órjúfanlegur hluti af hátíðinni. Eftir fráfall pabba studdu amma Dídí og afi Laggi þétt við bakið á okkur. Þau sýndu okkur einstaka umhyggju og höfðu mikinn áhuga á því sem við vorum að fást við. Alltaf gat maður hringt í ömmu og spjallað lengi við hana um allt og ekkert. Takk fyrir allt, hvíl í friði elsku amma. Við kveðjum þig með þessum fallegu orðum: Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gæskuríkur geymdu mig Guð í faðmi þínum. (Höf. ók.) Helena og Anna Lísa. Undanfarna daga hefur hugur okkar leitað aftur til þín elsku amma okkar, það er skrýtið til þess að hugsa að við eigum aldrei eftir að hitta þig aftur. Þú tókst okkur alltaf opnum örmum og það var alltaf svo gott og notalegt að koma á Einigrundina. Á okkar yngri árum vorum við systkin stundum í pössun hjá ykkur afa, og minnumst við þess að það voru alltaf rólegar og notalegar stund- ir. Þá var fastur liður að fara í göngu niður á Langasand, stund- um með fötu til að tína bæði skeljar og steina og ef við fundum prik þá var bæði teiknað og skrif- uð nöfnin okkar. Gömlu dýnurnar sem þú saumaðir voru notaðar til að byggja virki og þar gátum við systkin eytt tímunum saman í alls konar leiki. Þið afi voruð líka alltaf til í að spila við okkur og þið kennduð okkur bæði ólsen-ólsen og rommí, og ef við kunnum spil sem þið kunnuð ekki þá bara kenndum við ykkur. Þegar að háttatíma kom kenndir þú okkur bænirnar og litla títlan ég fékk að sofa á milli ykkar afa. Þú kenndir okkur ótal hluti, t.d að leggja á borð því að hnífnum höldum við alltaf á með hendinni sem við skrifum með. Eftir að afi lést fannst þér gott að hafa verkefni og spurðir okkur reglulega hvort okkur vantaði sokka eða vett- linga. Eftir að við áttum okkar börn hélt það áfram, þú sást til þess að engum yrði kalt og við geymum það sem þú prjónaðir handa okkur eins og gull. Elsku amma, þið afi eruð loks- ins saman á ný eftir allt of langa bið, njótið ykkar saman en lofið okkur að líta til með okkur. Við vitum að þú vilt engan lofsöng eða löng skrif, elsku amma okkar, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og okkar fólk, við elskum þig. Rúnar Már og Irma Ösp. Vigdís Guðbjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.