Morgunblaðið - 18.12.2020, Side 24

Morgunblaðið - 18.12.2020, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 ✝ Hörður SmáriHákonarson fæddist í Reykjavík 16. janúar 1938. Hann lést á Hrafn- istu 18. nóvember 2020. Foreldrar hans voru Hákon Þorkelsson verk- stjóri hjá Reykja- víkurborg, f. 29. maí 1910, d. 29. nóvember 1996, og kona hans Guðný Svandís Guð- jónsdóttir húsmóðir í Reykja- vík, f. 15. júlí 1916, d. 9. októ- ber 2004. Bræður Harðar Smára eru Guðjón Þorkell, f. 1. ágúst 1941, d. 15. júlí 2012, maki Helga Ívarsdóttir, Hrafn- kell Gauti, f. 28. september 1948, maki Fanný F. Há- konarson, og Hákon Svanur, f. 29. júní 1957. Elsta dóttir Harðar Smára er Ósk Jóhanna Sigurjónsdóttir skrifstofumaður, f. 12. sept- ember 1957, maki Birgir Hólm Ólafsson pípulagningameistari. Móðir hennar er Ragnhildur Sigurfinna Ólafsdóttir, f. 17. september 1937. Börn Óskar Jóhönnu og Birgis Hólm eru Garðar Hólm og Berglind Hólm. Hörður Smári kvæntist 10. Guðni Gunnarsson, f. 10. apríl 1963, maki Sjöfn Magnúsdóttir, látin. 3) Haraldur Ragnar Gunnarsson, f. 18. apríl 1965, d. 18. október 2015, maki Ragna Ársælsdóttir. Börn þeirra eru: Þorsteinn Andri, Inga Björk og Ragna Björg. Hörður Smári ólst upp í for- eldrahúsum á Grettisgötu. Hann tók stýrimannapróf og stærra fiskimannapróf í Sjó- mannaskólanum 1960 og var lengi til sjós á yngri árum, oft stýrimaður á fiskibátum og tog- urum. Hann var lengi búsettur á Vestfjörðum en fluttist aftur til Reykjavíkur 1978 og hóf þá nám í múrsmíði. Lauk sveins- prófi 1981 og varð meistari ári síðar. Hann starfaði nokkuð við múrverk en síðustu starfsár sín var hann vaktmaður í Áburð- arverksmiðjunni í Gufunesi og starfsmaður á bensínstöðvum. Hann bjó með Ingibjörgu konu sinni í Skipasundi 46 en eftir andlát hennar 2014 fór hann á dvalarheimilið Seljahlíð. Síð- ustu þrjú æviárin dvaldist hann á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Útför hans fer fram í Foss- vogskirkju í dag, 18. desember 2020, klukkan 15. Vegna að- stæðna í þjóðfélaginu verða að- eins nánir ættingjar og vinir viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni. Stytt slóð ástreymið: https://tinyurl.com/yb2gkfea/. Virkan hlekk á streymið má finna á: https://www.mbl.is/ andlat/. október 1959 Eddu Ásgerði Bald- ursdóttur, hús- móður og leiðbein- anda í Reykjavík, f. 30. september 1940, d. 18. sept- ember 2007, þau skildu. Dætur þeirra eru 1) Guðný Svana, f. 26. desember 1959, stuðningsfulltrúi á sambýli. Börn hennar eru: Edda Svandís Einarsdóttir, Ingibjörg Ósk Hákonardóttir, Sigrún Bernharð Þorláksdóttir og Bryndís Ösp Hearn. 2) Þóra Björk, f. 1. júlí 1961, starf- maður við fiskvinnslu og í að- hlynningu, í sambúð með Ómari Þorsteinssyni sjómanni og bif- reiðastjóra. Börn þeirra eru Garðar Smári og Unnur Dögg. Elsta dóttir Þóru Bjarkar er Edda Ásgerður Skúladóttir. Sambýliskona Harðar Smára frá 1982: Ingibjörg Ósk Ósk- arsdóttir, f. 1. ágúst 1936, d. 11. október 2014, starfsmaður í bakaríi. Börn Ingibjargar eru: 1) Anna María Gestsdóttir, f. 20. febrúar 1956, maki Ellert Þór Hlíðberg, synir þeirra Brynjar Örn Hlíðberg, látinn, og Daníel Bragi. 2) Óskar Mig langar að minnast Smára föður míns í nokkrum orðum. Okkar samskipti voru ekki mikil á mínum yngri árum því þá var hann búsettur á Vestfjörðum, en þær minningar sem ég á um hann frá þessum tíma eru fyrst og fremst góðar. Pabbi var mikill bóhem og veiðimaður í eðli sínu. Hann var alltaf glaður, ljúfur í lund og elskaði bæði börn og dýr enda löðuðust þau að honum. Hann mátti ekkert aumt sjá án þess að vilja veita aðstoð. Hann elskaði góða tónlist og var mikill dansmaður og eft- irsóttur af dömunum á dans- leikjum. Þá var hann í essinu sínu þegar hann sveiflaði þeim um dansgólfið af mikilli fimi. Hann hafði yndi af karlakór- söng og var mikill stuðnings- maður Karlakórsins Stefnis og fór á alla tónleika hans enda var Birgir Hólm, tengdasonur hans, einn af helstu einsöngv- urum kórsins. Einnig sótti hann tónleika hjá kórnum Vo- cal Project þar sem Ingibjörg dóttir mín var meðal kórfélaga. Við pabbi kynntumst eigin- lega upp á nýtt þegar hann kom aftur í bæinn og fór að búa með henni Ingu sinni og þá fór- um við að umgangast miklu meira. Dætur mínar höfðu mjög gaman af að hlusta á frá- sögur afa síns því hann var frá- bær sögumaður. Pabbi var hag- mæltur og hann sendi oft sínu fólki fallegar vísur með heilla- óskum á hátíðisdögum. Þegar Edda, elsta dóttir mín, fermdist sendi hann henni fallegt ljóð sem seinna varð þekkt sem fermingarljóðið því hann sendi svo öllum barnabörnum sínum þetta ljóð. Síðasta erindið hljómar svona: Framtíðin beri þér fegurð í barmi þú fararheill hljótir á lífstíðar braut. Þig alfaðir leiði um lífið frá harmi leggi þér eilífa gæfu í skaut. Þegar Inga átti í veikindum fór ég með pabba í veiðiferðir og eitt sumarið ók ég með hann og Guðnýju systur hennar um Vestfirði. Það var hans kveðju- stund til byggðarlagsins þar sem hann bjó um 15 ára skeið. Hann bjó um tíma til skiptis hjá okkur systrunum, mér og Þóru, eftir andlát Ingu. Nú hefur pabbi minn fengið hvíldina eftir áralanga baráttu við Alzheimer-sjúkdóminn og er kominn til Ingu sinnar sem hann saknaði mikið. Mér þótti afar vænt um pabba minn, kveð hann með söknuði og þakka honum okkar góðu samveru- stundir gegnum tíðina. Guð blessi þig. Guðný Svana Harðardóttir. Elsku Smári, komið er að kveðjustund eftir 35 ár, margs er að minnast og sakna. Alla tíð reyndist þú okkur Halla og börnum okkar sem fjölskyldum okkar og vinum einstaklega vel. Börnin okkar voru þín afabörn, blóðskyldleiki aldrei fyrirstaða. Þú varst þeirra afi og minn tengdapabbi, varst til staðar í einu og öllu alltaf. Börnin okk- ar voru þér afar kær og þú varst þeim besti afi sem hugs- ast getur, þið Inga amma voruð þeim óendanlega kær. Hjá okk- ur leið þér vel eins og þú sagðir sjálfur, var varla helgi án þess þið kæmuð til okkar eða oft í viku. Áttum saman jól, páska, af- mæli, veislur, viðburði stóra sem smáa. Aðfangadagur, við með okkar rjúpu, þú með ham- borgarhrygg, allir áttu að fá sinn uppáhaldsmat á jólum. Oft smakkaðir þú rjúpuna, eflaust fannst þér hún lygilega góð en þrjóskan viðurkenndi það ekki. Inga Björk elskaði hrygginn, Þorsteinn og amma Inga rjúp- una. Ragna Björg vildi hafa hrossabjúgu í jólamat og alla daga, besta sem hún fékk að borða hjá afa. Þú varst mikill matmaður, keyptir í matinn fyrir hálft þorp og varð til þess að í Veg- húsum varð þetta til og eignað afa Smára: „Þolum ekki þegar vantar“ og notum við fjölskyld- an og vinir það óspart enn í dag. Eitt sumar vorum við á fótboltamóti á Skaganum, þú vildir endilega kaupa á grillið og komst til baka með 10 kg af kótelettum fyrir átta manns. Í Veghúsum varst þú afi allra, þegar þið amma Inga sáust koma nötraði stigagangurinn, hurðin hjá okkur rauk upp og kallað „afi Smári er að koma“. Inn komuð þið, þú settist í stól og fyrr en varði var fangið fullt af börnum, öll elskuðu afa Smára sem hafði breiðan faðm. Sviðaveislur í Skipó, alvörusvið úr Rangá, slátur og þú borðaðir vambirnar. Ósjaldan símtal, „eigum við að koma með KFC?“ – það var þitt uppá- halds – og alltaf sagðir þú „kentörkí“. Varst einstaklega greiðvikinn og örlátur. Mikill veiðimaður, snillingur að hnýta flugur og tína maðka, góður hagyrðingur, ljóða-, dans- og söngunnandi. Saman áttum við sumarfrí, sumarbústaða- og veiðiferðir, ferðalög um landið okkar. Merkilegast var að við náðum að taka þig með til Spánar, til Calpe 2006. Ógleymanleg ferð, sól og hiti var ekki þitt en þeg- ar á staðinn var komið breyttist viðhorfið. Naust þess að sitja á svölunum í skugganum, sjá mannlífið við smábátahöfnina og snekkjurnar sem lágu fyrir utan. Fannst dásamlegt að fara út á kvöldin, sólin sest, gola og hlýtt, borða saman góðan mat og ekki slæmt að vera leystur út með flösku af Limoncello. Leigðum bíl og fórum í skemmtigarð, til Benidorm, Al- tea og Alicante, þar keyptir þú tvö eins pör af Nike-striga- skóm, ótrúlega glaður með þau kjarakaup. Það hefur verið erfitt að horfa á þig hverfa í heim alz- heimer. Áttum góðar stundir saman, leikhús, matur, bakk- elsi, ís, spjölluðum og skoðuð- um myndir. Minnið fjaraði út, málstol og tjáning, en skrokk- urinn teinréttur og þú frár á fæti. Gekkst óstöðvandi gang- ana á DAS enda á milli og hélst þéttingsfast í hendur okkar. Það var afar kært að geta verið hjá þér síðustu stundirn- ar. Elsku Smári minn, ég kveð þig með virðingu og þökk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Ragna. Elsku afi minn, hjarta mitt er mölbrotið. Það er svo margt sem mig langar að segja, en fyrst og fremst: takk. Takk afi minn fyrir að vera til taks alla tíð, sama hvað. Þú lýstir upp staðinn sama hvar það var, með þínu bjarta brosi, söng og dansi. Það var alla tíð notalegt að vera í kring- um þig og þú fylltir hjörtu allra af gleði. Með eindæmum óeig- ingjarn og alltaf tilbúinn til þess að hjálpa ef þess þurfti. Öll þau skipti sem þú skutlaðist með mig í MS, á æfingar, að þjálfa, heim eða annað. Minn einkabílstjóri. Það rifjast upp fyrir mér margar góðar minningar þegar ég hugsa til þín. Þegar ég var barn og sífellt að breyta herberginu mínu. Þá þurfti að fara í Ikea í Holta- görðum og kaupa nokkra nýja hluti. Svo kom að því að borga og koma þessu öllu heim – þá var hringt í afa Smára. Hann og amma bjuggu nefnilega bara nokkrum metrum frá. Alltaf mætti afi með bros á vör en spurði hvort mig vantaði örugg- lega allt þetta. Ójá, hvern ein- asta hlut, sagði ég í hvert skipti. Oftar en ekki borgaðir þú fyrir mig, hlóst og keyrðir mig heim. Þegar þið amma kynntuð mér Hlölla-báta. Alltaf fékkst þú þér það sama og heldur hneykslaður að allir aðrir vildu ekki þann bát. „Njú jorker er langbestur“ eins og þú sagðir og hámaðir í þig. Svipaða sögu má segja um „Kentörkí“ en þið Þorsteinn bróðir eruð mestu KFC-aðdáendur sem ég hef kynnst. Allar ferðirnar í Kola- portið og Hveragerði. Ég gleymi því ekki þegar þú sagðir við ömmu: „Mikið hefur reikningurinn okkar í Rangá hækkað, hvernig stendur á þessu?“ Amma horfði á mig og hló. Hún gaf mér nefnilega leyfi til þess að skrifa á ykkar reikning þegar ég þyrfti að fara í búð. Sjaldan hef ég fengið eins mikið samviskubit, en ég einfaldlega þurfti að kaupa eina marmaraköku og Djæf-ís í hvert skipti sem ég fór í búðina því það var okkar uppáhald. Hvað þá öll þau skipti sem þú keyrðir af stað með bílinn í handbremsu og brælan sem kom. Alltaf minnti ég þig á það en þú vissir það sko alveg. Þú vissir oft best, að eigin sögn. Heimsóknirnar á DAS voru þó nokkrar. Eitt skiptið kom ég og þú sast í mestu makindum í hægindastólnum að horfa á David Attenborough í einum spariskó og einum strigaskó! Þú áttaðir þig ekkert á þessu en mikið hlógum við samt sem áður. Daginn áður en ég flutti til Kaupmannahafnar sagði ég þér að ég væri að fara í nám þar. Þú brostir út að eyrum og byrjaðir að tala dönsku eins og þér þætti ekkert eðlilegra. Við hin áttum ekki til orð, þetta var ótrúlegt. Ég er svo heppin að hafa fengið að eyða með þér að- fangadegi oft yfir ævina. Jólin eru okkar tími en þú komst mér á lagið með hamborgar- hrygg. Í ár verður engin und- antekning. Þú varst góður penni og kenndir mér snemma að semja ljóð. Það er því viðeigandi að ég kveðji þig með ljóðinu sem ég samdi með þér og ömmu. Amma notar ýmis tól, ekki er því að leyna. Inga stendur uppi á stól, og allt vill þetta reyna. Afi er með garnagól, og glefsar því í steina. Elsku afi, takk fyrir allt. Pabbi og amma taka vel á móti þér í sumarlandinu. Ég elska þig. Inga Björk. Elsku afi minn. Það er sárt að hugsa til þess að geta aldrei knúsað þig aftur, en það hlýjar að hugsa til þess að þið amma séuð loks sameinuð á ný. Þú hefur kennt mér svo margt sem ég mun taka með mér í framtíðina og þakka ég þér fyrir það elsku afi minn. Þú ert og hefur alltaf verið afi minn, sama hvort það sé blóð- skylda þar á milli eður ei. Ég var orðin 14 ára þegar ég fyrst áttaði mig á því að þú værir stjúpafi minn en það breytti engu vegna þess að fyrir mér varstu bara afi minn. Þú varst Hörður Smári Hákonarson Herdís Hólmsteinsdóttir verustunda með pabba sínum sem er enn vel ern. Svo voru það allar golfferðirn- ar sem hún ætlaði í með góðum vinum. Planið var líka að við myndum hittast við fyrsta tækifæri í góð- um hópi kollega okkar. Við Herdís kynntumst 1984 þegar við unnum saman í nokkur ár á geðdeild Landspítala. Báðar vorum við með lítil börn og unnum hálfa vinnu. Við deildum erfiðri reynslu vegna atviks á deildinni og það tengdi okkur sterkum böndum. Ég hætti á deildinni, fór til annarra starfa en Herdís hélt áfram í mörg ár og við höfðum lít- ið samband næstu árin. Árið 1997 kom hún aftur inn í líf mitt. Ég sótti þá um stöðu á geðdeildinni á ný og nú sem að- stoðardeildarstjóri. Herdís studdi mig með ráðum og dáð og ég fékk starfið. Aftur fékk ég mikinn stuðning frá Herdísi þegar ég sótti um og fékk forstöðumannsstöðu 2001 við nýtt búsetuúrræði, sem var íbúðasambýli eða íbúðakjarni fyrir geðfatlaða á vegum Svæð- isskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík. Þá var Herdís komin þangað og starfaði sem forstöðumaður í sambýli. Hún veitti mér ómetan- lega hjálp við að búa þetta úrræði til. Hún var alltaf til staðar fyrir mig, sama hvað var. Við áttum alla tíð mjög gott samstarf sem kollegar og vinir. Fyrir u.þ.b. sex árum fékk Herdís krabbameinsgreiningu og hún fór í fleiri en eina lyfjameð- ferð. Ári síðar veiktist ég og þurfti líka að fara í krabbameinslyfja- meðferð og fleiri meðferðir eins og hún. Enn var Herdís að leið- beina mér og styðja. Búin að fara leiðina á undan mér. Eftir þessa reynslu áttum við margt sameiginlegt og ræddum í síma nær daglega allt þetta ár. Við ræddum um veikindin, aukaverkanir lyfja og aðrar aukaverkanir, vinnuna, sam- starfsfólk og fjölskyldur okkar. Hún bar sig alltaf vel, kvartaði aldrei og hrósaði starfsfólki spít- alans og sérstaklega lækninum sínum, Elísabetu. Við vildum ekki kalla veikindin og meðferðina baráttu heldur taka því sem að höndum bar með stillingu, enda ekkert annað í boði. Við ræddum hvað væri ham- ingja og vorum sammála um að hún felist í að hvíla vel í sjálfum sér og hafa góð samskipti við okkar nánustu. Njóta augna- bliksins og það gat hún. Hún naut þess virkilega þegar börnin hennar og fjölskyldur þeirra komu um helgar og þau borðuðu góðan mat saman. Við vorum þakklátar fyrir tæknina, messenger o.fl., því þar gat hún oft séð börnin og barna- börnin á tímum Covid-19-ein- angrunar. Hún sagði Davíð son sinn frá- bæran kokk og Ása dóttir hennar kom með litlu börnin að heim- sækja ömmu. Hún var þakklát fyrir allar þessar stundir og naut þeirra virkilega. Svo var það Helga systir sem býr í sama húsi. Hún var óþreyt- andi í að hjálpa og finna lausnir. Herdísi varð tíðrætt um hana og hve hún hefði hjálpað henni mikið alla tíð og sagði að Helga væri aukamamma barnanna hennar. Við Herdís vorum ekki alltaf sammála en höfðum gaman af að rökræða hlutina og virtum hvor aðra. Hún var skemmtileg og kát og glöð á góðri stund. Hún þekkti marga og naut trausts og virð- ingar, bæði sem persóna og sem fagmaður. Mér þótti einstaklega vænt um Herdísi og mun sakna hennar. Ég sendi Baldri manni hennar og fjölskyldu allar mínu dýpstu samúðarkveðjur. Guðrún Einarsdóttir. Elsku Herdís mín. Mikið finnst mér leitt að þú sért farin, þú skilur eftir þig svo stórt skarð í lífi svo margra og ég veit að ég mun sakna þín sárt! Miðað við hversu mikið þú snertir líf mitt þessi 10 ár sem við þekkt- umst þá get ég rétt svo ímyndað mér hversu sárt það er fyrir fjöl- skylduna þína að missa þig. Mín- ar innilegustu og dýpstu samúð- arkveðjur til þeirra. Alveg ótrúlega ósanngjarnt að þú náir ekki að njóta ömmuhlut- verksins áfram, fá að upplifa það að minnka við þig vinnu og njóta sumarbústaða- og golfferða til heitra landa eins og þú varst búin að plana og bara almennt njóta lífsins til fulls eins og þú varst svo góð í að gera! Þetta helvítis krabbamein, svo mikið vesen á því og þú hafðir engan tíma fyrir það eins og þú margoft sagðir. Þú varst svo óendanlega mikill karakter, ein af þeim sem var í raun stærri en lífið sjálft! Allir þínir stórkostlegu eiginleikar – hjartahlýjan, húmorinn, viskan, stuðningurinn, styrkurinn, skýra heildarsýnin, samkenndin, um- hyggjusemin, hugrekkið, þraut- seigjan, réttsýnin og stórfeng- leikinn. Þegar ég hugsa til baka þá er í raun alveg ótrúlegt að ein manneskja nái að búa yfir öllum þessum mögnuðu eiginleikum en í ljósi þessa þá er ekkert skrítið hversu margir leituðu alltaf til þín eftir ráðum, stuðningi og að- stoð. Endalaus biðröð á skrifstof- unni þinni og síminn stoppaði ekki. Enda bjóstu yfir hafsjó af þekkingu, hafðir svo skýra sýn á heildarmyndinni og hvað þurfti að gera. Þú varst leiðandi í þínu fagi og settir svo sannarlega þitt mark á geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi og gerðir hana betri og mannúð- legri. Ég er svo ánægð að ég hafi átt- að mig á því alveg frá fyrstu stundu þegar ég hóf störf í vett- vangsgeðteyminu með þér hversu mikil forréttindi það voru fyrir mig að fá að vinna með þér og læra af þér. Þú varst ekki bara besti yfirmaður sem ég hef á ævi minni haft heldur virkilega kær trúnaðarvinkona og klettur í mínu lífi. Ég er svo fegin að hafa náð að segja þér hversu mikilvæg þú varst mér, sérstaklega í okkar síðustu samræðum. Jafnvel þótt þú hafir ekki haft mikið þol fyrir væmni né hól þá vissum við báðar að þetta var tíminn fyrir þau orð að vera sögð. Ég veit líka að þú varst ekki fyrir langlokur þannig að ég ætla að láta staðar numið núna þótt ég gæti haldið endalaust áfram. Ég mun halda áfram að um- vefja minninguna um þig og það sem þú stóðst fyrir hlýrri og mildri athygli innra með mér, hvílandi í endalausu þakklæti yfir að hafa fengið að kynnast þér og hafa haft þig í mínu lífi. Ég kallaði þig oft verndaren- gilinn minn, bæði í djóki og al- vöru. Ef það hlutverk er til þar sem þú ert, þá veit ég að það tekur þig ekki langan tíma fyrir þig að vinna þig upp í að verða yfir- verndarengill og stýra sviðinu, berjast fyrir og vernda alla þá sem þurfa á því að halda, eins og þú gerðir svo vel í lifandi lífi. Takk fyrir að hafa verið til og takk fyrir að hafa verið þessi dásamlega, skemmtilega, kær- leiksríka þú. Þín saknandi vinkona, Anna Dóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.