Morgunblaðið - 18.12.2020, Side 29

Morgunblaðið - 18.12.2020, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 ✝ Jóhanna Vern-harðsdóttir fæddist 29. mars 1934, Hún lést 8. desember 2020. Jóhanna var fædd á Siglufirði og bjó þar alla sína tíð. Foreldrar hennar voru Anna Konráðsdóttir, f. 1903 á Tjörnum í Sléttuhlíð, d. 1964, og Vernharður Karlsson, f. 1900 á Hesteyri í Jökulfjörðum, d. 1985. Jóhanna giftist Hafliða Sig- urðssyni 18. nóvember 1955 en hann lést árið2000. Lengst af bjuggu þau að Laugarvegi 1 á Siglufirði. Síðustu 10 árin bjó Jóhanna á Skálarhlíð á Siglufirði og síð- asta árið að hjúkrunarheimilinu Hornbrekku á Ólafsfirði. Systur Jóhönnu voru: Mar- grét, f. 1926, d. 1990; Fanney, f. 1929, d. 2012; Anna Hjörtína, f. 1931, d. 2017. Börn Jóhönnu og Hafliða eru: ur Huldu Kobbelt búsett í Garðabæ. Börn þeirra: a) Víðir, í sambúð með Britt- any Tassano. Þau eru búsett í Poulbo/Seattle U.S.A. Fyrrver- andi maki Máney Sveinsdóttir börn þeirra: Steinunn Vala og Jóhann Fannar. b) Fannar gift- ur Sigrúnu Ingvarsdóttur börn þeirra eru: Kristján Víðir, Anna Sigrún og Aron Fannar. Þau búa í Hafnarfirði. 3) Hafliði Jóhann, f.1957, gift- ur Helgu Magneu Harðardóttur búsett í Kópavogi. Börn þeirra: a) Hafliði Hörður, maki Ingi- björg Jónsdóttir, búsett á Eg- ilstöðum. Þeirra börn eru: Rak- el Birta, Tinna Sóley og Magnea Margrét. b) Sigríður Sóley, maki Óli Már Ólason. Þeirra börn: Brynjar Ingi, Patrekur Már og Elmar Andri. c) Þórður, maki Helena Dögg Snorradóttir Þeirra börn: Bríet Lovísa og Birnir Snorri. d) Harpa Rut maki Ragnar Hjörvar Her- mannsson Þeirra börn: Hafdís Edda og Katla Sóley. Útför Jóhönnu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 18. desember 2020, klukkan 11. Streymt verður frá athöfninni á: https://youtu.be/rau4_pqoURQ/. Virkan hlekk á streymið má einnig nálgast á: https:// www.mbl.is/andlat/. 1) Fanney Ásgerð- ur, f. 1953, búsett á Siglufirði, gift Sturlaugi Krist- jánssyni. Börn þeirra: a) Jóhanna gift Jóni Ásmunds- syni búsett í Kefla- vík. Þeirra börn: Arnar Freyr og Sandra Ósk. Áður átti Jóhanna Stur- laug Fannar Þor- steinsson. b) Kristján, giftur Hugborgu Harðardóttur, bú- sett á Siglufirði. Þeirra börn: Haukur Orri, giftur Helgu Guðrúnu Sigurgeirsdóttur, barn þeirra er Kristján Svavar. Hörður Ingi og Sigurlaug Sara. c) Þrúður Elísabet sambýlis- maður Övind Andersen. Þeirra synir eru: Geir Fredrik og Roy Magnus. Áður var Þrúður gift Sigurði Þorleifssyni. Þeirra synir: Brynjar Þór og Þorleifur Gestur. Þau búa öll í Kristians- and í Noregi. 2) Vernharður, f. 1956, gift- Ég hitti Jóhönnu fyrst árið 2001 en þá var ég farin að vera með Hafliða Herði Hafliðasyni, barnabarni Jóhönnu. Hún kom fyrir sjónir sem einstaklega glæsileg kona. Varalitur, nagla- lakk, uppsett hár og margir skartgripir. Ég sjálf átti tvær ömmur sem voru báðar um 20 árum eldri en Jóhanna en þarna hitti ég aðra gerð af ömmu en ég átti að venjast og ég man að fyrst um sinn var ég hálffeimin. Jóhanna var hrókur alls fagn- aðar, greinilega sjálfstæð og mjög skoðanasterk, hafði prakkaralegan húmor og var ekkert að skafa af hlutunum. Ég gleymi ekki undrunar- og vanþóknunarsvipnum sem kom á hana þegar ég áræddi að segja upphátt að ég væri ekkert mikið fyrir að spila, eftir margí- trekað boð í manna. „Halli minn, hvað gengur þér til með þessa?!“ spurði hún hátt og hvellt yfir fjölskylduhópinn svo ég roðnaði niður í tær. Hún var þó fljót að taka mig í sátt og við urðum strax hinir mestu mátar þótt við næðum ekki saman í spilum. Ég verð Jóhönnu æv- inlega þakklát fyrir skemmti- legar samverustundir þar sem mikið var af hlátri og gleði. Líka fyrir hlýju og gjafmildi, hreinskilnar athugasemdir og sterkan karakter sem skilur svo mikið eftir sig. Ég sendi fjöl- skyldu og vinum hennar Jó- hönnu mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ingibjörg Jónsdóttir. Elsku besta amma Jókka er nú farin frá okkur. Það er óhætt að segja að hún hafi haft áhrif á mann á uppvaxtarár- unum á Siglufirði. Ótrúlega margar gleðistundir á Laugar- vegi 1, í hinum ýmsu veislum og mögnuðum spilakvöldum. Veisl- ur í yfirfullu húsinu, þar sem alls kyns kræsingar voru á borðum og spilakvöldin í eld- húsinu með henni og afa, sem eru mér ógleymanleg, þar sem hún hafði sérstakt lag á því að koma sér vel fyrir og láta okkur nafnana stjana við sig. Fyrir ut- an spilakvöldin á Laugarvegin- um var líka spilað í Alþýðuhús- inu og svo fékk maður stundum að fara með henni í bingó. Mað- ur hafði það á tilfinningunni að hún hefði nú ekkert sérstakan áhuga á bingóvinningunum sem hún fékk, því að flestir þeirra voru gefnir áfram og einhverjir þeirra enduðu á háaloftinu. Háaloftið hjá henni var algjör- lega sér heimur, þar sem allt virtist vera til en enginn fékk að fara þangað, nema kannski afi til að sækja eitthvað. Amma var sterk og flott per- sóna, sem þoldi ekkert kjaftæði. Hún hafði lag á því að koma sér að kjarna málsins í þeim sam- tölum sem hún átti. Þetta var einn af mörgum hæfileikum sem hún hafði og hefur alveg örugglega skilað sér áfram til hennar nánustu. Allar heimsóknirnar á Laug- arveginn og síðan í Skálarhlíð- ina, góða viðmótið sem maður fékk frá henni og alltaf eitthvað gott að borða. Minning öflugrar konu mun lifa vel og lengi hjá okkur sem umgengumst hana. Ég á eftir að sakna ömmu Jókku mikið. Hafliði Hörður Hafliðason. Sérstakt er að hugsa til þess að amma sé farin. Kona sem ævinlega fór mikið fyrir, hélt öllum á tánum en hlúði á sama tíma vel að sínum nánustu. Amma hafði einstakt lag á mat- seld enda matráður við sjúkra- húsið á Siglufirði í um 42 ár. Rabarbaragrauturinn ljúfi, svo ekki sé minnst á kramarhúsin með rjóma og sultu. Allt sem meðhöndlað var innan veggja þar sem eldavél og ísskápur voru lék í höndunum á henni. Ég gæti líklega skrifað enda- laust um matseldina og þau ófáu kvöld sem við snæddum kjúkling úr Ólafsfirði en ætla ekki að fara nánar út í það. Ljúft er að minnast stundanna sem við áttum saman á Laug- arvegi 1 þar sem nóg var til af öllu og eiginlega rúmlega það. Maður lifandi þegar þú varst að snúa Venna-Vagninum (gamla Subaru) á Laugarveginum eitt skiptið. Það má eiginlega segja að þá hafi ekki farið saman hljóð og tal þegar rauður átti að vera í bakkgír en raunin að honum hafði verið komið fyrir í fjórða. Kúplingunni var sleppt „af einstakri lagni“ og Rauður tókst á loft fram á við og stóðu framhjólin á brúninni á stein- veggnum við garðinn á Laug- arvegi 1. 4-5 ára ég rak upp óp af hræðslu en var svarað með glotti: „Það er nú ekki eins og þetta sé í fyrsta skipti.“ Önnur saga af okkar samskiptum var þegar ég fékk bílinn hjá þér og minnir mig að það hafi verið á degi tvö sem fyrsta sektin náð- ist á mynd. Ég ákvað að segja ekki orð því ég vissi að stund- um kæmi blikk en engin mynd væri tekin. Hálfum mánuði seinna var hringt. „Gjörðu svo vel að koma hingað og finna mig.“ Ég undirbý mig andlega fyrir heimsóknina því ég vissi hvert erindið væri. Það var sektin og bíllinn á þínu nafni. Amma situr í eldhúsinu í íbúð- inni á Skálarhlíð með umslag og segir við mig: „Hvað er þetta?“ Svarið var einfalt: þetta er sekt. Sektin var 3.250 kr. ef hún yrði greidd fyrir einhverja ákveðna dagsetningu. Amma réttir mér umslagið og ég opna það. Í um- slaginu var sektin og 5.000 kr. seðill. „Farðu á sýsluskrifstof- una og borgaðu þetta fyrir mig.“ Ég bendi henni góðfús- lega á það að eðlilegast sé að ég borgi þar sem ég ók bílnum. „Borgaðu þetta með peningun- um, þú mátt svo eiga afganginn en fleiri svona miða vil ég ekki fá.“ Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Farðu í friði kæra amma. Fyrir hönd fjölskyldunnar á Fossvegi 31, Haukur Orri Kristjánsson. Elsku fallega amma Jókka, við kveðjum þig með miklum söknuði en erum full þakklætis fyrir þann tíma sem við fengum með þér, en sá tími einkenndist af yndislegum og góðum stund- um. Það yljar okkur um hjarta- rætur að rifja upp minningar um þig. Það var alltaf gaman og gott að vera hjá þér. Við spil- uðum mikið ólsen-ólsen, oft var pöntuð pítsa á Pizza 67 og við dunduðum okkur í garðinum á Laugarvegi 1. Þessar yndislegu minningar munu lifa í hjörtum okkar og við munum minnast þín og halda minningu þinni á lofti. Þú kenndir okkur systk- inum margt og við minnumst þess bæði frá ungum aldri að þú kenndir okkur að hugsa um aðra, sýna öllum virðingu og vera þakklát fyrir það sem við hefðum. Það sýnir hversu ynd- islega góð og hugulsöm þú varst. Þú varst svo einstök, hjartahlý og góð. Þú varst okk- ar helsti stuðningsmaður í einu og öllu, það var alltaf hægt að treysta á þig, sama hvað. Þú varst og verður áfram fyrir- mynd okkar í lífinu, enda litum við bæði mjög mikið upp til þín. Þú hefur nú fengið hvílu með elsku fallega afa Didda, og veit- ir það okkur hjartaró að vita af ykkur saman aftur í sumarland- inu. Elsku amma, þú átt stóran part í hjarta okkar systkina og við erum óendanlega heppin að hafa átt þig að. Þín verður sárt saknað og minning þín lifir hjartkær í hjörtum okkar. Sandra Ósk Jónsdóttir og Arnar Freyr Jónsson, langömmubörn. Ég sit með myndabunka frá frænku sem mér var færður á dögunum og rifja upp ljúfar samverustundir: í sól á Siglu- firði (alltaf sól þar), sumar í Munaðarnesi, fermingar, af- mæli og ættarmót svo fátt eitt sé talið. Þessar myndir voru síðasta jólakveðja Jóhönnu uppáhaldsfrænku minnar. Að sjálfsögðu fylgdi ein Grand Marnier með í pokanum. Í bernskuhuga mínum sá ég þessa siglfirsku frænku mína í ævintýraljóma. Hún var bara flottust. Átti alveg magnaða svarta háhælaða skó með opinni tá og það sem meira var; ég fékk að skakklappast á þeim að vild. Svo var hún svo flott mál- uð, með blátt á augunum að ógleymdum löngu fagurlega lökkuðu nöglunum, sem voru í raun einkennismerki hennar alla tíð. Hún var alger skvísa, löngu áður en það orð komst inn í íslenska tungu. Mikill samgangur var milli fjölskyldna okkar og það var einkar kært með Jóhönnu og móður minni. Við mæðgur fór- um norður flest sumur þegar ég var barn og seinna kom hún mörg haust til okkar til að reyna að fá bót á gigtarskömm- inni. Þótt tilefnið væri ekki endilega gleðilegt var koma hennar alltaf tilhlökkunarefni. Hún var skrafhreifin og skemmtileg, lá ekki á skoðunum sínum um menn og málefni. Jó- hanna var litrík persóna sem lífgaði sannarlega upp á til- veruna. Hjálpsemi og greiðvikni eru orð sem koma í hugann. Jó- hanna var alltaf boðin og búin að leggja fólki lið. Þegar mamma handleggsbrotnaði illa sóttu þau Diddi hana til Reykjavíkur og önnuðust hana af einstakri natni meðan þess þurfti. Þegar ég var við nám í Lond- on endur fyrir löngu langaði mömmu að heimsækja mig en treysti sér illa til að ferðast ein. Jóhanna bauðst strax til að fylgja henni. Þær mættu á Heathrow og dýrðardagar fóru í hönd eins og sést best á myndunum fyrrnefndu. Við sáum og upplifðum margt. Sáum söngleikinn Evitu, fórum á æskuslóðir Shakespears í undurfallegu Cotswold að ónefndum glæsilegu verslunar- húsunum – þar var nú frænka í essinu sínu. Í móðurætt minni eru ann- álaðar hannyrðakonur og Jó- hanna var þar engin undan- tekning. Eftir hana liggur mikið af fallegum hannyrðum sem hún var óspör á að gefa vinum og ættingjum enda sérlega gjaf- mild. En frænka var ekki síður annálaður kokkur. Hún gat fyr- irvaralítið slegið upp stórveislu í litla húsinu sínu og allt bragð- aðist jafnvel. Jóhanna starfaði um langt árabil sem matráðs- kona við sjúkrahúsið á Siglu- firði og þar nutu hæfileikar hennar sín vel. Þótt Jóhanna fengi yfir sig sína brimskafla var hún gæfu- manneskja. Hún giftist ung góðum dreng og þau eignuðust þrjú börn sem öllum hefur farn- ast vel. Frænka fylgdist vel með afkomendum sínum og bar hag þeirra fyrir brjósti. Hún setti ekki fyrir sig að leggjast í löng ferðalög til að heimsækja þau sem voru búsett erlendis. Það eru því margir sem sakna hennar. Sjálf mun ég sakna sár- lega símtalanna og heimsókn- anna. Blessuð sé minning Jó- hönnu Vernharðsdóttur. Hafdís Ingvarsdóttir. Jóhanna Vernharðsdóttir ✝ Elvar ÖrnHjaltalín Ein- arsson var fæddur 17. janúar 1991 á Akureyri. Elvar lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 8. des- ember 2020. Elvar var sonur Þórlaug- ar Einarsdóttur og Sigurðar Magn- ússonar. Systkini Elvars voru Sandra, Borgþór, Gabríel og Starkaður. Elvar átti eina dóttur með El- ísabetu Pétursdóttur, Emelíu Hrönn Hjaltalín, sem fæddist 24. september 2018. Elvar bjó fyrstu fimm árin sín á Akureyri en flutti þá til Dan- merkur með móður sinni, stjúp- föður sínum Ingvari V. Hall- dórssyni og bróður sínum Borgþóri Ingvarssyni. Þar bjuggu þau í Odense í fimm ár en þá flutti fjölskyldan til Hafn- arfjarðar og bjó þar í tvö ár. Þá flutti Elvar ásamt móður sinni og bróður til Akureyrar og lauk Elvar grunnskóla á Akureyri. Þá fór Elvar í Verk- menntaskólann á Akureyri og var þar í tvö ár. Hann tók vinnuvélarétt- indi og aukin öku- réttindi. Á Ak- ureyri vann hann við ýmis störf. Elv- ar flutti til Reykja- víkur á árinu 2014 og starfaði sem bíl- stjóri á gámabíl hjá Eimskip. Þá flutti Elvar til Ak- ureyrar á árinu 2019. Hann festi kaup á bónstöð á Akureyri þar sem hann starfaði til dánardags. Á Akureyri hóf hann sambúð með Ingibjörgu Jóhannsdóttur og héldu þau heimili í Vættagili 22 ásamt dóttur hennar Mar- gréti Fjólu. Útförin fer fram 18. desem- ber frá Akureyrarkirkju kl. 13.30. Útförinni verður streymt á Facebook-síðunni jarðarfarir í Akureyrarkirkju. Virkan hlekk á streymi má einnig nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Ég man svo vel daginn sem þú fæddist, ég var ekki nema sex ára (alveg að verða sjö). Ég kom upp á sjúkrahús mjög stolt stóra syst- ir og himinlifandi að hafa eignast lítinn bróður. Ég sat með þig í fanginu með brosið út að eyrum, stoltari systur var erfitt að finna. Ég á svo margar minningar af okkur saman. Hjá pabba í Smárahlíðinni þegar þú varst örugglega rétt um eins árs, þú elskaðir að leika þér í potta- skápnum; því meiri hávaði, því betra. Vatnsrúmið hans pabba var líka skemmtilegur leikstaður hjá okkur. Þegar þú varst svona fimm ára og ég tólf vorum við með pabba niðri í bæ í Krónunni þar sem búðin hans var, Antikbúðin og Sóló, við vorum eitthvað að leika okkur og hann var að selja svona hármaska, ég litaði allt fallega ljósa hárið þitt bleikt! Við hlógum svo mikið að þessu og hlupum svo saman út um allan bæ skellihlæjandi, þú varst með eitt fallegasta bros sem ég hef séð og þú brostir líka svo fallega með augunum. Það sem við brölluðum saman var nú alltaf gaman. Eftir að ég flutti heim frá Eng- landi sumarið 2017 hittumst við ekki nógu oft, en ég man þegar þið Gabríel komuð saman á gúllí gúllí, árlegu fjölskylduútileguna, það sumarið og hvað var gaman hjá okkur, loksins hittumst við systkinin öll saman og skemmt- um okkur svo vel. Ég gleymi því seint þegar þú hringdir í mig og sagðir mér að þú værir að verða pabbi! Vá hvað ég var spennt fyrir þína hönd því þú hafðir talað oft við mig um hvað þig langaði að verða pabbi einn daginn og þú varst svo spenntur. Elsku fallega dóttir þín sem er alveg eins og pabbi hennar. Ég man hvað Embla mín var spennt að sjá litlu frænku sína þegar þið komuð norður með hana og sá ég þá hversu stoltur pabbi þú varst. Þú fluttir svo norður og við hittumst nú nokkrum sinnum eft- ir það áður en ég varð ófrísk að Amelíu, hefði mátt vera oftar en það þýðir ekki að ræða það núna. Ég minnist bara allra stunda sem við áttum saman og varðveiti þær vel. Elsku besti Elvar minn, hvíldu í friði, ég elska þig og sakna þín mikið. Þín systir, Sandra Rut Sigurðardóttir. Elsku drengurinn minn, þetta er svo hræðilegt, svo óskiljanlegt, svo óraunverulegt. Þetta átti ekki að gerast og sorgin er svo yfir- þyrmandi. Ég vildi að hægt væri að spóla til baka, breyta örlög- unum. Þú ert stóri bróðir sonar míns. Vinur og félagi. Þið áttuð mismikla samleið framan af, svona eins og oft vill verða í snún- um fjölskyldum. En alltaf bræð- ur, alltaf vinir. Hin síðari ár efld- ist vinskapur ykkar og þið urðuð félagar í lífsins ólgusjó. Þið tveir og svo allir hinir. Jafningjar sem treystuð hvor á annan. En svo gleymdir þú því, í augnablik, hve dýrmætur þú ert. Hve nærvera þín skiptir marga máli. Emilía Hrönn mun alast upp án þín, stelpan þín, sem var þér allt. Framtíð Ingibjargar verður allt önnur, ekki sú sem þið höfðuð skipulagt. Saman. Strákurinn minn hefur misst vin, sinn besta bróður. Þórlaug, Jón Stefán, Ein- ar afi … Við og allir hinir. Kæri Elvar Örn, við söknum þín og óskum þess að þú hefðir munað, þetta augnablik, þegar þú gleymdir. Kæra Ingibjörg ef ég gæti tek- ið sársaukann, þá myndi ég gera það. Í staðinn, sendi ég þér allt hið góða til að vaka yfir þér og Margréti Fjólu. Jón Stefán, mér er orða vant, Þórlaug og Einar, þið eigið alla mína samúð. Elsku Gabríel minn, missir þinn er mik- ill, en minningar um góðan bróð- ur lifa. Aðrir ástvinir, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Minning um góðan og vel gerðan dreng lifir. Elvar minn, kankvíst brosið þitt fylgir okkur um alla framtíð og yljar þegar sorgin nístir. Sonja Dröfn Helgadóttir. Elvar Örn Hjaltalín Einarsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.