Morgunblaðið - 18.12.2020, Side 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020
„HVERNIG ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ KOMA ÍBÓTAR-
ATÓMUM INN Í KÍSILSKÍFU MEÐ JÓNA-
ÍGRÆÐSLU OG NOTA ÖR BYLGJ UOFN?”
„EF ÞÚ HEFUR SVONA MIKLAR ÁHYGGJUR
AF ÞVÍ AÐ SMITAST AF ÞESSU SKALTU
BARA SOFA Í ELDHÚSINU.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að semja til hennar
ástarlag.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HEI,
GRETTIR…
HEFURÐU SÉÐ
STÓRU FERÐA-
TÖSKUNA?
MEINARÐU
NÝJA NESTIS-
BOXIÐ MITT?
GELT GELTGELT
VOFF
VO
FF
EKKI VERA FÚL ÚT Í
MIG! ÉG GAT EKKI
STOPPAÐ HRÓLF
Í AÐ TAKA ÞAÐ SEM
HANN VILDI!
ÉG HEYRÐI ÞIG GRÁTBIÐJA HRÓLF
UM AÐ TAKA FÍFÍ MEÐ SÉR!VOFF
nokkrum skákklúbbum. Ég hef bara
mikið yndi af skákinni,“ segir Bjarni
Þór, sem hefur unnið tvo stórmeistara
í fjölteflum, Viktor Kortsnoj í Hvera-
gerði og Tony Miles á Akureyri.
Bjarni hefur dálæti á góðum bók-
menntum og eins eru gönguferðir úti í
náttúrunni í miklu uppáhaldi. Eins og
allir gönguhrólfar vita er hvergi betra
að hugsa málin, dást að fallegum
skákfléttum eða hugsa um tónlist en í
góðum göngutúr.
Fjölskylda
Eiginkona Bjarna er Jóna Guð-
björg Ingólfsdóttir, f. 20.11. 1954, að-
júnkt við Háskóla Íslands. Foreldrar
hennar eru hjónin Ingólfur Árnason,
f. 5.8. 1924, d. 26.8. 2004, rafveitustjóri
á Norðurlandi eystra og Anna Ingi-
björg Hallgrímsdóttir, kennari og
húsmóðir f. 7.8. 1925, d. 9.11. 2015.
Þau bjuggu á Akureyri.
Foreldrar Bjarna eru hjónin Jón-
atan Jónsson, f. 3.12. 1921, d. 28.3.
2006, vélstjóri og Sigrún Ingjalds-
dóttir, f. 10.11. 1932, húsmóðir og
verkakona. Þau bjuggu lengst af á
Eyrarbakka.
Börn Bjarna og Jónu eru: 1) Stúlka,
f. 17.3. 1976, d. 1.4. 1976; 2) Sigrún, f.
30.9. 1985, erfðafræðingur, maki Ás-
geir Birkisson, f. 13.11. 1985, stærð-
fræðingur, þau búa í London. 3) Lilja,
f. 30.9. 1985, umhverfisverkfræðingur,
maki Magni Óskarsson, f. 11.6. 1987,
kennari við Dalvíkurskóla. Þau búa á
Dalvík. Barnabörn Bjarna og Jónu
eru Dagný Heiða Magnadóttir, f. 30.7.
2016, og Hrafnhildur Anna Magna-
dóttir, f. 10.12. 2018.
Systkini Bjarna eru: Lilja Inga, f.
24.1. 1956, d. 26.11. 2013, lífeindafræð-
ingur; Guðrún, f. 19.6. 1957, d. 25.6.
2020, hjúkrunarfræðingur; Ólöf, f.
20.4. 1959, húsmóðir í Noregi; Gíslína
Sólrún, f. 24.3. 1962, tónlistarkona, og
Eyrún, f. 5.10. 1966, félagsráðgjafi.
Bjarni Þór
Jónatansson
Eyrún Eiríksdóttir
húsfreyja á Stokkseyri og síðar Reykjavík
Guðmundur Sæmundsson
kennari á Stokkseyri, síðar
skrifst.maður í Rvk.
Guðrún Lilja Guðmundsdóttir
húsmóðir og verkakona á
Stokkseyri og í Rvík
Ingjaldur Tómasson
bóndi og verkamaður á
Stokkseyri og í Reykjavík
Sigrún Ingjaldsdóttir
húsmóðir og verkakona á
Eyrarbakka og í Reykjavík
Halldóra Sigurðardóttir
húsfreyja á Efri-Gegnishólum
Tómas Magnússon
bóndi á Efri-Gegnishólum, Gaulverjabæjarsókn, Árn.
Guðrún Símonardóttir
vinnukona víða í Rang.
Guðmundur Ólafsson
vinnumaður víða, síðar
bóndi í Seli, Ássókn, Rang.
Guðrún Guðmundsdóttir
húsmóðir á Eyrarbakka
Jón Guðbrandsson
skósmiður á Eyrarbakka
Steinunn Jónsdóttir
húsfreyja í Kolsholti í Flóa
Guðbrandur Brandsson
bóndi í Kolsholti í Flóa
Úr frændgarði Bjarna Þórs Jónatanssonar
Jónatan Jónsson
vélstjóri á Eyrarbakka
og í Reykjavík
Þórarinn Eldjárn kveður á feis-bók og kallar „Ljótt að
benda“:
Háttvísi ég hripa á blað
mér heima í æsku kennda:
Benda vil ég þjóð á það
að það er ljótt að benda.
Hjálmar Jónsson sendi mér póst:
„Það var á lokadögum þingsins eitt
vorið að við sátum saman nokkrir
þingmenn í hádegismat. Svínakjöt
var í matinn, en það var ólseigt og
óspennandi. Hafandi tuggið um
hríð ýtti Páll Pétursson frá sér
diskinum og kvaðst sjaldan hafa
lagt sér til munns lakari málsverð.
Þá varð til vísa“:
Meðan lifa málin brýn
mæti ég þingraun hverri.
Ég hef borðað betra svín
og borðað með þeim verri.
Á Boðnarmiði var rætt um brag-
fræði. Af því tilefni sagði Sigrún
Huld Þorgrímsdóttir að sig langaði
til „að birta hringhendu (að ég tel,
er hundléleg í bragfræði) sem ég
gerði á Esjunni í fyrra. Tilefnið var
að ég var komin í svo mikla ham-
ingju á göngu minni að mér fannst
vissara að slá á með heimsósóma-
kveðskap“:
Mér hefur illa farist flest.
Fárlegar villur andann þjaka.
Brugðust mér tyllivonir verst.
Varla ég grilli leið til baka.
Tobbo Thor svaraði:
Mér er illa farið flest
ferleg villa andann þjakar.
Brugðust tyllivonir verst
varla grilli uppgjöf sakar?
Ólafur Stefánsson segir, að þær
séu „að skella á vetrarsólstöð-
urnar, eftirvæntar og dularfullar
eins og fleira í náttúrunni. Snýr
hún aftur himnakroppurinn eða
skilur hún okkur eftir í helmyrkri?
Við á hjaranum eigum meira
undir en þeir sem búa við sól í fullu
suðri og fögnum þeim mun meira.
Vetrarsólstöður, jól, eru því stærst
hátíða“:
Í loftinu læðist um kraftur,
af lotningu þagnar hver kjaftur.
Það seytlar hægt inn
seyðinginn finn,
að sólin sést bráðum aftur
Baldvin Halldórsson (1863-1934)
kvað:
Farðu hægt við folann minn
- fám hann reynist þægur:
hann er eins og heimurinn
hrekkjóttur og slægur.
Gömul vísa að lokum:
Tíðum þó ég þiggi sveip,
það er nógu skrítið,
mjög að róa minn við keip
mér er óalítið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Háttvísi og þingmenn í hádegismat