Morgunblaðið - 18.12.2020, Page 34

Morgunblaðið - 18.12.2020, Page 34
AFREKSÍÞRÓTTIR Kristján Jónsson kris@mbl.is Vinnufélagi hér á blaðinu hafði orð á því við mig fyrir nokkru að þegar hann fylgdist með íþróttaviðburðum erlendis þá hefðu sigurvegarar af og til orð á því í fjölmiðlum að þeir hefðu verið „in the zone“. Benti hann mér á að þetta mætti ef til vill taka fyrir og reyna að varpa ljósi á fyrir íþróttáhugafólk hvernig þetta lýsir sér. Hér verður sýnd viðleitni í þá áttina en með hjálp viðmælenda sem hafa marga fjöruna sopið í af- reksíþróttunum. Í fljótu bragði má segja að við þessar aðstæður skapist einhvers konar hugarástand þar sem íþrótta- maðurinn telur sig geta gengið á vatni en lýsingarnar eru einnig á þann veg að einbeitingin nái há- marki. „Þegar þetta næst er fullkomin einbeiting hjá íþróttafólki sem ekk- ert nær að trufla og skilar yfirleitt ánægjulegri niðurstöðu. Einhverjir hafa lýst tilfinningunni þannig að þeim finnist hægjast á og því verði auðveldara að bregðast við. Annars vegar er talað um „zone“ eins og hér á við en svo er einnig talað um „flow.“ Til að komast í „flow“ þarf verkefnið að vera krefjandi en hvorki of auðvelt né of erfitt,“ sagði dr. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræð- ingur þegar Morgunblaðið bað hana um einhvers konar skilgreiningu á fyrirbærinu. Upplifa þetta allir? Óskar Örn Hauksson er einn at- kvæðamesti leikmaður í sögu Ís- landsmótsins í knattspyrnu og markahæsti leikmaður KR í efstu deild frá upphafi. Leikstíll Óskars er þess eðlis að hann hefur í gegn- um árin átt það til að vera nánast óstöðvandi í sókninni. Óskar er einnig íþróttafræðingur og tjáði Morgunblaðinu að hann hafi því velt því fyrir sér hvað felst í „zoninu“. „Þetta er ekki beinlínis flókið fyr- irbæri. Þetta gerist ekki oft en það er alveg greinilegt að maður hefur átt leiki þar sem þetta gerist. Maður platar einn andstæðing og svo plat- ar maður annan. Það vindur upp á sig. Oft er hugarfarið þannig á vell- inum að menn vilja ekki gera mistök en í þessu ástandi pælir maður ekki einu sinni í því og finnst maður vera óstöðvandi. Ég man eftir því að hafa fundið þessa tilfinningu. Maður hef- ur oft átt góða leiki en í þau skipti sem maður hefur dottið í þennan gír eru bara örfá,“ sagði Óskar og bendir á að ef til sé þetta hugar- ástand sem sumt íþróttafólk upplifi aldrei. „Þetta er sérstakt enda nokkuð sem gerist ekki oft. Ég hef ekki upplifað þetta oft og kannski eru einhverjir sem upplifa þetta aldrei. Þótt hægt sé að vinna með sjálfs- traustið hjá íþróttafólki þá hef ég ekki trú á að hægt sé að kalla þetta fram.“ Umhverfisþættir útilokaðir Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur frá Akranesi, hefur náð inn á stærsta sviðið í sinni íþrótt þegar hún keppti á Opna breska og Opna bandaríska meistaramótinu. „Þegar maður kemst í „zonið“ þá er ekkert utanaðkomandi sem nær athygli þinni á neikvæðan hátt. Það er sama hvað áhorfandi, meðspilari eða andstæðingur gerir, það fer ekkert í taugarnar á þér í þessu ástandi. Þú ert ekki að pæla í nein- um öðrum og hugsar bara um næsta högg. Ég held að ég geti lýst þessu þannig á sem bestan hátt. Mér finnst ég geta gert allt og ekkert geti stoppað mig. Ef þú fékkst fugl á þessari holu á æfinga- hring af hverju ættirðu þá ekki að geta gert það aftur í keppni? Ef þú fékkst fugl síðustu holu og af hverju ekki á næstu holu líka? Svona hugs- un kemur sjálfkrafa þegar vel geng- ur en það er erfitt að þvinga hana fram. Það er eitthvað sem þarf að vinna með íþróttasaálfræðingi. Eftir því sem þú verður betri og nærð lengra, því oftar kemur þessi hugs- un,“ sagði Valdís. Fannst metstökkið ekki gott Hafdís Sigurðardóttir úr UFA hefur margoft sett Íslandsmet í langstökki. Hún sagðist ekki vita hvernig hún ætti að skilgreina það þegar íþróttafólk er „in the zone“ en deildi skemmtilegri dæmisögu með lesendum „Þegar ég keppti á EM utanhúss árið 2016 var ég að ná mér eftir meiðsli en hafði áður náð lágmark- inu. Ég fór með því hugarfari að njóta þess að keppa og hafa gaman að þessu. Í raun var ég skíthrædd um að rífa upp meiðslin en ég var að reyna að komast inn á Ólympíu- leikana 2016 og vildi því keppa. Ég teiknaði broskarl á hendina á mér til að minna mig á að hafa gaman að þessu. Í mótinu fann ég að ég gat stokkið mjög langt og var nálægt því að komast í úrslit þótt ég næði ekki risastökki. Þá kom sú upplifun að draumurinn um að keppa á ÓL væri farinn. Enn var tími til að reyna við lágmarkið og ég fann mót rétt fyrir utan Amsterdam og var það síðasta tækifærið. Þá datt ég í gírinn og fann hversu geggjuð til- finning getur fylgt því. Þetta var ekki stórt mót. Mér fannst ég eiga völlinn og fann að allir horfðu á mig eins og ég væri stórstjarna. Ég náði nánast fullkomnu stökki en gerði hárfínt ógilt. Starfsmenn slógu á lengdina til gamans og það var alveg við ólympíulágmarkið sem var 6,70 metrar. Þarna fór ég í ein- hvers konar „zone“. Ég endur- upplifði stökkið og í næsta stökki setti ég Íslandsmet og stökk 6,62 metrar. Ég náði því frábæru stökki í raun en fann ekki fyrir því vegna þess að ég var með hugann við fyrra stökkið sem var svo miklu betra að mér fannst. Þegar þeir höfðu mælt komu tíðindin mér þar af leiðandi á óvart því ég var svo upptekin af fyrra stökkinu sem átti hug minn allan. Metstökkið var líklega bara aðeins styttra en hið ógilda en í hug- anum þá virtist það alls ekki eins gott. Ég var því bara 8 cm frá því að komast á leikana í Ríó,“ sagði Haf- dís en til eru sjónvarpsmyndir af henni í þessari keppni sem notaðar voru í heimildamynd sem var sýnd á sjónvarpsstöðinni N4. Þrotlaus vinna eykur líkurnar Njarðvíkingurinn Logi Gunn- arsson hefur átt langan og farsælan feril í körfuknattleiknum og skoraði fræga þriggja stiga körfu þegar hann jafnaði á móti Tyrkjum á EM í Berlín árið 2015. Logi er stuðkarl á vellinum og á það til að raða niður langskotunum „Ég held að þetta tengist því að fólk æfir ýmis atriði rosalega mikið. Í mínu tilfelli eru það skotin. Maður leggur mikinn metnað í það árum saman og því fylgja miklar end- urtekningar. Ég æfi ákveðin atriði mjög oft og hef alltaf gert. Með því býr maður til þann möguleika að komast í „zonið“ og þegar það gerist verður sjálfstraustið svo rosalegt að það virðist engu máli skipta hvar á vellinum maður tekur skot. Ég held að sjálfstraustið komi vegna þess að maður hefur gert þetta svo oft. Stundum gengur manni einfaldlega illa í leikjum og hittir nánast ekkert en þegar maður kemst í „zonið“ þá smellur allt saman. Þá trúir maður því ekki að eitthvað geti farið úr- skeiðis. Þetta er sambland af ein- hverju hugarástandi og allri þeirri vinnu sem þú hefur lagt á þig. Stundum hugsa ég þetta þannig að ég sé búinn að gera þetta svo oft að nú sé ég að fá borgað til baka eft- ir alla vinnuna. Þetta er því sálrænt en þeir sem æfa mest detta líklega oftast í „zonið“. Þetta er ekki til- viljun. Körfuboltamenn eins og Michael Jordan eða Kobe Bryant skoruðu meira en 40 stig margoft á ferlinum. Það er ekki að ástæðausu heldur hafa þeir lagt á sig þvílíka vinnu allan ferilinn. Þeir eins og aðrir lentu líka í því að hitta illa en það er svo stutt í að komast í „zon- ið“ af því menn hafa lagt svo mikið inn í bankann,“ sagði Logi Gunn- arsson við Morgunblaðið. Hugarástand sem ekki er hægt að þvinga fram  Hvað gerist þegar íþróttafólk kemst í „zonið“?  Hvernig lýsir það sér? Morgunblaðið/Sigurður Unnar Flinkur Óskar Örn Hauksson hefur átt marga stórleikina. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reynd Valdís Þóra Jónsdóttir hefur keppt í mörgum heimsálfum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Methafi Nafn Hafdísar Sigurð- ardóttur má finna í metabókunum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skytta Ferill Loga Gunnarssonar í körfunni er glæsilegur. 34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 England Aston Villa – Burnley.............................. 0:0  Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með Burnley vegna meiðsla. Sheffield Utd – Manch. Utd.................... 2:3 Staðan: Liverpool 13 8 4 1 29:19 28 Tottenham 13 7 4 2 25:12 25 Southampton 13 7 3 3 25:18 24 Leicester 13 8 0 5 24:17 24 Everton 13 7 2 4 23:18 23 Manch.Utd 12 7 2 3 22:19 23 Chelsea 13 6 4 3 26:14 22 West Ham 13 6 3 4 21:16 21 Manch.City 12 5 5 2 18:12 20 Wolves 13 6 2 5 13:17 20 Aston Villa 11 6 1 4 21:13 19 Crystal Palace 13 5 3 5 19:18 18 Leeds 13 5 2 6 22:24 17 Newcastle 12 5 2 5 16:21 17 Arsenal 13 4 2 7 11:16 14 Brighton 13 2 5 6 15:21 11 Burnley 12 2 4 6 6:18 10 Fulham 13 2 3 8 12:22 9 WBA 13 1 4 8 10:26 7 Sheffield Utd 13 0 1 12 7:24 1 Rússland Rostov – CSKA Moskva .......................... 1:3  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA og lagði upp mark, Arn- ór Sigurðsson kom inn á 85. mínútu. Staða efstu liða: Zenit Pétursborg 41, CSKA 37, Spartak Moskva 35, Sochi 33, Rostov 32, Dinamo Moskva 30, Krasnodar 30, Krasnodar 30, Lokomotiv Moskva 28, Rubin Kazan 28. Danmörk Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Köbenhavn – Midtjylland.................. (v) 6:7  Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmanna- hópi Köbenhavn.  Mikael Anderson kom inn á hjá Midtjyll- and í hálfleik. Fremad Amager – Bröndby .......... (frl.) 2:1  Hjörtur Hermannsson lék fyrstu 102 mínúturnar með Bröndby. Ítalía Roma – Torino .......................................... 3:1 Staðan: AC Milan 12 8 4 0 27:13 28 Inter Mílanó 12 8 3 1 30:15 27 Napoli 11 8 0 3 26:9 24 Roma 11 7 3 1 27:14 24 Sassuolo 12 6 5 1 22:13 23 Juventus 11 5 6 0 21:10 21 Atalanta 11 5 3 3 22:17 18 Lazio 12 5 3 4 18:20 18 Hellas Verona 11 4 4 3 13:11 16 Udinese 11 4 2 5 13:14 14 Sampdoria 12 4 2 6 18:20 14 Cagliari 12 3 4 5 18:23 13 Bologna 12 4 1 7 18:24 13 Parma 12 2 6 4 12:19 12 Benevento 12 3 3 6 13:23 12 Spezia 12 2 5 5 17:25 11 Fiorentina 12 2 4 6 12:20 10 Genoa 12 1 4 7 12:24 7 Torino 12 1 3 8 20:30 6 Crotone 12 1 3 8 10:25 6  Þýskaland Lemgo – Wetzlar ................................. 28:27  Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk fyrir Lemgo. Danmörk Ribe-Esbjerg – Lemvig....................... 31:22  Rúnar Kárason skoraði fimm mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Daníel Þór Ingason og Gunnar Steinn Jónsson komust ekki á blað. Skanderborg – Tvis Holstebro .......... 30:27  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk fyrir Tvis Holstebro. Svíþjóð Skövde – Kristianstad......................... 28:23  Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði ekki fyrir Skövde.  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Einarsson tvö. Ungverjaland Pick Szeged – Veszprém .................... 24:26  Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með Pick Szeged vegna meiðsla.   Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu, er í liði ársins í norsku úrvalsdeildinni 2020 hjá fréttastofunni NTB og styrktarað- ilanum OBOS. NTB var í ár í fyrsta skipti með einkunnagjöf fyrir úr- valsdeild kvenna í norska fótbolt- anum og þar hafnaði Ingibjörg í sjötta til áttunda sæti af öllum leik- mönnum deildarinnar. Ingibjörg varð bæði meistari og bikarmeist- ari með Vålerenga á tímabilinu. Í liði ársins í Noregi Bjarki Már Elísson átti stórleik fyr- ir Lemgo þegar liðið vann eins marks sigur gegn Wetzlar á heima- velli í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik í gær. Leiknum lauk með 28:27-sigri Lemgo en Bjarki skor- aði átta mörk úr átta skotum, þar af eitt úr vítakasti. Bjarki hefur skor- að 92 mörk í fjórtán leikjum í deild- inni á tímabilinu og er þriðji marka- hæstur, á eftir þeim Viggó Kristjánssyni, 95 mörk, og Robert Weber, 96 mörk, sem hafa leikið þrettán leiki. Lemgo er með 15 stig í áttunda sæti deildarinnar. Átta mörk úr átta skotum Ljósmynd/tbv-lemgo-lippe.de Mark Bjarki Már er þriðji marka- hæstur í þýsku 1. deildinni. Marcus Rashford skoraði tvívegis fyrir Manchester United þegar liðið heimsótti Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með 3:2-sigri Man- chester United en David McGold- rick kom Sheffield yfir strax á 5. mínútu. Manchester-menn létu ekki slá sig út af laginu og tókst að snúa leiknum sér í vil. Rashford hefur verið iðinn við markaskorun á tíma- bilinu en hann hefur nú skorað 12 mörk í 21 leik fyrir United í öllum keppnum. United er í sjötta sæti deildarinnar með 23 stig. United kom til baka í Sheffield AFP Hné Rashford er markahæsti leik- maður United á tímabilinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.