Morgunblaðið - 18.12.2020, Side 35

Morgunblaðið - 18.12.2020, Side 35
Cascarino, Lyon. Lucy Bronze (Lyon/City), Christiane Endler, PSG, Millie Bright, Chelsea, Bar- bara Bonansea, Juventus, Verónica Boquete, Utah Royals/AC Milan. Sóknarmenn liðsins voru Per- nille Harder (Wolfsburg/ Chelsea), Tobin Heath (Potland Thorns/Manchester United), Vivi- anne Miedema (Arsenal) og Megan Rapinoe (Reign). SVÍÞJÓÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Langþráður draumur rættist hjá knattspyrnukonunni Berglindi Rós Ágústsdóttur þegar hún skrifaði undir tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro á dögunum. Berglind, sem er 25 ára gömul, hefur verið fyrirliði Fylkis í úrvals- deild kvenna, Pepsi Max-deildinni, undanfarin tvö tímabil, en hún gekk til liðs við Árbæinga haustið 2017 frá uppeldisfélagi sínu Val. Hún getur spilað sem bæði mið- vörður og miðjumaður en hún á að baki 136 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað tvö mörk. Örebro hafnaði í sjöunda sæti í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en liðið ætlar sér stærri hluti á komandi keppnistímabili. „Það hefur alltaf heillað mig að spila í Svíþjóð,“ sagði Berglin Rós í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er mjög sterk deild með frábærum leikmönnum og liðum. Deildin er líka virkilega jöfn og ég vonast fyrst og fremst til þess halda áfram að bæta mig sem leik- maður í sænsku úrvalsdeildinni. Ég varð strax spennt þegar ég heyrði fyrst af áhuga Örebro og eftir að hafa spjallað Rickhard Jo- hannsson, þjálfara liðsins, varð ég alveg sannfærð um að þetta væri rétta skrefið fyrir mig. Hann er með skýr framtíð- armarkmiðið fyrir bæði mig og lið- ið. Ég fann það strax á honum að hann hefur mikinn metnað fyrir því sem hann er að gera hjá félag- inu og ég er virkilega spennt að vinna með honum,“ sagði Berglind. Erfitt að kveðja Árbæinn Sænska liðið var ekki það eina sem hafði áhuga á því að semja við Berglindi. „Ég get alveg viðurkennt það að það var ágætisáhugi, bæði frá lið- um í Noregi og Svíþjóð. Vegna kórónuveirufaraldursins þá komst ég ekki út að skoða aðstæður hjá þeim liðum sem sýndu mér áhuga en umgjörðin hjá Örebro er til fyr- irmyndar og af myndum að dæma er öll aðstaðan þarna algjörlega frábær. Þjálfari liðsins var að leita að leikmanni sem getur bæði leyst miðvörð og varnarsinnaðan miðju- mann. Ég kann báðar stöðurnar nokkuð vel og ég á allt eins von á því að ég muni spila báðar stöð- urnar á komandi keppnistímabili. Ég hef spilað meira sem miðvörður undanfarin ár og ég er þess vegna spennt fyrir því að fá tækifæri á miðsvæðinu á nýjan leik.“ Berglind hefur verið í lykilhlut- verki í Árbænum undanfarin þrjú tímabil og hún viðurkennir að það hafi reynst erfitt að kveðja Fylk- isliðið. „Það var virkilega erfitt að yf- irgefa Fylki og Árbæinn. Það var tekið virkilega vel á móti mér þeg- ar ég kom þangað fyrst og ég virkilega fann það á tíma mínum þar að fólk vildi allt fyrir mann gera. Þetta er ein stór fjölskylda þarna og nánast allir í kringum meistaraflokksráðið eru búnir að senda mér skilaboð og óska mér til hamingju með þetta skref til Sví- þjóðar. Ég er virkilega þakklát félaginu fyrir allt það sem hefur gert fyrir mig. Þegar að það varð ljóst að það væri erlend lið sem höfðu áhuga á mér fann ég bara fyrir stuðningi innan félagsins. Ef ég spila aftur á Íslandi þá verður Fylkir klárlega minn fyrsti kostur því maður spilar vel þegar manni líður vel og mér leið virkilega vel í Árbænum.“ Berglind lék sinn fyrsta A- landsleik í mars á þessu ári gegn Skotlandi í Pinatar-bikarnum á Spáni. „Markmiðið hefur alltaf verið að gera sig meira gilandi í landsliðinu og vonandi eykur þetta skref mitt til Svíþjóðar möguleika mína með landsliðinu. Að sama skapi er ég mjög einbeitt á að standa mig vel fyrir Örebro því þú þarft að standa þig vel með félagsliðinu þínu ef þú vilt fá tækifæri með íslenska lands- liðinu. Samkeppnin er mjög hörð og þetta stendur og fellur með mér sjálfri. Eins og ég hef áður sagt er ég að taka þetta skref til þess að halda áfram að bæta mig á knatt- spyrnuvellinum og ég er sjálf með mín persónulegu markmið sem ég vonast til þess að ná með Örebro,“ bætti Berglind Rós við í samtali við Morgunblaðið. Hefur lengi dreymt um atvinnumennsku  Berglind Rós leikur með Örebro í sænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili Ljósmynd/Sigfús Gunnar Vörn Berglind Rós, til hægri, ætlar að reyna fyrir sér í sænsku úrvalsdeildinni á komandi keppnistímabili. ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 Eitt ogannað  Knattspyrnukonan Katrín Ás- björnsdóttir hefur yfirgefið uppeldis- félag sitt KR en þetta staðfesti hún í samtali við mbl.is í gær. Katrín, sem er 28 ára gömul, gekk til liðs við KR síð- asta haust en liðið féll úr efstu deild eftir að ákveðið var að hætta keppni á Íslandsmótinu 2020 í lok október. „Það var í raun alltaf vitað að ég myndi yfirgefa klúbbinn eftir að við féllum,“ sagði Katrín í samtali við mbl.is í gær. „Framhaldið er óljóst eins og staðan er í dag. Ég ætla mér alla vega ekki að leggja skóna á hilluna. Það kemur al- veg til greina að taka pásu en mig langar að halda áfram, gera það 100% og spila áfram í efstu deild,“ bætti Katrín við í samtali við mbl.is.  Alþjóðaíþróttadómstóllinn, CAS, stytti í gær keppnisbann rússnesks íþróttafólks frá stórmótum úr fjórum árum í tvö ár. Alþjóðalyfjanefndin, WADA, setti Rússa í bann vegna brota á meðferð lyfjamála hjá íþróttafólki sínu. Rússar geta eftir sem áður ekki keppt undir eigin merkjum á Ólympíu- leikunum í Tókýó og Ólympíumóti fatl- aðra í kjölfarið, og heldur ekki á HM karla í fótbolta í Katar í árslok 2022. Rússneskt íþróttafólk sem hefur getað sýnt fram á að það tengist ekki lyfja- hneykslinu í heimalandi sínu hefur mátt keppa undir hlutlausum fána á stórmótum.  Hörður Björgvin Magnússon lagði upp þriðja mark CSKA frá Moskvu þeg- ar liðið heimsótti Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með 3:1-sigri CSKA en Fedor Chalov átti stórleik fyrir CSKA og skoraði þrennu. Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá CSKA og Arnór Sig- urðsson kom inn á sem varamaður á 85. mínútu hjá CSKA. CSKA er í öðru sæti deildarinnar með 37 stig.  Glenn Solberg landsliðsþjálfari Svía í handknattleik tilkynnti í gær átján manna hóp fyrir heimsmeistaramót karla sem hefst í Egyptalandi 14. jan- úar en fjórir öflugir leikmenn gefa ekki kost á sér á mótið. Andreas Nilssson og Niclas Ekberg verða ekki með í Egyptalandi, sem og þeir Linus Arnes- son og Jesper Nielsen. Nilson leikur í úrslitakeppni Meistaradeildar Evrópu milli jóla og nýárs og vill verja meiri tíma með fjölskyldu sinni. Ekberg og Arnesson vilja ekki ferðast vegna kór- ónuveirunnar og Nielsen er að stíga upp úr meiðslum.  Rúnar Kárason skoraði fimm mörk í þægilegum 31:22-sigri Ribe-Esbjerg gegn Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Sigur Ribe- Esbjerg var aldrei í hættu en Ribe- Esbjerg leiddi með sex mörkum í hálfleik, 15:9. Daníel Þór Ingason og Gunnar Steinn Jónsson komust ekki á blað hjá Ribe-Esbjerg í leiknum. Ribe- Esbjerg er með 13 stig í ellefta sæti deild- arinnar. Robert Lewandowski var kjörinn besti knattspyrnumaður ársins á ár- legri verðlaunaafhendingu Alþjóða- knattspyrnusambandsins, FIFA, sem fram fór í Zürich í Sviss í gær. Það voru landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar, blaðamenn og stuðningsmenn sem komu að kjör- inu í ár en Lewandowski hafði bet- ur gegn stórstjörnunum Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Lewandowski, sem er 32 ára gamall, átti frábært ár með fé- lagsliði sínu Bayern München en hann var bikarmeistari, Evr- ópumeistari og Þýskalandsmeistari með liðinu á tímabilinu. Þá skoraði pólski framherjinn 64 mörk í 58 leikjum en þetta er í fyrsta sinn sem hann hreppir verð- launin eftirsóttu sem voru fyrst veitt af FIFA árið 2016. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, var kjörinn þjálfari ársins, annað árið í röð, en hann stýrði Liverpool til sigurs í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Klopp, sem er 53 ára gamall, tók við stjórnartaumunum hjá Liver- pool í október 2015 eftir að Brend- an Rodgers var rekinn frá félaginu en hann hefur unnið frábært starf í Bítlaborginni á undanförnum ár- um. Þjóðverjinn stýrði liðinu til sig- urs í Meistaradeildinni árið 2019 og einnig til sigurs í heimsmeist- arakeppni félagsliða, 2019. Þá situr Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag en Klopp hafði betur gegn þeim Marcelo Bielsa, stjóra Leeds, og Hans- Dieter Flick, stjóra Bayern Münc- hen, í kjörinu. Þá áttu Bayern München flesta fulltrúa í liði ársins hjá FIFA, eða fjóra hvor. Hjá Bæjurum voru þeir Alphonso Davies, Joshua Kimmich, Robert Lewandowski og Tiago Alcantara en Thiago gekk til liðs við Liverpool frá Bayern í sumar. Alisson Becker, Trent Alexand- er-Arnold og Virgil van Dijk voru einnig í liðinu, ásamt þeim Kevin De Bruyne (Manchester City), Lio- nel Messi (Barcelona) og Cristiano Ronaldo (Juventus). Í kvennaflokki var Lucy Bronze, leikmaður Manchester City, kjörin best en hún gekk til liðs við City frá Lyon í september. Bronze vann þrefalt á árinu, bik- arkeppnina, deildina og Meist- aradeild Evrópu, með Lyon á tíma- bilinu en hún gekk til liðs við franska félagið árið 2017. Þetta var í fyrsta sinn sem hún er kjörin leikmaður ársins hjá FIFA en þær Pernille Harder, leikmaður Chelsea, og Wendie Renard, mið- vörður Lyon, voru einnig til- nefndar. Lið ársins í kvennaflokki skipa þær Wendie Renard og Dalphine Pólverjinn kjörinn bestur í fyrsta sinn AFP Bestur Robert Lewandowski leikur með Bayern München. AFP Best Lucy Bronze er samnings- bundin Manchester City.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.