Morgunblaðið - 18.12.2020, Síða 36

Morgunblaðið - 18.12.2020, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þetta er bók um náttúru mannsins sjálfs og náttúruna í umhverfi hans. Aðaldýrið er þetta týnda manndýr, sem ég held að við séum öll. Ég er að reyna að skoða manninn sem dýr en líka sem tilfinningaveru og vitsmuna- veru sem er full af mótsögnum. Ein- hver vinkill á mennskuna er þráður í öllum mínum bókum. Þessi bók fjallar um leitina að mennskunni í heiminum, sem er vissulega stórt efni, en þegar maður ætlar að fjalla um eitthvað stórt þá er ágætt að smækka sögusviðið niður. Þessi saga gerist á þremur dögum og í þröngu rými, að mestu í einni íbúð og á fæð- ingardeild Landspítala,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur sem sendi nýlega frá sér skáldsöguna Dýralíf. „Þetta er tvíradda bók sem segir frá tveimur ljósmæðrum sem báðar heita Dómhildur. Sú eldri er ömmu- systir söguhetjunnar sem býr í íbúð sem hún erfði að hluta eftir þessa frænku sína. Hún býr þar í raun í eins konar safni. Þessar tvær raddir skarast en við kynnumst eldri kon- unni, sem er dáin, í endurliti í gegn- um pappíra sem sú yngri finnur í Chiquita-pappakassa sem frænkan hefur skilið eftir í íbúðinni. Ég vissi um hvað ég ætlaði að skrifa og um hvað bókin ætti að vera en ég var smá tíma að finna þessar raddir.“ Bókin er upphafning á smælkinu í heiminum Auður Ava segir að útgangspunkt- urinn hjá sér með því að hafa sögu- persónurnar ljósmæður hafi verið að reyna að skilja ljósið í heiminum út frá ýmsum vinklum. „Þá þarf líka að hafa myrkur og þess vegna læt ég söguna gerast á dimmasta tíma ársins. Flestar sögu- persónurnar tengjast meira og minna ljósinu, þarna eru nokkrar ljós- mæður, rafvirki sem hugar að ljósa- perum söguhetjunnar, leiðsögumaður í norðurljósaferð og björgunarsveit skipuð konum sem er aðallega í því að bjarga strönduðum hvölum, því það er lítið um ferðamenn. Hvergi er minnst á Covid-veiruna í bókinni, en það er umhverfisvá í henni, eins og er í heiminum í dag. Fólk botnar ekkert í veðurkortunum en systir aðalsögu- hetjunnar er veðurfræðingur og hún hringir nokkrum sinnum á dag í hana til að uppfæra veðurspána,“ segir Auður Ava og bætir við að í sögunni spinni hún saman tvenns konar þræði. „Söguhetja mín er að reyna að botna í þeim skrifum sem koma upp úr kassa frænkunnar, en þar má sjá að sú eldri hefur eytt miklum tíma í að reyna að skilja bæði manninn og ljósið. Bókin fjallar annars vegar um manndýrið í samanburði við önnur dýr og líka plöntur, því eins og segir í bókinni: þótt maðurinn komist ekki af án plantna, þá komast plöntur ágætlega af án manna. Plöntur hafa það fram yfir manninn að þær snúa sér í áttina að ljósinu. Svo er það hinn þráðurinn í bókinni, ljósið og vonin, vonin sem felst í því að við, þetta brothætta og grimma manndýr, það geti tekið upp á því að haga sér óút- reiknanlega. Á jákvæðan hátt og fundið upp á einhverju sniðugu fyrir heildina. Við getum komið á óvart í hugrekki og æðruleysi. Það er stór- kostlegt tækifæri og ævintýri að fá að prófa að vera til og titil bókarinnar má líka skilja í tveimur orðum: Dýra líf, eða hið dýrmæta líf. Ég hugsaði bókina líka sem óð til hins viðkvæma og brothætta lífs. Ekkert dýr er jafn lengi ósjálfbjarga og háð öðrum og manndýrið. Við fæðingu er það al- gjörlega varnarlaust, enginn feldur, hreistur eða fiður til skjóls. Bókin er upphafning á smælkinu í heiminum, ungviði jafnt sem kartöflusmælki svo vísað sé í Dómhildi eldri sem hefur sérstakan áhuga á kartöflum. Þetta er ekki óður til þess sterka, heldur býr vonin frekar í styrkleika þess veikburða.“ Hvað gerist eftir að við erum út- skrifuð af fæðingardeildinni Þegar Auður Ava er spurð hvort við mannfólkið munum nokkurn tíma geta skilið okkur sjálf er hún fljót til svars. „Við eigum nógu erfitt með að skilja annað fólk, jafnvel það sem við búum með, en erfiðast er að skilja okkur sjálf. Við erum ókunnugust af öllu ókunnugu, segir ömmusystirin einmitt í bréfi til pennavinkonu sinn- ar, ljósmóður í Wales. Hún hefur undir það síðasta gefist upp á að reyna að skilja manninn og ljósið. Hún virðist líka gefast upp á orðum og ætlar að snúa sér aftur að út- saumi, stykki sem hún lýsir sem mynstri mannlegrar hegðunar.“ Auður Ava segir að bókin hennar sé í raun að spyrja hvað gerist eftir að við erum útskrifuð af fæðingar- deildinni, eftir að við hættum að vera þessir fimmtíu sentimetrar. „Í hverju erum við góð og hvað fer úrskeiðis hjá okkur? Ömmusystirin treystir foreldrum tæplega fyrir hlutverki sínu og pakkar nýfæddu ungviðinu inn í prjónaverkin sín og er frekar treg að láta börnin af hendi, útskrifa þau út á guð og gaddinn.“ Hún veltir fyrir sér tilviljuninni og þætti hennar í lífi hverrar mann- eskju. „Ég held að lífið sé prjónað saman úr alls konar tilviljunum og stærstu atburðirnir í lífi okkar tengjast tilvilj- unum. Hinn póllinn er að við getum ekki algjörlega treyst á tilviljanir, sumir kalla það örlög og ákvarðanir sem við tökum vega þungt. Í bókinni er getnaðurinn stærsta tilviljunin, sem verður til þess að þú verður þú og fæðist inn í heiminn,“ segir Auður Ava og bætir við að það sé skemmti- leg tilviljun að barnabarnið hennar fæddist sama dag og hún lauk við bók sem hefst á fæðingu og segir frá ljós- mæðrum. Morgunblaðið/Eggert Auður Ava „Við getum komið á óvart í hugrekki og æðruleysi. Það er stórkostlegt tækifæri og ævintýri að fá að prófa að vera til og titil bókarinnar má líka skilja í tveimur orðum: Dýra líf, eða hið dýrmæta líf.“ Hið brothætta manndýr  „Ekkert dýr er jafn lengi ósjálfbjarga og háð öðrum og manndýrið,“ segir Auður Ava um nýja skáldsögu sína, Dýralíf  „Þetta er ekki óður til þess sterka, vonin býr í styrkleika þess veikburða“ „Þetta er mikill heiður. Maður fær ekki oft símtal sem færir svona góð- ar fréttir. Ég er mjög glöð,“ segir Rósa Gísladóttir myndlistarmaður sem varð í gær fyrst til að veita við- töku Gerðarverðlaununum, nýjum myndlistarverðlaunum sem Gerðar- safn stendur að, til stuðnings við höggmyndalist hérlendis. Verð- launaféð nemur einni milljón króna og eru verðlaunin til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara (1928- 1975). Þau verða veitt árlega fram- úrskarandi myndlistarmanni sem vinnur í skúlptúr og rýmisverk. Verðlaunin fær Rósa fyrir metn- aðarfullt og kröftugt framlag til höggmyndalistar. Verk Rósu eru, eins og segir í tilkynningu frá Gerðarsafni, „könnun á geometríu og klassískri formgerð með vísunum í arkitektúr og rússneskan kon- strúktivisma. Skúlptúrar hennar spila á mörkum þess klassíska og nútímalega jafnt í fagurfræði og efn- isnotkun. Verk í við, gifs, keramik og gler skapa samspil við umhverfi sitt hvort sem það er staðbundið verk í borgarlandslagi eða skúlptúrar sem hverfast um sýningarrými.“ Gaman að tengjast Gerði Rósa (f. 1957) nam myndlist í Þýskalandi, Bretlandi og á Íslandi og hafa verk hennar verið sýnd víða hérlendis og erlendis. „Þetta er skemmtilegt að svo mörgu leyti og ekki síst að tengjast Gerði með þessum hætti, hún var svo frábær listamaður. Einn þeirra listamanna sem eru alltaf jafn góðir, verkin hennar hafa elst ótúlega vel, enda setti hún lífið í listina. Mér finnst ég líka stundum tengjast henni í nálguninni í verkunum, ég er háð mikilli formfestu og finnst ég skynja svipað í hennar verkum,“ segir Rósa. Hún segir að vissulega hafi það glatt sig mikið að fá þessa fallegu viðurkenningu. „Það er oft erfitt að vera myndlistarmaður á Íslandi og þá skiptir þrautseigjan svo miklu máli, úthaldið, og gefast ekki upp,“ segir hún og í því ljósi hjálpi svona viðurkenning mikið. Að auki segir hún féð sem fylgir koma sér vel. Dómnefnd Gerðarverðlaunanna skipa Brynja Sveinsdóttir for- stöðumaður Gerðarsafns, Eggert Pétursson myndlistarmaður, til- nefndur af Gerðarsafni, og Svava Björnsdóttir myndlistarmaður, til- nefnd af SÍM. efi@mbl.is Rósa fékk Gerðarverðlaun  Ný verðlaun kennd við Gerði Helgadóttur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heiður Rósa Gísladóttir veitti Gerðarverðlaununum viðtöku í gær. Listamenn Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands tók á dögunum höndum saman og hljóðrituðu nýja útgáfu jólalagsins „Ég hlakka svo til!“. Um 150 listamenn komu að upptökunni og segjast senda lands- mönnum með laginu, þar sem fjallað er um jólin sem eru á næsta leiti, „saknaðar-, þakkar- og tilhlökkunar- kveðju eftir langan aðskilnað og truflanir á hefð- bundnu starfi“. Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari útsetti lagið sem var hljóðritað undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarna- sonar hljómsveitarstjóra. Einnig var tekið upp mynd- band þar sem listamenn úr báðum stofnunum koma fram í Hörpu og Þjóðleikhúsinu, einir eða í litlum hópum í samræmi við gildandi takmarkanir. Hljóðrituðu saman „Ég hlakka svo til!“ Bjarni Frímann Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.