Morgunblaðið - 21.12.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.12.2020, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. ERT ÞÚ Í BYGGINGARHUGLEIÐINGUM? VIÐ FRAMLEIÐUM EINNIG Smáhýsi Gestahús Parhús Raðhús Sérbýlishús Módula Þaksperrur Sökkla www.huseining.is sala@huseining.is s: 686-8680 Verð frá 113.400 kr. pr/m² Einbýlishús Húseining býður upp á einstök og falleg einingarhús sem hönnuð og framleidd eru á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður. Sumarhús Verð frá 135.800 kr. pr/m² Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Húsin sem lentu undir aurflóðunum á Seyðisfirði eru öll, utan eitt, við Hafnargötu. Á því svæði sem einu nafni kallast Búðareyri. „Flóðin gjörbreyta ásýnd þessa hluta bæj- arins og tjónið er mikið,“ segir Vil- hjálmur Jónsson á Seyðisfirði, bæjarstjóri þar 2011-2018 og nú fulltrúi í sveitar- stjórn Múlaþings. Næst utan við svæðið þar sem skriðan féll er svo þyrping húsa sem kölluð hefur verið Wathnestorfan, kennd við Ottó Wathne, síldarspekúlantinn norska, sem var með umsvifamikinn rekstur á Seyðisfirði undir lok 19. aldar. Ekki þruma úr heiðskíru lofti „Sé farið langt aftur þurfa ham- farir eins og nú ekki að koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þó er eins og hver eða önnur hver kynslóð fái sinn skammt af svona nokkru og er þá ekki endilega með dæmi frá fyrri tíð á hraðbergi. Þegar horft er á hlíðina þá hafa húsin verið byggð í hana eða undir henni en náttúran hefur tilhneigingu til að viðhalda því formi sem er á fjallinu með skriðum og þær þurfa því ekki að koma á óvart, þótt svona atburðir komi með löngu millibili,“ segir Vilhjálmur. Varpað hefur verið fram að virða megi tjónið á Seyðisfirði á einn milljarð króna. Vilhjálmur segir þá tölu vel geta staðist, en þó sé ekki allt sem sýnist. Við nánari athuganir komi yfirleitt meira tjón í ljós en virðist í upphafi, til dæmis á ýmsum innviðum. Þá verði sumt ekki metið til fjár og í því sambandi nefnir Vil- hjálmur Tækniminjasafn Austur- lands, en hús þess og safnkostur urðu eyðileggingu að bráð. Einnig má nefna Silfurhöllina, Hafnargötu 28, sem reist var 1954. Í húsinu, sem eyðilagðist, var fyrr á tíð rekin kaupfélagsverslun en í seinni tíð t.d. verkfræðiþjónusta, hárgreiðslustofa og aðsetur þýðingamiðstöðvar utan- ríkisráðuneytis. Upphaf sjoppumenningar Af öðru sem horfið er á Seyðis- firði eftir skriðurnar er Hafnargata 34; Turninn eins og húsið hefur yfir- leitt verið kallað. Það var flutt tilbú- ið til landsins 1908 og hefur sett svip á bæinn. „Turninn var vinsæll við- komustaður seyðfirskra unglinga og oft þröng á þingi. Má segja að Turn- inn hafi markað upphaf sjoppu- menningar á Íslandi. Þar var versl- að með sælgæti, öl, tóbak og ýmiss konar innflutta pakka- og dósa- vöru,“ segir Þóra Guðmundsdóttir arkitekt á Seyðisfirði í bókinni Af norskum rótum. Þar er fjallað um norskar byggingar á Íslandi, en margar í þeim stílnum eru á Seyðis- firði og flestar reistar í kringum 1900. „Skaðinn er mikill,“ segir Þóra Guðmundsdóttir í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Þó er bót í máli að allar þessar byggingar höfðu verið myndaðar, skráðar og mældar ná- kvæmlega. Ég finn núna að uppgjöf er fjarri bæjarbúum. Við hefjumst því handa um endurreisn með þjóð- arátaki. “ Breiðablik Austurvegur 38 Tækniminjasafnið og hluti vélsmiðju Hafnargata 38 Tækniminjasafnið Hafnar gata 38 Turninn Hafnar gata 34 Breiðablik Austurvegur 38 Silfurhöllin Hafnargata 30 Hafnargata 29 Framhús Hafnargata 6 Hafnargata 8 Dagsbrún Hafnargata 26 Skipasmíðastöðin Hafnargata 31 Berlín Hafnargata 24 Sandfell Hafnargata 32 Turninn Hafnargata 34 Föstudagur 18. desember kl. 15 Aurskriða úr Botnabrún tók með sér tíu hús við Hafnargötu Fimmtudagur 17. desember kl. 03 Aurskriða úr Nautaklauf tók með sér hús við Austurveg og fl utti um 50 metra Búðará Stöðvarlæ kur B o t n a b r ú n Grunnkort/ Loftmyndir ehf. Aurskriður á Seyðisfi rði Ásýnd bæjarins er gjörbreytt eftir flóðið  Náttúran viðheldur forminu  Uppgjöf fjarri bæjarbúum Aðalbygging Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði og Skipasmíðastöðin, sem einnig tilheyrir safninu, eru gjörónýtar. „Sögulega er þetta mikilvægt svæði,“ segir Kristín Huld Sig- urðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar. Starfsfólk stofnunarinnar fer austur innan tíðar til að kanna aðstæður og fyrr verður ekki hægt að svara til um hvert tjónið sé. Seyðfirðingar hafa á síðustu árum margir fengið styrki úr húsafriðunarsjóði til uppbygg- ingar og lagfærslu á gömlum húsum á svæðinu. Aðspurð seg- ir Kristín sjóðinn ekki geta stað- ið undir endurbyggingu á þeim húsum sem skemmdust eða eyðilögðust, en allir séu þó boðnir og búnir að leggja lið. Safnið ónýtt MIKIÐ MENNINGARTJÓN Vilhjálmur Jónsson Morgunblaðið/Eggert Sár Skriðan er svartur flekkur í fjallinu og eyðileggingin er mikil og ljót. Aurskriður á Austurlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.