Morgunblaðið - 21.12.2020, Side 4

Morgunblaðið - 21.12.2020, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020 er bæði spennandi og ógnvekjandi Bókin fæst í Eymundsson UNGMENNABÓKIN holar@holabok.is www.holabok.is GLÆSILEG JÓLA- OG ÚTSKRIFTARGJÖF Hvað boðar að dreyma rjúpu? Hvaða gagn gerðu arnarfætur? Við hverju var gott að nota hrafnsheila og súrt smér? Íslenskir fuglar og þjóðtrúin - fræðandi meistaraverk! Pétur Magnússon petur@mbl.is Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs, er einn þeirra fjölmörgu sem staðið hafa í ströngu á Seyðisfirði og vann meðal annars það afrek að bjarga fé- laga sínum úr björgunarsveitarbíl í miðri aurskriðu. Morgunblaðið spurði Davíð hvernig þetta hefði gerst. „Þarna var björgunarsveitarbíll, alveg í jaðri skriðu, sem varð fyrir flóðinu, færðist langar leiðir og kast- aðist til. Þetta er hátt í sjö tonna trukkur og ef þetta hefði verið öðru- vísi bíll, þá hefði maðurinn ekki ver- ið til frásagnar,“ segir Davíð. „Ég stökk til, en sá ekkert inn í bílinn fyrir aur og drullu, framrúðan farin svo ég hélt að húsið væri fullt af aur. Ég brýt rúðuna og reyni samt að opna bílinn, en það var stór steinn fyrir. Ég veit ekki hvort við hreyfðumst eða skriðan hreyfðist, en ég næ að toga manninn út, við komumst út og náum einhvern veg- inn að synda út úr skriðunni.“ Við björgunarsveitarhúsið skap- aðist líka hætta. „Inni í stjórnstöð- inni um 20-30 manns og aurskriða á leiðinni. Það var allt í stórhættu ásamt bæjarbúum. Það var allt í Guðs hendi og það fékk að lifa.“ Hvernig komst þetta fólk út? „Ég get aðeins lýst mínu þrönga sjónarhorni, við svona kringum- stæður hefur maður enga yfir- sýn,“ segir Davíð. „Fyrir neðan gamla ríkið hafði safnast saman mikill hópur, en ég hljóp út í Múla, stóra húsið úti í miðri skriðu, til að tryggja að það sé mannlaust. Þar koma þrír út. Hleyp svo niður eftir aftur og útnefni tvo fararstjóra til að leiða fólk út af þessum þrönga bletti, svo ég geti farið að sinna öðru,“ segir Davíð. „Ég hljóp að björgunarsveitar- húsinu til að athuga hvort þar væri enn fólk. Þar var vörubíll í gangi en hafði oltið á húsið, fyrir dyrnar að nýju viðbyggingunni. Ég ríf hurðina aðeins upp og kemst upp að bílnum, því ég óttaðist að þar væri maður inni. Hann er á hlið, svo ég brýt rúðu, næ að stinga hausnum inn og sé að hann er tómur. Ég fann annan björgunarsveitar- mann og við tæmum húsið af nauð- synjum, talstöðvum og öðru, svo við getum haldið stjórnstöðinni gang- andi. Þar var lögreglubíll, sem við komum niður illa jeppafæra brekk- una, niður fyrir ríkið og gátum safn- ast saman,“ heldur Davíð áfram. „Þar ákveðum að manna bát, til að komast hinum megin við skriðuna. Við siglum af stað og framhjá húsum í skriðunni og athugum hvort við sjáum eitthvað í sjónum, því við vor- um ekki viss um að þau væru mann- laus. Þannig voru feðgar í Þórs- hamri sem komust út sjálfir. Eins í gömlu skipasmíðastöðinni, þar var strákur sem komst út, af því hann gafst ekki upp. Hann bara hljóp og hljóp og náði að komast út um dyr þótt hann væri með aurskriðu á löppunum,“ segir Davíð. „Þarna vissum við ekki hvort það væri annað flóð á leiðinni. Þetta var svo stórt að maður hélt ekki eða vissi ekki … en þarna var aurskrið- unum þannig séð lokið í bili og við fórum að rýma og halda rafmagni.“ Svona gerist ekki af sjálfu sér? „Það var enginn einn sem gerði neitt. Það voru allir sem gerðu allt.“ Það tekur á, ekki satt? „Það er bara … þegar ég komst í bílinn og horfi í augun á öðrum björgunarsveitarmanni og vini mín- um til margra ára … það var ofboðs- lega fallegt að sjá augun á honum. Það var bara eins og ást við fyrstu sýn! Eða þegar strákurinn hljóp út úr Múla og stökk í fangið á mér … Þetta eru eiginlega næg verðlaun fyrir að nenna að sinna þessu, að vera í björgunarsveit og slökkviliði og sjúkraflutningum. Það eru þessi móment … Þau eru góð laun fyrir allt draslið.“ Og gefandi? „Jú, það er það. Og að sjá mátt Seyðfirðinga við þessar aðstæður. Sjá allt þetta fólk hlusta á einhvern bjána eins og mig að öskra og garga skipanir, sem það trúir og treystir að séu réttar. Það er ekki sjálfgefið að eiga slíkt traust. Eða að horfa á hvernig Seyðfirðingar standa sam- an, haldast í hendur og labba út úr þessu. Það er Guðs verk.“ „Allt í stór- hættu og Guðs hendi“  Frásögn Davíðs Kristinssonar björg- unarsveitarmanns af neyðarstarfi eystra Davíð Kristinsson Manntal Björgunarrmaður telur fólk á leið aftur heim til Seyðisfjarðar. Byggð Innri skriðan, sem féll á fimmtudag, nær yfir stórt svæði undir hlíð. Morgunblaðið/Eggert Sjórinn Bátur frá Landhelgisgæslunni lónar fyrir landi. Aurskriðan nær talsvert í sjó fram og eyðileggingin alger. Rústir Spýtnabrak og lausamunir fljóta í sjó fram og grannt er fylgst með. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir fundaði í gær með vísindamönn- um í Bretlandi ásamt Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni um nýjan stofn kórónuveirunnar. Einn ein- staklingur hefur greinst með þetta afbrigði á landamærum Íslands. Þetta staðfesti Þórólfur í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Einstakling- urinn hafi farið í einangrun og engin dreifing orðið á þessu af- brigði. Þórólfur segir að með faralds- fræðirannsóknum og líkanareikn- ingi hafi verið reiknað út í Bret- landi að sterkar líkur séu á að þetta afbrigði sé meira smitandi en önnur. Einnig sé litið til útbreiðslu þar sem aðgerðir hafa verið mjög harð- ar. „Það er á þeim grunni sem þeir ákveða að fara í þessar hörðu lok- anir í Bretlandi,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að í Bretlandi hafi bara hluti af stofnum verið raðgreindur af þeim sem hafa greinst þar. „Þannig að þeir vita ekki hvert umfangið og útbreiðslan á stofninum er.“ Þórólfur segir að ekki sé vitað hvað veldur því að þessi stofn er meira smitandi. Hægt sé að vita hver stökkbreytingin er en ekki endilega ennþá hvað það er sem skýrir að hann sé meira smitandi. Hann bætir því við að núna hefjist rannsóknir á virkni bóluefnis við þessum stofni. Einn hefur greinst með nýja afbrigðið  Þórólfur fundar með WHO og Bretum Aurskriður á Austurlandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.