Morgunblaðið - 21.12.2020, Side 8

Morgunblaðið - 21.12.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020 Bretar, nágrannar okkar ísuðri, eiga svo sannarlega okkar samúð í veirusnúningum sínum. Áratugum á eftir Castro, leiðtoga Kúbu, höfðu þeir loks hert upp hugann og frestað jól- unum um óákveð- inn tíma.    Það var for-sætisráðherr- ann sjálfur, Boris Johnson, sem breyttist í Hurða- skelli jólasvein, sem um leið var útnefndur fyrsti og seinasti jólasveinn þessara jóla.    Í gamla daga skellti Magnúsfjármálaráðherra dyrum „rík- isins“ fyrirvaralaust í lás nokkr- um dögum fyrir útihátíðir. Hann var áhugasamur um bindindi og ekki síður fyrir hönd annarra en sín. Bragðið heppnaðist í það sinn.    Ári síðar hömstruðu mennmiklar birgðir 10 dögum fyrir væntanlegan gleðskap. En stór hópur gleðipinna réð ekki við sig með allt þetta brennivín heima og datt duglega í það þá helgina og varð því að hefja hamstur á ný þegar heilsan leyfði til að missa ekki af aðalgleðinni.    Bindindi stóð því völtum fótumí tvennum skilningi þessa daga, en bókhald Áfengisins sýndi glæsta útkomu. Boris hurðaskellir gaf, ólíkt Magnúsi, sanngjarnan bannfyrirvara og sýna myndir blaða fjölmennt hópkjass hvert sem litið varð, og þurfti glænýja afbrigðið af veirunni ekki að kvarta yfir þeim móttökum sem það fékk.    Má mikið vera ef Sóttólfur ogVíðir hafa ekki stigið Öld- una af þessu tilefni. Hurðaskellir Veira vill meira STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Boltinn er hjá samninganefnd rík- isins,“ segir Guðmundur Úlfar Jónsson formaður Flugvirkja- félags Íslands í samtali við Morg- unblaðið. Flugvirkjafélagið lagði fram drög að heildarkjarasamningi fyrir flugvirkja hjá Landhelgis- gæslu Íslands á fundi við ríkis- sáttasemjara á fimmtudaginn í síð- ustu viku. Tveir fundir hafa verið haldnir frá því að lög voru sett á verkfall flugvirkja 27. nóvember. Lögin fela í sér að skipaður verður gerðardómur sem gert verður að fjalla um kjaramál þeirra, semjist ekki fyrir 4. janúar. Ljóst þykir að ekki sé mikill tími til stefnu. Guðmundur Úlfar segir tillögur flugvirkja sérsniðnar að flugvirkj- um Landhelgis- gæslunnar. „Við ákváðum að leggja fram þennan heildar- kjarasamning sem er sérstak- lega sniðinn að flugvirkjum Gæslunnar og þörfum Land- helgisgæslunnar og í því gagni kemur fram að þeir fylgi kauphækkunum hjá öðrum flugvirkjum í landinu, þrátt fyrir að þeir séu komnir með öll önnur kjör inn í sitt eigið gagn,“ segir Guðmundur. Boðað hefur verið til nýs fundar hjá ríkissáttasemjara en Guð- mundur kveðst bjartsýnn á að ríkið sjái kostina í því að fá heildarkjarasamning fyrir flug- virkja gæslunnar. Það feli í sér einföldun á öllum þáttum í kajra- samningsumhverfi Landhelgis- gæslunnar sem lýtur að flugvirkj- um. Flugvirkjar bjartsýnir á samninga  Lög sem sett voru á verkfall gera ráð fyrir samningum fyrir 4. janúar Guðmundur Úlfar Jónsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af alvarlegu ástandi vegarkafla um Mikladal og Tálknafjörð og einnig um Barða- strönd. Það telur aðeins tímaspurs- mál hvenær alvarlegt slys verður á þessum köflum og krefst úrbóta. Undirlagið lélegt Klæðing á Bíldudalsvegi um Mikladal og í botni Tálknafjarðar er illa farin á köflum og slitlagið farið af að hluta, eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu í gær. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjar- stjóri Vesturbyggðar, segir að veg- irnir séu orðnir gamlir, sérstaklega vegurinn um Mikladal á milli Pat- reksfjarðar og Tálknafjarðar. Al- menn umferð hafi aukist og þunga- flutningar stóraukist, svo klæðing brotni upp og undirlagið illa farið. Tillaga um tvenn jarðgöng Bæjarráðið hvetur samgöngu- ráðherra til að taka á þessu og ástandi vega á sunnanverðum Vest- fjörðum og tryggja að brugðist verði við hið fyrsta. Rebekka segir að meira fjármagn þurfi svo öruggt sé að aka á milli þorpa og innan at- vinnusóknarsvæðisins. Bæjarráðið telur nauðsynlegt að hefja undirbúning jarðganga á suð- urfjörðunum, meðal annars undir Hálfdán og Mikladal, en hafa einnig áhyggjur af ástandi Bíldudalsvegar í Arnarfirði, veginum upp á Dynjand- isheiði og í Dýrafjarðargöng. Sjór gekk yfir veginn á dögunum og sóp- aði honum í burtu á kafla í botni Arnarfjarðar. Gert er ráð fyrir nýj- um vegi þar í lok seinna tímabils samgönguáætlunar, en Rebekka tel- ur rétt að flýta framkvæmdum. Óttast alvarleg umferðarslys  Bæjarráð Vesturbyggðar krefst lagfæringa á vegum milli þorpanna Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson Miklidalur Slitlag brotnar undan umferðinni enda undirlagið ónýtt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.