Morgunblaðið - 21.12.2020, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020
Vetrarsólstöður Skammdegissólin að baki skýjum gyllti himininn og hellti geislum sínum yfir Vestmannaeyjar. Vetrarsólstöður eru í dag, 21. desember, kl. 10.02. Sólin í Reykjavík kemur upp
kl. 11.33 og sest 15.28. Á morgun er sólsetrið einni mínútu síðar. Þegar er svo komið fram yfir áramótin fer dagurinn að lengjast mjög hratt í báða enda og bráðum kemur blessað vorið.
Árni Sæberg
Það var gaman að
lesa margorða skýr-
ingu forseta Alþingis
Steingríms J. Sigfús-
sonar á hvað „grenj-
andi minnihluti – mik-
ill minnihluti“ þýðir á
norðlenskri tungu.
Steingrímur ræðir
mjög „upphafinn al-
hæfingarstíl“ sem
greinarhöfundur setji
fram og hæðir undirritaðan fyrir
baráttu fyrir að vilja endurreisa
brjóstvörn bænda með landbún-
aðarráðuneyti og umgjörð um ís-
lenskan landbúnað.
Við skulum aðeins ræða hver hjó
þar fastast. Ég geri mér grein fyr-
ir því að við Steingrímur eigum
það sameiginlegt að færa umræðu
og málflutning okkar í nokkrar
hæðir. Þar liggur sjálfsagt bæði
styrkur okkar og veikleiki. En um
árabil var Steingrímur talinn einn
magnaðasti ræðumaður Alþingis
og við héldum þá að sannfæring
fylgdi alltaf máli. Hitt vissum við
einnig að ræðustíll Steingríms
minnti á sósíalistaforingja, með
hnefann á lofti og stundum braust
fram í orðum hans og gjörðum ör-
lítið grenjandi „fól“. Sannarlega á
Steingrímur tungur tvær og talar
sitt með hvorri. En það er af
mörgu að taka vilji maður vera svo
óknyttinn rétt fyrir jólin að bregða
upp mynd af hinum tvíhöfða Stein-
grími J. Sigfússyni.
1. Steingrímur segist ekki geta
hugsað sér að fleiri hervirki rísi á
hálendinu. Þar hefur orðið stefnu-
breyting því Steingrímur sat í rík-
isstjórn 1988-1991 og sú ríkisstjórn
hafði áform um að
framkvæma fyrsta
hluta stórvirkjana á
Austurlandi með því
að sökkva Eyjabökk-
um, vegna raforkunýt-
ingar (álvers) á suð-
vesturhorninu, í
Keilisnesi. Alla þessa
orku átti svo að leiða
þvert yfir miðhálendið
norðan jökla í línum
og miklum háspennu-
möstrum, þangað sem
draumaálverið átti að
rísa. Þegar ekki fannst kaupandi
að orkunni féll ævintýrið um sjálft
sig! Nú er öll orka Austurlands
nýtt í heimabyggð til atvinnu-
uppbyggingar.
VG var stofnað sem náttúru-
verndarflokkur árið 1999, en hafði
gleymt þeim uppruna sínum þegar
ríkisstjórn VG og Samfylking-
arinnar var mynduð árið 2009. Um
það vitnar kísil- og kolaverið á
Bakka við Húsavík, sem ríkisstjórn
Steingríms og Jóhönnu stóð að. En
þar er jafnvel seilst inn á vatna-
svæði Skjálfandafljóts með ógn við
náttúruperluna Aldeyjarfoss.
2. Ekki vefst það fyrir Stein-
grími að eigna sér að áformin um
að sökkva Þjórsárverum voru
stöðvuð. Árið 2001 var undirrit-
aður ráðherra í ríkisstjórn og setti
fram kröfu um að „ekki lófastór
blettur af Þjórsárverum fari undir
uppistöðulón“. Síðar var það fram-
sóknarmaðurinn Jón Kristjánsson,
settur umhverfisráðherra, sem
stækkaði friðlandið.
3. Við skulum svo bregða okkur
nær tímanum. Fyrir kosningar
2009 sagði Steingrímur kortéri fyr-
ir kosningar að aldrei yrði sótt um
aðild að ESB á hans vakt. Hins
vegar var það fyrsta verk ríkis-
stjórnar hans og Jóhönnu Sigurð-
ardóttur að sækja um aðild. Þetta
var gert með braki og bramli í
flokki vinstri-grænna og enginn
gleymir hvernig félagar hans voru
lamdir og uppnefndir „villikettir“.
Þá missti foringinn fimm þing-
menn fyrir borð en kosninga-
loforðið varð að svikamyllu.
4. Jafnframt skírðu þau Jóhanna
ríkisstjórnina „skjaldborgina um
heimilin“. Allir muna að fjármála-
ráðherrann hafðist lítið að þegar
þúsundir fólks misstu heimilin sín
vegna hrunsins.
5. Enn muna menn ICESAVE-
kröfu Breta og Hollendinga og
hvernig ríkisstjórn Steingríms og
Jóhönnu vildi greiða skuldir
óreiðumanna og láta saklausa
launamenn á Íslandi yfirtaka þá
skuldabyrði. Þessu neitaði þá Ög-
mundur Jónasson félagi þinn og
sagði af sér ráðherraembætti í
mótmælaskyni. Framsóknarflokk-
urinn barðist gegn þeim áformum
og forsetinn Ólafur Ragnar Gríms-
son vísaði málinu í tvígang í þjóð-
aratkvæði. Þjóðin hafnaði öllum
kröfum um að borga þessa vit-
leysu. Ólafur Ragnar forseti hafði
enn lagt vinstrimenn á lær sér.
6. Miklir gæfumenn voru svo
framsóknarmenn og sjálfstæðis-
menn í ríkisstjórninni 2013-2016.
Þeir lækkuðu skuldir heimilanna
og jafnframt tóku þeir eignarnámi
vogunarsjóðina eða svokallaða
hrægammasjóði og greiddu niður
skuldir ríkisins. Hugsaðu þér,
Steingrímur Jóhann, nú hefur rík-
isstjórnin okkar orðið að skuld-
setja ríkissjóð upp á 600 milljarða
út af Covid-kreppunni; nákvæm-
lega þá upphæð sem hirt var með
lögum af hrægömmunum.
7. Svo vil ég minnast á hinn þrí-
eina Steingrím sem þrisvar settist
í stól landbúnaðarráðherra, 1988-
1991 og 2009 og 2011-2013. Hvert
var svo erindið í seinni tvö skipt-
in? Að höggva sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytin niður og
breyta þeim í hið ógnarstóra
atvinnuvegaráðuneyti þar sem
landbúnaðurinn fór í eldspýtna-
stokk ofan í vindlapakka og ofan í
skúffu. Þetta voru þín verk, Stein-
grímur. Og auðvitað að höggva
hinn þjóðholla flokksbróður þinn
Jón Bjarnason út, hann neitaði að
ESB yfirtæki þessar matvæla-
auðlindir Íslands. Mitt hlutverk er
nú að krefjast þess að landbún-
aðurinn verði ekki sá umkomulausi
dvergur sem hann varð í Jóhönnu-
stjórninni og er enn.
8. Hvað kaup útlendinga á bú-
jörðum varðar þá fengu 480 millj-
ónir Evrópubúa sama rétt og Ís-
lendingar til að kaupa bújarðir hér
í EES. Þá vorum við báðir á móti,
en á þeim tíma varstu í Alþýðu-
bandalaginu. Ég hins vegar stóð
frammi fyrir því sem landbún-
aðarráðherra nokkru síðar að svo-
kölluð girðingarlög stóðust ekki.
Svo og ákvæði um að hrepps-
nefndir hefðu það vald að taka af
einstaklingum jarðir og selja þær
öðrum á sama fundi eða krefja
menn um að skrá sig og byggja
allar eignarjarðir. Þarna sagði
bæði stjórnarskráin og Hæstirétt-
ur að svona lög væru mannrétt-
indabrot.
9. Hvað varðar svo ykkur Guð-
mund Inga umhverfisráðherra þá
eruð þið báðir vinstrimenn, og
hann í alvöru. Þið eigið ykkur
draum um sæluríkið. Hálendis-
þjóðgarðurinn verður stærsta
sveitarfélag Íslands og þar býr
enginn maður en þjóðin mun borga
og gjalda fyrir ofríkið með skött-
um í milljörðum talið með læstum
hliðum og stóru allsherjarbanni.
Bændur og búalið og frjálsir ferða-
menn, Vegagerðin og Lands-
virkjun verða óvinir „fjölskyldu-
garðsins ykkar“, þegar og ef
vinstrivillan hertekur afrétti og
miðhálendi. Náttúruverndarfólk er
í öllum flokkum og þjóðin vill sitt
hálendi án harðstjórnar og öfga-
aflanna. Látið þá um hreppsnefnd-
ina sem með hana fara í dag. Þeir
vinna svo með forsætisráðherra
hvers tíma sem fer með þjóðlend-
una með góðu fólki hringinn um
landið.
10. Þetta er svona rifjað upp
sem brot af því merkilegasta sem
drifið hefur á þína daga í þeirri
löngu eilífð sem þú hefur starfað á
Alþingi. Eitt er víst að þú átt lang-
flestar ræður sem þingmaður hef-
ur flutt á Alþingi í þúsund ár. En
þær vitna um breytilegan og
frjálslyndan mann sem kann að
skipta um skoðun, enda miklar
breytingar átt sér stað frá 1983 til
2020. En óskaplega finnst mér
vænt um að þú reifst þig undan
grímunni, sýndir þitt rétta andlit
og hættir að leika eitthvað allt
annað en sjálfan þig.
Eftir Guðna
Ágústsson » Óskaplega finnst
mér vænt um að
þú reifst þig undan
grímunni og sýndir
þitt rétta andlit.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður og
ráðherra.
Hinn margbreytilegi Steingrímur J.