Morgunblaðið - 21.12.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.12.2020, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL Félag þýzkukenn- ara er 50 ára um þessar mundir. Þegar blaðað er í dagblöðum ársins 1970 ber ým- islegt fyrir augu; Hekla gaus, stífla sprengd í Laxá, fyrsta konan settist í ráðherrastól, konur á rauðum sokkum fjöl- menntu í kröfugöngu 1. maí og kröfðust jafnréttis og réttlætis og íslenskir náms- menn börðust fyrir bættu skólakerfi og betri námslánum. Á lista- og menning- arsviðinu má nefna að Listahátíð í Reykjavík var haldin í fyrsta sinn með mörgum ein- stökum viðburðum. Þetta var árið sem Félag þýzku- kennara var stofnað. Helsti hvata- maður að stofnun þess og fyrsti formaðurinn var Baldur Ingólfs- son, kennslubókahöfundur og þýskukennari við Menntaskólann í Reykjavík. Félagið er fyrir alla sem starfa við og hafa réttindi til þýskukennslu. Markmið félagsins hefur alla tíð verið að efla faglega umræðu og samstarf meðal þýsku- kennara og stuðla að aukinni fræðslu og menntun félagsmanna. Verkefni félagsins hafa verið margvísleg gegnum árin og félagið varð strax mikilvægt fyrir menn- ingarleg samskipti Þýskalands og Íslands. Það fór fljótlega að láta til sín taka á mörgum sviðum sam- skipta landanna og sem tengiliður við Þýskaland fyrir íslenska náms- menn og aðra sem leituðu til fé- lagsins. Það hefur haft frumkvæði að margskonar starfi til að efla þýsku sem þriðja tungumál í sam- starfi við þýska sendiráðið á Ís- landi og Goethe-stofnunina sem m.a. stóð að baki rekstri þýska bókasafnsins í Reykjavík. Enn í dag er samstarf félagsins og Goethe-stofnunarinnar með mikl- um blóma og eru námskeið haldin með reglubundnum hætti fyrir þýskukennara hérlendis sem og erlendis. Starfsemi Félags þýzkukennara hefur blómstrað gegnum árin og staðið fyrir nýbreytni til eflingar á áhuga íslenskra nemenda í góðu samstarfi við sendiráð Þýskalands eins og að bjóða nemendum upp á þýskuþraut þar sem þeir reyna kunnáttu sína ásamt stutt- myndakeppni og fleiri áhugaverð- um hlutum. Einnig ber að nefna samstarf félagsins við Háskóla Ís- lands og Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungu- málum. Gaman er að nefna til dæmis þýskubílinn svonefnda, sem heimsótti marga framhalds- og grunnskóla landsins með fróðleik um heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fór í Þýskalandi 2006 og ók frú Vigdís Finnbogadóttir með úr höfuðborg- inni fyrstu kílómetrana. Margir félagar hafa tekið þátt í svonefndum Berlínarferðum og þróað jafnvel heila námsáfanga kringum slíkar ferðir sem hafa verið afar vinsælar hjá nemendum og heppnast vel. Megi félagið blómstra áfram og skapa nýjar leiðir og hefðir í þýskunáminu, nemendum framtíð- arinnar til gagns og gamans. F.h. stjórnar Félags þýzkukenn- ara. Áfanga fagnað – Félag þýskukennara fimmtugt Eftir Guðrúnu E. Sigurðardóttur, Hörpu Sveins- dóttur, Izabelu K. Harðarson, Lindu Hængsdóttur og Stefanie Meyer » Starfsemi Félags þýzkukennara hefur blómstrað gegnum árin og staðið fyrir nýbreytni til eflingar á áhuga ís- lenskra nemenda. Höfundar eru þýskukennarar og sitja í stjórn Félags þýzkukennara. Nú er ljóst að jól og áramót verða með óhefðbundnu sniði. Þrátt fyrir jákvæða þróun faraldursins undanfarið er staðan enn viðkvæm og lítið þarf út af að bera til að kúrfan sveiflist upp aft- ur. Almannavarnir birtu um daginn upp- lýsingar um hvernig haga skuli jólunum og hvöttu lands- menn m.a. til að draga úr hópa- myndun með því að versla á netinu, njóta samverustunda í netheimum og velja sér „jólavini“. Við eigum s.s. að hafa hámark 10 manns í okkar jóla- kúlu sem við ætlum að hitta yfir há- tíðarnar. Mikilvægt er að velja í jóla- kúluna fólk sem við umgöngumst venjulega og láta þessar 10 manna jólakúlur ekki blandast. Það er kannski við hæfi að við ljúkum 2020, sem hefur verið krefjandi og öðruvísi ár fyrir svo margar sakir, á óhefð- bundinn hátt. Breytum því hvernig við tölum Það að halda öðruvísi jól og áramót þarf ekki að vera slæmt og skiptir viðhorf okkar þar miklu máli. Með því að breyta því hvernig við tölum um hlutina getum við breytt viðhorfi okk- ar gagnvart þeim aðstæðum sem við erum í. Í stað þess að hugsa „sótt- varnalæknir er búinn að taka jólin af okkur landsmönnunum“ er betra að hugsa „þessi jól verða örugglega eft- irminnileg og alls ekki síðri en hefð- bundin jól“. Jákvæðar hliðar þess að halda öðruvísi jól Hluti þess að breyta því hvernig við tölum um hlutina er að velta fyrir sér hverjar séu jákvæðar hliðar þess að halda öðruvísi jól. Að njóta gefandi samverustunda með kjarnafjölskyld- unni og skapa skemmtilegar minn- ingar? Að slaka á og endurhlaða raf- hlöðurnar í stað þess að þeytast á milli búða á aðventunni? Að eyða minni peningum? Að geta verið á náttfötunum alla jólahátíðina? Að hafa loks tíma til að lesa bækur? Að hafa eitthvað til að segja barnabörn- unum frá í framtíðinni? Kannski verður bara endurnærandi að brjóta upp hefðirnar sem eru svo einkennandi fyrir þennan tíma ársins. Einblínum á hvað við getum gert Það er líka gagnlegt að einblína á það sem við getum gert, í stað þess að vera upp- tekin af öllu því sem stendur okkur ekki til boða nú. Við getum til dæmis: · Keypt jólagjafir og mat á netinu · Skreytt heimilið hátt og lágt · Föndrað skreytingar eða kransa · Skipst á uppskriftum við ættingja · Spilað eða púslað · Bakað og skreytt kökur · Farið á rúntinn til að skoða jóla- ljósaskreytingar · Eldað saman eða pantað mat heim frá uppáhaldsveitingastaðnum · Tekið fyndnar fjölskyldumyndir í jólapeysum eða á náttfötunum · Skipulagt hitting, bingó eða pöbbkviss í netheimum · Horft á tónleika á netinu eða í sjónvarpinu · Horft á skemmtilega þáttaröð eða bíómyndir og haft kósístund · Stundað útivist Jól og áramót eru tími samveru, góðvildar og samkenndar. Það breyt- ist ekki þó að sóttvarnareglur séu við lýði. Þetta er kjörinn tími til að skapa nýjar fjölskylduhefðir. Ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar. Að halda öðruvísi jól og áramót Eftir Ingrid Kuhlman Ingrid Kuhlman » Jól og áramót eru tími samveru, góð- vildar og samkenndar. Þetta er kjörinn tími til að skapa nýjar fjölskylduhefðir. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistara- gráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. ingrid@thekkingarmidlun.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.