Morgunblaðið - 21.12.2020, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020
✝ Ingibjörg Jó-hanna Jón-
asdóttir fæddist á
Hafragili í Lax-
árdal 13. febrúar
1929. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 13. des-
ember 2020. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðbjörg
Jóhannsdóttir frá
Bjarnastaðargerði í
Unadal í Skagafirði, f. 22. júní
1893, d. 17. feb. 1950, og Jónas
Sigurðsson frá Stóra-
Vatnsskarði, f. 15. apríl 1883, d.
14. sept. 1962. Ingibjörg átti
eina systur, Sigurbjörgu, f. 22.
jan. 1923, d. 18. júní 1992.
Hinn 19. október 1952 giftist
Ingibjörg Þórði Snæbjörnssyni
garðyrkjubónda, f. á Snærings-
stöðum í Vatnsdal 19. okt. 1931.
Foreldrar hans voru Snæbjörn
Jónsson og Herdís Sigríður Em-
ilía Guðmundsóttir sem bjuggu
á Snæringsstöðum. Börn Immu
og Þórðar eru: 1) Guðbjörg, f.
Barnabarnabörn Immu og
Þórðar eru orðin 21 talsins og
eitt barnabarnabarnabarn.
Ingibjörg ólst upp á Hafragili
í Laxárdal fyrstu 15 árin. Imma
eins og hún var ávallt kölluð
gekk í farskóla einn mánuð
hvern vetur eins og barna var
siður á þeim tíma. Haustið 1944
flutti Imma að Hvammi í Lax-
árdal með foreldrum sínum og
systur, þar vann hún öll almenn
bústörf með foreldrum sínum.
Imma fór 1945 að Reykholti
Borgarfirði í nám og var þar tvo
vetur, haustið 1948 fór hún á
Húsmæðraskólann á Löngu-
mýri. Imma flutti um mitt árið
1950 í Hveragerði og hóf störf í
Garðyrkjuskólanum á Reykjum.
Þau hjón hófu síðan byggingu á
gróðrarstöð við Heiðmörk í
Hveragerði og sneru sér alfarið
að garðyrkju 1963 og ráku
garðyrkjustöðina til ársins 1980.
Imma gekk snemma í Kvenfélag
Hveragerðis, árið 1974 hóf hún
störf hjá Heilsustofnun HNLFÍ
og starfaði þar samfellt til árs-
ins 2000.
Ingibjörg verður jarðsungin
frá Hveragerðiskirkju í dag, 21.
desember 2020, klukkan 14.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu
verða einungis ættingjar við-
staddir.
16. apríl 1952, d.
30. júlí 2005, gift
Birni Pálssyni.
Börn þeirra eru:
Eva gift Jóhanni
Bjarka Júlíussyni,
Íris gift Helga Mar
Árnasyni og Björn
Ívar í sambúð með
Söndru Ósk-
arsdóttur. 2) Sturla
Snæbjörn, f. 18.
nóvember 1954, í
sambúð með Ingibjörgu Jones,
börn hans eru: Sif gift Hlyni Elf-
ari Þrastarsyni og Snorri. 3)
Herdís, f. 5. maí 1958, gift Sig-
urði Egilssyni, dætur hennar
eru Henný Björg gift Gunnari
Sveinssyni og Heiðrún Hafný
gift Frey Vilhjálmssyni. 4) Jónas
Þór, f. 6. apríl 1960. 5) Ingibjörg
Erna, f. 1. ágúst 1962, gift
Sveini Guðmundssyni, synir
hennar eru Þórður giftur Auði
Elísabetu Guðjónsdóttur, Anton
Svanur giftur Hildi Þóru Sigfús-
dóttur og Jóhann Ingi giftur
Guðrúnu Theodóru Ponzi.
Nú skilur leiðir um sinn,
elsku yndislega mamma mín.
Það er svo margs að minnast,
náttúran dró þig alltaf til sín,
orð þín um að dagurinn hefjist
ekki fyrr en þú hefur dregið að
þér súrefnið úr dalnum segir
allt. Minningin er sterk, hversu
snortin þú varst af kyrrðinni,
ilminum og ferskleika lífsins við
að dvelja í náttúrunni.
Það eru svo margar myndir
og minningar sem fara um hug-
ann þessa dagana, minningar
sem ylja og kalla fram ljúfa
æsku. Yndislegar umræður og
samskipti á efri árum og við
farnar að haga okkur frekar
sem vinkonur en mæðgur. Þú
varst minn trúnaðarvinur, öll
litbrigði lífs míns ræddi ég við
þig, væntingar, vonbrigði,
gleðin, hamingjan og vonir, yf-
irferð á þjóðfélagsmálum, voru
tekin og aðgerðir og aðgerða-
leysi.
Allt lék í höndum þér elsku
mamma mín, matargerð, bakst-
ur, handvinna, saumaskapur
allt sem þú gerðir var bara
hreinlega best í heimi. Þau voru
ófá skiptin sem barn að ég fór í
flottustu og nýjustu tískunni
inn í stórviðburði lífsins míns,
allt saumað af þér úr nýjustu
Burda-blöðunum. Handbragð
þitt var svo fagurt hvergi mátti
felling sjást eða misræmi í einu
eða neinu. Minningar um
kleinubaksturinn þar sem fimm
munnar borðuðu heitar kleinur
jafnört og þær lentu á bakk-
anum. Í byrjun míns búskapar
var ég alltaf að spyrja um upp-
skriftir að öll góðgæti þínu,
svörin voru ávallt þetta er bara
sitt lítið af hverju, engar upp-
skriftir. En ég náði því sem
þurfti með því að mæta með
stílabók í heimsókn og skrifa
niður magnið af hverju og einu
jafnóðum og það fór í hræruna.
Þér fannst gott að vera í góðum
félagsskap en naust samt vel
samverunnar með sjálfri þér.
Ganga í fjörunni, fjallinu eða
dalnum snerist ekki um hvort
einhver kæmi með heldur þeg-
ar þig langaði, þetta er ein-
stakur og fallegur eiginleiki.
Mamma mín var sterkur kar-
akter, lifði alltaf mjög heilsu-
samlegu lífi hvort sem litið er
til matar eða hreyfingar. Á okk-
ar heimili fengum við ekki
hvítan sykur, alltaf púðursykur,
fransbrauð var kallað „aum-
ingjabrauð“ og var ekki keypt
né bakað. Grænmeti var omega
alls, það var óspart notað í
hennar lífi, enda naut hún vel
sem starfsmaður HNLFÍ í 26
ár þeirra kosta sem því fylgdu
að geta verið þar í fæði í hádeg-
inu. Alveg fram að Covid-tíma
fórum við á sunnudögum á
Heilsuhælið. Það er tákn um
hversu vel hún naut þess að
vera þar að þegar hún varð ní-
ræð 13. feb. 2019 og allir staðir
í heiminum stóðu henni til boða
með fylgdarmönnum, að eftir
nokkurra daga umhugsun valdi
hún að dvelja fjórar vikur á
Heilsuhælinu og yfir níræðis-
afmælisdaginn sinn. Reyndar
skellt hún sér til Kanaríeyja að
þeirri dvöl lokinni og aftur nú í
febrúar síðastliðnum ákvað hún
að heiðra eyjuna með nærveru
sinni. Það er þakkarvert og
minningin er ljúf að mamma
gat verið sér sjálfbjarga allt
fram á síðustu mánuði. Hún bjó
ein síðustu níu ár, eldaði hafra-
grautinn sinn dag hvern og
gæðamáltíðir tvisvar til þrisvar
í viku.
Þú verður ávallt fyrirmynd
mín.
Nú skilur leiðir um sinn
elsku mamma mín, einhvers
staðar, einhvern tímann aftur
hittumst við á ný.
Hvíl í friði,
þín dóttir og tengdasonur,
Herdís og Sigurður.
Elsku mamma. Að setjast
niður og rita minningargrein
um þig er nokkuð sem maður
hafi ekki leitt hugann að en
þegar maður sest niður kemur
margt upp í hugann, tryggur
vinur og traust til að leita til
með hlutina. Þar sem maður
var í tónlistinni, að druslast
heim með gítarmagnara, eða
stóran bassamagnara, til að æfa
sig, svo ég tali nú ekki um flyg-
ilinn sem ég kom með heim, þá
var alltaf til pláss fyrir þetta
allt, og æfingarnar með mis-
jöfnum árangri og umburðar-
lyndið fyrir þessu var meira en
ótrúlegt.
Og helgarnar sem við áttum
saman heima hjá þér í Hvera-
gerði, sem voru margar eftir að
ég flutti í Kópavog, voru alltaf
jafn skemmtilegar. Að skiptast
á sögum úr mannlífinu var allt-
af áhugamál þitt og áhugi þinn
á ferðalögum mínum um há-
lendið eða hjólreiðaferðunum
kallaði alltaf á kortasafnið sem
var geymt hjá þér, sem við átt-
um saman, og borið saman við
ferðirnar ykkar pabba um land-
ið og hálendið sem oft lágu
saman við mínar þegar grannt
var skoðað. Var ég stundum
skammaður fyrir að hafa misst
af stöðum og ekki veitt þeim
nægilega athygli.
Og áhugi þinn á ferðalögum
mínum um heiminn og fram-
andi staði vegna vinnu minnar
og í fríum var takmarkalaus;
maður byrjaði nánast á því að
koma heim til þín með ferða-
sögurnar áður en maður tæki
upp úr ferðatöskunum.
En nú tekur nýtt og annað
við, það verður engin mamma
til að heyra nýjar ferðasögur
um hálendið eða hjólatúrana,
engin mamma til að hlusta á
frásagnir af ferðum um fram-
andi staði sem maður á eftir að
fara á, engin mamma til að
segja sögur úr mannlífinu sem
við eyddum helgunum yfir.
Stundum kemur það fyrir,
þegar maður á og sér fyrir sér
ánægjulegar stundir í góðra
vina hópi í nokkra daga á ferða-
lögum, að maður kvíðir fyrir
lokastundum samverunnar fyr-
irfram. Í þínu tilfelli kvaddir þú
bara of snemma, við áttum eftir
að spjalla langtum meira saman
um allt milli himins og jarðar
áður en stundin kom.
En svo kemur bara stundin,
stundin sem maður hafði bara
ekkert leitt hugann að, en sem
betur fer áttum við yndislega
stund saman í faðmi fjölskyld-
unnar þegar þú kvaddir þennan
heim.
Megir þú hvíla í friði elsku
mamma.
Þú varst alltaf svo nærgætin
og skilningsrík,
umhyggjusöm og hjartahlý.
Þú varst skjól mitt og varnarþing.
Við stóðum saman í blíðu og stríðu,
vorum sannir vinir.
Mér þótti svo undur vænt um þig,
elsku mamma mín.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Kveðja,
Jónas.
Elsku mamma mín, nú hefur
þú kvatt þennan heim eftir
stutt veikindi. Þú varst mynd-
arleg húsmóðir í öllu sem þú
tókst þér fyrir hendur, ég var
ekki nema 16 ára þegar frum-
burðurinn minn kom í heiminn,
Þórður sem skírður var í höf-
uðið á afa sínum. Ég bjó hjá
ykkur pabba fyrsta árið með
hann og reyndist þú honum
sem önnur móðir, vildir taka
þátt í öllu hvað hann varðaði,
eins og að hann fengi hollasta
matinn og góða næringu. Hann
fór í nokkur ferðalög með ykk-
ur pabba út á land, það fannst
honum gaman og mikil upplifun
enda áttuð þið stóran hlut í
hjarta hans. Þú hafðir mikla
ánægju af ferðum þínum vestur
í Skötufjörð, komstu nokkrum
sinnum til okkar að Borg. Ferð-
in sem við tvær fórum saman á
húsbílnum mínum norður í
Skagafjörð sumarið 2017 í fimm
daga á þínar heimaslóðir er
ómetanleg í fjársjóð minning-
anna, þær fjölmörgu sögur sem
þú sagðir mér af þínum æsku-
slóðum eru mér ómetanlegar.
Að fá að upplifa þær með þér í
því umhverfi sem þær gerðust í
er fyrir mér dýrmætar minn-
ingar. Árið 2016 fórum við
Svenni ásamt Ágústu vinkonu
þinni til Kanarí í hálfan mánuð,
það var virkilega góð ferð og
skemmtum við okkur vel sam-
an. Þú varst þarna rétt að kom-
ast upp á lagið og eftir dvöl
þína á HNLFÍ og veisluhöld í
tilefni níræðisafmælisins 2019
skelltum við okkur ásamt
Svenna aftur til Kanarí og nú í
þrjár vikur, við nutum þess
með þér að liggja á ströndinni.
Það átti vel við þig að vera í
hlýja loftinu og sólinni. Nú fór
dæmið að snúast við og í stað
þess að við bæðum þig að koma
með spurðir þú hvort þú fengir
ekki að koma með til Kanarí í
febrúar á þessu ári, jú jú sagði
ég og nú var verið í heilan mán-
uð. Þar héldum við upp á 91 árs
afmælið þitt, þetta árið kom
Jónas bróðir til okkar og naut
samvista með okkur, auk þess
sem Stulli bróðir sem þar hefur
aðsetur átti með okkur góðar
samverustundir.
Það var ekki fyrr en 2018
sem þú tókst þá ákvörðun að nú
væri kominn tími til að leggja
niður þá hefð að bjóða allri fjöl-
skyldunni í súkkulaði og köku-
hlaðborð á aðfangadagskvöld.
Þessum sið þínum hafðir þú
haldið í tæp 70 ár. Það var sami
metnaðurinn hjá þér í síðasta
jólaboðinu, þú orðin 89 ára,
borðið dúkalagt með sparidúkn-
um, hlaðið kræsingum og heitu
súkkulaði og sparistelli.
Það verða óneitanlega sér-
stök og allt öðruvísi þessi jól
okkar Svenna, undanfarin átján
ár höfum við fengið að njóta að-
fangadagskvölds og gamlárs-
kvölds saman. Fyrstu níu árin
með ykkur pabba en síðustu níu
árin eftir að hann dó höfum við
notið samvista með þér. Nú
verður enginn sem hefur á því
skoðun þótt ég setji hnífana
vinstra megin við diskana og
enginn brýtur varlega saman
jólapappírinn.
Elsku mamma mín, nú er
komið að leiðarlokum hjá okkur
að þessu sinni, hafðu kæra
þökk fyrir samfylgdina og allt.
Hvíl í friði.
Þín elskandi dóttir,
Ingibjörg Erna.
Þá er elsku Imma amma far-
in frá okkur. Þótt sorgin sé
þungbær þá er ég líka þakklát
fyrir að hafa fengið að njóta
hennar svona langt fram á full-
orðinsár. Það verður undarleg
tilveran án Immu ömmu. Við
amma mynduðum ákaflega
sterk og góð tengsl og sérstak-
lega eftir að móðir mín, dóttir
hennar, lést fyrir 15 árum og
Imma langamma gekk dætrum
mínum í ömmustað og var þeim
jafn mikil fyrirmynd og hún
hefur ávallt verið mér. Þegar
fram líða stundir mun sorgin
blandast hlýjum minningum
sem við vorum svo duglegar að
búa okkur til, ekki síst með
heimsóknum hennar til okkar
til Þýskalands og Lúxemborg-
ar. Þá áttum við svo góðar og
innilegar stundir, amma svo
heilluð af litlum bæjum og
borgum og missti sig svo í
verslunum; sagðist vera stór-
borgarpía í nýju pilsi og leð-
urskóm. Síðan spilaði hún við
okkur, langt fram á kvöld, neit-
aði að hætta. „Eitt spil enn,“
sagði hún, gaf aldrei þumlung
eftir og hló svo innilega þegar
við sátum eftir sárar og ger-
sigraðar. Hún sagði okkur líka
frá sinni löngu ævi, frá æskunni
og uppvextinum í Skagafirði
þegar hún fékk nýjan spila-
stokk ásamt systur sinni á
hverjum jólum og þá var líka
spilað „eitt spil enn“. Ekki voru
mörg leikföngin í þá daga.
Amma vildi líka ræða nútímann
og framtíðina, landsins gagn og
nauðsynjar, hafði sterkar skoð-
anir og var vel inni í þjóðmál-
unum alveg fram undir það síð-
asta. Við eigum eftir að sakna
ömmu, hennar skemmtilegu
kímnigáfu og hlýju og bestu
pönnukaka í heimi. En núna er
amma á góðum stað með
mömmu, vísast við spil og heit-
ar rökræður um þjóðþrifamál.
Íris Björnsdóttir.
Elsku hjartans amma mín.
Takk fyrir alla okkar samveru.
38 ár sem við áttum saman og
það eru ekki fáar minningar
sem kom upp í huga minn eftir
allan þennan tíma.
Ég gleymi aldrei göngu-
túrunum okkar inn í dal saman
þegar þú reyndir að þreyta mig
í háttinn sem barn, sunnudags-
máltíðirnar á heilsuhælinu, að-
fangadagskvöldsboðin hjá þér
og öll þau jól sem við áttum
saman, svo eitthvað sé nefnt,
allar þessar minningar sem þú
hefur gefið mér elsku amma
mín, mun ég varðveita og deila
með langömmubörnum þínum.
Ég veit í hjarta mínu að það
var tekið vel á móti þér þegar
þú féllst frá elsku amma, afi og
Bugga heitin hafa tekið þétt um
þig og varðveita þig, þú ert í
góðum höndum, en það breytir
því ekki að söknuður og sorgin
er mikil en þetta verður allt í
lagi elsku amma, við björgum
okkur og við munum deila okk-
ar minningum um þig og minn-
ing þín mun alltaf lifa.
Einn daginn elsku amma
mun ég gera nákvæmlega eins
pönnukökur og þú gerir, þrátt
fyrir að nota þína uppskrift og
fara eftir reglunum þínum að
þrífa aldrei pönnukökupönnuna
með sápu, aðeins vatni, og
pannan er orðin svört á lit þá
eru þær aldrei ömmupönnsur,
en ég mun halda áfram að
reyna og gera þær eins og þín-
ar, einn daginn mun það takast.
Mig langar elsku amma mín
að láta sálm fylgja hér í lokin
sem mér er afar kært um. Takk
fyrir allt elsku amma mín, þín
verður sárt saknað og ég elska
þig afar heitt.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um réttan veg
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
Óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér
(23. Davíðssálmur)
Heiðrún Hafný
Hafsteinsdóttir.
Ingibjörg Jóhanna
Jónasdóttir
Maja varð
snemma forystu-
maður, við höfðum
hennar ráð í starfi,
leik og uppátækjum og snemma
reyndist svo að ráð voru ómerk
okkur sem yngri vorum hefðu
þau ekki fengið jákvæðan dóm
Maju.
Það sópaði að henni í öllum
störfum, hún varð vargur á
hrífunni í ljánni, hún var með
þeim skörpustu á skautum á
Rimamýri, hún rak skörulega á
eftir starfssystrum sínum inn-
anhúss.
Einhvern tíma var það að
farið var að ræða í spekt um
María Steinunn
Gísladóttir
✝ María SteinunnGísladóttir
fæddist 10. nóv.
1932. Hún lést 16.
nóv. 2020.
Útför Maríu fór
fram 3. desember
2020.
heimilishald og
framtíðarhorfur.
„Hvernig heimili
viltu eiga?“ var
spursmálið.
Maja: „Ég held
ég kjósi mér bara
lítið heimili.“
Ásta, spaklega:
„Nei, nei, Maja
mín, það yrði alltof
lítið fyrir þig að
stjórna.“
Þetta varð fræg fundarnið-
urstaða. Ég lenti stundum í
stælum við hana um nafngiftir á
kálfum og lömbum. Ég taldi þar
til sérgreinar fyrir mig og
krafðist ráðríkis. Hún nefndi
mig „litla húsbóndann“ á því
sviði og það var háðungarnafn.
Hún fletti upp í ærbókinni og
hóf að spyrja mig útúr sauð-
burðinum. Þetta var sérgrein
mín og ég stóðst öll próf. Hún
lamdi mig í hausinn með bók-
inni og kallaði mig „sérgreina-
bandítt“, eða eitthvað þ.h. Það
kom mér reyndar á óvart hve
nafnkunnug hún var ánum. En
það var auðvitað af því að hún
hafði verið undanfari minn í
gegningum, áður en ég óx til
þeirra starfa.
Þær voru miklir mátar hún
og Lína í Látrum og kannski
ekki alltaf gætnar í dómum eða
gerðum og gat sviðið undan.
Til jöfnunar einhvern tíma
samdi ég á hana svívirðilegan
rógburð og neri henni um nasir.
Þetta vakti hlátur fyrst, en of-
notkun olli reiði. Hún varð fox-
vond, það var ekki venjulegt og
mér fannst ég hafa unnið afrek
og varð rígmontinn af.
„Og börnin urðu stór,“ var á
orði haft að gæfulega virtist
Maju hafa tekist þegar hún var
komin með Leif upp á síðuna.
Hún hugði til starfa á Hvann-
eyri meðan hann lyki námi.
Einhver sagði henni að passa
sig á því að verða sér ekki til
skammar með fíflalátum.
Hún svaraði því til að sér
væri það engin vorkunn, að
verða sér til skammar, en, sagði
hún: „Ég vil alls ekki verða
honum Leifi til skammar.“
Um búskap þeirra og störf
má margt segja, en það læt ég
öðrum eftir.
Ég læt nægja að senda hér
kveðjuna sem ég sendi þeim
þegar þau urðu sextug.
Maja og Leifur sextug 10.-
12.11. 1992.
Þau sigla að baki sjötta áratuginn
og sjórinn varla úfnari en var.
Taka síðan albreiðasta bóginn
í beitivindi manndómsævinnar.
Enn má búast við að rísi röstin
og rjúki áður nær til lendingar.
Þeir sem hafa aflað vel í veri
og vegið rétt á metaskálar ferðar
mega löngum búast við að beri
blómknapparnir ávöxt mestu garðar
og fyrr en aftur lífsins hlunkast hleri
má hlusta vel á þeirra leiðsögn. –
Heyr.
Alltof margra reynslugatan greri
gagnlítið og þekkist ekki meir.
Haldið þétt um skaut svo skektan
lengi
skríði drjúgt í kátum óska þey.
Kæta má það konur bæði og drengi
að koma um borð í ykkar trausta
fley.
Jóhannes Geir Gíslason.