Morgunblaðið - 21.12.2020, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020
Tilkynningar
Skipulags- og
byggingarful l t rúi
Norðurþing / ketilsbraut 7-9 640 Húsavík
Tillaga að deiliskipulagi fyrir
heilbrigðis stofnanir á Húsavík og
tillaga að breytingu á deiliskipulagi
íbúðarsvæðis í Auðbrekku.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi
sínum þann 1. desember s.l. að auglýsa til
almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi
fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík auk tillögu
að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í
Auðbrekku á Húsavík.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir heilbrigðis stofnanir
felur í sér mótun ramma um uppbyggingu
mannvirkja á svæðinu undir og umhvers
heilbrigðisstofnanir á Húsavík. Svæðið er nú
þegar mikið til byggt, en þó stendur nú til að
byggja upp 60 herbergja hjúkrunarheimili
í brekkunni austur af núverandi heilbrigðis-
stofnun og dvalarheimilinu Hvammi. Innan
marka deiliskipulagsins er lóð fyrirhugaðs
hjúkrunarheimilis auk lóða dvalarheimilisins og
heilbrigðisstofnunar. Skipulagssvæðið er um 2,5
ha að atarmáli. Tillagan er unnin með hliðsjón
af vinningstillögu í hönnunarsamkeppni vegna
fyrirhugaðs hjúkrunarheimilis. Tillagan er sett fram
í greinargerð á blaðstærð A4 og á uppdrætti á
blaðstærð A2
Breytingartillaga deiliskipulags íbúðarsvæðis
í Auðbrekku felur í sér lítilsháttar breytingu á
mörkum skipulagssvæðisins sem muni fylgja
lóðarmörkum Auðbrekku 6 og 8 að sunnanverðu
í stað þess að ganga inn á opið óbyggt svæði
austur af heilbrigðisstofnun. Breytingartillagan
með greinargerð er sett fram á einu blaði í
blaðstærð A2.
Skipulagstillögurnar verða til sýnis á sveitar-
stjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á
Húsavík frá 21. desember 2020 til 1. febrúar 2021.
Ennfremur verður hægt að skoða tillögunar á
heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem
eiga hagsmuna að gæta er genn kostur á að
gera athugasemdir við tillögurnar til mánudagsins
1. febrúar 2021. Skila skal skriegum athuga-
semdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings
að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík eða í tölvupósti
á nordurthing@nordurthing.is. Þeir sem ekki
gera athuga semdir við tillögurnar teljast þeim
samþykkir.
Húsavík 14. desember 2020
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Félagsstarf eldri borgara
Seltjarnarnes Nú er komið jólafrí í námskeiðshaldi fram yfir áramót.
Síðasti tími fyrir jól í jóga í dag kl. 10 fyrir íbúa Skólabrautar og kl. 11
fyrir íbúa utan úr bæ. Kaffikrókurinn er eingöngu opinn fyrir íbúa
Skólabrautar. Virðum grímuskyldu og aðrar sóttvarnir.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Nýr Ford Transit 18 manna BUS.
Tilbúinn með mæli og leiðsögukerfi.
Langt langt undir listaverði.
Verð m.v. hópferðaleyfi
4.790.000,- án vsk.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
mbl.is
alltaf - allstaðar
Smá- og raðauglýsingar
Þegar við miss-
um nákominn þá
spretta upp minn-
ingarnar og á ég
auðvitað fullt af
þeim en sumar eru sérstakari en
aðrar. Þegar ég var fjögurra ára
var pabbi að hjálpa mér við að
leysa þrautir þar sem átti að losa
í sundur festingar, aldrei tókst
mér það eins og honum og fannst
mér því hann alveg einstaklega
snjall auðvitað. Þegar ég var
unglingur áttum við spjall saman
um munnhörpu sem hann spilaði
á fyrir mig og langaði mig mikið
að læra líka, svo hann gaf mér
hana svo ég gæti æft mig. Þegar
ég var rúmlega tvítug og við ók-
um upp á Skaga til að heimsækja
afa og áttum góðar samræður á
leiðinni. Á brúðkaupsdaginn
minn þegar hann stoltur gekk
með mig inn kirkjuganginn.
Þegar hann kenndi mér
tækniteiknun í Iðnskólanum og
ég gat stolt sagt hinum nemend-
unum að uppáhaldskennarinn
þeirra væri sko pabbi minn og
svo þegar hann og Rúna voru hjá
okkur í Viktoríu og pabbi hjálp-
aði mér að baka kleinur fyrir af-
mælið hans Óðins. Þessar minn-
ingar eru kannski ekki svo
merkilegar en fyrir mér voru
þær alveg einstakar, því þær
voru eingöngu okkar elsku
pabba.
Ég hélt að þegar ég flytti aft-
ur heim frá Kanada myndum við
eiga fleiri svona einstakar stund-
ir saman. En líf okkar fer ekki
alltaf þá leið sem við kjósum og
hann, sem nánast aldrei veiktist,
náði sér ekki almennilega aftur
eftir heilablóðfallið. Ég er þakk-
lát fyrir þær stundir sem við átt-
um og minningin um snjalla,
stóra og sterka pabba minn lifir
áfram.
Kveðja,
Sif.
Elskaður pabbi minn. Mig
langar að skrifa þér kveðju- og
Ásmundur
Jóhannsson
✝ Ásmundur Jó-hannsson
fæddist 17. apríl
1941. Hann lést 2.
desember 2020. Út-
för hans fór fram
11. desember 2020.
þakklætisbréf. Þótt
ég viti að þú hefur
ekkert farið og að
lífið hefur engan
endi þá er fráfall
þitt sársaukafullt.
Það er svo margt
við lífið sem við
ekki skiljum enda
erum við komin
hingað til þess að
læra meira og ná
þessari djúpu teng-
ingu við okkur sjálf þar sem við
eigum þá til meira til að gefa og
þakka í stað þess að taka og ætl-
ast til.
Þú kunnir svo vel að gefa og
varst svo nægur þér sjálfum.
Það var svo margt við þig sem
ég dáðist að og langaði að læra.
Verandi stjúppabbi minn slóst
þú ekkert af, hvorki varðandi
kærleika, ást, stuðning, hlustun
né hvatningu.
Það voru mikil straumhvörf
að fá þig inn í líf okkar Ingvars
bróður. Það breyttist svo margt
þegar þið mamma hófuð sam-
band. Ingvar var sneggri en ég
að átta sig á að þarna var komin
stoð og stytta svo hann vatt sér
bara beint í málið að tengjast
þér tryggum böndum og af því
sló hann ekkert, hann bara elsk-
aði þig umsvifalaust og mun lík-
legast umvefja þig og bjóða þig
velkominn inn í eilífðina og án
þess að hika þá veit ég að þið
munuð ekki slá neitt af því partíi
neitt á næstunni.
Við Ingvar vorum lánsöm og
líf okkar þriggja, mömmu, Ingv-
ars og mín, stækkaði við það að
hafa þig sem verndara, kennara
og elskandi fjölskylduföður.
Þú varst svo klár, úrræðagóð-
ur og skemmtilegur með yfir-
máta mikið jafnvægi og ham-
ingju í hjarta. Það var bara
nánast ekkert sem þú gast ekki
leyst eða fundið út úr. Þið
mamma bjugguð okkur öruggt
heimili og sáuð til þess að fjöl-
skyldan fengi rými til þess að
vaxa og dafna. Stjúpsystkinin
mín, Eva, Sif og Jói, eru öll með
svo mikið frá þér; listræn, skap-
andi og mannelskandi, og lill-
urnar tvær, Dagmar og Ragn-
heiður, eru svo yndisleg blanda
af ykkur mömmu – fengu það
besta – og ég veit að við munum
öll gera okkar besta til þess að
heiðra minningu þína.
Það verður ekki auðveldur
leikur að fylla það skarð sem nú
er orðið enda elskaðir þú þitt og
þína ofurheitt og óeigingjarnt.
Það er svo margt sem kemur
til mín þegar ég sit hérna og
skrifa þér þessa stuttu kveðju,
svo margt sem ég tók sem sjálf-
sagt og kannski þakkaði ekki
nógsamlega.
En það verður nægur tími til
þess að þakka og ég mun sjá til
þess að gleyma engu og færa
áfram þau andlegu auðæfi sem
þú gafst mér.
En hér eru nokkur minninga-
brot af þeim stundum sem við
áttum saman. Allar stundirnar
sem þú hjálpaðir mér með allt
frá vanskilningi á stærðfræði til
eldunar- og bökunartipsa og
saumavéla- og sníðaaðstoðar,
andlegur stuðningur þegar mér
fannst ég ekki geta svo margt,
setja eyrnalokka í mig þegar ég
klaufaðist, skutl út um hvippinn
og hvappinn, sækja og senda og
hjálpa í hvívetna, fyrst mig og
svo ungana mína, smíða, hengja
og teikna upp hitt og þetta sem
mér datt í hug. Sníða herbergið
mitt að mínum þörfum og sjá til
þess að ég kæmist í allt það sem
hugurinn þráði. Kenna mér að
standa mig, standa með mér og
gefa mér ráð um hvernig falleg
kona ætti að bera sig, rauðar
neglur og háir hælar, bein í baki
með fallegt bros og ekki of mikið
„makeup“ – yes sir.
Langar spjallstundir um það
sem enginn sér og fáir skynja
eða skilja.
Þegar mér datt í hug fyrir
rúmum 30 árum að byrja að
drekka sjeika og taka vítamín á
sterum fannst þér það frábært.
Þegar ég fór í gegnum langt
ferli þar sem mér leið ekki nógu
vel og tókst svo að finna leið til
þess að líða miklu betur varst þú
ekki bara áhugasamur um það
sem ég hafði lært og gert heldur
vildir þú prófa líka.
Þú varst með opinn huga og
áhugasamur um lífið og til-
veruna og hvattir mig áfram. Þú
sást til þess að fylla tilvist þína
af tilgangi og gafst okkur hinum
ómeðvitað kraft til þess að gera
slíkt hið sama. Þú tókst ekkert
þátt í að hlusta á að maður gæti
ekki, neibb þú bara sagðir:
Komdu, ég skal hjálpa þér. Þú
settir ekki út á heldur hafðir
skilning. Þú hlustaðir og þurrk-
aðir tárin og vildir að allt yrði
betra.
Það var auðvelt að elska þig
og dást að þér og því sem þú
stóðst fyrir og ég dáðist að því
hvernig þú elskaðir mömmu. Þú
sýndir í öllu hvernig eiginmaður
á að halda utan um fjölskylduna
sína.
Þú elskaðir litlu krílin og
nenntir að argafjasast með litlu
persónurnar, ungana í fjölskyld-
unni. Þú áttir tíma ef mann vant-
aði og maður kom ekki að tóm-
um kofunum.
Hanna Kristín Didriksen.
Elsku Ási minn. Það er komið
að kveðjustund. Það sem ég er
þakklát fyrir að hafa ekki bara
fengið að kynnast þér heldur
fengið að hafa þig sem skápabba
og það varstu svo sannarlega
þrátt fyrir að við tengdumst
engum blóðböndum. Sem bestu
vinir mömmu og pabba voruð þið
Rúna mjög oft með í ferð í já
eiginlega öllu sem var gert,
hvort sem var sumarbústaða-
ferðir, utanlandsferðir eða veisl-
ur. Og maður minn veislurnar
sem þið Rúna hélduð voru alltaf
bestar, tekið á móti manni eins
og drottningin sjálf væri að
mæta á svæðið með yndislegum
mat og drykkjum. Þessi kvöld
voru það skemmtileg að þegar
ég og Dagmar vorum komnar á
aldur til að geta farið í okkar
eigin veislur völdum við samt
iðulega að vera með ykkur og
var þá okkar vinum bara boðið
að koma til ykkar og vera með í
partíinu, sem þeir þáðu yfirleitt
alltaf vitandi það að þetta voru
langbestu partíin. Þú varst mað-
urinn sem kynntir mér blús og
djass.
Það var yndislegt að sitja með
þér og hlusta á hvernig þú lýstir
hvað var að gerast í laginu
hverju sinni. Það er svo erfitt að
skrifa þessi orð og hugsa til þess
að við eigum ekki eftir að hittast
aftur í þessu lífi en það er eig-
ingirnin sem talar því skynsemin
veit að það er svo gott að þú ert
laus úr þessari prísund. En það
hjálpar líka að vita til þess að þú
ert kominn í góðan hóp af fólki
sem hefur tekið vel á móti þér
og að einn daginn hittumst við
aftur.
Bless Ási minn, það voru for-
réttindi að fá þig í mitt líf.
Elsku Rúna og fjölskylda, ég
gæfi svo mikið fyrir að vera
þarna hjá ykkur en ég vona að
þið vitið að hugur minn er hjá
ykkur.
Sjöfn Gunnarsdóttir.
Mig langar að
minnast elsku vin-
konu okkar, sem
kvaddi alltof
snemma.
Okkar kynni eru ekki rosalega
löng, en þau voru góð og
skemmtileg. Einkenndust þau
flest af ferðalögum, torfæru og
rallíkrossi.
Við vinkonur stóðum í ryki og
mekki og öskruðum bílana upp
brekkurnar og tókum stríðsdans,
með gusum af hlátri og skömm-
um.
Ferðalögin tengdust flest tor-
færunni og var draumur hennar
að fara með okkur í Ameríku-
hrepp á keppni. En því miður
varð ekkert úr því.
Ömmustelpurnar ásamt Birni
Þór okkar litu svo upp til hennar
og samband stelpnanna og þá að-
allega Sölku Sjafnar var svo ein-
stakt. Salka notaði hvert tæki-
Margrét Björg
Sigurðardóttir
✝ Margrét BjörgSigurðardóttir
fæddist 14. febrúar
1958. Hún lést 26.
nóvember 2020.
Útförin fór fram
8. desember 2020.
færi til að hringja í
ömmu Möggu og
leyfa henni að fylgj-
ast með þegar
amma Magga komst
ekki lengur með í
ferðalögin.
Síðasta sumar
mætti hún í Reyk-
holt ásamt Geira
sínum og auk þess
líka á rallíkross,
sem var ómetanlegt
bæði fyrir hana og okkur.
Elsku Magga var svo lánsöm
að fá að sjá og knúsa nýjasta
ömmuprinsinn sinn.
Þú kemur alltaf til með að eiga
stóran part í hjarta okkar, fal-
lega, góða vinkona.
Elsku Geiri, Hjörtur, Sibbi,
Silja, Helga, Elli, Emma Rut,
Salka Sjöfn, Hulda Margrét og
Styrmir Þór, við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Telma, Kjartan (Galdri)
og Björn Þór.
Elsku amma
Steina.
Takk fyrir alla
umhyggjuna og
takk fyrir að þykja svona vænt
um mig og okkur mæðgurnar.
Þín er sárt saknað. Yndislega
rósin mín.
Thelma og Birta.
Elskuleg frænka mín hún
Steina er látin. Ég minnist
hennar sem glæsilegrar konu,
með einstaklega hlýja nærveru
og svo var hún líka svo
skemmtileg. Ég sé hana í anda
veltast um af hlátri út af ein-
hverju sem var til umfjöllunar.
Þær mamma mín og Steina
voru systkinabörn og ólust þær
upp á Vatnsleysu í Biskups-
tungum í vestur- og austurbæ.
Mikill samgangur var á milli
Steingerður
Þorsteinsdóttir
✝ SteingerðurÞorsteinsdóttir
fæddist 2. febrúar
1926. Hún lést 28.
nóvember 2020.
Útför Stein-
gerðar fór fram 11.
desember 2020.
bæjanna þannig að
krakkahópurinn
var eins og ein stór
fjölskylda. Það
segir margt um
samband þeirra
frænkna að þegar
að þær byrjuðu að
búa þá bjuggu þær
í sama húsi á
Laugavegi 147. Ég
á því margar
æskuminningar
sem tengjast Steinu og fjöl-
skyldu og ber þar hæst jólaboð-
in sem þær héldu um áraraðir
til skiptis á Rauðalæk og Álf-
heimum. Einnig samverustund-
ir í Mjólkursamsölunni þar sem
að hún starfaði lengt af. Lífið
fór ekki alltaf mjúkum höndum
um Steinu. Það fékk hún að
reyna þegar hún missti Guðna
manninn sinn og síðar soninn
Þorfinn sem lést langt fyrir
aldur fram. Ég hef alltaf dáðst
að hugrekki hennar og já-
kvæðni þegar hún tókst á við
þær raunir.
Elsku Sigríður, Þorsteinn og
fjölskyldur. Ég votta ykkur
mína dýpstu samúð.
Kristín Hjálmarsdóttir.