Morgunblaðið - 21.12.2020, Side 25

Morgunblaðið - 21.12.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020 JÓLASERÍUR afsláttur 50% Inni- og útiseríur við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA vinnukennari, en þau giftu sig 5.7. 1969 í Hvanneyrarkirkju og hafa því verið gift í 52 ár. Foreldrar Rósu eru hjónin Finnur Sveinsson frá Kols- stöðum í Dölum (bróðir Ásmundar myndhöggvara) og Jóhanna María Kristjánsdóttir (Dannebrogsmanns) frá Þorbergsstöðum í Dölum. Þau voru bændur í Eskiholti í Borgar- firði. Börn Jóns og Rósu eru 1) Stefán, f. 20.5. 1970, rafmagnsverkfræð- ingur, kvæntur Kerry Reidy frá Ástralíu, listakonu. Börn þeirra eru Snædís Freyja, f. 2012, og Svava Róisín, f. 2013. Þau eru bændur í Gljúfri, Ölfusi. 2) Helga María, f. 22.11. 1971, framkvæmdastjóri og bóndi á Brekku í Bláskógabyggð. Hennar maður er Jóhannes Helga- son, verktaki og bóndi, og þau eiga börnin Jón Óskar, f. 1994; Finn, f. 1996; Rósu Kristínu, f. 2001, og Hildi Maríu, f. 2008. 3) Þorbjörg Lilja, f. 29.4. 1973, sérkennari á Gili í Ölfusi. Hennar maður er Stefán Magn- ússon, markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, og þau eiga börnin Magnús Baldvin, f. 1996; Jón Lárus, f. 1999; Signýju Ólöfu, f. 2003, og Stefán Gunngeir, f. 2008. Barnabörn Jóns og Rósu eru því orðin tíu talsins. Systkini Jóns eru Nína Áslaug, f. 14.12. 1946, kaupmaður á Akranesi; Rannveig Margrét, f. 30.6. 1955, viðskiptalögfræðingur á Bifröst í Borgarfirði; drengur, f. 15.6. 1961, d. 15.6. 1961, og Bergur Viðar, f. 5.5. 1963, doktor í lyflækningum í Gautaborg í Svíþjóð. Foreldrar Jóns eru hjónin Stefán Jónsson, múrarameistari frá Vatns- holti í Staðarsveit, Stefánssonar frá Flögu í Vatnsdal, f. 6.6. 1916, d. 13.9. 1995, og Þorbjörg Lilja Jóns- dóttir, Lárussonar, skipstjóra í Stykkishólmi, húsfreyja, f. 10.9. 1923, d. 18.8. 2009. Þau bjuggu í Vatnsholti á Snæfellsnesi og síðar í Reykjavík. Jón Lárus Hólm Stefánsson Sigríður Gísladóttir húsfreyja á Harastöðum á Fellsströnd, Dal. Sigurður Gíslason bóndi á Harastöðum á Fellsströnd, Dal. Björnína Sigurðardóttir húsfreyja í Stykkishólmi Jón Jóhannes Lárusson skipstjóri, stýrim. og verkamaður í Stykkishólmi Þorbjörg Lilja Jónsdóttir húsfreyja í Vatnsholti síðar í Reykjavík Kristín Guðmundsdóttir vinnukona í Elliðaey og húsfreyja í Stykkishólmi Lárus Elíasson vinnumaður í Elliðaey og daglaunam. í Stykkishólmi Anna Guðmundsdóttir húsfreyja á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá, S-Múl. Þorsteinn Jónsson bóndi á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá, S-Múl. Jónína Þorsteinsdóttir klæðskeri og húsfreyja í Vatnsholti í Staðarsveit, Snæf. Jón Ólafur Stefánsson bóndi í Vatnsholti í Staðarsveit, Snæf. Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir húsfreyja á Flögu í Vatnsdal og víðar Stefán Magnússon bóndi á Flögu í Vatnsdal, Reykjavöllum, Skag. og víðar Úr frændgarði Jóns Lárusar Hólm Stefánssonar Stefán Jónsson bóndi í Vatsholti, Snæfellsnesi, síðar múrarameistari í Reykjavík „ÞÚ ÆTTIR AÐ NOTA STIGANN. ÉG KIPPIST ALLTAF TIL ÞEGAR BJALLAN GLYMUR.” „MÁGUR ÞINN ER STRANDAÐUR Á EYÐIEYJU.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sitja saman í súpunni! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann MATURINN ER TILBÚINN! MATURINN ER ÉTINN! HVAR ER MATURINN? NÚ SKILURÐU HVERT ER ERINDI YKKAR HINGAÐ? ÉG ÆTLA AÐ RÁÐAST Á KASTALANN ÞINN OG FAGNA SVO SIGRI MEÐ VEGLEGRI ÁTVEISLU! ÉG RÁÐLEGG ÞÉR AÐ GÆTA ÞÍN, HERRA MINN! SIGURGANGA HANS VIRÐIST ÓSLITIN! ÉG TÓK EFTIR ÞVÍ! Á Boðnarmiði yrkir Indriði áSkjaldfönn og kallar „Þrá- viðri“: Kári argur blæs og blæs. Bálviðrið er ekki næs. Úthaldið er ekki slakt átta sólarhringa í takt. Ágúst H. Bjarnason er raunsær og segir „ekkert er kyrrstætt“: Líður senn að lifnar hér lífs- og sálarkraftur. Víst er þá að færast fer fjör í leikinn aftur. Ótrúlegt en satt? – Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir: Er eitt hundrað ára varð Sjana allt gekk að hérlendum vana; einn kófdrukkinn frændi á kökurnar sprændi og klerkurinn barnaði hana. Anton Helgi Jónsson yrkir „Rit- dómaralimru dagsins“: „Anna Lísa biður menn að fara varlega með orð“: Þótt varúð sé viðhöfð í slúðrinu þá valda samt orð mörgu klúðrinu: Þær gellur má jarða sem gráta með farða; það getur sko vöknað í púðrinu. Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi yrkir Tilveran er fjári fín í kófi því undir kodda á ég vín. í hófi. Tryggvi H. Kvaran orti: Þótt illur þyki andskotinn og engir menn hann lofi hann brenndi þó aldrei bæinn sinn sem bóndinn á Stóra-Hofi. Baldvin Halldórsson kvað: Ellin herðir átök sín, enda sérðu litinn. Ævi-ferðafötin mín fara að verða slitin. Jóhanna Álfheiður Steingríms- dóttir í Árnesi orti um kisu: Í hretum eykur þor og þol það sem hugur geymir að þröstur kvaki og komi vor kattarlúruna dreymir. Og eftir Jóhönnu Álfheiði „Að kveldi“: Í hringiðu og hraða glaums hrævareldar skína, nú á landi hins ljósa draums legg ég byrði mína. Þegar Jón forseti var drengur veiktist hann hættulega. Þá kvað faðir hans, sr. Sigurður Jónsson á Rafnseyri: Guð hefur þig til gamans mér gefið; – það má segja. Sá sem öllu lífið lér láti þig ekki deyja. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þráviðri og varúð í slúðrinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.