Morgunblaðið - 21.12.2020, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020
Fararsnið
Stríðinu er lokið. Rangáin líður
lygn og tær framhjá kyrrlátu þorp-
inu og strýkur bakkanum framan við
saumastofuna.
Stolzi situr við og saumar hjarn-
hvítan anórakk sem hann ætlar að
klæðast þegar þeir leggja af stað.
Hann leggur alla sína alúð og þekk-
ingu í verkið og vonar innst inni að
það dugi til. Hann og Rúdí eru að
leggja á landið frá suðri til norðurs,
yfir sjálfan Sprengisand um Vonar-
skarð. Leiðina
sem kennd er við
útilegumenn og
óvætti um alda-
raðir. Það er
fimmtudagurinn
tólfti júlí og ætl-
unin er að leggja
landið undir dag-
inn eftir, föstu-
daginn þann
þrettánda. Þeir ætla að ganga meira
en tvö hundruð kílómetra leið frá
Haldinu, ferjustaðnum á Tungnaá
við Búðarháls og norður um vegleys-
ur yfir í Svartárkot í Bárðardal.
Stolzi sönglar gamlan þýskan
slagara og hugsar til þess hversu
lánsamur hann var að hafa flotið
næstum óvænt til Íslands fyrir tutt-
ugu og tveimur árum og að hafa lent
í Vestmannaeyjum af öllum stöðum.
Það var alls ekki sjálfgefið að svo
færi.
Stolzi var tuttugu og tveggja ára
gamall, nýútskrifaður og frekar
flinkur klæðskeri frá Berlín í Þýska-
landi. Hann hafði verið sendur til
Hamborgar að starfa við öfluga fata-
verksmiðju sem stundaði meðal ann-
ars viðskipti við verslunarmenn frá
öllum heimshornum.
Haraldur Ben, íslenskur
verslunarmaður, var á sama tíma
sendur með Goðafossi til Hamborg-
ar til að kaupa efni fyrir nýju Geysi-
sverslunina í Reykjavík. Það átti að
gæða nýju lífi sívaxandi eftirspurn
eftir fínum klæðnaði á Íslandi. Leið-
ir þeirra Stolza og Haralds lágu
saman þar sem Stolza hafði verið fal-
ið, sökum lítillar reynslu, að ganga í
þessi viðskipti við Íslendinginn og
sýna um leið hvers megnugur hann
væri. Þeir ná að öllum líkindum að
handsala góðan samning því Har-
aldur býður Stolza að koma um
kvöldið, að loknum viðskiptunum,
um borð í Goðafoss og þiggja góðan
viðurgjörning að hætti höfðingja,
eins og hann orðaði það.
Það fara fáar frásagnir af fögnuði
þeirra Stolza og Haralds, þó má
álykta af því sem síðar gerðist að
Stolza hafi dvalist lengur um borð en
góðu hófi gegndi og undir morgun
siglt sem óvæntur gestur um borð í
Goðafossi á leið til Íslands, með eða
án vitundar. Einnig má álykta að
sjóveiki hafi hrjáð hann nokkuð á
leiðinni, því hann hoppaði frá borði í
Vestmannaeyjum þrátt fyrir að
Goðafoss væri á leið til Reykjavíkur.
Það má segja að örlög Stolza séu
ráðin við komuna til Vestmannaeyja.
Loksins laus við sjóveikina, lítur
hann fagurskapaða framtíð sína
blasa við á hafnarbakkanum. Hún er
töfrandi og tignarleg þar sem hún
stendur á bryggjunni, klædd í blóm-
um prýddan sumarkjól með hvítum
upphleyptum bryddingum. Höfuðfat
ber hún sem á engan hátt leynir
hennar innri fegurð.
Vestmannaeyjar gætu orðið hans
heimahöfn og Vestmannaeyingar þá
líklega best klæddu menn landsins,
jafnvel fram í seinna stríð.
Stolzi leggur frá sér anórakkinn
og fer að bjástra við að klára að
sauma legghlífarnar, þær eiga að
vera hvítar líka.
Sextán ára sonur Stolza, Rúdí, er
að ganga frá lausum endum. Derhúf-
an á að verða alhliða flík. Hún á að
draga skugga fyrir sólu, skapa
vernd fyrir eyrun, verja þau fyrir
hálendistrekknum en um leið að láta
stílinn standa við sitt. Slaufan fyrir
ofan derið gerir þar kraftaverk.
Feðgarnir virðast báðir vera frekar
bjartsýnir þar sem þeir sitja hvor í
sínum enda saumastofunnar. Þeir
eru önnum kafnir að gera sig klára
fyrir morgundaginn. Loksins eru
þeir að verða tilbúnir að hefja þenn-
an mikla leiðangur um Sprengisand.
Á sama tíma í litlu húsi við ána, í
þessu sama þorpi, situr Ragna við
eldhúsborðið. Konan sem forðum
var klædd blómum prýdda sumar-
kjólnum með upphleyptu brydding-
unum. Hún er að ljúka við að útbúa
nestið þeirra, „Stolza nestið“, rúg-
brauð með heimagerðri kæfu. Stolzi
hefur alltaf viljað nestið þannig. Hún
á nokkrar sneiðar af niðursoðnum
dönskum rauðrófum sem hún laum-
ar ofan á kæfuna. Hún er langt í frá
sátt við að Stolzi ætli að taka Rúdí
með sér í þetta ferðalag, hann er
ekki fullharðnaður drengurinn.
„Það er aldrei hlustað á mann,“
tautar hún við sjálfa sig. Ragna var
búin að fara yfir þetta með Stolza en
hann var þá búinn að lofa Rúdí að
fara með svo strákurinn er farinn að
hlakka þessi lifandis ósköp til. Það
gerir stöðuna snúnari. Hún lýkur við
að ganga frá stóra nestisboxinu og
drykkjarboxunum og bætir við þurr-
mjólkurdós. Emaleraða kaffikann-
an, diskarnir og hnífapörin eru lögð
af alúð á borðið. Ragna fer fram í
stofu og leggur blauta ullarsokkana
þeirra á ofninn og snarast svo aftur
inn í eldhús, fer yfir allt sem búið er
að gera og vaskar upp.
Fyrir utan líður áin áfram, lygn og
tær. Allt er orðið hljótt á sauma-
stofunni.
Haldið
Það er föstudagurinn þrettándi og
dagrenningin vekur Stolza. Morgun-
döggin hefur sest um litla húsið við
ána og enn eimir af dalalæðu við
vesturbakkann. Tjaldarnir tveir sem
höfðu hreiðrað um sig í eyjunni í vor;
bligg, bligg og fljúga svo með hvell-
um út í morgunbuskann.
Stolzi er illa sofinn eftir nóttina en
frelsið flæðir samt um allan skrokk-
inn. Friðurinn, sem komst á í maí,
gerir svo mörgum þannig innan-
brjósts. Það er samt ekki laust við að
hrakspárnar sem dunið hafa á hon-
um að undanförnu setji að honum
örlítinn beyg. Beygurinn skyggir á
tilhlökkunina sem logað hefur svo
glatt í brjósti hans síðustu daga.
„Er ég örugglega að hugsa þetta
rétt?“ hugsar hann. „Rúdí hefur
sýnt og sannað að hann er óþreyt-
andi og ólseigur af svona ungum
strák að vera.“
„Ég get ekki farið að hætta við
þetta núna.“ Hann hristir af sér
ónotin, fer fram í eldhús og byrjar að
gera daginn kláran. Hafragrautur,
slátur og svart kaffi og blíðan í bros-
inu vex jafnt og þétt.
Mæðginin Ragna og Rúdí koma
fram. Nú sitja þau öll við morgun-
verðarborðið, litla fjölskyldan, hver
og einn að hugsa sína útgáfu af deg-
inum. Ragna býður kaffi og Rúdí
kemur henni á óvart og þiggur boð-
ið, hann er jú orðinn fullorðinn. Hon-
um er allavega treyst til að fara með
Stolza norður Sprengisand.
„Hvenær ætlar Sæmundur að
koma og sækja ykkur?“ spyr Ragna.
Hún veit alveg svarið en bíður samt
eftir að Stolzi segi það.
„Klukkan verða átta … Rúdí!, vi
verða koma dótin okkar út á planin,“
segir hann á sinni sérkennilegu ís-
lensku … „og ekki gleyma anórakk-
ana,“ áréttar hann.
Rúdí brosir og setur níðþungan
bakpokann á bakið.
„Það er allt komið út á plan nema
pokinn þinn,“ segir hann og gengur
öruggum skrefum út í glaðlegan
morguninn.
Sæmundur er kominn. Hann ætl-
ar að verða þeim innan handar og
keyra þá að ferjustaðnum, Haldinu
við Tungnaá. Ferja þá yfir og skilja
þá eftir eina í óbyggðum.
„Ertu alveg ákveðinn, Stolzi?
Ertu viss um að það sé rétt að fara
þetta?“ spyr Sæmundur og kímir,
rétt eins og hann meini þetta ekki.
„Auðvita vi farar, veðrin er fínn og
alla er tilbúinn,“ segir Stolzi og
klæðir sig í fínu uppháu leðurskóna
sem Ragna hafði gefið honum í
afmælisgjöf.
Sæmundur hristir bara hausinn
og brosir, gengur út og byrjar að
tína dótið upp í jeppann. Það er eins
og hann hafi gleymt um hvað hann
var að spyrja.
Meðan þeir eru að hlaða bílinn
stendur Ragna í hliðinu og kastar til
þeirra spurningadrífu,
„Tókuð þið ekki ullarsokkana ykk-
ar af ofninum … eru vettlingarnir og
húfurnar ekki örugglega með?“
„Jú, mamma, þetta er allt komið í
pokann,“ kastar Rúdí til baka en
Stolzi heldur áfram að hlaða bílinn
og sólin fylgist með af ákafa.
„Jæja, þá komar við okkur á
stað,“ segir Stolzi og snýr sér að
Rögnu, tekur um grannar axlirnar
og rekur henni rembingskoss. Ætlar
svo að rjúka af stað en hikar, snýr
sér við og stígur sporið til baka og
faðmar hana fast og hlýtt. Þegar
loksins slaknar á takinu, snýr Ragna
sér upp í eyrað á honum og hvíslar
hátt:
„Passaðu strákinn Stolzi, lofaðu
mér því, passaðu hann!“
Ragna gengur að stráknum og
faðmar hann. Hún kyssir hann og
kveður, snýr sér síðan við og gengur
aftur í áttina að hliðinu. Fyrsta tárið
fellur í snúningnum en hún ætlar
ekki að sýna þeim það. Ragna stend-
ur skælbrosandi og veifar frjálslega
til þeirra þegar bíllinn rennir af stað,
hlaðinn bæði tilhlökkun og kvíða.
Skógarþröstur situr á snúrustaur í
næsta garði, þenur brjóst og syngur
síðbúið ástarljóð. En Ragna stendur
hnípin eftir í hliðinu og grætur. Hún
hefur aldrei verið sátt við þetta
ferðalag.
Frá suðri til
norðurs um
Vonarskarð
Bókarkafli | Í bókinni Vonarskarð rekur Gústav
Þór Stolzenwald saman þræði úr fjölskyldusögu
sinni og rammar inn með ævintýraferð föður síns
og afa, sem gengu þvert yfir landið, frá Hellu og
norður yfir Sprengisand.
Ljósmynd/Úr safni Stolzenwaldfjölskyldunnar.
Ævintýri Helmut Stolzenwald, Stolzi, og Ragnhildur Þórarinsdóttir með Rudolf son sinn, Rúdí.
Gústav Þór Stolzenwald.
veita náttúrulega vörn
gegn bakteríum í munninum
Tvíþætt sink
og arginín
Dregur úr
tannskán
Styrkir
glerunginn
Dregur úr
tannskemmdum
Frískari
andardráttur
Dregur úr
blettamyndun
Dregur úr
viðkvæmni
Dregur úr
tannsteini
Fyrirbyggir
tannholdsbólgu
NÝTT
Veruleg fækkun baktería á
tönnum, tungu, kinnum og
gómi eftir samfellda notkun
í fjórar vikur.
BYLTING FYRIR
ALLANMUNNINN
Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold
Frábær
vörn í
12
tíma