Morgunblaðið - 21.12.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.12.2020, Qupperneq 32
Vefverslun Selena.is Þú pantar og sækir vöruna í verslun, fallega innpakkaða og tilbúna undir jólatréð. Coemi náttkjóll úr náttúruefninu Modal. Einnig fáanlegur í svörtu í stærðum XS-XXL. Ný sending af ullar- & silkinærfötum 70% Merino ull, 30% Silki. Fallegt í jólapakkann Opið 21. des. 11-18, 22. des. 11-18, Þorláksmessu 11-20, Aðfangadag 10-13. Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun: selena.is Tónleikaröðin Jazz í Salnum hefur, líkt og svo margar aðrar tónleikaraðir og hátíðir, þurft að bregðast við aðstæðum og verður í kvöld kl. 20 boðið upp á streym- andi tónleika með fjórum innlendum tónlistarhópum á facebooksíðunum Jazz í Salnum og Salurinn. Dúóið Tendra ríður á vaðið en það gaf nýverið út sína fyrstu hljómplötu. Dúóið skipa söngkonan Marína Ósk Þór- ólfsdóttir og gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson og munu þau flytja fjögur lög. Tónleikaröðin er skipu- lögð af píanóleikaranum Sunnu Gunnlaugsdóttur og er í boði Kópavogsbæjar, Tónlistarsjóðs og Salarins. Tónleikum Tendru streymt í kvöld MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 356. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Manchester United vann sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum og er komið í þriðja sæti ensku úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu eftir stórsigur á Leeds, 6:2, í gær. Liverpool skoraði hins vegar sjö mörk gegn Crystal Pal- ace á laugardaginn og er með fjögurra stiga forskot á Leicester á toppi deildarinnar. »26 Manchester United komið í þriðja sætið eftir sex mörk gegn Leeds ÍÞRÓTTIR MENNING sama ár, en var var útnefnd Bjartasta vonin á þeim vettvangi 2015. Sænska ríkisútvarpið tilnefndi hana vegna Jazzkatten-verðlaunanna 2018. Sig- ríður Hulda hefur unnið að ýmsum verkefnum sem hlotið hafa alþjóð- legar tilnefningar og hlaut gull- verðlaun í nemendaflokki FÍT fyrir meistaraverkefni sitt 2018. Anna Gréta segir að þær hafi gjarnan komið heim um jólin og í mörg ár hafi þær samið og flutt jóla- lög fyrir stórfjölskylduna og vini. „Þetta hefur verið okkar leið til þess að gera upp árið og grínast svolítið með fjölskylduna í leiðinni.“ Líðandi ár hafi verið allt öðruvísi en önnur ár fyrir alla vegna kórónuveirufarald- ursins og textinn við jólalagið, sem hún samdi fyrir nokkrum árum, því haft almennari skírskotun. Þær hafi samið textann í sameiningu og hann snúist um það hvernig sé að koma heim um jólin, en nú bregði svo við að margir komist ekki vegna heims- faraldursins og allir missi að mestu af dásemdinni sem textinn fjalli um; verslunarferðum í Kringluna, jóla- djamminu og ilminum af skötunni, þótt þeim þyki hann ógeðslegur. „Við tengjum vel við þessa vanalegu jóla- stemningu en núna verðum við að láta okkur nægja að syngja lagið til að upplifa hana.“ Systurnar verða í faðmi fjölskyld- unnar á Íslandi um jólin og reyndar verður Anna Gréta hér við upptökur á plötu fram í janúar. „Þetta verður mitt fyrsta sólóverkefni og ég er mjög spennt,“ segir hún. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hljómsveitin Systralag sendi nýlega frá sér lagið „Í desember“ og var það í hópi 10 laga sem komust áfram í Jólalagakeppni Rásar 2, en um 100 frumsamin lög bárust í keppnina. „Við erum mjög ánægðar með mót- tökurnar og þakklátar fyrir öll at- kvæðin,“ segir Anna Gréta Sigurð- ardóttir, djasspíanóleikari og tónskáld, um viðbrögðin við fyrsta opinbera lagi Systralags, sem hún skipar ásamt Sigríði Huldu, systur sinni og söngkonu. „Það er gaman að hafa náð svona langt úr öllum þessum fjölda laga.“ Lagið var tekið upp í KMH studios í Stokkhólmi undir stjórn Markus Sjöbergs. Þær syngja lagið saman auk þess sem Anna Gréta leikur á pí- anó en Johan Tengholm spilar á kontrabassa. Tónlist er systrunum í blóð borin en faðir þeirra er Sigurður Flosason saxófónleikari. Þær byrjuðu snemma að læra á hljóðfæri, Anna Gréta átta ára á píanó og Sigríður Gréta var á svipuðum aldri þegar hún byrjaði að læra á selló. Anna Gréta var lengi í kórskóla hjá Jóni Stefánssyni í Lang- holtskirkju en Sigríður er sjálflærð áhugasöngkona. „Við erum alltaf að góla eitthvað saman,“ segir Anna Gréta. Á Nóbelsverðlaunahátíðinni Systurnar hafa búið, lært og starf- að í Svíþjóð undanfarin ár. Anna Gréta fór í nám í Stokkhólmi 2014 og hefur búið þar síðan, en hún hefur getið sér gott orð sem djasspíanóleik- ari og spilaði meðal annars á Nóbels- verðlaunaathöfninni fyrir skömmu. Sigríður Hulda flutti út 2015, braut- skráðist með meistaragráðu frá Listaháskólanum Konstfack í Stokk- hólmi 2017 og starfar sem grafískur hönnuður hjá virtri hönnunarstofu þar í borg. Báðar hafa þær fengið fjölmargar viðurkenningar og verð- laun. Anna Gréta fékk til dæmis Monica Zetterlund-verðlaunin 2019 og var tilnefnd til tvennra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum Fyrsta opinbera lag bandsins Systralags  Textinn um óvenjulega jólastemningu vegna veirunnar Systralag Anna Gréta og Sigríður Hulda Sigurðardætur búa í Stokkhólmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.