Morgunblaðið - 23.12.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Markmiðið er að það verði gengið
frá þessu í byrjun janúar. Í framhald-
inu hefst niðurrif og hreinsun á svæð-
inu,“ segir Runólfur Ágústsson, sem
stendur að baki Þorpinu vistfélagi.
Félagið fékk á
dögunum sam-
þykkt kauptilboð í
brunarústirnar
við Bræðraborg-
arstíg og er það
nú í fjármögnun-
arferli. Félagið
hyggst hefja
hreinsun og upp-
byggingarstarf
eins fljótt og auðið
er, en talið er að
kostnaður við verkið sé hátt í millj-
arður króna. Bruninn á Bræðraborg-
arstíg fyrr árinu varð til þess að
þrennt lést, en rústirnar hafa staðið
ósnertar allt frá þeim tíma. Lóðirnar
sem um ræðir eru við Bræðraborg-
arstíg 1 og 3.
Húsnæði fyrir femínista
Að sögn Runólfs gera plön ráð fyr-
ir að reist verði hús í anda svokall-
aðra Baba yaga-systrahúsa, sem ver-
ið hafa að ryðja sér til rúms síðustu
ár. Þannig fá eldri konur tækifæri til
að búa í sameiginlegu húsi innan eig-
in veggja, en sérstök áhersla verður
lögð á femínisma, gagnkvæma
umönnun og sambærileg lífsviðhorf.
„Þetta er í raun viðbót við búsetu-
úrræði fyrir eldra fólk. Í stað þess að
fólk flytji á stofnun þá skapar það sér
búsetuvalkost á eldri árum með sam-
bærilegum hópi. Í þessu tilviki hafa
femínistar stuðning hvor frá annarri.
Þarna fá þær tækifæri til að búa í
litlum tveggja herbergja íbúðum með
mikilli sameign,“ segir Runólfur og
bætir við að hugmyndin hafi kviknað
út frá úrræðum félagsins fyrir ungt
fólk.
Byggja 26 nýjar íbúðir
„Við höfum verið með sambærilegt
úrræði í Gufunesi fyrir ungt fólk. Í
kjölfarið nálguðust margar konur
okkur og óskuðu eftir því að búið yrði
til úrræði fyrir eldri konur,“ segir
Runólfur og að vel komi til greina að
byggja fleiri úrræði sem þessi síðar.
Þannig komi allt eins til greina að
byggja deililausn fyrir karla með
sambærilegt lífsviðhorf. Aðspurður
segir hann að byggðar verði 26 íbúðir
á lóðinni við Bræðraborgarstíg. Þá
verði þær á viðráðanlegu verði.
„Tekjumódelið er þannig að þessar
konur sem búa vítt og breitt um bæ-
inn losa um húsnæðið sitt með hlut-
deild í þessari sameign. Verðið er
ekki orðið klárt, en fermetraverðið
verður aldrei lágt á þessum stað enda
mikil sameign. Þetta verður þó á við-
ráðanlegu verði.“
Að sögn Runólfs eru vonir bundn-
ar við að húsakosturinn verði kominn
í gagnið undir lok árs 2022. „Skipu-
lagsmyndin gæti tekið ár og svo upp-
byggingin um ár að því gefnu að allt
gangi upp. Það er algjört forgangs-
atriði að fjarlægja þessar hræðilegu
rústir og reisa þennan reit aftur til
vegs og virðingar.“
Hyggst byggja íbúðir
fyrir eldri femínista
Nýtt búsetuúrræði Litlar íbúðir með mikilli sameign
Morgunblaðið/Eggert
Bræðraborgarstígur Vonir eru bundnar við að endurreisn hefjist fljótlega.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Tekið verður á móti skráðum gestum
í jólafögnuð Hjálpræðishersins í
Reykjavík sem verður á aðfangadag
milli klukkan 11:30 og 15 í nýjum
húsakynnum á Suðurlandsbraut 72.
Þrír salir eru í húsinu og með hólfa-
skiptingu þeirra er hægt að taka á
móti fjölda fólks þannig að allra sótt-
varnareglna er gætt. Boðið verður
upp á lambalæri og annað tilheyrandi
í mat og gestir leystir út með jólagjöf.
Vænst er um 300 manns til þessarar
samverustundar.
Húsið vekur athygli
Framkvæmdum við hina nýju
byggingu Hjálpræðishersins í Soga-
mýrinni, innst við Suðurlandsbraut,
lauk síðsumars. Síðustu mánuðir hafa
því verið teknir í að koma fjölbreyttri
starfseminni á nýjum stað í gang.
Alls er húsið, sem er að hluta til á
tveimur hæðum, um 1.500 fm að flat-
armáli og vekja burstir og kvistar
þess efalítið athygli vegfarenda sem
leið eiga hjá. Samanlagður kostnaður
við bygginguna er um 900 milljónir
kr., sem er nærri andvirði þeirra
eigna sem Hjálpræðisherinn átti og
selur.
Í nýja húsinu er aðalskrifstofa
Hjálpræðishersins. Einnig eru þar,
auk salarkynna, kaffi- og matstofa,
þar sem fólk getur keypt sér næringu
og loks aðstaða fyrir velferðarstarf.
Næring, hreinlæti og virðing
Daglega leitar til Hjálpræðishers-
ins fólk sem vantar næringu, skjól og
stuðning. Sú aðstoð er veitt í sam-
ræmi við gildi hersins.
„Súpa, sápa og frelsi eru okkar
kjörorð og kjarni starfsins. Slíkt vís-
ar til þeirra grunnþarfa sem við sinn-
um fólki með, það er næring, hrein-
læti og virðing. Að hér séu sturtur og
að fólk sem er á götunni geti þrifið sig
rímar við þetta,“ segir Ingvi Skjald-
arson flokksforingi. Þau Ingvi og
Hjördís Kristinsdóttir, eiginkona
hans, sem er kapteinn og svæðisfor-
ingi Hjálpræðishersins á Íslandi,
hafa lengi verið virk í starfinu sem er
öflugt. Trúarsamkomur eru á hverj-
um sunnudegi kl. 14 en einnig má
nefna starf með innflytjendum, að-
stoð við börn með heimanám og starf
með eldri borgurum.
Jólafögnuðurinn er nú í Sogamýri
Hjálpræðisherinn í Reykjavík tekur á móti fólki á aðfangadag Fyrstu jólin í nýju húsi innst á
Suðurlandsbraut 300 gestir fá lambalæri og jólagjöf Súpa, sápa og frelsi kjörorð nú sem fyrr
Morgunblaðið/Kristinn Magnússson
Forysta Ingvi Kristinn Skjaldarson flokksleiðtogi og Hjördís Kristinsdóttir,
eiginkona hans, kapteinn og svæðisforingi Hjálpræðishersins á Íslandi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Reisulegt Arkitektúr húss Hjálpræðishersins vekur eftirtekt margra.
Nytjamarkaðir Hjálpræðishersins
á Íslandi heita einu nafni Hertex
og eru starfræktir við Hrísalund á
Akureyri og í Reykjavík í Garða-
stræti 6 og Vínlandsleið 6-8 í Graf-
arholtshverfi. „Starfsemi mark-
aðanna er mikilvægur þáttur í
starfi okkar. Nokkur hagnaður hef-
ur verið af starfseminni ár hvert
og peningar sem þannig aflast
fara beint í velferðarstarf okkar,“
segir Hannes Bjarnason kapteinn.
„Störfum í verslunum okkar er
meðal annars sinnt af sjálfboða-
liðum, sem stundum eru fólk sem
hefur verið á vondum stað og ein-
angrað, til dæmis vegna veikinda
eða örorku. Að fá hlutverk við hæfi
og tilgang í lífinu gefur fólki ótrú-
lega mikið. Oft hafa störf hjá okk-
ur verið upphaf þess að fólk kemst
aftur til virkrar þátttöku í sam-
félaginu sem er mjög ánægjulegt.“
Vöruúrvalið hjá Hertex er fjöl-
breytt. Þar má nefna fatnað, bús-
áhöld, myndir, bækur, geisladiska
og margvísleg listaverk. „Okkur
berast margir dýrgripir,“ segir
Hannes. „Einnig fáum við alltaf í
nokkrum mæli húsgögn, jafnvel
heilu búslóðirnar. Þetta er ómet-
anlegt og ánægjulegt þegar ágóð-
inn af sölunni nýtist til hjálpar-
starfs.“
Margir dýrgripir berast
HERTEX MIKILVÆGUR ÞÁTTUR Í STARFI HJÁLPRÆÐISHERSINS
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Markaður Hannes og Alexandra Guðmundsdóttir í versluninni við Vínlandsleið.
Runólfur
Ágústsson