Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Erlend lyfjafyrirtæki telja drög að
reglugerð heilbrigðisráðherra um
verðlagningu og greiðsluþátttöku
lyfja til þess helst fallin að draga úr
lyfjaframboði í landinu, að þau end-
urskoði þátttöku á íslenskum lyfja-
markaði, jafnvel að þau dragi sig al-
farið af honum.
Þetta kemur fram í umsögnum er-
lendu lyfjaframleiðendanna Sanofi í
Noregi, Ferring í Svíþjóð og Novo
Nordisk í Danmörku, sem þau
sendu í samráðsgátt íslenskra
stjórnvalda.
Reglugerðardrögin taka að
óbreyttu gildi um áramót og geta
haft veruleg áhrif á framboð lyfja
hér á landi, ekki þá síst hvað varðar
ný lyf. Nú þegar eru mun færri lyf
markaðssett á Íslandi en gerist á
Norðurlöndum. Þannig eru aðeins
3.556 lyf á markaði hér á landi, en
þau eru 9.147 í Noregi.
Umsagnir íslenskra lyfjainnflytj-
enda og framleiðenda um reglugerð-
ardrögin eru mjög á eina leið, en þar
er sérstaklega fundið að því að há-
marksverð á Íslandi skuli vera
lægsta verð í viðmiðunarlöndunum,
sem eru ríki Evrópska efnahags-
svæðisins (EES). Nær ómögulegt sé
að verða við því, enda íslenskur
markaður sá smæsti í OECD og
engin leið að ná hagstæðu verði í
krafti magns. Við bætast vegalengd-
ir, íslenskar merkingar og leiðbein-
ingar, sem allt auki kostnaðinn.
Afleiðingin verði því óhjákvæmi-
lega sú að lyfjaskráningum hér
fækki enn meira og samkeppni
minnki, sem og lyfjaframboð og
lyfjaöryggi. Þá sé veruleg hætta á
að erlend lyfjafyrirtæki dragi sig
einfaldlega af markaði sem svari
ekki kostnaði. Nú þegar eru ýmis
lyfjafyrirtæki, sem kjósa að starfa
ekki á Íslandi og hætt er við að þeim
fjölgi, sem áhrif geti haft á lyfja-
öryggi.
Þau þekkja markaðinn best
Athygli vekur að Lyfjastofnun
sendi ekki inn umsögn um reglu-
gerðardrögin. Rúna Hauksdóttir,
forstjóri Lyfjastofnunar, segir í
samtali við Morgunblaðið að það
hafi ekki þótt við hæfi. „Okkur er
ætlað að starfa eftir þessari reglu-
gerð, svo við viljum ekki hafa af-
skipti af gerð hennar.“
Hún þekkir þó vel til hennar og
hefur kynnt sér umsagnir um hana.
„Ég vil ekki leggja dóm á þær að-
finnslur, sem þar koma fram, en
þessi fyrirtæki sem sendu þær inn,
þau þekkja auðvitað þennan markað
best og hafa mesta reynslu af þess-
um málum. Þau þekkja líka best
hver er afstaða þeirra framleiðenda,
sem þau hafa umboð fyrir, til mögu-
legra breytinga á þessu umhverfi.“
Það eru þó ekki aðeins lyfjainn-
flytjendur eða framleiðendur, sem
gera þessar athugasemdir. Það ger-
ir einnig Lyfjafræðingafélag Ís-
lands. Það telur að við verðlagningu
lyfja beri að taka mið af því sem ger-
ist á Norðurlöndum, en ekki á
gervöllu EES. Sömuleiðis er fundið
að því að í drögunum sé ekki tekið
tillit til sérstöðu íslensks lyfjamark-
aðar og öryggis lyfjaframboðs, eins
og þó er kveðið á um í lyfjalögum.
Við verðlagningu þurfi að horfa til
meðalverðs í viðmiðunarlöndunum,
en ekki að hámarksverð á Íslandi sé
lægsta verð sem þar finnist.
Í sama streng er tekið í umsögn
sjúklingasamtaka.
Sérstaða Íslands ótvíræð
Þessi sérstaða íslenska lyfjamark-
aðarins er rædd í flestum umsögn-
um, enda markaðurinn smár, fjar-
lægur og strjálbýll, en lögin, sem
reglugerðin á að byggjast á, taka
mið af þeim aðstæðum. Það geri
reglugerðardrögin hins vegar ekki.
Minna má á að fjöldi apóteka á Ís-
landi miðað við höfðatölu er marg-
faldur á við það sem gerist í sam-
anburðarlöndum, en því sé hlutfalls-
legur dreifingarkostnaður hér mun
meiri en þar. Það skýrist mikið af
strjálbýli, en einnig má minna á að
verðlag og almennur launakostnað-
ur er hér með mesta móti í Evrópu.
Eins er hlutfallslegur öryggis- og
gæðakostnaður mun hærri hér en í
samanburðarlöndunum og fer
hækkandi frekar en hitt. Þá sé flutn-
inga- og birgðakostnaður hér óhjá-
kvæmilega hærri en með þéttbýlum
milljónaþjóðum. Loks ber að nefna
að fjölmörg lyf þarf að endurmerkja
hér á landi, útbúa og koma fyrir ís-
lenskum leiðbeiningum. Það á ekki
við í samanburðarlöndunum.
Af þeim sökum blasir við að erfitt
eða ómögulegt er fyrir lyfjainnflytj-
endur og framleiðendur að bjóða
aldrei hærra verð en hið lægsta á
EES-svæðinu. Nema auðvitað þeir
einbeiti sér að fáum, algengum lyfj-
um og síðan þeim lyfjum, sem kom-
ast á undanþágulista.
Í umsögn Parlogis er þetta raunar
sett í aðeins annað en lýsandi sam-
hengi. Minnt er á að hér starfi ýmis
alþjóðleg fyrirtæki á borð við IKEA,
CostCo, Bauhaus og fleiri. Ekkert
þeirra treysti sér til að selja vöru
eða þjónustu á meðalverði, hvað þá
lægsta verði samanburðarlanda. Svo
er spurt hvort ríkið vilji hafa sama
hátt á kaupum á öðrum aðföngum,
þjónustu og vinnuafli, að það megi
aldrei vera á hærra verði en því
lægsta sem fyrirfinnst í álfunni.
Norræn lyfjafyrirtæki
telja sér vart vært
Reglugerðardrög um lyfjaverð vekja víðtæka gagnrýni
Morgunblaðið/Sverrir
Lyf Allar umsagnir um ný reglugerðardrög telja þau hvorki samrýmast
markmiðum lyfjalaga né bókstaf þeirra og að lyfjaöryggi skerðist.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er ánægjulegt að vera fyrstir
til að koma bóluefni á markað. Við
viljum endilega koma þessu til sem
flestra landsmanna,“ segir Sigurður
Bragi Ólafsson, bruggmeistari hjá
Kalda á Árskógssandi.
Kveðja „skítaár“
Sigurður tók höndum saman við
kollega sína í Borg brugghúsi og
bruggaði áramótabjór sem kemur í
vínbúðir í dag eða á milli jóla og ný-
árs. Bjórinn hefur fengið nafnið
Bóluefnið og er eikarþroskaður
belgískur tripel.
„Þetta er búið að vera soddan
skítaár að það er eina vitið að loka
því með veglegum bjór. Það er við-
eigandi að skála fyrir nýju ári í bjór
úr stórri flösku með fallegum kork-
tappa,“ segir Sigurður.
Spennandi samstarf
Þetta er fyrsta samstarfsverkefni
Kalda með öðru íslensku brugghúsi
en Sigurður hefur aftur á móti í tví-
gang unnið með bandarískum koll-
egum sínum sem sérhæfa sig í súr-
bjórum. Hann segir að lengi hafi
staðið til að vinna með félögum sín-
um í Borg. Þeir hafi unnið lengi að
uppskriftinni og útfærslunni og lagt
saman í púkk með hráefni og hug-
myndir. Þá hafi hönnuður Kalda
hannað útlit flöskunnar glæsilegu.
Útkoman er 9% belgískur tripel, „al-
vöru áramótabomba“ að sögn brugg-
arans en samt mjúkur og þægilegur
bjór.
Bjartsýn á framhaldið
Sigurður segir aðspurður að
rekstur Kalda hafi gengið ágætlega í
ár þrátt fyrir erfiðleika af völdum
veirunnar. Sala á bjórkútum til veit-
ingastaða hafi nánast þurrkast upp
en jólavertíðin hafi gengið vel. Hún
sé sennilega sú besta í fimm eða sex
ár. Þá hefur tilkoma áfyllingarlínu
fyrir bjór í dósum glætt söluna frá
því í sumar. Eins og kom fram í
Morgunblaðinu í júlí var tilkoma
dósalínunnar fjárfesting upp á 60
milljónir króna sem þótti tíðindum
sæta í miðjum kórónuveirufaraldri.
Sigurður segir að eina leiðin sé að
horfa fram á veginn og hann er
bjartsýnn á framhaldið. „Við erum
bara brött,“ segir bruggmeistarinn.
Áramót Sigurður Bragi, brugg-
meistari Kalda, með Bóluefnið.
Bóluefnið er klárt
á Árskógssandi
Kveðja leiðinlegt ár á veglegan hátt
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Söfnum í neyðarmatarsjóð til
matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp
Íslands fyrir þá fjölmörgu sem
lægstu framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
Guð blessi ykkur öll
A skráir og markaðssetur hjartalyf,
en salan er undir 20 m.kr. á ári, svo
það fer á undanþágulista og verðið
miðast við meðalverð í viðmiðunar-
löndum, sem er 125 ISK.
Keppinauturinn B er markaðs-
ráðandi á Íslandi, en selur sama lyf
fyrir meira en 20 m.kr. á ári, svo B
verður að jafna lægsta verð viðmið-
unarlanda, sem er 99 ISK í Svíþjóð.
Lyf B er því 20% ódýrara en lyf
A, svo ætli A að hreyfa eitthvað af
sínum birgðum þarf það að lækka
verðið a.m.k. niður í verð B.
Það er erfitt, því A þarf að bera
kostnað af endurmerkingu, sem er
130-140 kr. á hverja pakkningu of-
an á lyfið sjálft, flutning, skrán-
ingu, gæða- og þýðingarkostnað,
auk dreifingar í apótek landsins.
A tekur því sitt lyf af markaði og
sennilega B einnig, þótt það njóti
þess forskots að þurfa ekki að end-
urmerkja lyfið. Af því það svarar
samt ekki kostnaði miðað við álagn-
ingu þegar allt er talið.
Dæmisaga
um tvö lyf