Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020 Full búð af fallegu aðhaldi undir jólafötin SCALLOP aðhaldssamfella frá Magic Heldur vel við maga og bak. Samfellan er flegin að framan en styður vel við brjóstin. Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið Þorláksmessu 23. des. 10-20 | Lokað á aðfangadag Stærðir S-XXL Verð 16.650,- Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is Það eru engin tímamörk á skiptimiðunum frá okkur Hafðu það huggulegt heima um jólin Lyfjafyrirtæki, þar á meðal Pfizer og Moderna, skoða nú hvort bóluefni virki gegn nýju afbrigði kórónuveir- unnar. Afbrigðið greindist í Bretlandi á dögunum en vís- bendingar eru um að það sé 70% meira smitandi en fyrri afbrigði. Af þessum sökum vinna lyfjarisar um heim all- an nú að því að kanna hvort bóluefni hafi tilætluð áhrif. Talið er að það taki um tvær vikur hið minnsta að kanna hvort bóluefni virki gegn afbrigðinu, en prófanir eru þegar hafnar. Í tilkynningum frá Pfizer og Moderna kemur fram að niðurstöðurnar verði kunngerðar innan fárra vikna. Forstjóri Pfizer, Ugur Sahin, lét hafa eftir sér að ekkert benti til þess að bóluefni fyrirtækisins myndi ekki virka gegn afbrigðinu. Fyrirtækið þyrfti þó að minnsta kosti tvær vikur til að skera endanlega úr um það. Bóluefni Pfizer er byggt á svokallaðri RNA-tækni, sem jafnframt þýðir að auðvelt er að gera smávægilegar breytingar á bóluefninu. Þannig getur fyrirtækið í raun þróað „nýtt“ bóluefni á um sex vikum. „Það er kannski helsta fegurðin við RNA. Við getum strax útbúið bóluefni sem virkar gegn nýjum afbrigðum af veirunni. Við gætum því útbúið nýtt bóluefni á um sex vikum þó að slíkt þyrfti auðvitað að fara í gegnum ákveðið ferli,“ var haft eftir Sahin. aronthordur@mbl.is Geta framleitt nýtt bóluefni AFP Bólusetning Vel hefur gengið að bólusetja Bandaríkjamenn síðustu vikuna.  Óljóst hvort bóluefni virkar gegn nýju afbrigði veirunnar Tæknirisinn Apple stefnir á fram- leiðslu sjálfkeyrandi bifreiða fyrir árið 2024. Þá bindur fyrirtækið vonir við að ný tækni við þróun rafhlaða muni veita fyrirtækinu samkeppnis- forskot, en bifreiðarnar verða raf- knúnar. Þetta herma heimildir fréttastofu Reuters. Verkefnið ber heitið „Titan“ og hófst árið 2014 þegar vinna við hönn- un bifreiða Apple var sett af stað. Verkefnið hefur tekið lengri tíma en upphaflega var ráðgert en nú er útlit fyrir að markmiðið sé í augsýn. Þró- unin hefur verið hröð undanfarið ár, en talið er að fjöldaframleiðsla geti hafist eftir þrjú til fjögur ár. Áætl- anir tæknirisans hafa ekki verið gerðar opinberar en samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs hefur þró- unin gengið vonum framar upp á síð- kastið. Helsta markmið Apple er að fram- leiða rafhlöður sem eru talsvert ódýrari en þær sem fyrir eru á mark- aðnum. Þá er allt gert til að gera bif- reiðarnar eins langdrægar og kostur er. aronthordur@mbl.is Bifreiðar Apple á markað árið 2024  Vinna við þróun sjálfkeyrandi bifreiða hefur gengið mjög vel AFP Forstjórinn Tim Cook forstjóri Apple leggur áherslu á verkefnið. Á stjórnarheimilinu í Berlín gætir pirrings og óánægju vegna seina- gangs framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins við að tryggja nógu mikið af bóluefni. Hefur vakið sér- staka gremju að ESB þáði ekki allt það bóluefni sem stóð til boða frá fyrirtækjunum Pfizer og BioNTech. Þetta muni að óbreyttu hafa í för með sér að bólusetningar muni hefj- ast síðar en til dæmis í Bandaríkj- unum og Bretlandi og taka lengri tíma. Það gæti haft í för með sér að veiran verði enn að herja á íbúa meginlands Evrópu næsta haust og fram á næsta vetur með tilheyrandi takmörkunum á samkomum og um- svifum. Stjórnvöld gera sér grein fyrir því að sú staða sé pólitískt eitur og hefur því verið settur kraftur í að útvega meira bóluefni en ESB hefur samið um, hvað sem líður fyrri fyrirheitum um að bandalagið semdi fyrir hönd allra til marks um samstöðuna innan þess. Seinagangurinn í ESB varð þegar í vor tilefni til aðgerða þegar Þýska- land, Frakkland, Ítalía og Holland mynduðu eins konar bólusetning- arbandalag og sömdu um rúmlega 400 milljón skammta bóluefnis við AstraZeneca. Í þýska tímaritinu Der Spiegel kom fram að þessi samn- ingur hefði fyrst og fremst átt að skapa þrýsting á ESB vegna þess að lítið gerðist í Brussel. Í Der Spiegel er því haldið fram að bak við tjöldin vinni þýsk stjórn- völd að því hörðum höndum að út- vega meira bóluefni frá Moderna og Pfizer og BioNTech. BioNTech er þýskt fyrirtæki og hefur vakið mikla athygli fyrir hvað vel hefur gengið að þróa bóluefni í samstarfi við lyfja- framleiðandann Pfizer. Á fimmtu- dag ræddi Angela Merkel, kanslari Þýskalands, meira að segja við Öz- lem Türeci og Ugur Sahin, forkólfa BioNTech, á fjarráðstefnu og lofaði fyrirtækið í hástert. Að mati Spiegel geta skilaboðin ekki verið skýrari: Kanslarinn hafi tekið bólusetningar í sínar hendur. kbl@mbl.is AFP Grímuklæddur kanslari Angela Merkel, kanslari Þýskalands, setur upp grímu á þingi. Reiði gætir í Berlín út af seinagangi ESB að útvega bóluefni. Merkel tók málin í sínar hendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.