Morgunblaðið - 23.12.2020, Qupperneq 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020
Héraðsdómur Ekki veitir af að fylla á lagerinn þar sem mikið þarf að prenta af skjölum.
Eggert
Fyrir rúmum þremur árum
urðu vörusiglingar til Þorláks-
hafnar að veruleika, eftir hundr-
að ára bið. Aðdraganda þeirra
má rekja til þess þegar bændur
af öllu landinu komu saman til
fundar í Þjórsártúni í janúar
1916. Tilefnið var að berjast fyrir
jákvæðri byggðaþróun og upp-
byggingu landsins. Í framhald-
inu var Framsóknarflokkurinn
stofnaður, 16. desember sama
ár, og er því nýorðinn 104 ára. Enn er þörf fyr-
ir flokk sem berst fyrir uppbyggingu landsins.
Á fundinum í Þjórsártúni, sem haldinn var úti
um miðjan vetur, var samþykkt ályktun um
nauðsyn þess að byggja upp höfn í Þorlákshöfn
sem myndi tryggja bændum ódýrari og betri
flutninga til og frá landinu án afskipta Reykja-
víkurvaldsins og kaupmanna.
Haustið 2017 skrifaði ég grein sem birtist í
Dagskránni um vörusiglingar til Þorlákshafnar
sem þá voru loks nýhafnar, eftir 100 ára bið.
Þar hvatti ég Sunnlendinga sem aðra að nýta
tækifærin sem út- og innflutningshöfn hefur að
færa. Forsenda þess að stærri höfn gæti orðið
að veruleika væri sú að ríkisstjórnin kæmi að
með aukna fjármuni. Það er því afar ánægju-
legt að geta sagt nú, að ríkisstjórnin hefur
samþykkt að auka fjármagn svo um munar til
hafnarbótasjóðs og styðja dyggilega við stækk-
un hafnarinnar í Þorlákshöfn og aðrar brýnar
framkvæmdir við hafnir og sjóvarnir. Þetta
hefur verið staðfest á Alþingi með nýsam-
þykktri fjármálaáætlun.
Það er engum blöðum um það að fletta að
vöruflutningar um Þorlákshöfn hafa opnað
nýja möguleika fyrir ferskflutning á sjáv-
arföngum frá Íslandi til meginlands Evrópu.
Eftirspurn eftir vöruflutningum hefur aukist
jafnt og þétt á ekki lengri tíma og er árang-
urinn framar vonum. Tvær vöruflutninga-
ferjur, Mykines og Mistral, sigla á vegum fær-
eyska skipafélagsins Smyril-Line vikulega og
hugmyndir eru uppi um farþegasiglingar frá
Þorlákshöfn til Evrópu. Kostirnir eru ótvíræð-
ir með verulegum ávinningi fyrir sunnlenskt
atvinnulíf og byggðaþróun. Fyrir utan störf
sem skapast við löndun og ýmsa
aðra þjónustu þá er sjóflutnings-
tíminn sá stysti til og frá landinu
sem styrkir ferskfiskútflutninginn
til muna. Flutningur á ferskum
sjávarafurðum kemur til með að
stóraukast á næstunni þar sem
meiri krafa er um að afurðir séu
fluttar á markað á sem hagkvæm-
astan hátt fyrir umhverfið. Ef fyr-
irætlanir um stækkun í fiskeldi
verða að veruleika þurfa innviðir
að vera í stakk búnir til þess að af-
kasta aukinni framleiðslu á mark-
aði erlendis. Núverandi skip sem
venja komur sínar til Þorlákshafnar fullnýta
stærðarramma hafnarinnar og því er ekki
möguleiki á að taka við stærri skipum ef upp-
fylla á alþjóðlegar öryggiskröfur.
Inni á núgildandi samgönguáætlun er end-
urbygging á tveimur stálþilsbryggjum í Þor-
lákshöfn, við Svartaskersbryggju og Suður-
vararbryggju auk dýpkunar framan við
Svartaskersbryggju. Aukið fjármagn í fjár-
málaáætlun gefur sveitarfélaginu svigrúm til
að ráðast í þær breytingar sem þarf að gera á
höfninni til þess að taka á móti stærri skipum
og er ekki inni á samþykktri samgönguáætlun.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vinnur
að forgangsröðun verkefna miðað við aukið
fjármagn sem verður lögð fram á nýju ári.
Þolinmæði er dyggð og ekkert gerist af
sjálfu sér. Samstaða sunnlenskra sveitarfélaga
með Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga
(SASS) hefur skilað sér. Stuðningur þing-
manna kjördæmisins var mikilvægur. Áratuga
löng barátta er loks í höfn. Jú, það er sagt að
við Sunnlendingar séum þolinmóðir. Það þarf
þrautseigju og dugnað til. Áfram veginn.
Eftir Sigurð Inga
Jóhannsson
» Þar hvatti ég Sunnlendinga
sem aðra til að nýta tæki-
færin sem út- og innflutnings-
höfn hefur að færa.
Sigurður I. Jóhannsson
Höfundur er samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra.
Höfn í höfn
í Þorlákshöfn
Jólum mínum uni ég enn,
og þótt stolið hafi
hæstum Guði heimskir menn,
hef ég til þess rökin tvenn,
að á sælum sanni er enginn vafi.
(Jónas Hallgrímsson)
Ég er af þeirri kynslóð sem
naut þeirrar gæfu að alast upp
og mótast þegar herra Sigur-
björn Einarsson sat á stóli bisk-
ups. Djúpstæð trúarsannfæring
einkenndi allt hans mikla starf.
Án hroka eða yfirlætis. Í huga Sigurbjarnar
er kristin trú „ekkert að miklast af“ heldur
viljinn að „lofa Guði að lýsa á gluggann, inn í
hjartað“.
Það hefur verið gæfa fámennrar þjóðar að
eignast nokkra kennimenn trúarinnar – öfga-
lausa, lítilláta og kærleiksríka. Á engan er
hallað þegar því er haldið fram að fremstur
meðal jafningja standi herra Sigurbjörn Ein-
arsson.
Á þeim 22 árum sem Sigurbjörn þjónaði
sem biskup yfir Íslandi mótaði hann ekki að-
eins starf Þjóðkirkjunnar heldur trúarlíf okk-
ar Íslendinga í áratugi eftir að hann lét af
embætti árið 1981. Og það skal játað að á jól-
um sakna ég þess sérstaklega að geta ekki
notið guðsþjónustu hans líkt og ég ólst upp
við. Sakna visku hans og hlýju.
Tildurshaugar samtímans
Í viðtali við Fréttablaðið á aðfangadag 2007
minnti Sigurbjörn okkur á að hamingjan sé
„ekkert tilfinningasvall“ heldur einkennist
hún af „innra jafnvægi og hugarró“. „Ham-
ingjusamt fólk er þannig í sæmilegri sátt við
sjálft sig, en þó ekki án sjálfsgagnrýni. Skorti
hana verður einstaklingurinn hrokafullur
sjálfbirgingur, skopskyni skroppinn.“
Skömmu fyrir andlát sitt flutti Sigurbjörn
sína síðustu predikun í Reykholti sumarið
2008. Hann var þá liðlega 97 ára. Þá brýndi
hann okkur öll að miklast ekki
eða ganga oflætinu á hönd.
„Það kemur fyrir, að menn-
irnir blindast og krossfesta sína
eigin gæfu, hjálp og blessun.
Verst fer þeim ævinlega, þegar
þeir blindast af ímynduðum
glansi af sjálfum sér – ég er ekki
viss nema einhverjir sperrtir
hanar á tildurshaugum samtím-
ans mættu taka þetta til sín. Og
það er ekki hættulaust að seljast
undir framandi íhlutanir og yf-
irráð. Hákon konungur reyndist
Íslandi óheillavaldur. En verri
en Hákon eru þau máttarvöld sum, sem menn
eru svo aumlega flatir fyrir nú á dögum. Ég
nefni aðeins það sjúka yfirlæti, sem þykist
upp úr því vaxið að gera ráð fyrir neinu æðra
sjálfu sér í alheimi, og þann gráðuga Mamm-
on, sem virðir ekkert, enga helgidóma, engar
hugsjónir, engin gildi.“
Laðar það besta fram
Í huga Sigurbjarnar laðar boðskapur
jólahátíðarinnar fram það „besta sem við
geymum í okkur; gjafmildi, ástúð og kær-
leika“. Hann efaðist aldrei um boðskapinn eða
þýðingu jólanna fyrir manninn. Í aðdraganda
aðventu 2003 var Sigurbjörn spurður í viðtali
við Bjarma – tímarit Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga – hvort hann hafi, á efri ár-
um, hugsað um hvað taki við, hugsað um him-
ininn. „Já, þetta er eðlileg spurning,“ svaraði
Sigurbjörn og bætti við:
„Nú nálgast aðventa og við höldum aðventu
nákvæmlega af því að við höfum fengið svar
við þessu. Aðventa bendir og segir: Þetta er
framtíðin, Jesús Kristur er að koma. Ekki
bara sem lítið barn á jólum, hann er að koma
á móti veröldinni sinni sem frelsari hennar og
Drottinn allrar framtíðar. Hann og ríki hans
er framtíðin. Þar með er því svarað hvernig
himinninn er. Himinninn og eilífa lífið er þar
sem Jesús Kristur er allt í öllu, ásamt Guði
föður og heilögum anda, að eilífu.
Að öðru leyti veit ég álíka lítið um himininn
eins og ég vissi lítið um jörðina þegar ég var í
móðurlífi og ég er fullkomlega sáttur við það.
Það sem ég veit nægir mér.“
Hið jarðneska og himneska
Í samfélagi nútímans er trúin tortryggð.
Við sem trúum á tvennt í heimi; Guð í al-
heimsgeimi og Guð í okkur sjálfum, hrekj-
umst oft undan, feimin og jafnvel hrædd að
gangast við að eiga samneyti við trú kærleik-
ans – eigum erfitt með að viðurkenna fyrir
öðrum hversu Guð í alheimsgeimi er okkur
mikilvægur og hve Guð í okkur sjálfum hefur
reynst okkur traustur leiðarvísir í lífinu.
Hátíð ljóssins er friðarstund sem vekur
vonir þar sem mætast hið jarðneska og hið
himneska, kærleikur og minningar. Við fögn-
um komu frelsarans, þökkum fyrir það sem
var og það sem er og verður, hugum að ást-
vinum okkar og reynum að létta undir með
þeim sem höllum fæti standa.
Á jólunum erum við minnt á að við erum öll
börn Guðs. Og um leið getum við tekið undir
með herra Sigurbirni Einarssyni í sálmi:
Sú von er sterk, hún verður eigi slökkt,
að vorið komi þó að geisi hríð.
Eins sigrar Drottinn alla ógn og stríð.
Senn er undarlegt ár að baki. Það hefur
reynst okkur flestum erfitt. Við höfum mátt
sætta okkur við að vera slitin frá vinum og
fjölskyldu, höfum ekki náð að rækta sam-
bandið við þá sem okkur eru kærastir. Þús-
undir hafa misst atvinnu og glíma við erfiða
fjárhagsstöðu, veikindi og félagslega ein-
angrun. Að rétta þeim hjálparhönd sem þurfa
er skylda sem kristin trú leggur á herðar okk-
ar.
Í trúnni finnum við æðruleysi og öðlumst
umburðarlyndi gagnvart ólíkum skoðunum,
lífsstíl, trú og bakgrunni. Við þykjumst ekki
vera á hærri stalli en aðrir eða yfir þá hafin.
En hver og einn vitjar jólanna með sínum
hætti, einnig þeir sem ekki eru samferða
Drottni.
Ég óska lesendum og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla.
Eftir Óla Björn Kárason
» Í trúnni finnum við um-
burðarlyndi gagnvart ólík-
um skoðunum, lífsstíl, trú og
bakgrunni. Við þykjumst ekki
vera á hærri stalli eða yfir aðra
hafin.
Óli Björn Kárason
„Það sem ég veit nægir mér“
Herra Sigurbjörn Einarsson biskup.
Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.