Morgunblaðið - 23.12.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.12.2020, Qupperneq 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Svartur/ Dark Ash Walnut að innan. 2020 GMC Denali, magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. 5th wheel í palli. VERÐ 12.990.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 GMC Denali Ultimate 2500 Litur: Silver/ Grár að innan. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque, 4X4, 10-speed Automatic transmission. 6 manna. Heithúðaður pallur. VERÐ 11.290.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 Ford F-350 XLT 6-manna Litur: Carbon Black/ Walnut að innan. 2020 GMC Denali, magn- aðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleira. Samlitaðir brettakantar, gúmmimottur í húsi og palli. VERÐ 13.190.000 m.vsk 2020 GMC Denali Ultimate 3500 ATH. ekki „verð frá“ Morgunblaðinu barst eftirfarandi bréf frá Richard Fowlie með beiðni um birtingu. Ef einhver kannast við manninn á myndinni er sá hinn sami vinsam- lega beðinn að hafa samband við þjón- ustuver Morgunblaðs- ins til að fá nánari upp- lýsingar um heimilis- fang Richards. Banchory, Scotland. Kæra Morgunblað. Ég bið ykkur að birta fyrir mig mynd af þessum manni því mig lang- ar til að endurnýja kynni við hann. Það kann að virðast langsótt þar sem myndin er komin til ára sinna, en kannski kannast einhver við manninn ef hann sér myndina. Við þekktumst á árunum 1960- 1962 í Edinborg þar sem við vorum báðir við nám. Hann bjó í „Manor Club“ í Manor Place í Edinborg og var þar við enskunám samhliða vinnu við íslenska hestinn. Nú væri hann um sjötugt eins og ég. Ég hef því miður ekki miklar upplýsingar um hann en man þó að hann sagði mér að faðir sinn hefði átt skip eða bát í Reykjavík á þessum tíma. Ég hafði samband við íslenska sendiráðið í London fyrir nokkru og þar var mér bent á að hafa samband við Morgunblaðið og senda mynd ef ég gæti. Með fyrirfram þökk, Richard Fowlie. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Þekkir einhver manninn? Fyrir 30 árum var einelti daglegt brauð í skóla einum í ná- grannasveitarfélagi höfuðborgarinnar. Foreldrar, sem dirfð- ust að andmæla, fengu morðhótanir. Nokkrir foreldranna voru léleg- ir í að leika hlutverk þolenda og gáfu sig ekki í baráttunni. Sag- an er löng og verður ekki sögð hér. Henni lauk með því, að mennta- málaráðherra flutti skólastjórann til í starfi og ráðinn var nýr skóla- stjóri, sem í fyrstu raunar fékk líka morðhótanir frá foreldrum ofbeldis- mannanna. Þetta var þegar ríkið réð málum skóla. Ég vil enn á ný þakka af alhug þessum fyrrverandi menntamálaráðherra, SG, sem er raunar faðir núverandi heilbrigð- isráðherra, SS, þess snillings. Ég vil einnig enn á ný þakka nýja skóla- stjóranum, RR, sem seinna varð forseti Alþingis. Á dögunum voru í fréttum frá- sagnir af ljótu ofbeldismáli í Garða- bæ. Málinu var lokað. Það var ekki leyst. Hvernig hægt er að loka máli án þess að stöðva eineltið og það of- beldi, sem einelti er, er mér hulið. Það er hið fullkomna dæmi um ein- elti með aðstoð yfirvalda, „stalking by proxy“, sem bannað er með lög- um um mestallan hinn vestræna heim að viðlagðri fangelsisrefsingu. María Rut Kristinsdóttir skrifaði grein á dögunum. Ég mæli með þeirri grein. Þar er skrifað: „Áföll barna eru metin á um 100 milljarða á ári.“ Ekki er skil- greint hversu stórt hlutfall af þeirri upp- hæð er vegna eineltis. En einelti kostar ekki bara peninga, það kostar líka sálir, marg- ar og dýrmætar sálir. Það er nú svo, að ég er einarður stuðnings- maður fyrirbyggjandi aðgerða í eineltis- og ofbeldismálum, þess að byrgja brunninn áður en barnið er dottið of- an í. Þess að uppræta einelti og of- beldi á frumstigi. Það er hægt, sam- anber dæmið hér í upphafi greinar, þar sem valdhafar og foreldrar of- beldisþola sameinuðu krafta sína gegn ofbeldisfólki og unnu sigur. Það var svo sem ekkert notalegt, að fá morðhótanir frá foreldrum of- beldisunglinga, bæði í gegn um síma og skriflega inn um lúguna (nú líklega einnig stafrænt), en því lauk. Eftir stendur í dag undrun yfir því, að fullorðið fólk, foreldrar, skyldu telja brotið á börnum sínum, þegar ofbeldið, sem börnin beittu, var stöðvað. Ofbeldi er ekki bara beitt gegn börnum og konum, gamalt fólk er líka fórnarlömb ofbeldis í síauknum mæli. Þá er oft beitt sömu aðferðum og í einelti gegn börnum og ung- lingum. Niðurlægingu af öllu tagi. Ég valdi orðið grafalvarlegt í fyr- irsögn þessarar greinar. Það var ekki að ástæðulausu. Sjálfsvíg er því miður sú lausn, sem fórnarlömb ofbeldis velja allt of oft. Ég þreytist ekki á að minna á þessa grein: Læknablaðið: Magda- lena Ásgeirsdóttir læknir, Lbl. 7-8/ 2016, 102. árg.: 317-368. Þar er fjallað um athyglisverðar rann- sóknir á ofbeldi og fórnarlömbum/ þolendum ofbeldis. „Allt, sem þér viljið að aðrir menn geri yður, skuluð þér og þeim gjöra“ er góð grundvallarregla, þegar barist er gegn ofbeldi af öllu tagi. Ef þú ert valdhafi, lokaðu ekki máli nema þú hafir haft hlutverka- skipti við fórnarlambið í huga þér. Gott að minnast í jólamánuði. Ég vil senda fórnarlömbum ein- eltis og annars ofbeldis baráttu- kveðjur, hvort sem þau eru ung eða gömul, konur eða karlar. Þið standið ekki ein. Það borgar sig að berjast. Kæru þolendur/fórnarlömb of- beldis af öllu tagi. Það varðar við hegningarlög að beita ykkur of- beldi. Meira að segja verður nú bráðlega hægt að dæma ofbeldis- fólk til fjögurra ára fangelsis fyrir eltihrellingu. Þökk sé núverandi dómsmálaráðherra, ÁAS, aðstoðar- manni hennar, HL, og forsætisráð- herra, KJ, svo og ríkisstjórninni allri. Bestu þakkir. Ekki gefast upp í baráttunni. Gleðileg jól. Einelti er grafalvarlegt ofbeldi Eftir Þóreyju Guðmundsdóttur »Ef þú ert valdhafi, lokaðu ekki máli nema þú hafir haft hlut- verkaskipti við fórn- arlambið í huga þér. Þórey Guðmundsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi, prestur, handleiðari og fyrrverandi sáttamaður sýslumanns. Nú í vikunum fyrir jól eru jólagjafir mörgum ofarlega í huga. Flestir láta sér þó nægja hóflegri gjafir en ríkisstjórnin og ákveðnir borg- arfulltrúar láta sig dreyma um, því til stendur að hækka frí- tekjumark fjármagns- tekna en einnig hefur aftur verið kastað fram hugmyndinni að selja Gagna- veituna og fjármálaráðherra hefur sagst vera jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka. Ég er ekki svo gamall að ég muni mikið eftir umræðunum í kringum þær miklu einkavæðingar sem ríkið fór í frá 1990 til lauslega eftir alda- mótin. Raunar man ég hreinlega ekki eftir að hafa heyrt af einka- væðingum ríkiseigna sem hafa ver- ið með eindæmum farsælar, þar sem almenningur hefur án nokkurs vafa verið betur settur eftir söluna. Það kann að vera að oft takist vel til og ríkið og sveitarfélög fái „sanngjarnt“ verð en gjarnan virð- ist sem eitthvað misfarist í útreikn- ingunum og nánast sé verið að gefa almannaeigur til vildarvina eða taka óþarfa áhættu á kostnað al- mennings. Þá er stutt að minnast þess hvernig fór fyrir einkavæð- ingu ríkisbankanna yfir í að nú sé svartur kafli í íslenskri sögu nefnd- ur eftir klúðrinu, bankahrunið. Einnig má nefna nýlegri dæmi eins og þegar Landsbankinn, þá aftur í ríkiseigu, seldi þriðjungshlut sinn í Borgun en þau viðskipti fengu heiðurstitilinn „verstu viðskipti árs- ins“ hjá Vísi, Fréttablaðinu og Stöð 2. Og stundum selur ríkið ekki eignir sínar en vill heldur ekki heimta fyrir þær nema mála- myndaleigu eins og gert er af kvót- anum. Ég er ekki þar með að segja að ríkið eigi að eiga hér alla banka. Ég er einfaldlega að benda á að ef ríkið væri sjóðstjóri hjá fjárfestingarsjóði með ofangreind dæmi á bakinu er ekki víst að margir myndu treysta honum fyrir mörgum fleiri eigna- sölum. Þegar kemur að sölu Gagnaveit- unnar frá Reykjavík- urborg á ég ein- staklega erfitt með að sjá hvernig það kann að vera borgarbúum til hagsbóta að fá einkaaðila, óþarfan millilið, til að sjá um ljósleiðarakerfið hér. Gagnaveitan sinnir grunnþjónustu sem almenningur og fyrirtæki reiða sig á og er nauðsynlegt að hafa í nútímasamfélagi. Að selja slíkt fyrirtæki úr almannaeigu í einka- eigu er að afhenda ákveðnum aðila einokunarstöðu á markaði sem neytendur, sem eru núverandi eig- endur, geta ekki sagt sig úr með góðu móti. Hvernig á að verðleggja slíka sölu með góðum hætti? Hvernig á að sjá til þess að núver- andi eigandi muni ekki sjálfur sitja í súpunni eftir söluna, eins og nokkuð ljóst er að muni gerast þegar einhver vildarvinur verður kominn með eignarhaldið og þrýst- ir upp verðinu á þjónustu Gagna- veitunnar. Ef þetta er góð hugmynd fyrir Reykjavíkurborg, að selja ljósleið- arakerfið sem fleiri einstaklingar ferðast um og ferðast oftar um en götur borgarinnar, þá er ég með jafn snjalla hugmynd sem kann að skila nokkrum aurum í kassann í flýti: Seljum Miklubrautina, þarf nokkur að keyra til vinnu hvort eð er með allri fjarvinnunni og zoom- fundunum nú til dags? Mun gjald- taka víðsvegar á veginum ekki bara stuðla að aukinni hagkvæmni og að veginum sé viðhaldið? Skrípaleikur. En ef við hættum að ræða sölu eigna og tölum um skattafslátt handa fjármagnseigendum þá á að fara að hækka frítekjumark vaxta- tekna frá 150.000 kr. upp í 300.000 kr. og leyfa söluhagnaði hlutabréfa og arðstekjum að falla þar undir. M.ö.o. er verið að rýmka og auka frítekjumark fjármagnstekna og gera vel við þá sem hafa efni á að fjárfesta. En af hverju ekki að gera á sama tíma jafnvel við þá sem stunda vinnu? Sennilega er hugs- unin sú að ástæðulaust sé að gera betur við þá, þeir eru allir þegar að vinna og þurfa því ekki meiri hvata. En það þykir mér ekki mjög sanngjarnt. Ég legg því til viðbót við þessar breytingar á frítekjumarki fjár- magnstekna: Ónýttur skattafslátt- ur af fjármagnstekjum telst til ónýtts persónuafsláttar af launa- tekjum við árslok. Það þýðir að all- ir þeir sem fullnýta ekki þann skattafslátt sem frítekjumark fjár- magnsteknanna segir til um fá aukinn skattafslátt á launatekjur sínar. Launþegar munu þannig njóta jafngóðs af frítekjumarki fjármagnstekna og þeir sem hafa fjármagnstekjur. Hér er því lausn sem deilir ekki á hvort í eðli sínu sé þörf á þessari hækkun frí- tekjumarks fjármagnstekna en sér samt til þess að hún nýtist svo gott sem öllum fullorðnum. Það hljómar sem skynsamlegri jólagjöf frá rík- inu en að fara að gefa innviði og völdum vildarvinum skattafslátt. Eftir Hauk Viðar Alfreðsson »Hér er því lausn sem deilir ekki á hvort í eðli sínu sé þörf á þess- ari hækkun frítekju- marks fjármagnstekna en sér samt til þess að hún nýtist svo gott sem öllum fullorðnum. Haukur Viðar Alfreðsson Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði. haukurvidaralfredsson@gmail.com Jólagjafir til vildarvina ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.