Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020 Í haust setti Vatna- jökulsþjóðgarður kvóta á fjölda ferða- manna í jöklagöngur og íshellaferðir sem var byggður á mati starfsmanna þjóð- garðsins á þolmörkum skriðjökla og íshella. Þessi kvótasetning hefur valdið mikilli skerðingu hjá ferða- þjónustufyrirtækjum í sveitunum sunnan Vatnajökuls, fyrirtæki sem eru frumkvöðlar í íshellaferðum á Íslandi. Þau hafa skapað ný tæki- færi í atvinnulífi í brothættri byggð. Eigendur og starfsmenn þeirra hafa í gegnum árin fjárfest í uppbyggingu á svæðinu, fast- eignum, búnaði, markaðssetningu og jafnframt byggt upp þekkingu sem í eru fólgin mikil verðmæti sem bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn hafa fengið að njóta á undanförnum árum. Samkvæmt reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð var eitt af markmiðum með friðlýsingu Vatnajökuls að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni þjóð- garðsins. Ber að líta á Vatnajök- ulsþjóðgarð sem mikilvæga aðgerð til eflingar byggðar á svæðinu. Ekki má sjá að stjórn Vatnajök- ulsþjóðgarðs hafi haft þessi mark- mið að leiðarljósi við samnings- gerð við ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu. Að skerða rétt til atvinnufrelsis er skerðing á þeim mannrétt- indum sem varin eru í stjórn- arskrá lýðveldisins Íslands og verður ekki gerð nema með laga- setningu. Það er ský- laus krafa okkar að ákvörðun um setn- ingu kvóta verði um- svifalaust afturkölluð og að ekkert annað en fagmennska ráði för við ákvarð- anatöku varðandi takmörkun gesta í Vatnajökuls- þjóðgarði. Ákvörðun byggð á huglægu mati Við skerðingu stjórnarskrár- bundins réttar til atvinnufrelsis þurfa almannahagsmunir að vega þyngra en réttur aðila. Huglægt mat starfsmanna Vatnajök- ulsþjóðgarðs um að upplifun gesta sé ábótavant getur ekki tal- ist sem rök er varða almanna- hagsmuni. Þegar Þingvallaþjóðgarður ákvað að ná betur utan um köfun í þjóðgarðinum var gerð 69 blað- síðna þolmarkagreining unnin af Eflu verkfræðistofu, niðurstaða þeirrar greiningar var að Silfra væri ekki komin að þolmörkum. Ekki er að sjá að Vatnajökuls- þjóðgarður hafi gert sambæri- legar rannsóknir á þolmörkum í aðdraganda kvótasetningarinnar en forsenda fyrir setningu kvóta er að skilgreina þolmörk svæð- isins, tryggja öryggi ferðamanna sem og væntingar markhóps um upplifun án þess að gengið sé á þær auðlindir sem ferðamennska byggist á. Svo virðist sem ákvörðun um kvóta hafi verið eingöngu tekin á grundvelli ágiskunar starfsmanna Vatnajökulsþjóðgarðs um upp- lifun ferðamanna, ófullkominna gagna úr sjálfvirkum bílateljara og kvartana frá aðilum sem hafa ekki verið hlynntir þeirri fjölgun ferðamanna sem hefur átt sér stað síðastliðin ár. Íshellar sem áður voru lítt þekktir hafa á síðustu árum orðið meira áberandi og algengari áfangastaður hjá ferðamönnum þökk sé uppbyggingu ferðaþjón- ustufyrirtækja á svæðinu. Til að gæta öryggis og auka upplifun á svæðinu hafa heimamenn byggt upp aðstöðu sem og þekkingu. Það er eðlileg þróun að fleiri sækja ferðamannastaði þegar þeir verða þekktir en þó var engin könnun gerð um hvað þykir eðlilegur fjöldi ferðamanna í aðdraganda kvótasetningarinnar. Í kjölfar fjölgunar ferðamanna hefur sam- setning þeirra breyst, sá hópur al- mennra ferðamanna sem hefur heimsótt landið í seinni tíð kann að hafa hafa aðrar væntingar en þeir sem komu á árum áður. Ef litið er til upplifunar gesta á vefsíðum þar sem gestir geta gefið ákveðnum ferðum og stöðum ein- kunnir eru jöklagöngur og íshella- ferðir að fá mjög háar einkunnir en gestir gefa þeim 4,5 til 5 af fimm mögulegum. Ljóst er að þörf er á markvissari gagnasöfn- un í formi viðhorfskannana áður en hægt er að taka ákvörðun um kvótasetningu á svæðinu sem er byggð á viðhorfi og upplifun ferðamanna. Ekki þörf á að setja kvóta til að tryggja öryggi gesta Þeir þættir sem hins vegar ættu að liggja til grundvallar eru annars vegar að tryggja að land liggi ekki undir skemmdum og hins vegar öryggismál. Nágrenni skriðjökla og íshella er jökulurð og vegna bráðnunar breytast aðstæður ört og íshellar lifa ekki nema eitt tímabil. Því er lítil hætta á að land á því svæði liggi undir skemmdum af manna- völdum. Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu hafa lagt mikla vinnu í að efla aðgengi að jökulsporðinum og eru aðgengismál til fyrirmyndar. Hins vegar þarf ávallt að tryggja öryggi gesta og ætti Vatnajökulsþjóðgarður að gera þá skýlausu kröfu að allir ferðaþjón- ustuaðilar sem koma með gesti á svæðið uppfylli kröfur Vakans sem er vottað gæða- og umhverf- iskerfi ferðaþjónustunnar og gerir miklar kröfur til öryggismála og menntunar leiðsögumanna við erf- iðar aðstæður á jöklum. Við inn- leiðingu Vakans er skilgreindur fjöldi gesta á leiðsögumann og er því ekki þörf á að setja kvóta til að tryggja öryggi gesta á jökli. Vantar faglega greiningu Við þessa fyrstu úthlutun kvóta í Vatnajökulsþjóðgarði var mik- ilvægt að standa faglega að ákvörðunum og nauðsyn hennar rökstudd. Það er margt við ferlið sem er ámælisvert og mikilvægt að flýta sér hægt þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Samkvæmt meðalhófsreglu stjórnvalda skal aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lög- mætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og væg- ara móti og þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn krefst. Ekki er séð að meðalhófs hafi verið gætt við setningu kvótans. Fagleg greining á þörfinni fyrir fjöldatakmörkun þarf að fara fram. Einnig þarf að meta áhrif á starfsgrundvöll ferðaþjónustu- fyrirtækja í byggð næst þeim stöðum sem um er að ræða. Samningar gerðir án fjöldatakmarkana Það var ekkert því til fyrirstöðu að Vatnajökulsþjóðgarður gerði samninga við ferðaþjónustu- fyrirtækin á svæðinu og geri ríkar kröfur um öryggismál með kröfu um innleiðingu Vakans án þess að takmarka gestafjölda. Það hefði verði rökrétt aðgerð í ljósi með- alhófsreglu og í ljósi þess að um er að ræða þróunarverkefni í miðjum heimsfaraldri. Ákvarðanir stjórnar Vatnajök- ulsþjóðgarðs þurfa að vera í sam- ræmi við markmið lagasetningar og vilja löggjafans og mega ekki stjórnast af skoðunum starfs- manna þjóðgarðsins. Slík vinnu- brögð munu einungis ala á tor- tryggni og efa í garð stjórnenda Vatnajökulsþjóðgarðs. Kvótasetning heggur í brothætta byggð í Öræfasveit Eftir Aron Franklín Aron Franklín » Ákvarðanir stjórnar Vatnajökulsþjóð- garðs þurfa að vera í samræmi við markmið lagasetningar og vilja löggjafans og mega ekki stjórnast af skoðunum starfsmanna þjóð- garðsins. Höfundur er þriðja kynslóð leiðsögu- manna í Öræfum og hefur byggt upp fyrirtæki sem verður fyrir mikilli skerðingu vegna kvótans. Umhverfisráðherra talar þessa dagana fyrir frumvarpi sínu um nýja ríkisstofnun, hálendisþjóðgarð, og reynir að telja þjóðinni trú um að hann hafi náð víðtækri sátt við sveitarfélögin um málið. Vissulega fór ráðherra um sveitir á vormán- uðum og spjallaði við fulltrúa sveit- arfélaga. Fundirnir voru boðaðir með afar skömmum fyrirvara og engin gögn lágu fyrir á fundunum. Þeir fulltrúar sveitarfélaga sem sátu fundi með ráðherra óskuðu ítrekað eftir að fundargerðir væru ritaðar, til að fá gögn eða minn- ispunkta frá ráðuneytinu sem hægt væri að leggja fyrir sveitarstjórnir. Öll mál sem snerta hagsmuni sveit- arfélaga og íbúa þeirra ber sveit- arstjórnum að taka fyrir á löglega boðuðum fundum. Öllum málum sem sveitarstjórnir taka fyrir skulu fylgja gögn um málefnið svo kjörnir fulltrúar geti tekið upplýsta ákvörð- un um málefnið. Engin slík gögn bárust sveitarfélögum á Suðurlandi. Umhverfisráðherra mun ráða Ráðherrann talar um að komið hafi verið til á móts við sveitarfélög á þá leið að skipulagsvald þeirra skerðist ekki. Rétt er að sú breyt- ing hefur orðið hvað varðar stjórn- unar- og verndaráætlanir að ekki er sérstaklega tekið fram að þær séu bindandi fyrir sveitarfélög eins og var í upphaflegu frumvarpi. Erfitt er að sjá að þetta hafi raunverulega þýðingu um aukið vægi sveitarfé- laga, enda hefði áætlunin stöðu sem sérákvæði um landnýtingu á þjóð- garðssvæðinu. Þá er í 16. grein frumvarpsins um réttaráhrif stjórn- unar- og verndaráætlunar tekið fram að ráðherra sé heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um rétt- aráhrif áætlana. Með öðrum orðum getur hann með einfaldri reglugerð- arbreytingu afmarkað nánar að stjórnunar- og verndaráætlanir verði bindandi fyrir sveitarfélög. Einnig kemur fram að mann- virkjagerð eða hverskonar jarðrask innan hálendisþjóðgarðs er bannað ef ekki er gert ráð fyrir þeim í stjórnunar- og verndaráætlunum. Ef litið er á 17. grein laganna þá er óframkvæmanlegt fyrir sveitarfé- lagið að ráðast í framkvæmdir sem ekki er gert ráð fyrir í stjórnunar- og verndaráætlun eða að höfðu samráði við og með samþykki garðsins. Sveitarfélögin mega því ekki gera neitt sem umdæmisráði í þjóðgarðinum hugnast ekki, og mið- að við þá stjórnsýslu sem lagt er upp með getur stjórn garðsins breytt áætlunum umdæmisráða og síðast en ekki síst getur ráðherra breytt áætlunum stjórnar þjóð- garðsins. Það er því rangt hjá ráð- herra að skipulagsvald skerðist ekki. Kröfur sveitarfélaga snúast ekki síst um áframhaldandi sjálf- stjórn yfir okkar eignum á hálend- inu. Það er hlutverk kjörinna full- trúa að taka ákvarðanir um þjóðlendur innan sinna sveitar- félagamarka og framtíðarskipulag þeirra. Ákvarðanir eru m.a. byggð- ar á umsögnum allra hagaðila, hvort sem eru samtök, nytjaréttarhafar eða einkaaðilar. Auk þess sem unnið er eftir þjóðlendulögum, skipulags- lögum og landsskipulagsstefnu við stefnumótun. Skattgreiðendur borga Ný ríkisstofnun útheimtir mikið fjármagn. Að reka ríkisstofnun út- heimtir mikið fjármagn. Að byggja upp öfluga innviði á þriðjungi Ís- lands útheimtir gríðarlega fjármuni. Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum hvað hin nýja ríkisstofnun ráðherra mun kosta skattgreiðendur. Skv. skýrslu þver- pólitískrar nefndar um miðhálend- isþjóðgarð má ætla að árlegur rekstrarkostnaður verði nálægt 3 milljörðum. Í greinargerð frum- varpsins kemur fram að áætlaður viðbótarrekstrarkostnaður við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs verði 600-700 milljónir á ári. Hvergi hefur komið fram hver áætlaður kostnaður er við uppbyggingu meg- instarfsstöðva, þjónustustöðva á há- lendi og láglendi, salernishúsa, bíla- stæða og svo mætti lengi telja. Allir þessir innviðir verða að vera til staðar víða um hálendið svo hægt sé að rukka þjónustugjöld, þau eiga jú að standa undir rekstri stofnunar- innar. Það virðist vera algert auka- atriði hvernig fjármagna á nýju rík- isstofnunina, en auðvitað blasir það við, skattgreiðendur munu borga. Ég vil meira Nú stendur yfir vinna sunn- lenskra sveitarfélaga við svæð- isskipulag suðurhálendisins og telj- um við að skynsamlegt sé að sjá hvert sú vinna leiðir. Það má vel vera að sú vinna leiði af sér ein- hverskonar útfærslu á þjóðgarði sem tæki yfir hluta þjóðlendnanna. Slíkur þjóðgarður yrði þá stofnaður með samþykki og viljayfirlýsingu viðkomandi sveitarfélaga líkt og gert var milli ríkis og sveitarfélaga þegar Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður. Er það svo slæmt að hugmynd og útfærsla á einhvers- konar þjóðgarði á hálendinu komi frá íbúunum sem næst svæðinu búa og hafa sinnt því í áratugi? Sú hug- mynd var rædd við ráðherra á ein- um af þeim fundum sem hann átti með sveitarstjórnarfólki, hvort ekki væri skynsamlegt að byrja smærra, taka jöklana og svæði í kringum þá fyrst og gera að þjóðgarði, svo væri alltaf möguleiki á að stækka svæðið. Svar ráðherra var skýrt: Ég vil meira! Snýst frumvarpið um að reisa sér minnisvarða? Rétt er að taka fram að við kjörn- ir fulltrúar á landsbyggðinni viljum vernda náttúruna, þó afstaða okkar til fyrirhugaðs þjóðgarðs sé þessi. Við erum andvíg því að stjórnun og skipulag svæða innan okkar sveitar- félagamarka færist frá því að vera í höndum viðkomandi sveitarfélags, til annarra sveitarfélaga, fulltrúa frjálsra félagasamtaka og embættis- manna ríkisins. Þær breytingar sem hafa verið gerðar á þessum þætti frá upphaflegum áformum þar til frumvarpið var lagt fram nægja ekki og eru litlar sem engar þegar kemur að skipulagsskyldu sveitarfé- laga. Það liggur ekkert á, tökum okkur góðan tíma í svona stórt mál- efni sem þarf miklu meiri umræðu. Þetta er ekki spurning um minn- isvarða heldur næstu kynslóðir. Ný ríkisstofnun í sátt við sveitarfélögin? Eftir Guðrúnu Svanhvíti Magn- úsdóttur, Jón Bjarnason, Ingv- ar Hjálmarsson, Egil Sigurðs- son, Harald Eiríksson og Guðmund Viðarsson » Tökum okkur góðan tíma í svona stórt málefni sem þarf miklu meiri umræðu. Þetta er ekki spurning um minn- isvarða heldur næstu kynslóðir. Jón Bjarnason Guðrún Svanhvít er sveitarstjórn- armaður í Bláskógabyggð, Jón er sveitarstjórnarmaður í Hrunamanna- hreppi, Ingvar er sveitarstjórnar- maður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Egill er sveitarstjórnarmaður í Ása- hreppi, Haraldur er sveitarstjórnar- maður í Rangárþingi ytra og Guð- mundur er sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra. Haraldur Eiríksson Guðmundur Viðarson Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir Egill Sigurðsson Ingvar Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.