Morgunblaðið - 23.12.2020, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020
Elsku pabbi. Þetta
er svo skrýtið að þú
sért ekki meðal okk-
ar lengur, ég trúi því
varla. Ég hélt þú gætir jafnvel
orðið hundrað ára, en kannski
ekki eftir slysið. Þú varst svo
sterkur. Þú varst stór persóna,
vinsæll og vinur vina þinna. En nú
eru það bara minningarnar sem
lifa með okkur sem söknum þín
líka sárt.
Núna þessa dagana reikar hug-
ur minn mikið aftur til æskuár-
anna. Þá fyllist ég þakklæti og
stolti yfir því að hafa alist upp í
sveit og eiga þig og mömmu sem
foreldra.
Bærinn heima var endalaus
leikvöllur með brekkunum og
klettum fyrir ofan. Lækjum til að
stífla eða veiða síli og margt fleira.
Þú gast verið ljúfur og góður.
En líka harður og strangur. Sem
mér fannst stundum óþægilegt.
En það gekk náttúrlega mikið á.
Þið mamma voruð að byggja upp
myndarlegt kúabú nánast alveg
frá grunni. Það vantaði allan húsa-
kost á Þorláksstaði þegar þið
ákveðið að fara þangað og lítið var
um ræktað land. Það var mikið að
gera og þú leyfðir okkur krökk-
unum mjög fljótt að taka þátt í
léttum bústörfum, þótt hendur
Bjarni
Kristjánsson
✝ Bjarni Krist-jánsson fæddist
26. júlí 1946. Hann
lést 13. desember
2020.
Útför Bjarna fór
fram 22. desember
2020.
væru litlar og fætur
stuttir. Það varð
skylda að mæta í
fjós á kvöldin þegar
maður hafði aldur
til og færi sér ekki
að voða.
Ég man vel eftir
einu skipti sem ég
slasaði mig á hendi.
Þú skoðaðir mig
inni í stofu hjá
mömmu, já það kom
stundum upp í þér sjálfskipaður
læknir og varst viss um að ég væri
nú bara farinn úr axlarlið þannig
að þú gerðir þig líklegan til að rífa
strákinn bara í liðinn aftur. Nei,
þá fannst mömmu nú nóg um og
þú skyldir fara með strákinn á
slysó. En svona varst þú, vildir
græja sem mest sjálfur, sama
hvað. Held þú hafir samt aldrei
reynt að sauma okkur systkinin,
en krafðist þess eiginlega að taka
sauma úr þegar sár voru gróin.
Þú hafðir yndi af söng og
söngst mikið við mjaltir. Í trak-
tornum sat oft systir mín með þér
þegar hún var lítil og trallaði með
þér.
Hestamennskan var þér í blóð
borin og þú vildir örugglega gera
okkur öll börnin þín að hesta-
mönnum. Ég held við höfum öll
byrjað okkar hestamennsku fyrir
framan þig í hnakknum. Þá vorum
við ekki há í loftinu og oft búin að
týna stígvélunum þegar heim var
komið úr reiðtúr. Þegar við vorum
orðin aðeins hærri í loftinu og
sæmilega reiðfær settir þú okkur
svo á bak krefjandi hrossum ef þú
treystir okkur.
Hringjarinn í Reynivalla-
kirkju. Þú varst stoltur af að vera
hringjari í kirkjunni á meðan þú
hafðir það embætti. Þú vildir
hringja hraustlega og gerðir allt-
af svo ég viti. Ég man eftir einu
skipti þegar kirkjan var orðin
þétt setin, alveg að líða að messu
og komin værð yfir fólkið. Þá
byrjuðu klukkurnar af þvílíku afli
að fólk hrökk í kút, svo litlu mátti
muna að einhver hjörtu stopp-
uðu. Þá ímyndaði maður sér að þú
værir farinn að sveifla þér í
klukkunum eins og einhver
strákpjakkur. En það gat verið
stutt í grallarann hjá þér, ef
þannig lá á þér.
Pabbi, þú varst nagli og mátt
vera stoltur af ævistarfi þínu. Nú
ertu frjáls og starfskrafta þinna
hefur verið óskað í draumaland-
inu.
Hvíl í friði og guð varðveiti þig.
Jón.
Sem krökkum fannst okkur
Bjarni vera mikill töffari, sem
hann og var. Við munum þegar
Bjarni keypti gamla Land Rover-
inn hans pabba og gerði hann að
flottasta Land Rover sveitarinn-
ar. Hækkaði hann upp, klæddi
hann hátt og lágt að innan, þann-
ig að úr varð glæsibíll. Hann var
duglegur að fara með okkur litlu
strákana með sér ýmislegt sem
hann var að snattast. Við munum
þegar við fórum á 17. júní í Mos-
fellssveitina og hittum þá fyrst
kærustuna hans, hana Unni.
Bjarni og Unnur fluttu svo heim
1970 og tóku við kúabúinu. Okkur
fannst það mjög merkilegt og
spennandi. En nokkrum árum
seinna ákvað pabbi að hætta að
vera prestur og fluttu þau
mamma í bæinn. Þá fluttu Unnur
og Bjarni yfir á Þorláksstaði sem
höfðu verið í eyði í nokkur ár. Þar
byggðu þau allt upp af miklu
harðfylgi næstu árin. Þarna kom
það sér vel hve handlaginn
Bjarni var, en hann gat gert nán-
ast allt. Guðmundur kom mikið á
Þorláksstaði og aðstoðaði við bú-
skapinn þegar fjölskyldan gerði
sér dagamun. Valdimar sem hef-
ur búið erlendis sl. áratugina,
gerði sér og ferð á haustin ein-
ungis til þess að fara í smala-
mennskuna með Bjarna inn að
Stíflisdal. Það voru líflegar og
skemmtilegar ferðir. Bjarni hafði
umsjón með okkar hestum með-
an hann hafði aðstöðu til. Okkur
eru minnisstæðir sleppitúrarnir,
sem við fórum með Bjarna og
strákunum hans sl. 20 árin. Þetta
var orðin sú helgi ársins sem
okkur hlakkaði mest til. Hans
verður sárt saknað í þessum
ferðum. Bjarni hætti með kúabú-
ið 2008. Nokkrum árum áður
höfðu hann og Unnur skilið.
Hann breytti fjósinu í hesthús og
sneri sér alfarið að því sem hon-
um fannst skemmtilegast, tamn-
ingu og þjálfun hrossa. Þá þegar
hafði þróast hjá honum „vinátta“
við „vin“ sem jókst með árunum,
sem má segja að hafi þróast út í
óvinskap. Því þessi „vinur“ vill
nefnilega taka stjórnina. Því fór
svo að hann þurfti bara að horfa
fram á veginn, það þýddi ekki að
hugsa um það sem væri liðið.
Hann flutti í Mosfellsbæinn, þar
sem hann stundaði hestatamn-
ingar af fullum krafti. Þangað
kíkti Guðmundur oft í kaffi. Allt-
af var gott að leita til hans með
alls kyns ráð og það fram á síð-
asta dag. Valdimar og Bjarni töl-
uðu oft saman í síma, en Bjarni
mundi alltaf símanúmerið hans,
þó svo þrettán tölustafir væru, en
hann var einstaklega minnugur.
Sumardagurinn fyrsti 2019 líður
okkur fjölskyldunni hans seint úr
minni. Hann var að þjálfa hest
sem var nánast fulltaminn, eitt
augnablik, féll af baki og var lam-
aður upp að hálsi eftir það. Já-
kvæðnin og hressleikinn sem ein-
kenndi hann alla tíð kom honum
þá vel. Hann sýndi ótrúlegt æðru-
leysi og yfirvegun og kvartaði
aldrei. Og ávallt var stutt í húm-
orinn. Okkur fannst hann trúa því
fram undir það síðasta að hann
gæti gengið út og komist á hest-
bak aftur. Bjarni var mikill bóndi,
hestamaður og náttúrubarn.
Maður sem tók sjálfan sig ekki of
hátíðlega og tók öðrum eins og
þeir voru. Við trúum því að nú sé
hann frjáls og þeysist um grænar
grundir í Sumarlandinu á gæð-
ingunum sínum með öllum vinun-
um sínum og bróður sem farnir
eru á undan.
Kristján, Jón, Runólfur, Guð-
rún, Ágúst, Þórunn, Christina,
Inga Rún, Runólfur, Kristófer
Logi og Kolbrún Lind. Guð gefi
ykkur styrk. Minning um góðan
mann lifir.
Valdimar og Guðmundur.
Þegar ég var að alast upp í
Hækingsdal í Kjós var mikill
samgangur á milli fjölskyldu okk-
ar og Reynivallafjölskyldunnar í
leik og starfi. Kynntist ég því
snemma mörgum systkinunum
frá Reynivöllum, þegar ég fór
sjálfur að taka þátt í bústörfum
sem var við ungan aldur á þeim
árum og skiptust menn á aðstoð
við ýmis bústörf á báða bóga.
Lengst og best hefur sambandið
verið við bændurna í hópnum,
Bjarna Kristjánsson og Halldór
bróður hans, sem hófu búskap á
Reynivöllum á meðan foreldrar
þeirra bjuggu þar og faðir þeirra
þjónaði sem prestur. Eftir að
Kristján fór á eftirlaun var þeim
bræðrum gert að flytja af jörð-
inni. Þurftu þeir þá að finna sér
annað jarðnæði ef þeir ætluðu að
stunda búskap áfram eins og
hugur þeirra stóð til. Flutti Hall-
dór í Stíflisdal í Þingvallasveit
þar sem hann býr enn af mynd-
arskap með Guðrúnu konu sinni.
Bjarni hins vegar fékk jörð
hinumegin við Laxá, það er á Þor-
láksstöðum í Kjós, þar voru þá
engar byggingar og allt land í
órækt. Hóf Bjarni þegar í stað
ræktun og uppbyggingu á jörð-
inni af ótrúlegum dugnaði og út-
sjónarsemi ásamt fjölskyldu sinni
og fáir hefðu leikið það eftir. Kom
upp bráðarbirgðaíbúðarhúsnæði,
síðan fjósi og þá íbúðarhúsnæði
og ræktaði upp túnin og bústofn-
inn. Bjarni hafði lag á skepnum
og auga fyrir ræktun, hvort sem
það voru hross, kýr eða kindur. Á
sama tíma aðstoðaði hann sveit-
unga sína við smalamennsku,
ásetning eða hvað annað sem
þurfti að gera auk þess að reka
sitt bú. Á ég ótrúlegar margar
minningar þar sem við smöluðum
saman á hinum ýmsu stöðum,
meðal annars í Stíflisdalssmali og
Brynjudalssmali, og þegar Bjarni
var með í för vissi maður að partí-
ið gat ekki klikkað. En Bjarni átti
auðvelt með að fá fólk til að gleðj-
ast með söng eða sögum. Oft voru
með í för synir hans eða bræður.
Á fjöllum er gott að kynnast fólki
vel en Bjarni hafði góða nærveru
og dugnað í fyrirrúmi. Er mér
efst í huga þakklæti fyrir góð
kynni og góðar minningar um
langan tíma. Veit ég, núna þegar
Bjarni er kominn í sumarlandið,
að þar verður riðið út á góðum
gæðingum, sagðar sögur og
sungið með þeim sem á undan
hafa farið. Að lokum votta ég
börnum hans, systkinum og öðr-
um aðstandendum mína dýpstu
samúð.
Hörður Guðbrandsson
og fjölskylda.
Aðfangadagur jóla
Streymt er upptöku fyrir aðfangadag sem tekin
var upp í báðum kirkjum með tónlistarflutningi og
töluðu máli frá leikmönnum og prestunum.
Sr. Gunnar Sigurjónsson og sr. Sunna Dóra
Möller flytja hugleiðingar.
Sr. Helga Kolbeinsdóttir og sr. Karen Lind
Ólafsdóttir lesa ritningarlestra.
Formenn sóknarnefnda Margrét Loftsdóttir
og Andrés Jónsson flytja bænir.
Sr. Bolli Pétur Bollason ber fram blessunarorð
í lok stundarinnar.
Einsöngvarar: Einar Clausen og Ágústa Sigrún
Ágústsdóttir.
Kristín Lárusdóttir leikur á Selló.
Félagar úr kór Hjallakirkju syngja.
Í lok stundarinnar er sungið „Heims um ból“ sem
er samræmdur flutningur úr báðum kirkjum.
Organistar eru Lára Bryndís Eggertsdóttir og
Sólveig Sigríður Einarsdóttir.
Þennan dag munu sr. Gunnar og sr. Bolli mæta
í kirkjurnar ásamt organistunum klukkan 18 til
að flagga í Digraneskirkju og Hjallakirkju og
„kannski“ lesa guðspjallið og syngja „Heims
um ból“. Því verður ekki streymt
Gamlársdagur
Sr. Gunnar Sigurjónsson og sr. Sunna Dóra Möller
lesa ritningarlestra, biðja bæna og flytja stuttar
hugleiðingar.
Sólveig Sigríður Einarsdóttir, organisti og Einar
Clausen, söngvari sjá um tónlist fyrir stundina.
Jólin í Digranes- og Hjallakirkju 2020
Boðið verður upp á streymi sem hægt er að sjá
á heimasíðum kirknanna www.digraneskirkja.is
eða www.hjallakirkja.is eða Facebook