Morgunblaðið - 23.12.2020, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Nýr 2020 Renault Zoe Intens + 52
KwH rafmagnasbíll.
Uppgefin drægni 395 km.
Með hraðhleðslu. Leðursæti.
360°myndavélar ofl ofl.
Okkar verð: 4.890.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Tilboð/útboð
21329 – TILBOÐ Í FULLNAÐAR-
HÖNNUN Á BÍLAKJALLARA UNDIR
SÓLEYJARTORGI
Nýr Landspítali ohf. (NLSH) óskar eftir tilboðum í
fullnaðarhönnun á bílakjallara undir Sóleyjartorgi
sem verður hluti af nýjum Landspítala við
Hringbraut í Reykjavík (sjá www.nlsh.is) og
flokkast undir opinberar framkvæmdir samkvæmt
lögum nr. 84/2001 um skipan opinberra
framkvæmda. Hér er um að ræða almennt útboð,
auglýst á evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Fyrirkomulag útboðs er að bjóðendur skulu
annarsvegar skila inn upplýsingum um hæfi og
hinsvegar tilboði í þóknun fyrir ráðgjafarstörf.
Ekki verður greitt fyrir þátttöku í útboðinu.
Tungumál útboðs þessa og alls verkefnisins er
íslenska.
Tilboðum skal skila rafrænt inn á TendSign fyrir
kl. 10:00 þann 9. febrúar 2021.
Nánari upplýsingar er að finna í rafrænu
útboðskerfi Ríkiskaupa, https://tendsign.is/
Leiðbeiningar: https://www.rikiskaup.is/is/inn-
kaup_og_utbod/upplysingar-fyrir-bjodendur/skil-a-
tilbodum-tendsign
Félagsstarf eldri borgara
Seltjarnarnes Nú hefur verið gert hlé á dagskrá félags og
tómstundastarfsins fram yfir áramót. Hvetjum þó fólk til að nýta sér
sundstaði, heilsuleikfimi í útvarpi og sjónvarpi og nýta gott veður
þegar það býðst til útiveru. Kaffikrókurinn er opinn alla virka daga kl.
10.30 og þá eingöngu fyrir íbúa Skólabrautar. Starfsfólk félags og
tómstundastarfs eldri bæjarbúa óskar ykkur öllum gleðilegrar hátíðar.
Allt félags og tómstundastarf eldri bæjarbúa á
Seltjarnarnesi liggur niðri yfir hátíðarnar. Kaffikrókurinn er þó opinn
alla virka daga kl. 10.30 eingöngu fyrir íbúa Skólabrautar.
Óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar.
Mat á umhverfisáhrifum
Álit Skipulagsstofnunar
Framleiðsla á 6.800 tonnum af laxi í sjókvíum í
Ísafjarðardjúpi á vegum Háafells ehf.
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum
samkvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá
Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu
Háafells ehf. er einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is.
Tilkynningar
Smá- og raðauglýsingar
Hún er óðum að
hverfa kynslóðin
sem fædd er á milli
heimsstyrjaldanna
tveggja á fyrri hluta síðustu ald-
ar. Kynslóð sem segja má að ver-
ið hafi tengiliður tveggja ólíkra
heima – Íslands gamla tímans og
þess nútímasamfélags sem við
þekkjum í dag. Kynslóð sem með
elju sinni, áræði og óeigingirni
hefur verið eitt áhrifamesta
hreyfiafl þeirra framfara og þess
lífskjarabata sem komið hefur Ís-
lendingum í fremstu röð meðal
þjóða. Guðmundur föðurbróðir
minn eða Gummi frændi eins og
Guðmundur
Ingimundarson
✝ GuðmundurIngimundarson
fæddist 9. mars
1927. Hann lést 6.
mars 2020.
Útför Guð-
mundar fór fram í
kyrrþey.
hann var ávallt kall-
aður á mínu æsku-
heimili, tilheyrði
þessari kynslóð,
fæddur 9. mars árið
1927, en hann lést 6.
mars sl., tæplega 93
ára að aldri.
Gummi frændi
var elstur sex sona
þeirra Margrétar
Guðmundsdóttur
húsmóður og Ingi-
mundar Einarssonar verka-
manns. Hann fæddist í Borgar-
nesi, bjó þar og starfaði alla sína
ævi og var virkur þátttakandi við
uppbyggingu og framgang sam-
félagsins þar líkt og bræður hans
allir. Í æsku og uppvexti Guð-
mundar föðurbróður míns voru
tækifærin fá. Þröngt var í búi hjá
ömmu og afa á Holtinu, sem
fæddust sex synir á 11 árum, þótt
aldrei hafi verið þar skortur.
Vinnusemi var þar ekki aðeins
dyggð heldur nauðsyn sem til-
heyrði harðri lífsbaráttu. Tæki-
færi barna alþýðufólks til náms á
þessum tíma voru fá en Guð-
mundur lærði þó ungur til bakara
og starfaði við þá iðn í rúma tvo
áratugi eða þar til hann tók við
sem stöðvarstjóri Essó í Borgar-
nesi.
Guðmundur var alla tíð virkur
þátttakandi í samfélaginu í Borg-
arnesi og lengi vel einn af burðar-
ásum þess. Hann naut virðingar
og trausts samferðamanna og
gjarnan valinn til forystu þar sem
hann tók til hendi – sat í sveit-
arstjórn Borgarness um áratuga-
skeið og í stjórnum fjölda fyrir-
tækja.
Guðmundur föðurbróðir minn
var gæfumaður í lífinu. Hann
kynntist ungur Ingibjörgu Eiðs-
dóttur og saman byggðu þau sér
hús að Þorsteinsgötu 17, þar sem
þau bjuggu alla sína hjúskapar-
tíð, ef undan eru skildir þeir mán-
uðir sem Gummi bjó á Brákarhlíð
undir það síðasta. Gummi frændi
og Ingibjörg voru sterkir karakt-
erar hvort á sinn hátt, en einstak-
lega samheldin hjón sem báru
ómælda virðingu hvort fyrir
öðru. Ingibjörg féll frá í septem-
ber 2019 og var það frænda mín-
um mikið áfall að missa lífsföru-
naut sinn til ríflega 70 ára –
samhljómur lífsins var þagnaður,
samhljómur sem aðeins hjartað
fær skynjað.
Gummi frændi var hins vegar
ekki aðeins föðurbróðir minn,
heldur einnig lærifaðir. Frá
fermingu og fram yfir tvítugsald-
ur vann ég hjá honum á Essó öll
sumur og öll jóla- og páskafrí. Á
þessum tíma var Borgarnes að
breytast úr rólegu þorpi í iðandi
þjónustukjarna í alfaraleið með
tilkomu Borgarfjarðarbrúarinn-
ar.
Ekki hefði ég vilja missa af því
uppeldi og veganesti fyrir lífið
sem ég fékk hjá frænda mínum á
þessum uppvaxtar- og mótunar-
árum.
Síðasta heimsókn mína til
frænda var í vikunni fyrir andlát
hans þegar við fjölskyldan áttum
leið um Borgarnes. Þessi heim-
sókn var mér dýrmæt stund og
gott að fá tækifæri til að kveðja
frænda. Ég mun ávallt minnast
þeirra Guðmundar og Ingibjarg-
ar með miklum hlýhug. Blessuð
sé minning þeirra.
Ingimar Ingason.
Elsku amma mín.
Mikið eru það
skemmtilegar og
ánægjulegar stundir sem koma
upp í huga mér þegar ég hugsa til
baka hartnær 50 ár aftur í tím-
ann.
Æskuminningar úr Löngu-
brekkunni þar sem við skemmt-
um hvort öðru þegar þú passaðir
mig þar. Þegar ég varð aðeins
eldri og kom til þín í heimsókn í
Gyðufell 14, á Freyjugötu 15 og
loks á Ljósvallagötu 28. Þetta
voru allt svo eftirminnilegir
tímar. Í Gyðufellinu velti ég alltaf
fyrir mér skenknum fallega og
hvernig einhver hefði komist upp
á fjórðu hæð til að skemma lásinn
á honum. Á Freyjugötunni hjálp-
aði ég þér við kleinubaksturinn,
þær voru síðan seldar í Gunn-
laugsbúð, bara beint fyrir neðan
Unnur
Guðmundsdóttir
✝ Unnur Guð-mundsdóttir
fæddist 29. nóv-
ember 1919. Hún
lést 2. desember
2020.
Útför hennar fór
fram 17. desember
2020.
okkur, og á Ljós-
vallagötuna var allt-
af svo notalegt að
koma því þar voru
ávallt til pönnukök-
ur og ísköld súkku-
laðiterta sem beið í
ísskápnum. Ég
gerði mér oft ferð
þangað eftir að ég
fékk bílpróf, bara til
að fá pönnuköku og
súkkulaðiköku og
smá kaffi og eftir að afi dó fékk ég
stundum að leggja mig í smá-
stund í sófanum, alveg eins og
hann gerði eftir hádegismatinn.
Svo hélt ég áfram að kíkja í heim-
sókn eftir að börnin fæddust og
urðu eldri og þá með þau með
mér. Þeim fannst þetta alveg jafn
skemmtilegt og notalegt og mér.
Að fá smá kaffitíma á Ljósvalla-
götu og sérstaklega pönnukök-
urnar. Þær voru og hafa alltaf
verið í mestu uppáhaldi. Það var
mér svo alltaf sönn ánægja að
mæta í hangikjötsjólaboðið á
jóladag og sjá um að blanda malt
og appelsín, því það var jú alla tíð
frá því ég man eftir mér mitt
prívat verkefni. Mikið var svo
alltaf gott að hitta þig eftir að þú
fluttir til mömmu og pabba. Það
er ekki allra að leika það eftir að
búa einir á annarri hæð með
þröngum stiga í þetta langan
tíma og sækja alltaf Moggann á
morgnana með því að labba upp
og niður hann. Allt til 95 ára ald-
urs. Mér finnst það bæði ótrúlegt
og frábært í senn. En aftur að
heimsóknunum til mömmu og
pabba. Þú fylgdist svo vel með
öllu og öllum. Öllu því sem við og
börnin vorum að gera og vildir fá
að vita hvernig þeim gengi. Það
var líka svo frábært hvernig þú
mundir allt og þegar einhver
spurði að einhverju og allir stóðu
á gati, þá kom ávallt með spurn-
ingartón frá þér. Var það ekki
þessi eða hinn sem þið spyrjið
um, og var það ávallt sá sem um
var rætt. Í kringum þig var líka
alltaf passað upp á að enginn færi
svangur út. Viltu ekki örlítið
meira, eða má ekki bjóða þér eitt-
hvað? Ertu búinn að fá þér eða
viltu ekki konfektmola áður en þú
ferð? Alltaf var passað upp á að
allir fengju eitthvað.
Á Hrafnistu í Hafnarfirði, á
Sunnuhlíð í Kópavogi og loks á
Hrafnistu við Sléttuveginn. Alltaf
var eitthvað til í ísskápnum og
enginn fór svangur út. Takk,
elsku amma mín, fyrir allt sem þú
hefur kennt mér. Fyrir alla ást-
ina og umhyggjuna til mín og
minna.
Ég sakna þín svo mikið og
mikið er ég þakklátur fyrir að
hafa átt samverustund með þér
og mömmu kvöldið áður en þú
kvaddir og fékkst loksins að fá
þína draumahvíld eftir 101 ár og
þrjá daga. Bless amma mín og
þakka þér innilega fyrir allt sam-
an. Þitt barnabarn,
Guðni Már.
✝ Hanna Sigfús-dóttir fæddist í
Hvammi 22. nóv-
ember 1940. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
11. desember 2020.
Foreldrar hennar
voru Sigfús Aðal-
steinsson frá
Hvammi, f. 6. mars
1902, d. 3. sept-
ember 1971, og Mar-
grét Jensína Magnúsdóttir frá
Fáskrúðsfirði, f. 8. september
1904, d. 17. júlí 1979. Hanna var
tíunda í röðinni af 14 systkinum.
Hún giftist hinn 25. desember
1961 Ara Aðalbjörnssyni frá
Hvammi, f. 20. ágúst 1929, d. 4.
mars 1986. Börn þeirra eru: 1)
Guðrún Ragnhildur, f. 6. sept-
ember 1958. 2) Dagbjört, f. 4.
nóvember 1959. Maki: Heimir
Leifsson, f. 8. júlí 1960. Barn:
Heimir Ari, f. 27. mars 2002. 3)
Vignir, f. 5. maí 1961, d. 22. júlí
1964. 4) Drífa, f. 5.
maí 1963. Maki:
Hreiðar Þór Jó-
hannsson, f. 10.
maí 1956. Börn:
Ari Sigfús Úlfsson,
f. 31. mars 1984.
Maki: Jóhanna
Herdís Eggerts-
dóttir, f. 5. sept-
ember 1991.
Hanna Margrét
Úlfsdóttir, f. 20.
desember 1988. Börn: Heiðar
Atli Einarsson, f. 7. desember
2007, Ari Mensalder Einarsson,
f. 20. júlí 2010, Jónas Óli Jó-
hannsson, f. 27. mars 2017.
Halla Dagný Úlfsdóttir, f. 25.
desember 1993. Marinó Úlfsson,
f. 21. mars 1997. 5) Vignir, f. 24.
janúar 1965. Barn: Óttar, f. 27.
mars 1987. 6) Sigfús, f. 18. jan-
úar 1969, d. 21. maí 1977.
Útför Hönnu fór fram frá
Þórshafnarkirkju 19. desember
2020.
Kæra góða svilkona. Mig lang-
ar að þakka þér samfylgd okkar
öll árin.
Árin 13 í Hvammi, þar sem úti-
dyrahurðir heimila okkar stóðust
næstum á og einungis nokkrir
metrar á milli þeirra.
Krakkarnir okkar hlupu á milli
húsa eins og þau vildu og hentu
púðunum úr stofusófanum og
hoppuðu og djöfluðust í sófanum.
Margar góðar stundir áttum við
saman í sveitinni, hjálpuðumst að
með alla krakkana sem einnig litu
hvert eftir öðru og höfðu fé-
lagsskap hvert af öðru.
Oft fór ég yfir til þín með Ölver
þegar hinir krakkarnir voru farn-
ir í skólann og við fengum okkur
kaffi og sígarettur. Margt var
skrafað og mikið hlegið enda
ungar konur að hefja lífið.
Þessi vinátta entist okkur út
lífið. Aldrei bar skugga á okkar
samskipti.
Hvíl í friði elsku Hanna, megi
algóður guð geyma þig og varð-
veita.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Þín svilkona,
Sigríður Kristín
Andrésdóttir
(Sigga Stína).
Hanna Sigfúsdóttir
Elskuleg frænka
mín og systir ömmu
minnar hefur nú
fallið frá.
Katla var mér afar kær. Sem
barn var ég mikið á heimili henn-
ar, þar sem Katla og Ásgeir tóku
alltaf vel á móti mér og dekruðu
við mig.
Katla var tíður gestur hjá
ömmu á Hagamelnum og allar
þær systur héldu alltaf reglulegu
og góðu sambandi.
Það er mér sérstaklega minn-
isstætt að í hvert skipti sem ég
var að safna mér fyrir einhverju
beið ég spennt eftir því að Katla
kíkti í heimsókn heim á Hagamel-
inn til ömmu og afa, því þá þaut
Katla Vigdís
Helgadóttir
✝ Katla Helga-dóttir fæddist
29. ágúst 1943. Hún
lést 21. nóvember
2020.
Útför Kötlu fór
fram 18. desember
2020.
ég fram með bauk-
inn og sníkti af
henni aur, því oftar
en ekki gaf hún mér
seðla en ekkert
klink og litla skottan
ég notfærði mér það
auðvitað. Katla var
afar barngóð, hlý og
alltaf var hún til í að
spila, leika og
spjalla.
Elsku Óli, María,
Ásgeir Þór, Ásgeir Örn og Mar-
grét, mínar dýpstu samúðar-
kveðjur til ykkar. Minning henn-
ar mun lifa með okkur.
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.
(Páll Ólafsson)
Fríða Stefánsdóttir.