Morgunblaðið - 23.12.2020, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020
Hetja frá Húsum er horfin.Hún var tekin í mis-gripum og er kominlangt í burtu frá heima-
högunum. Eftir situr Björg ang-
istarfull og einsetur sér að finna
bestu vinkonu sína. Björg og for-
eldrar hennar komast fljótt á snoðir
um hvar Hetju gæti verið að finna en
þau fara á mis við hana og í kjölfarið
hefst æsispennandi atburðarás sem
við fáum upplifa bæði frá sjónar-
horni Bjargar og Hetju. Lesandinn
veit því hvað kom fyrir Hetju og í
hvaða raunum hún lendir, sem eykur
spennuna til muna.
Hetja er fyrsta bók Bjarkar
Jakobsdóttur, en hún hefur leikið,
skrifað og leikstýrt leikritum um
árabil. Fram hefur komið í viðtölum
við Björk, sem sjálf er í hesta-
mennsku, að henni hafi þótt vanta að
íslenski hesturinn fengi verðskuldað
pláss í barna- og unglingabókum.
Ákvað hún að bæta úr og hampa
honum sem sannri hetju í þessari
öðruvísi örlaga- og spennusögu sem
fjallar um einstaka vináttu merar og
unglingsstúlku sem báðar eru alveg
að verða fullorðnar.
Strax í upphafi sögunnar er sterk-
lega gefið í skyn að
Björg eigi erfitt upp-
dráttar félagslega og
þegar líður á kemur í
ljós að hún er á ein-
hverfurófi og þarf að
takast á við ýmsar
áskoranir sem því
fylgir. Það er sérlega
ánægjulegt að fá
stúlku á einhverfurófi
sem aðalsögupersónu í
barna- og unglingabók
og Björk tekst vel að
koma því að hvernig
skynjun hennar á um-
hverfinu og upplifun af
samskiptum við annað fólk getur
verið öðruvísi en jafnaldra hennar.
Þá tekst Björk á einstakan hátt að
hleypa lesandanum inn í hugarheim
Hetju og lýsir hún tilfinningum
hennar og atferli af næmni og þekk-
ingu. Maður fyllist samúð með henni
og gleymir því stundum að hún sé
meri án þess þó að upplifa hana sem
mannlega. Sem er mjög jákvætt.
Þrátt fyrir að hesturinn sé í aðal-
hlutverki í sögunni þá höfðar hún
alls ekki bara til hestafólks, enda
tekst höfundi vel að útskýra helstu
hugtök sem koma fyr-
ir á einfaldan hátt
þannig að leikmaður
skilur þokkalega vel.
Þá er skemmtilegt
hvernig höfundur
leikur sér með ís-
lenskuna eins og þeg-
ar Hetja upplifir ein-
hestaleika og
hestaheppni. Það eru
svona smáatriði sem
gefa til kynna að hver
einasta setning í sög-
unni sé úthugsuð.
Bókin er mynd-
skreytt með gull-
fallegum teikningum eftir Freydísi
Kristjánsdóttur sem kemur vel til
skila dramatískri upplifun Hetju af
hálendinu þegar hún ríður nánast
hvíldarlaust í áttina heim.
Hetja er frábær bók sem rígheld-
ur lesandanum frá upphafi til enda
og fer með hann í gegnum allan til-
finningaskalann. Óhætt er að mæla
með henni fyrir alla aldurshópa,
bæði þá sem þekkja til hesta-
mennsku og alla hina sem vita ekki
hvernig skjóttur hestur lítur út eða
til hvers múll er notaður.
Öðruvísi spennusaga um einstaka vináttu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfundurinn „Hetja er frábær bók sem rígheldur lesandanum frá upphafi
til enda og fer með hann í gegnum allan tilfinningaskalann. Óhætt er að
mæla með henni fyrir alla aldurshópa,“ segir gagnrýnandi um bók Bjarkar.
Barnabók
Hetja bbbbb
Eftir Björk Jakobsdóttur.
Myndir: Freydís Kristjánsdóttir.
JPV forlag, 2020. innb., 218 bls.
SÓLRÚN LILJA
RAGNARSDÓTTIR
BÆKUR
Tveir ungir myndlistarmenn, Berg-
ur Nordal Gunnarsson og Kristín
Helga Ríkharðsdóttir, sem leggja
stund á framhaldsnám um þessar
mundir, hlutu í gær styrki úr
Styrktarsjóði Guðmundu Andrés-
dóttur myndlistarmanns. Afhending
styrkjanna fór fram í Listasafni Ís-
lands. Ráðstöfunarfé sjóðsins eru
raunvextir af höfuðstól og ákvað
stjórn sjóðsins að ráðstafa að þessu
sinni tveimur milljónum króna, einni
milljón til hvors styrkþega. Alls bár-
ust 13 umsóknir um styrki en út-
hlutað er úr sjóðnum á tveggja ára
fresti.
Bergur Nordal Gunnarsson er
fæddur 1995 og lauk BA-gráðu frá
myndlistardeild Listaháskóla Ís-
lands vorið 2019. Hann stundar nú
framhaldsnám við Myndlistar-
akademíið í Vín, í málaradeild. Er
það fjögurra ára nám sem lýkur með
magister-gráðu. Bergur er ekki
staddur á landinu og tók Hjalti bróð-
ir hans við styrknum.
Kristín Helga Ríkharðsdóttir
fæddist árið 1993 og lauk hún námi
til BA-gráðu frá myndlistardeild
Listaháskóla Íslands árið 2016 og
stundar nú nám við Steinhardt-
háskóla í New York og stefnir á að
ljúka með meistaragráðu í myndlist í
desember á næsta ári.
Samkvæmt skipulagsskrá Styrkt-
arsjóðs Guðmundu Andrésdóttur er
markmið hans „að styrkja og hvetja
unga og efnilega myndlistarmenn til
náms“. Sjóðurinn styrkir mynd-
listarmenn til framhaldsmenntunar
og er æskilegt að umsækjendur hafi
lokið BA-gráðu í myndlist eða sam-
bærilegu námi. Stjórn sjóðsins er
skipuð innkaupanefnd Listasafns Ís-
lands, sem gætir sjóðsins og velur
stjórnin enn fremur styrkþegana úr
innsendum umsóknum. Stjórnin er
skipuð þeim Ásrúnu Kristjáns-
dóttur, Haraldi Jónssyni og Hörpu
Þórsdóttur, forstöðumanni Lista-
safns Íslands, sem er formaður
stjórnar.
Guðmunda Andrésdóttir (1922-
2002) var einn fremsti myndlistar-
maður þjóðarinnar. Samkvæmt
erfðaskrá hennar var stofnaður
styrktarsjóður í hennar nafni sem er
í vörslu Listasafnsins. Guðmunda
tilheyrði þeirri kynslóð listamanna
sem á sjötta áratug síðustu aldar
ruddi abstraktlistinni hér braut. Það
var innan þessa tjáningarforms sem
Guðmundu tókst að þróa mjög svo
persónulega listsköpun, sem gerir
framlag hennar til samtímalistar á
Íslandi einstakt og áhrifamikið.
Samkvæmt erfðaskrá sinni arfleiddi
hún Listasafn Íslands, Listasafn
Háskóla Íslands og Listasafn
Reykjavíkur að fjölda listaverka.
Bergur og Kristín
hlutu styrkina
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Afhending Frá afhendingu styrkjanna. Þá hlutu Kristín Helga Ríkharðs-
dóttir og Bergur Nordal Gunnarsson en Hjalti bróðir hans veitti viðtöku.
Veitt úr Styrktarsjóði Guðmundu
Myndlistarkonan Guðný Rósa Ingi-
marsdóttir hefur verið valin til þess
að halda yfirlitssýningu á verkum
sínum á Kjarvalsstöðum næsta
haust. Guðný Rósa sýnir þá verk sín
í sýningarröð á Kjarvalsstöðum þar
sem sjónum er beint að ferli starf-
andi listamanna sem þegar hafa með
fullmótuðum höfundareinkennum
sett svip sinn á íslenska listasögu.
Guðný Rósa fetar þar í fótspor Sig-
urðar Árna Sigurðssonar – en sýn-
ingin á verkum hans, ÓraVídd
stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum,
Ólafar Nordal, Haraldar Jónssonar
og Önnu Líndal.
Verkin á sýningunni spanna rúm-
lega 20 ára feril Guðnýjar en hún
hefur á ferli sínum leitað í umhverfi
sitt og reynsluheim til innblásturs.
Hún hefur unnið í fjölbreytta miðla,
líkt og hljóð og skúlptúra en papp-
írsverk hafa verið fyrirferðarmikil á
ferlinum. Verkin einkennast, eins og
segir í tilkynningu frá Listasafni
Reykjavíkur, af nákvæmni og fín-
leika en eru viðfangsefnin eru oftar
en ekki einlæg og persónuleg.
Guðný er fædd í Reykjavík árið
1969. Hún stundaði nám í Mynd-
listar- og handíðaskóla Íslands og
lauk framhaldsnámi við L‘Ensav La
Cambre í Brussel og í HISK í Ant-
werpen í Belgíu en hún hefur lengi
verið búsett og starfað þar í landi.
Guðný Rósa hefur sýnt verk sín á
einkasýningum hér á Íslandi og víðs
vegar um Evrópu. Verk hennar má
finna í opinberum söfnum í Frakk-
landi, Belgíu, Slóveníu og Íslandi.
Sýningarstjóri og ritstjóri sýn-
ingaskrárinnar er Ólöf Kristín Sig-
urðardóttir, safnstjóri Listasafns
Reykjavíkur.
Yfirlit yfir feril
Guðnýjar Rósu
Sýning á Kjarvalsstöðum á næsta ári
Morgunblaðið/Einar Falur
Listakonan Guðný Rósa Ingimars-
dóttir á einni sýninga sinna í Hverf-
isgalleríi sem hún starfar með.