Morgunblaðið - 23.12.2020, Síða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020
Hér eru birt tvö ósamstæð brot úr
bókinni.
Einelti í Grafarvogi
Ef mér fannst ég vera útundan í
Hveragerði veturinn áður hefði ein-
hver þurft að pikka í öxlina á mér og
segja: You aint seen nothing yet! Í
Hamraskóla fékk ég nefnilega að
kynnast því fyrir
alvöru hvað það
þýðir að vera út-
undan.
Þetta var hverfi
sem ég þekkti
ekki og í ofanálag
þá fannst mér
Reykjavík vera
stór og ógnvekj-
andi borg. Borg
óttans. Það verður
að hafa það hugfast að ég hafði ein-
ungis búið í Hveragerði og á Bifröst
fram að þessu. Ég var bara
landsbyggðardrengur og breytingin
var því svakaleg.
Árgangurinn minn í Hamraskóla
var stór. Þrír troðfullir bekkir á með-
an að í Hveragerði voru tveir bekkir,
H- og Ö-bekkur með allt að helmingi
færri nemendum í hvorum bekk. Mér
fannst þetta yfirþyrmandi fjöldi í
Hamraskóla. Þessir krakkar höfðu
líka flestir verið saman í skóla alla
ævi og mér fannst erfitt að reyna að
komast inn í hópinn.
Ég kynntist samt alveg strákum í
skólanum og auðvitað stofnuðum við
hljómsveit sem hét Peace. Við kom-
umst meira að segja lengra en bara
að gefa hljómsveitinni nafn því við
náðum að halda tónleika í skólanum.
Með mér í bandinu voru tvíbura-
bræður sem heita Bergur og Hjálm-
týr Sandholt, Skorri hét trommarinn,
minnir að sá fjórði hafi heitið Hilmar,
ég spilaði á gítar og söng. Ég kunni
reyndar ekki á gítar þannig að við
skulum frekar segja að ég hafi sungið
með gítar hangandi framan á mér.
Svo fékk strákur sem heitir Júlli það
veigamikla hlutverk að vera umboðs-
maður sveitarinnar. Júlli umboðs-
maður var reyndar rekinn síðar, en
ekki fyrir að hafa samið illa fyrir
bandið, heldur þótti okkur hann ekki
vera nógu duglegur að mæta á æfing-
ar. Eins og umboðsmaður hafi átt
eitthvert erindi á hljómsveitaræf-
ingu! Hann tók það eðlilega mjög
nærri sér en við hittumst fyrir ekki
svo löngu síðan og þá voru sárin gró-
in og honum þótti þetta bara fyndið.
Á þessum aldri voru strákarnir
byrjaðir að vera með smá gelgju-
stæla. Farnir að spá í hverju þeir
klæddust, setja gel í hárið og rollon
undir hendurnar. Ég var hins vegar
svo barnalegur að ég vildi bara helst
leika mér heima með leikföng. Ég
hafði líka byrjað í söng- og leiklist í
Borgarleikhúsinu nokkru áður og
elskaði það þannig að í raun var ég
bara leiklistarlúði sem vildi leika sér í
Playmo.
Einu sinni þegar strákarnir úr
Hamraskóla voru að hanga heima hjá
mér ákvað ég að reyna að fá þá til að
hverfa aftur til barndóms. Ég lagði
spilin á borðið og sagði: „Strákar.
Viðurkennið það. Okkur finnst öllum
gaman að leika í Playmo. Af hverju
förum við ekki bara í Playmo?“ Ég
hélt í mér andanum eftir að hafa lagt
þetta til en viti menn, ég hafði rétt
fyrir mér. Auðvitað fannst þeim gam-
an að leika sér í Playmo. Þeir hugs-
uðu í það minnsta: „Æi, fuck it, ger-
um þetta,“ og svo bara sátum við á
gólfinu og lékum okkur í Playmo
þangað til þeir þurftu að fara heim að
borða. Þeim fannst þetta fáránlega
gaman og ég var auðvitað í skýjunum
að þurfa ekki að leika mér einn í
Playmo.
Ég er alltaf að átta mig betur og
betur á því að ég var mjög barna-
legur krakki og ég held að hluti
ástæðunnar sé sá að ég átti engan
eldri bróður. Þá meina ég bróður sem
var nálægt mér í aldri en slíkt verður
oft til þess að menn þroskast jafn-
hliða bróður sínum sem er kannski
nokkrum árum eldri. Ég átti bara
Hansa og Bjögga sem voru orðnir
fullorðnir menn á þessum tíma og svo
auðvitað Söru systur mína en það
hafði ekki sömu áhrif þó við höfum
alltaf verið mjög náin systkini.
Í Grafarvogi uppgötvaði ég
veggjakrot og sá að það var eitthvað
thing. Ég man eftir að hafa séð
stráka með brúsa á lofti að graffa ein-
hver tögg á veggi. Ég man líka eftir
að hafa séð mann frá Reykjavíkur-
borg þrífa veggjakrotið í burtu
nokkrum dögum síðar. Þetta vakti
hjá mér forvitni og ég byrjaði að
pæla í þessu og teikna einhverjar
graffpælingar.
Ég var mikið einn á þessum tíma
og eftir því sem leið á veturinn fór ég
að vera meira og meira útundan. Það
fór að bera meira á stríðni hinna
strákanna í minn garð sem ég tók
mikið inn á mig.
Fjölskyldan fór til Flórída um
páskana 2007. Það var gott að kom-
ast í burtu því þó ég ætti mína spretti
í skólanum fannst mér ég ekki lengur
tilheyra hópnum í skólanum.
Einn daginn þegar við vorum á
rúntinum í Orlando sá ég búð sem
heitir Ecko Unltd en það er fata-
merki með nashyrning í lógóinu. Um
leið og ég sá merkið þá heimtaði ég
að við færum inn í þessa búð því það
var hreinlega eins og verið væri að
toga mig þangað inn.
Þegar ég gekk inn í búðina var ég
kominn í himnaríki. Þarna var rapp-
tónlist á fullu blasti, neonljós í lofti og
á veggjum, rappkeðjur með spinner-
felgum sem voru geymdar í gler-
borði. Fyrir þá sem muna eftir versl-
uninni Exodus við Hverfisgötu þá var
þetta sú búð á hestasterum. Það sem
var enn betra var að foreldrar mínir
samglöddust mér svo mikið að hafa
fundið þetta himnaríki að ég fékk að
kaupa nánast allt sem mig langaði í.
Ég keypti mér durag-klút, speglasól-
gleraugu, gullkeðjur, derhúfur og
jakka sem var í extra large fullorð-
insstærð! Við erum að tala um jakka
sem náði mér niður fyrir hné og auð-
vitað þurfti að bretta ermarnar
hressilega upp. Af hverju keypti ég
svona stóran jakka? Ég var bara að
herma eftir Akon, Snoop Dogg og
Samma úr Hveragerði. Ég fékk mér
líka spinnerfelgur og hringa og stutt-
buxur sem voru auðvitað eins og ökk-
lasíðar buxur á mér. Þegar ég gekk
klyfjaður með troðfulla poka út úr
búðinni var ég harður á því að þetta
væri besti dagur lífs míns.
Ég klæddi mig í svakalega múnd-
eringu áður en við fórum út að borða
um kvöldið. Var í öllu hvítu. Hvítum
risastórum bol, hvítri hettupeysu
með graffmynstri, hvítum skóm og
með hvíta derhúfu. Til að gera þetta
enn betra þá var ég með stór spegla-
sólgleraugu á andlitinu og spinner-
keðju um hálsinn sem náði mér vel
niður fyrir nafla.
Við fórum á Outback sem er steik-
húsakeðja í Orlando en fyrir utan
staðinn stóðu þrír svartir gæjar með
sama fatastíl og ég. Þeir hrópuðu upp
yfir sig þegar þeir sáu litla drenginn í
alltof stóru fötunum og hrósuðu mér í
hástert fyrir gott outfit. Ég stækkaði
andlega um svona 40 sentimetra við
viðurkenninguna frá þessum sjúk-
lega svölu náungum og vissi að ég
væri að gera eitthvað rétt.
Þegar við vorum að fara út á flug-
völl í Orlando til að fljúga aftur heim
þyrmdi yfir mig í bílnum á leiðinni. Í
gleðinni yfir nýju fötunum, fylgihlut-
unum og viðurkenningunni frá þess-
um þremur svörtu strákum fyrir ut-
an Outback-steikhúsið hafði ég
gleymt því að raunveruleikinn heima
á Íslandi væri enn sá sami. Mig lang-
aði ekki aftur í skólann og ég brotn-
aði saman.
Lokaður inni í fangaklefa
Ég rankaði við mér undir morgun
og þegar ég segi ranka við mér þá var
ég í raun ekki að vakna heldur bara
að komast út úr blakkátinu. Það var
allt í hálfgerðri móðu og ástæðan fyr-
ir því var einföld, ég var ekki með
gleraugun mín. Samt sá ég nógu vel
til að átta mig á því að ég var alls ekki
heima hjá mér.
Allir veggirnir í þessu rými voru
kremhvítir, upp við einn vegginn var
einhvers konar rúmbæli með þunnri,
ljósblárri, plastklæddri dýnu. Næst
kom ég auga á dökkbláa hurð úr stáli
með litlum glugga fyrir miðju ofar-
lega og því fór ekki á milli mála hvar
ég var. Ég var ekki heima hjá mér, ég
var ekki einu sinni inni á heimili. Ég
var í fangaklefa en ég hafði ekki hug-
mynd um af hverju. Síminn minn var
auðvitað hvergi nærri frekar en gler-
augun mín enda eru allir persónu-
legir munir teknir af þeim sem vist-
aðir eru í fangaklefa. Það hafði ég séð
í bíómyndum og var þarna að upplifa
á eigin skinni.
Ég byrjaði að berja á hurðina þar
til litla opið á klefahurðinni ofan-
verðri var opnað. Fyrir utan stóð lög-
reglukona sem sagði mér að hætta að
hamast á hurðinni og fara aftur að
sofa. Ég sagðist vilja vita hvað ég
hefði gert af mér og af hverju í fjand-
anum ég væri lokaður inni í fanga-
klefa. Hún sagðist ekki hafa upplýs-
ingar um það og skipaði mér ítrekað
að fara aftur að sofa en ég gaf mig
ekki, sagðist ekki fara að sofa fyrr en
ég vissi hvað ég hefði gert af mér. Á
endanum nennti lögreglukonan ekki
lengur að hlusta á rausið í mér og lét
sig hverfa án þess að segja mér nokk-
uð. Um leið og hún lokaði litla opinu á
hurðinni aftur fékk ég hálfgert kvíða-
kast. Þó mér liði eins og ég væri kom-
inn með fulla rænu þá var ég það auð-
vitað alls ekki. Ég var ennþá kaf-
dópaður þó ég væri ekki lengur í
blakkáti þannig að ég hugsaði engan
veginn skýrt.
Það kom ekki til greina að sætta
mig við að fá engin svör um hvað ég
hefði gert af mér þannig að ég ákvað
að láta heyra í mér af fullum þunga.
Ég tók bláu dýnuna af rúminu í klef-
anum, lagði hana á gólfið fyrir fram-
an hurðina, kom mér fyrir á dýnunni
með lappirnar upp á miðja hurð og
byrjaði að sparka í hana af öllu afli.
Aftur og aftur. Bara til að fá athygli
og ég ætlaði ekki að hætta fyrr en
einhver kæmi. Ég sparkaði og spark-
aði í svona hálftíma eða þar til allir í
klefunum í kring voru orðnir brjál-
aðir á mér. Þá áttaði ég mig á því að
þetta væri ekki að fara að bera nokk-
urn árangur svo ég hætti og fór aftur
að sofa. [...]
Leiklistarlúði
sem vildi leika
sér í Playmo
Bókarkafli | Árni Páll Árnason, sem notar lista-
mannsnafnið Herra Hnetusmjör, vakti fyrst at-
hygli árið 2014 og ekki leið á löngu þar til hann
var á allra vörum. Sólmundur Hólm rekur sögu
hans í bókinni Herra Hnetusmjör – hingað til.
Blakkát Herra
Hnetusmjör í gleð-
skap í Kópavogi.