Lögmannablaðið - 2020, Qupperneq 16

Lögmannablaðið - 2020, Qupperneq 16
16 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/20 UM ENDUR- UPPTÖKU DÆMDRA SAKAMÁLA 1. Með lögum nr. 62/1994 fengu ákvæði Mann- réttindasáttmála Evrópu lagagildi hér á landi að meðtöldum þeim viðaukum sem við hann höfðu verið gerðir og taldir eru upp í 2. gr. laganna. Efnisreglur sáttmálans eru tilgreindar í fylgiskjali. Sáttmálinn og lögfestir viðaukar og breytingar á honum innihalda samkvæmt því lagareglur, rétt eins og aðrar settar lagareglur hér á landi. Meðal þessara lagareglna eru reglur um Mannréttindadómstól Evrópu, skipun dómara við hann, málsmeðferð fyrir dóminum og dómsúrlausnir. Eftir gildistöku laganna nr. 62/1994 hafa verið lögfestir viðaukar við sáttmálann, svo sem sjá má í lagasafni. Rétt er að taka fram að breytingar sem gerðar kunna að vera á sáttmálanum eða viðaukar við hann fá ekki lagagildi hér á landi fyrr en þeir hafa verið lögfestir sérstaklega. 2. Greinargerð sem fylgdi lagafrumvarpinu um lögfestingu MSE er afar ítarleg. Í inngangi hennar kemur fram að fimm manna nefnd hafi undirbúið frumvarpið, en formaður hennar var Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi ráðherra. Aðrir nefndarmenn voru Björn Bjarnason alþingismaður, Eiríkur Tómasson lagaprófessor, Markús Sigurbjörnsson lagaprófessor og Ragnar Aðalsteinsson hrl. Þar kemur fram nefndin hafi komist að niðurstöðu um að „... rétt væri að leggja til að mannréttindasáttmáli Evrópu yrði lögtekinn hér á landi, en sú niðurstaða var einkum byggð á því að lögfesting sáttmálans yrði til að auka réttaröryggi.“ 3. Í 1. gr. MSE skuldbinda aðildarríkin að mann réttinda- sáttmálanum sig til að tryggja þau réttindi sem þar er kveðið á um hverjum þeim sem dvelst innan yfirráðasvæðis þeirra. Um þetta segir í greinargerðinni: Á SÍÐUSTU MISSERUM HAFA ÁKVÆÐI MANNRÉTTINDASÁTTMÁLA EVRÓPU (MSE) VERIÐ TIL SÉRSTAKRAR SKOÐUNAR HÉR Á LANDI AF ÝMSUM TILEFNUM. TIL STÓÐ AÐ FJALLA UM ÝMIS ÁLITAEFNI SEM ÞEIM TENGJAST Á MÁLSTOFU Á LAGADEGINUM Í MARS SL., SEM EKKERT GAT ORÐIÐ AF. HÉR STENDUR EKKI TIL AÐ ELTA ÓLAR VIÐ ALLT SEM Á BORÐ HEFUR VERIÐ BORIÐ Í ÞESSUM EFNUM, EN ÉG HELD AÐ ÞAÐ GETI VERIÐ GAGNLEGT AÐ FARA YFIR NOKKUR ATRIÐI TIL AÐ VARPA LJÓSI ÞÝÐINGU ÞESSA SÁTTMÁLA GAGNVART ÖÐRUM RÉTTARHEIMILDUM Í LAGAKERFI OKKAR. RAGNAR HALLDÓR HALL LÖGMAÐUR SKRIFAR

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.