Lögmannablaðið - 2020, Side 20

Lögmannablaðið - 2020, Side 20
20 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/20 LÖGMENNSKAN Á TÍMUM KÓRÓNUNNAR Allt tekur enda og í byrjun maí færðist starfsemi dómstólanna í eðlilegt horf á ný þótt áfram sé lögð áhersla á að nýta tæknilausnir s.s. við fyrirtökur mála, og sendingu gagna, til að takmarka samneyti á milli manna. Lögmannablaðið tók púlsinn á lögmönnum, velti fyrir sér hvort þeir hefðu fundið fyrir breytingum á tímum kórónunnar, hvort þær verði varanlegar og hvað taki við. Áskoranir Lögmenn stóðu frammi fyrir sömu áskorunum og þorri þjóðarinnar í byrjun Covid; að fara heim með verkefnin eða starfa áfram í hálftómum skrifstofum þar sem síminn þagði og engir tölvupóstar bárust. Þeir sem þjóna einstaklingum fundu helst fyrir samdrætti en lögmenn sem þjónusta fyrirtæki síður. Í samtali við lögmenn kom fram að þótt verkefnastaðan hefði minnkað þá hefðu margir nýtt tímann til að vinna upp verkefni sem hefðu verið í bið vegna anna. Þeir lögmenn sem ekki voru búnir að tileinka sér fjarfundartækni og fjarvinnu gerðu það á einum degi og væntanlega mun Covid verða til þess að fjórða iðnbyltingin komi á meiri hraða í líf lögmanna en áður var talið. Á sama tíma og umferðarþunginn jókst á götum borgarinnar í byrjun maí fór svo allt á fullt hjá lögmönnum. Hvað tekur við? Norska lögmannafélagið áætlar að velta lögmannsstofa þar í landi minnki um þrjá milljarða norskra króna á árinu vegna Covid kreppunnar, eða um 15% miðað við fyrri ár. Þá hefur 8% fulltrúa á lögmannsstofum þegar verið sagt upp störfum og 14% hafa fengið tilkynningu um að þeim verði sagt upp. Ekkert slíkt virðist vera uppi á teningnum á Íslandi þar sem allir viðmælendur Lögmannablaðsins, sem eru starfandi lögmenn, höfðu ekkert heyrt af uppsögnum á íslenskum lögmannsstofum. „Lögmenn eru ekkert að barma sér, flestir líta á þetta sem tímabundið ástand sem varir í mesta lagi fram á haust,“ sagði einn þeirra. Misjafnt var hvað lögmenn sem eru með erlenda viðskiptavini sögðu um stöðu mála. Einn sagði mörg verkefni hafa farið á ís en fullsnemmt væri að segja að þau hefðu horfið. Hann bjóst við að sumarið yrði rólegt en þó væru erlendir fjárfestar að vakna til lífsins á ný og væntanlega yrði með haustinu allt komið í fullan gang. Annar lögmaður, sem sinnir sérhæfðum hópi erlendra viðskipavina sagðist ekki hafa fundið fyrir samdrætti. Síðastliðnar vikur hafa lögmannsstofur, eins og raunar allt samfélagið, legið í Covid 19 dvala þar sem símar hljóðnuðu og fyrirspurnir og dagleg vandamál hurfu í skugga heilsukvíða vírusar sem breytt hefur heimsmyndinni tímabundið, að minnsta kosti.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.