Lögmannablaðið - 2019, Qupperneq 8

Lögmannablaðið - 2019, Qupperneq 8
8 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 HÚMBÚKK SKAL RÉTT UPP RAÐAST Ef við værum stödd í kennslustund í hagfræði og myndum fá það verkefni að greina jólin, þá væri hægt að nálgast viðfangsefnið með ýmsum aðferðum. Það væri hægt að tala um hagræn áhrif jóla, neysluaukningu, yfirfærslu skuldar eða inneignar milli ára og svo framvegis. En svo væri einnig hægt að kafa dýpra og skoða hvaða þörf í fari okkar mannskepnunnar jólin eru að mæta. Hér á norðurhveli er sú þörf tengd gangi náttúrunnar. Jólin eru haldin þegar myrkrið er mest, því eins og við flest vitum er undanfari kristilegra jóla heiðin vetrarsólstöðuhátíð. Þegar náttúran sjálf gefur okkur hvað minnst í formi hlýju og ljóss, þá reynir hvað mest á okkur sjálf að vekja upp slíkar tilfinningar með samstöðu, góðmennsku og í raun framleiðslu og útbreiðslu hvers konar mannlegra afurða. Menning, afurð mennskunnar, er hvað nauðsynlegust á árstíma jóla. En eins og við vitum einnig þá byrjar að dimma fyrr en í desember. Haustið vekur einnig upp þarfir í hjörtum fólks, enda er haustið tími uppskeruhátíða víða um heim. Fólk þarf að búa sig undir veturinn. Það eru ekki aðeins nöpur trén sem hríslast í vindinum á haustin. Sálir okkar mannanna gera það einnig. Haustið er tími skjálftans, stundum örvæntingar, í samfélögum. Það er ekki tilviljun að stærstu efnahagshamfarir Vesturlanda, kauphallarhrun hverskonar, verða oftast í október. Á haustin fer um okkur ónotaleg tilfinning. Hér á Íslandi sérstaklega. Haustið kemur hratt og gefur engin grið. Íslenskt haust er eins og vetur í mörgum öðrum löndum. En samt höfum við ekki neina hátíðlega lausn, í hagfræðilegum skilningi, til að takast á við haustið. Við höfum bara jólin. Allt haustið byggjum við upp spennu og kvíða sem síðan skal sprengjast upp með einni risastórri neyslu- og samstöðuhátíð. Jólin eru nefnilega mikil hátíð hér á landi. Víða annarstaðar á Vesturlöndum er farið öðruvísi að í þessum málum. Í Ameríku trappar fólk haustkvíðann niður með tveimur hátíðum. Hrekkjavakan í lok október er eitt stórt hrekkja- og grínpartí með tilheyrandi ljósaútbúnaði. Kapítalisminn fær einnig eitthvað fyrir sinn snúð því hrekkjavakan er neyslu- hvetjandi skrautskrímsli þar sem heilu húsin eru þakin gervi kóngulóarvefjum úr plasti. Ef kaupæði er líkn nútíma- mannsins við angist sinni þá er hrekkjavakan vissu lega hluti af lausninni. Svo er það þakkargjörðarhátíðin þar sem stórfjölskyldukvaðirnar eru dekkaðar og öðrum líknandi skammti af ofneyslu er sprautað í angistarholuna, þörfinni fyrir að borða yfir sig og sýna þannig fram á að maður eigi nóg og kaldur veturinn megi loksins koma. Þegar kemur að sjálfum jólunum er því búið að aflétta mikilli pressu. Jólin þurfa því ekki að vera jafn mikil bomba fyrir vikið og eru almennt lágstemmdari en hér á landi. Það hentar Ameríku ágætlega enda er þar að finna fjölmenn ingar samfélag þar sem aðeins hluti þjóðarinnar heldur kristileg jól. En í þessu samhengi er í raun óþarfi að blanda trúar- brögðum í málið. Punkturinn er sá að ef jólin eru hátíð sem ætlað er að grípa okkur myrkfælnu kvíðapöddurnar í fallinu, í svartasta skammdeginu, með tilheyrandi ofgnótt veraldlegra hluta en einnig skilaboðum um samheldni og ósk um innhverfa íhugun, þá er býsna mikið lagt á eina hátíð. JÓLAHUGVEKJA BERGUR EBBI ALLT HAUSTIÐ BYGGJUM VIÐ UPP SPENNU OG KVÍÐA SEM SÍÐAN SKAL SPRENGJAST UPP MEÐ EINNI RISASTÓRRI NEYSLU- OG SAMSTÖÐUHÁTÍÐ.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.