Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 13
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 13
færi miklu betur á því að sleppa slíku þó að menn kynnu
að líta stórt á sig. Mönnum liði að jafnaði betur þannig.
Í kjölfar samskiptanna sendi dómarinn bréf til formanns
Lögmannafélagsins og sagðist hafa átt í „óskemmtilegum
samskiptum“ við þennan félagsmann í Lögmannafélaginu.
Dómarinn taldi að háttsemi lögmannsins hlyti að fara á
svig við siðareglur lögmanna en gerði þó engar kröfur um
að félagið myndi aðhafast. Í kjölfarið hófst málsmeðferð
innan Lögmannafélagsins gagnvart félagsmanni sínum sem
endaði með því að félagið kvartaði yfir lögmanninum til
úrskurðarnefndar lögmanna. Í úrskurði nefndarinnar var
lögmanninum svo veitt áminning. Sú ákvörðun var borin
undir dómstóla og var ógilt í Landsrétti (Lrd. 511/2018)
en málið hefur hlotið áfrýjunarleyfi í Hæstarétti.
Hins vegar má nefna samskipti dómara og lögmanns sem
lýst er í nýlegum dómi Landsréttar en málið er í grunninn
barnaverndarmál (Lrd. 373/2019). Í héraðsdómi hafði
gjafsóknarkostnaður, þar með talin þóknun lögmanna
tveggja aðila, verið ákveðin 450.000 krónur til hvors
um sig að meðtöldum virðisaukaskatti. Héraðsdómari
rökstuddi þessa málskostnaðarákvörðun með því að
lögmenn hefðu í ljósi ákvæða barnaverndarlaga hvorki
haft viðhlítandi lagarök né málefnalegar ástæður út frá
lagalegum eða siðferðilegum skyldum sínum sem lögmenn
til að reka málið með þeim hætti sem gert var. Varnir
sem settar hefðu verið fram undir rekstri þess hafi ekki
verið raunhæfar miðað við atvik málsins. Þá sagði einnig í
forsendum dómsins að gjafsóknarkostnaður væri greiddur
úr ríkissjóði sem fjármagnaður væri með skattfé vinnandi
fólks. Þóknanir til lögmanna ættu að miða að því að þjóna
hagsmunum barna sem í hlut ættu en ekki hagsmunum
lögmanna af því að reka mál allt til enda þegar ljóst væri að
sá málarekstur færi beinlínis í bága við þá frumhagsmuni
barna sem lögunum væri ætlað að vernda. Í þessu ljósi
sagði dómarinn blasa við að umgengni dómara og
lögmanna um þessa sjóði væru skorður settar, sem út frá
áðurnefndum verndarhagsmunum bæri að virða í hvívetna.
Í framhaldi af uppkvaðningu héraðsdóms áttu sér stað
tölvupóstsamskipti milli dómarans og lögmanna þar sem
annar þeirra spurði dómarann hvernig hann ætti að bera
sig að við hagsmunagæslu fyrir skjólstæðinga sína í ljósi
forsendna héraðsdóms. Í svarpósti dómarans segir meðal
annars: „ ...lögmenn geta ekki haldið því fram gagnvart
gagnaðila, umbjóðendum sínum eða gagnvart dómnum
að þeim leyfist að nálgast þessi mál með rörsýn. Lögmaður
sem nálgast þessi mál með það eitt að leiðarljósi að ganga
erinda umbjóðanda síns getur ekki haldið því fram að
hann sé að vinna innan ramma siðareglna. Þvert á móti
er að mínu mati augljóst að lögmönnum ber, í riti og
ræðu, að gæta staðfastlega að hagsmunum þeirra barna
sem í hlut eiga. [...] Ég hygg að reyndir lögmenn sem hafa
Þegar almenningur hugsar um samskipti lögmanna og dómara kemur bandarískt réttarkerfi og mýgrútur bíómynda vafalaust upp í hugann.
Í SIÐAREGLUM DÓMARA ERU ENGIN SÉRSTÖK
ÁKVÆÐI UM SAMSKIPTI VIÐ LÖGMENN ÞÓ
ALMENN ÁKVÆÐI REGLNANNA EIGI VIÐ UM
LÖGMENN EINS OG AÐRA.